Morgunblaðið - 20.10.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 20.10.2007, Síða 37
Elskulegur bróðir okkar er látinn, eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm laut hann í lægra haldi. Við slík tímamót streyma fram minning- ar, hugurinn leitar til bernsku okkar og þar sem hann var elstur af okkur systkinunum sex þá var hann óhjá- kvæmilega höfuð hópsins. Margt var brallað og þar sem í þá daga var ekki sú afþreying sem börn eru mötuð á í dag urðum við að finna upp okkar leiki sjálf. Er okkur í minni þegar hann lét okkur fara að æfa frjálsar íþróttir (hann var vitanlega þjálfar- inn), t.d. hástökk, langstökk og allar þær íþróttir sem honum datt í hug. Verst var þó að eiga við grinda- hlaupið, því okkur skorti efni í grind- urnar. Æska okkar var indæl þótt stund- um væru kröpp kjör eins og var hjá mörgum í þá daga. En hópurinn stóð þétt saman og sú vinátta hefur alltaf verið til stað- ar. Elsku Kiddi, það var sársaukafullt að horfa upp á baráttu þína, en við hlið þér stóð Dúdú þín og börn ykk- ar og tengdabörn og eiga þau að- dáun okkar og þökk fyrir þá frammi- stöðu. Það er von okkar og vissa að vel hafi verið tekið á móti þér af ástvin- um okkar sem farnir eru á undan, jafnvel að þú sért farinn að huga að góðum veiðivötnum og kannski finna þér einhverja spýtu fyrir haga hönd að smíða úr. Elsku bróðir, við söknum þín, og ætlum að láta fylgja hér með þetta erindi eftir Tómas Guðmundsson sem okkur finnst eiga vel við: Og ég er einn og elfarniðinn ber að eyrum mér jafn rótt sem fyrsta sinni. Með skynjun tveggja heima í hjarta mér ég hverf á brott úr rökkurveröld minni. Og seinna þegar mildur morgunn skín á mannheim þar sem sálir stríð sitt heyja, mig skelfa engin sköp, sem bíða mín: Þá skil ég líka að það er gott að deyja. Elsku Dúdú og fjölskylda, nú er sorg í hjarta, en með tímanum mild- ast sársaukinn og minningar verða að dýrum perlum. Við biðjum góðan guð að leggja líkn með þraut. Elsku Kiddi, hafðu þökk fyrir allt sem þú varst okkur, við biðjum guð að gæta þín vel. Þínar systur, Sigurbjörg og Ásta. Kæri afi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við vorum alltaf velkomin til þín í sveitina. Takk fyrir að hjálpa mér að læra að mjólka. Ég kom sem óþekktur lít- ill strákur í fjósið og núna er ég orð- inn fagmaður að mjólka. Þökk sé þér, takk fyrir allt sem þú kenndir mér og sýndir mér. Helgi Grétar Gunnarsson. Afi minn, nú hverfur þú á braut hina göfugu og fögru. Líf þitt mun verða mér innblástur um ókomna tíð. Takk fyrir allt Kristján Már Gunnarsson. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesús þér ég sendi. Bæn frá mínu brjósti sjáðu blíði Jesús að mér gáðu. Takk fyrir allt, elsku afi. Guðmundur Sveinn Gunnarsson. Afi minn. Þú varst mér góður og alltaf til staðar ef eitthvað bjátaði á. Þú varst sterkasti maður sem ég þekkti, þegar ég segi það þá meina ég ekki bara handsterkur heldur líka mjög andlega sterkur. Ég á margar góðar minningar um þig sem ég á alltaf eftir að muna eft- ir. Þetta eru dýrmætustu hugsanir mínar til þín. Þessar minningar lýsa því mjög vel hvernig þú varst og eiga aldrei eftir að gleymast. En nú er víst kominn tími til að kveðja þig sem er mjög sárt en svona er nú bara lífið. Mér finnst það hafa verið heiður fyrir mig að hafa haft þig og hafa þig alltaf mér við hlið. En ég veit að þú átt eftir að standa við bakið á mér enn, bara annan hátt. Ég vil þakka þér fyrir allt, elsku afi, guð geymi þig. Kristur minn ég kalla á þig komdu að rúmi mínu. Gakktu inn og geymdu mig guð í faðmi þínum. Ármann Steinar Gunnarsson. