Morgunblaðið - 20.10.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 20.10.2007, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐLEGI beinverndardag- urinn er í dag. Hann er áminning til okkar allra um að huga vel að beinabúskap okkar alla ævi. Á þessu ári eru 10 ár síðan áhuga- fólk stofnaði landssamtökin Bein- vernd. Það var þáverandi land- læknir, Ólafur Ólafsson, sem ýtti starfinu úr vör. Allar götur síðan hefur starfið verið að eflast og blómstra í höndum áhugasamra félaga sem stýra þessu starfi af miklum myndarskap. Björn Guðbjörnsson læknir tók við kyndlinum af Ólafi og Halldóra Björnsdóttir, sem við heyrum í daglega í morgunleikfiminni í útvarpinu, er fram- kvæmdastjóri Beinverndar. Þeir sem fylgja henni eftir í morg- unleikfimi eru að sinna beinvernd á sinn hátt. Af hverju beinvernd? Staðreyndin er sú að þriðja hver kona og áttundi hver karl sem eru komin yfir miðjan aldur eru haldin sjúkdómnum. Þessu fólki er miklu hættara en öðrum við að brotna og að hryggjarliðir falli saman. Þessu fylgir óbærileg- ur sársauki, minnkandi hreyfigeta og mikill kostnaður fyrir þjóðfé- lagið. Talið er að beinþynning sé eitt alvarlegasta heilsufarsvanda- málið í heiminum í dag. Á hverju ári verða á Íslandi allt að 1.200 beinbrot sem rekja má til bein- þynningar. Það er því til mikils að vinna að fækka þessum brotum. Fyrirbyggjandi aðgerðir Þótt vitað sé að sjúkdómurinn geti verið arfgengur og að hann færist í aukana með hækkandi aldri er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að sporna gegn honum. Lengi býr að fyrstu gerð. Það er mik- ilvægt að börn fái rétt samsett fæði. Rann- sóknir sýna að mik- ilvægt er að neyta fæðu daglega sem inniheldur D-vítamín í réttum skömmtum. Lýsi er gott dæmi um afurð sem er góður D-vítamíngjafi. Bein- vernd hefur sér- staklega mælt með svokölluðu Krakkalýsi fyrir yngri kynslóð- ina. Kalk er afar mik- ilvægur þáttur í fæðunni. Nær- tækast er að nýta okkar frábæru mjólkurvörur sem hægt er að fá í svo fjölbreyttu formi. Þar er örugglega eitthvað fyrir alla; mjólk, ostar, skyr og jógúrt. Grænmeti og fiskur gera líka sitt góða gagn. Öll hreyfing er betri en engin, regluleg hreyfing er þó allra best. Þættir eins og reykingar, mikil áfengisneysla og sum lyf geta flýtt fyrir og jafnvel beinlínis valdið beinþynningu. Ef þú, lesandi góð- ur, hefur áhuga á að vita hver beinþétting þín er geturðu fengið mælingu á Landspítala og Sjúkra- húsinu á Akureyri. Einnig geta heilsugæslustöðvar um allt land fengið lánað tæki hjá Beinvernd til mælinga. Markmið Beinverndar Það segir sig sjálft að markmið Beinverndar er að draga úr því mikla heilsufarsvandamáli sem beinþynningin er. Nauðsynlegt er að minna reglulega á með fræðslu til almennings á eðli og orsökum sjúkdómsins, hvetja til forvarna og vekja athygli stjórnvalda á mikilvægi rannsókna. Mikilvægt er að eiga samvinnu við erlend fé- lög sem vinna að sömu mark- miðum. Notum beinverndardaginn til að huga að framtíð beinanna okkar og okkar nánustu. Verið á varð- bergi varðandi hættur sem geta leitt til slysa og beinbrota. Í dag, 20. október, á milli kl. 13 og 15 verður kynning og fræðsla í Smáralindinni. Þar gefst tækifæri á að bragða á heimsins bestu skyrtertu og fræðast um það nýj- asta í beinvernd. Viljum við ekki öll vera góð inn við beinið? Góð inn við beinið Það er mikilvægt að börn fái rétt samsett fæði, segir Ingi- björg Pálmadóttir í tilefni bein- verndardagsins » Þriðja hver kona ogáttundi hver karl sem eru komin yfir miðjan aldur eru haldin sjúkdómnum. Þessu fólki er miklu hættara en öðrum við að bein- brotna. Ingibjörg Pálmadóttir Höfundur er verndari beinverndar og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. FÉLAG náms- og starfs- ráðgjafa heldur upp á dag náms- og starfsráðgjafar í annað skipti á Íslandi hinn 20. októ- ber. Tilgangur þessa dags er að vekja at- hygli landsmanna á þjónustu sem náms- og starfsráðgjafar veita og kynna strauma og stefnur í fræðigreininni. Náms- og starfsráðgjöf stuðlar að öflugri tengingu milli skóla og atvinnulífs. Breyt- ingamáttur náms- og starfsráðgjafar er mikill og það hefur sýnt sig að aðferðir og þekking í náms- og starfs- ráðgjöf hafa mikil áhrif. Mikil þróun á sér stað í faginu hér á landi. Meistaranám í náms- og starfsráðgjöf við félagsvís- indadeild Háskóla Íslands er stórt framfaraskref sem eykur fagþekk- ingu og rannsóknarstarf til muna. Tryggja þarf nægilegt framboð af menntuðum náms- og starfs- ráðgjöfum á hverjum tíma og styðja við frekari uppbyggingu meistaranámsins. Velferð einstaklinga í nútíma- samfélagi hvílir á aukinni al- mennri menntun og þörf fyrir sí- og endurmenntun mun aukast. Líta má á störf náms- og starfs- ráðgjafa sem fyrirbyggjandi að- gerðir. Vel ígrundað náms- og starfsval leggur grunninn að ánægjulegum og árangursríkum náms- og starfsferli. Aðstæður á vinnumarkaði kalla annars vegar á víðtæka almenna menntun, þjálfun og sveigjanleika í samsetningu náms og starfs og hins vegar menntun sem einskorðast ekki eingöngu við formlega skóla. Þetta leiðir til þess að fólk skiptir oftar um störf og fer í nám til að efla hæfni sína. Áform um breytta námsskipan á námi til stúdentsprófs kalla á aukna náms- og starfsráðgjöf á grunn- skólastigi m.t.t. náms- vals á framhalds- skólastigi. Breyttar áherslur í skólastarfi, s.s. einstaklingsmiðað nám, auka einnig þörf fyrir náms- og starfs- ráðgjöf og kalla á heildarstefnumörkun menntamálayfirvalda varðandi þjónustu náms- og starfs- ráðgjafa. Efla þarf náms- og starfsráðgjöf á öllum skólastigum, auka vægi náms- og starfsfræðslu og tryggja aðgengi að náms- og starfsráðgjöf í samfélaginu. Lögverndun á starfsheiti náms- og starfsráðgjafa er eitt skref. Annað skref er að lögfesta starfshlutfall náms- og starfsráðgjafa m.t.t. nem- endafjölda. Staðreyndin er sú að of margir nemendur eru að baki 100% starfshluta náms- og starfs- ráðgjafa í menntakerfinu sem ger- ir það að verkum að ekki er hægt að sinna nægilega þörfum nem- enda hvað varðar náms- og starfs- ráðgjöf, náms- og starfsfræðslu, náms- og starfsval og persónulega ráðgjöf. Öflug náms- og starfsráðgjöf getur ráðið miklu um að nem- endur geri raunhæfar áætlanir um náms- og starfsval. Því er mjög brýnt að móta heildstæða stefnu í náms- og starfsráðgjöf og náms- og starfsfræðslu fyrir grunn- og framhaldsskóla. Markviss ráðgjöf og fræðsla þarf að standa nem- endum til boða frá 1. bekk grunn- skóla og allan framhaldsskólann. Í öflugri náms- og starfsráðgjöf og náms- og starfsfræðslu er lögð áhersla á að einstaklingurinn setji sér markmið í námi og starfi og þekki þá möguleika sem honum standa til boða. Jafnframt þarf að efla aðgengi almennings að náms- og starfs- ráðgjöf sérstaklega í ljósi sí- og endurmenntunar og fullorð- insfræðslu. Náms- og starfs- ráðgjafar