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Elsku afi. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, það var alltaf svo gaman að koma í sveitina til ykkar ömmu. Takk fyrir allar sögurnar sem þú sagðir okkur, þær voru bestar af öllum. Guð geymi þig, elsku afi. Fannar, Arnór Freyr. Svanhildur og Árný Margrét. Okkur langar í fáeinum orðum að minnast móðurbróður okkar, Kidda á Steinnýjarstöðum. Kiddi var elstur af sex systkinum sem fyrst ólust upp í Hvammkoti og seinna á Steinnýjarstöðum. Hann tók við búinu eftir afa og ömmu ásamt konu sinni henni Árnýju sem alltaf er kölluð Dúdú. Kiddi var bóndi af lífi og sál, hann hafði mikla ánægju af veiðiskap og þá sérstak- lega silungsveiði. Langavatn í ná- grenni Steinnýjarstaða var honum ávallt efst í huga. Kiddi var búinn mörgum góðum kostum, hann var dugmikill og iðinn bóndi, handlaginn smiður en einnig mikill fræðimaður. Við systurnar eigum margar góð- ar minningar um ferðirnar norður í sveitina, bæði til að heimsækja afa og ömmu meðan þau voru á lífi og til Kidda, Dúdúar og krakkanna. Á Steinnýjarstaði var og er alltaf gott að koma, móttökurnar hlýjar og við nutum hverrar stundar. Systkinin sex frá Steinnýjarstöðum eru sam- heldin og hafa verið dugleg að hitt- ast með fjölskyldur sínar. Fyrir fáum árum fór allur hópurinn saman í veiðiferð að Langavatni, við áttum þar saman ógleymanlegan dag. Þar var veitt mikið af silungi sem Kiddi flakaði á staðnum með snörum hand- tökum sem hann reyndi að kenna okkur hinum. Við vatnið var aflinn grillaður og síðan slegið upp veislu þar sem allir borðuðu af bestu lyst. Þegar stórfjölskyldan hittist er ekk- ert kynslóðabil, allir taka þátt í leikj- um og það er mikið spjallað og hleg- ið. Kidda verður sárt saknað, það verður tómlegt að koma norður og hitta hann ekki en við vitum að það verður alltaf jafn gott að koma á Steinnýjarstaði. Elsku Dúdú, Anna, Steini, Inga, Hjalti og fjölskyldur, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Þið hafið staðið þétt saman á þessum erfiðu tímum og við vitum að svo verður áfram. Minning um góðan mann lifir. Kær kveðja, Ásta Björk, Ingibjörg og Klara. Sárt er að kveðja þig, elsku bróðir minn, og óraunveruleg sú staðreynd, að þú skulir vera horfinn frá okkur. Minningin um góðan mann lifir þó áfram. Fyrstur af okkur sex systkinum varst þú í heiminn borinn og nú kveður þú hann fyrstur. Við höfum öll átt langa og góða samleið og það ber að þakka. Sterk upprunatengsl- in hafa aldrei rofnað, bernska og æska við kröpp kjör gerðu okkur að samstilltum hópi. Nú ert þú genginn til nýrra verk- efna á öðru sviði og við hin komum til þín síðar, rétt eins og inn í þetta jarðlíf. Sem frumburður pabba og mömmu varst þú þeim til liðveislu við bústörfin strax og kraftar og vit leyfðu og saman voruð þið nánast alla tíð, uns þau féllu frá. Þú færðir þeim indæla tengdadóttur og afkom- endur. Dugnaður og útsjónarsemi voru svo verkfæri ykkar allra við að þróa búskapinn frá brauðstriti til nútímavæðingar. Góður bóndi varstu, hagur og framsýnn og þið fenguð oft viðurkenningar fyrir mik- inn árangur í framleiðslu. Þið hjónin höfðuð nýlega dregið saman seglin og fært ævistarf ykkar í traustar hendur sonar ykkar og hans fjölskyldu. Af einhug höfðuð þið feðgarnir alltaf unnið verkin hlið við hlið og komið var að kynslóða- skiptum, eldra fólkið dró sig í hlé til að njóta ávaxta erfiðis síns á efri ár- um, vel á sig komið miðað við aldur. Sá gestur, sem á liðnu sumri kom óvænt til þín, bróðir minn, hefur nú leitt þig til hinstu hvílu. Guð gefi þér verðugan sess í ríki ljóssins. Guð sefi harm okkar allra, sem misstum þig. Guð blessi fjölskyldu þína, sem stóð vörð um þig og hlúði að þér og aðra þá, sem léttu þér hina erfiðu baráttu fram að andlátsstundu. Við Ragna þökkum þér fyrir allt. Guðmundur Kristjánsson. Góðlegur hlátur, skemmtilegar sögur, fallega smíðaðir hlutir, vinnu- semi, dugnaður og gestrisni. Þessi orð lýsa hluta af þeim góðu minn- ingum sem ég á um Kidda, föður- bróður minn, og það er gott að geta yljað sér við þær minningar núna þegar hans er sárt saknað. Systkinin sex frá Hvammkoti hafa alltaf haldið afkomendahópnum sínum þétt sam- an og ræktað fjölskyldutengslin. Það er bæði gott og skemmtilegt að til- heyra svona samrýndum hópi sem hefur gaman af því að hittast sem oftast og sorgin er mikil hjá öllum þegar svona stórt skarð hefur mynd- ast. Kiddi var elstur systkinanna, stóri bróðirinn sem allir litu upp til og gat alltaf miðlað af þekkingu sinni og fróðleik og hjálpað til ef eitthvað vantaði. Þegar ég var nýbyrjuð í þjóðfræðináminu mínu átti ég að taka viðtal og vinna upp úr því rit- gerð. Ég ákvað að biðja elstu systk- ini pabba að segja mér frá því þegar þau voru að alast upp og þá helst þegar þau fluttu frá Hvammkoti að Steinnýjarstöðum. Úr þessu varð skemmtilegur dagur þar sem setið var í stofunni á Tjörn og spjallað um gömlu tímana. Það er dýrmætt að eiga þennan fróðleik í dag, bæði um aðstæður og húsakynni í Hvamm- koti og á Steinnýjarstöðum í upp- vexti systkinanna og ekki síður um eftirminnilega atburði og fólk sem gaman var að heyra um. Oft var mikið hlegið þegar rifjuð voru upp skemmtileg atvik úr bernskunni. Ein af mínum fyrstu minningum um Kidda tengist fjósinu á Stein- nýjarstöðum. Þá var ég bara nokk- urra ára gömul og systir mín hafði rölt með mig út að kíkja í fjósið. Þeg- ar við komum inn var Kiddi að hand- mjólka eina kúna. Eftir stutta stund spurði hann hvort ég vildi kannski prófa. Ég rétti fram höndina og pot- aði með einum fingri í einn spenann – sem hafði skiljanlega ekki mikið að segja. Þá hló hann sínum góðlega hlátri og reyndi að sýna mér hvernig ætti að gera þetta. Þolinmæði og hlýja eru einmitt eiginleikar sem börn skynja auðveldlega hjá fólki. Af þeim eiginleikum átti Kiddi nóg og það sást líka vel á því hve barna- börnin hans hændust öll að honum, vildu hjálpa honum við útistörfin eða bara sitja í afafangi þegar hann var inni. Það er alltaf gott að koma að Steinnýjarstöðum, njóta gestrisni heimilisfólksins og spjalla. Það er ekki sjaldan sem búið er að byggja eitthvað nýtt, breyta eða bæta og er þá gaman að fá að labba út og skoða og fylgjast með stöðugum nýjungum og uppbyggingu í öllu tengdu bú- skapnum. Feðgarnir Kiddi og Steini hafa í gegnum tíðina unnið vel sam- an að þessari uppbyggingu ásamt eiginkonum sínum og fjölskyldum og var Kiddi að vonum ánægður að búið var komið í góðar hendur sonar hans og tengdadóttur. Ég sendi hlýjar kveðjur til að- standenda, minningin um góðan mann mun lifa meðal allra sem þekktu Kidda. Dagbjört Guðmundsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 37 ALDARMINNING Í DAG vil ég minnast ömmu minnar og afa, í tilefni af því að hinn 23. október 2007 eru 100 ár liðin frá fæð- ingu hennar og hinn 5. desember 2005 voru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Að hundrað ár voru frá fæðingu afa var minnst í júní 2005 á Sauðárkróki. Í dag eru afkomendur þeirra orðnir alls 178 talsins. Amma hét Sigurbjörg Ögmunds- dóttir og var fædd á Sauðárkróki hinn 23.10. 