sjá mikil tækifæri í því að aðgengi að náms- og starfs- ráðgjöf verði eflt. Aukið aðgengi mun efla náms- og starfsráðgjöf sem leiðir til framfara fyrir ein- staklinga og samfélagið í heild. Með sameiginlegri sýn, skilningi og aðgerðum atvinnulífs, sveit- arstjórna, mennta- og félagsmála- yfirvalda og heimilanna má auka sýnileg tengsl menntunar, færni og starfa með öfluga náms- og starfsráðgjöf í fararbroddi. Dagur náms- og starfsráðgjafar Markviss ráðgjöf og fræðsla þarf að standa nemendum til boða, segir Ágústa E. Ingþórsdóttir »Efla þarf náms- ogstarfsráðgjöf á öll- um skólastigum, auka vægi náms- og starfs- fræðslu og tryggja að- gengi að náms- og starfsráðgjöf í sam- félaginu. Ágústa E. Ingþórsdóttir Höfundur er formaður Félags náms- og starfsráðgjafa. ÞAÐ ER nokkuð ljóst að ég hef fengið mjög sterk og mikil viðbrögð við grein minni sem birt- ist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 9. októ- ber síðastliðinn með yfirskriftinni „hvaðan koma fordómar?“. Þar skrifaði ég um líkams- árás sem maðurinn minn varð fyrir að- faranótt sunnudagsins 7. október þegar hann var ásamt vini sínum að ganga inn í Laug- arneshverfið og tveir menn af erlendum uppruna réðust á þá að tilefnislausu og börðu. Ég vil byrja á því að taka það fram að ég skrifaði greinina mína á sunnudagsmorgni eftir að hafa eytt nóttinni á undan á bráðamóttöku Borgarspítalans í Fossvogi með manninum mínum, sem var mjög laskaður í andliti og niðurbrotinn og ómögulegur eftir þessa ósanngjörnu árás. Þegar við komumst loksins heim til okkar var kominn nýr dagur. Dóttir okkar var að vakna hjá mági mínum og fjöl- skyldu hans, sem svo heppilega búa á efri hæðinni í sama húsi og við, og gátu því brugðist skjótt við um nótt- ina þegar ég þurfti að rjúka á slys- stað, og tekið barnið okkar. Barnið þurfti að vera í pössun allan sunnu- daginn því maðurinn minn vildi ekki að hún sæi sig svona illa út lítandi – hann vildi ekki hræða barnið. Þegar maðurinn minn gat loksins sofnað undir hádegi settist ég fyrir framan tölvuna og fékk útrás á lyklaborðinu. Það var mín leið til að vinna mig út úr því áfalli sem ég hafði orðið fyrir. Þurfti að láta í mér heyra. Ég er ekki fordómafull manneskja að eðlisfari og stórfjölskylda mín inniheldur fólk frá ólíkum menning- arheimum og mér hefur alltaf þótt vænt um og verið stolt af þeim fjöl- breytileika sem ríkir þar. Ég viðurkenni að hafa verið fljótfær þeg- ar ég skrifaði að menn- irnir gætu hafa verið frá Póllandi og hefði betur sleppt því. Ég viðurkenni líka fáfræði mína á Evrópulönd- unum í austri og þykir það mjög miður að kunna ekki almennilega muninn á hinum ólíku þjóðum sem þar búa. Ég setti mjög ólík lönd og menningarheima undir sama hattinn og það þykir mér mjög leitt og ábyrgist að það ger- ist ekki aftur. Langar mig að biðja alla þá sem særðust af skrifum mínum innilega afsökunar. Ég veit vel að við Íslendingar eig- um líka okkar svörtu sauði og það er mjög ósanngjarnt að refsa heilli þjóð fyrir mistök nokkurra skemmdra epla. Ég var að vona með skrifum mínum að fram kæmu einhver vitni sem tengdust málinu svo hægt væri að ná í skottið á þessum tveimur mönnum sem leika enn lausum hala. Einnig vildi ég opna augu fólks fyrir þeirri staðreynd að við þurfum að vera vakandi og hafa varann á sama hvar við búum því það er algjör goð- sögn að miðbærinn sé eini staðurinn þar sem við þurfum að passa