1907 og lést á Sjúkra- húsinu á Sauðárkróki hinn 29.6. 1994. Foreldrar hennar voru Ög- mundur Magnússon, f. 31.3. 1879 á Brandaskarði á Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu og d. 9.8. 1968 á Sauðárkróki, og Kristín Björg Pálsdóttir, f. 15.4. 1884 að Gröf í Víðidal í Vestur-Húnavatns- sýslu, d. 17.8. 1942 á Sauðárkróki. Afi hét Svavar Sigpétur Guð- mundsson og var fæddur á Sauð- árkróki hinn 5.12. 1905 og lést á Landspítalanum í Reykjavík hinn 6.6. 1980. Foreldrar hans voru Guðmundur Jón Guðmundsson, f. 5.10. 1879 í Hólkoti á Reykjaströnd í Skagafirði og d. 15.4. 1954 á Vopnafirði, og Anna María Stef- ánsdóttir, f. 26.10. 1887 á Ingveld- arstöðum, á Reykjaströnd í Skaga- firði og d. 1.11. 1956 á Sauðárkróki. Þau hófu búskap á Sauðárkróki og gengu í hjónaband hinn 23.1. 1927. Þau eignuðust sjö börn. Voru það Eymundur Stefán, f. 23.2. 1927, d. 3.6. 1927, Ögmundur Ey- þór, f. 30.3. 1928, d. 23.8. 1999, Ás- dís, f. 24.2. 1931, d. 29.9. 1988, Guð- rún Ólöf, f. 14.6. 1932, Kristín Björg, f. 1.7. 1933, Sverrir Sigurðs- son, f. 24.11. 1934 og Sigríður, f. 25.12. 1937. Einnig ólust upp hjá þeim tvö af barnabörnum þeirra, þeir Svavar, sonur Ásdísar og Magnús, sonur Sverris. Sigurbjörg amma helgaði sig heimilinu og börnunum. Þó vann hún töluvert utan heimilis, svo sem í fiskvinnslu og við ræstingar. Svavar afi vann hin ýmsu störf, var m.a. starfsmaður í Sauðár- króksbakaríi, stundaði sjóinn, var gjaldkeri hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga og síðar gjaldkeri hjá Sauð- árkróksbæ. Hann var góður söng- maður, söng með Kirkjukór Sauðárkróks, Karlakór Sauðár- króks og Kór Fíladelfíusafnaðarins á Sauðárkróki og í Reykjavík. Hann söng oft og iðulega einsöng með þessum kórum. Einnig starf- aði hann með Leikfélagi Sauðár- króks og var einn af stofnendum Lúðrasveitar Sauðárkróks og lék þar á trompet. Þau bjuggu á Sauðárkróki allt til ársins 1974, en þá fluttust þau bú- ferlum til Reykjavíkur. Svavar afi lést í Reykjavík 1980 en Sigur- björg amma flutti aftur til Sauð- árkróks 1983 og bjó þar, þar til hún lést 1994. Við þessi tímamót vil ég minnast þessara heiðurshjóna með hlýju og virðingu og þakka þeim fyrir alla þá ást og umhyggju sem þau sýndu mér og mínum alla tíð. Í tilefni af því að hundrað ár eru frá fæðingu ömmu ætla afkomend- ur hennar að koma saman í Fé- lagsheimilinu Tjarnarbæ, á Sauð- árkróki, í dag. Magnús Sverrisson. Sigurbjörg Ögmundsdóttir og Svavar Guðmundsson ✝ Innilegar þakkir og kveðjur sendum við öllum þeim sem hafa sýnt okkur vináttu, hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar SIGURÐAR JÓNSSONAR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, áður Flókagötu 16a, Reykjavík. Helga S. Ólafsdóttir, Jón Ólafur Sigurðsson, Guðný Sjöfn Sigurðardóttir, Þórarinn Sigurðsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, INGIBERG EGILSSON flugvirki, Lækjarsmára 4, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 18. október. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 31. október kl. 13.00. Hrönn Jóhannsdóttir, Jóhann Ingibergsson, Kristín Andrea Einarsdóttir, Anna Ingibergsdóttir, Ari Jóhannsson, Arna Ingibergsdóttir, Eyþór Einar Sigurgeirsson, Elfa Ingibergsdóttir, Elvar Jónsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.