okkur. Ég bið afsökunar á ónærgætni og fljótfærni í skrifum reiðrar konu sem runnin er reiðin. Sterk viðbrögð Unnur María Birgisdóttir biðst afsökunar á ummælum í fyrri grein sinni Unnur María Birgisdóttir » ...við Íslend-ingar eigum líka okkar svörtu sauði... Höfundur er leiðbeinandi. EKKERT er eilíft – hvorki menn né aðrar skepnur – sama gildir um stjórnmálaflokka – sem betur fer. Það ætti því hvorki að vera stórmál að kveðja flokk né heldur ganga til fylgis við – en þó er það svo. Síðustu viku hafa mál skipast á þann veg að ég hef ákveðið að segja skilið við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og finnst sem ég skuldi félögum mínum, fyrrum, skýringu þar á. Ég greindi frá af- stöðu minni á félagsfundi Vinstri- grænna í Reykjavík, föstudaginn 12. október síðastliðinn. Eftirfarandi er innihaldslega hið sama og ég lét mér þar um munn fara: Klukkan þrjú síðdegis fimmtu- daginn 11. október var ég á hlaupum út úr húsi, til vinnu. Þá heyri ég í fréttum að „samkvæmt áreið- anlegum heimildum“ sé verið að mynda nýjan meirihluta í borg- arstjórn Reykjavíkur. Hann skipi Samfylking, Vinstrigræn, Frjáls- lynd (?) og Framsókn. Eðlilega varð mér um og ó og sendi í hasti bréf (tölvu) til Svandísar Svavarsdóttur, Ögmundar Jónassonar og Stein- gríms J. Sigfússonar þar sem ég spyr hvort þetta sé rétt, og orðrétt „hvort verið sé að bjarga sukkmeist- ara Reykjavíkur, Birni Inga Hrafns- syni, um borð í nýtt fley!“ Jafnframt spurði ég hvort slíkt væri almenn- ingi í hag! Þremur klukkutímum síðar, að lokinni vinnuferð minni, var allt um garð gengið. Borð og sérílagi stólar frágengin og frátekin. Alles klar – einsog þar stendur. Magískar þrjár stundir! Ekki er það svo að ég gráti íhaldið – vasaklútar mínir munu ævarandi þurrir verða þeirra tára, en ég harma glatað tækifæri þess að veita okkur kjósendum eitt sinn – eitt ein- asta skiptið, færi á því að vera stoltir kjósendur, stoltir yfir stjórn- málamönnum sem þyrðu og gætu farið með vilja okkar til að segja NEI alla leið. Þetta varðar ekki ein- ungis kjósendur Reykjavíkur, held- ur alls landsins. Er einhver fulltrúi okkar sem þorir að fylgja okkur alla leið, þegar við loksins segjum NEI? Því miður var þessu tækifæri glutrað niður. Trúverðugleikinn sem svo sannanlega hafði verið byggður upp dagana á undan – og það fyrst og fremst af Svandísi Svavarsdóttur – glataðist. Trúverðugleika er ansi erfitt að endurheimta. Sú ákvörðun að ganga til sam- starfs við holdgerving spilling- arinnar án málefnasamnings, án nokkurra fyrirvara, er meira en mér er mögulegt að kyngja. Ég kann ekki nýmál í orwellskum skilningi þess hugtaks (man enginn 1984?), ég mun aldrei læra nýmál. Pen- ingasukkari gærdagsins er ekki góði gaur dagsins í dag, vont er ekki gott. Með tilvísun, útúrsnúinni, í annan mann á öðrum tíma þá eru flokks- pólitísk klæði mín engin skrautklæði og það hryggir mig svosem ekki að slíta þeim eigi til fullnustu. Fyrir mér er pólitík mun meir en flokkspóliltík, fyrir mér er pólitík þátttaka í hinu samfélagslega lífi, samkvæmt grískum uppruna orðs- ins – þátttaka okkar, íbúa borg- arinnar á afgerandi hátt. Möguleiki okkar til að segja: NEI – hingað og ekki lengra! En, möguleikinn varð að engu. Birna Þórðardóttir Með kveðju – frá flokksleysingja Höfundur er fv. félagi í Vinstrihreyf- ingunni – grænu framboði. UMRÆÐAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.