Morgunblaðið - 20.10.2007, Side 46

Morgunblaðið - 20.10.2007, Side 46
NÁMSKEIÐ • Innritun stendur yfir á kvöldnámskeið • Kennt utan venjulegs vinnutíma • Einkatímar eða litlir hópar • 7 vikna námskeið hefst 30. október söngtækni • túlkun • tónfræði Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 552 7366 songskolinn@songskolinn.is www.songskolinn.is „Við verðum Queen Ís- lands … og Óttar er Freddy,“ … 51 » reykjavíkreykjavík Í HAFNARFIRÐI, fjarri skarkala höf- uðborgarinnar, vinnur tónlistarmað- urinn Eiríkur Fjalar hörðum höndum að því að hljóðrita nýtt lag. Lagið samdi hann sjálfur að þrábeiðni kunningja síns, Þórhalls Sigurðssonar, „Ladda“, og er stefnt að því að lagið komi út á stórri jólaplötu sem til stendur að gefa út á næstunni. Í viðtali við Vefvarp mbl.is í gær sagði Eiríkur að þrátt fyrir að hann væri aftur kominn á fullt í tónlistina hefði hann ekki mátt vera að því að taka þátt í tónlistarhátíðinni Iceland Airwa- ves sem fram fer í Reykjavík um þessar mundir. Boðið hefði verið freistandi en jólalagið gengi einfaldlega fyrir og það tæki upp allan hans tíma. Já, það er ekki einfalt mál að vera Eiríkur Fjalar. En er það fjör? Eiríkur Fjalar á jólaplötu Morgunblaðið/Árni Sæberg Þúsundfjala smiður Eiríkur Fjalar í hljóðveri einu í Hafnarfirði í gær þar sem hann tekur upp nýtt jólalag. Eiríkur Fjalar í hljóðveri VEFVARP mbl.is  Sena sá ástæðu til að senda öllum fjölmiðlum leið- réttingu á frétt- um DV og Frétta- blaðsins þar sem því var haldið fram að Astrópía væri mest sótta kvikmynd landsins. Hið rétta er að Astrópía er tekjuhæsta kvikmynd landsins en misræmið liggur í því að hærra verð er rukkað inn á ís- lenskar myndir en erlendar og því getur íslensk mynd verið tekjuhæst án þess að vera endilega mest sótt af bíógestum. The Simpsons Movie er enn mest sótta kvikmynd ársins en hana hafa tæplega 56 þúsund manns sótt. Astrópía er hins vegar fimmta mest sótta mynd ársins með aðsókn upp á 44 þúsund manns. Tekjur og aðsókn fara ekki alltaf saman  Tónlistar- og afþreying- artímaritið Monitor á lof skilið fyrir áhugavert viðtal við Mugison sem birtist nú í síðasta blaði. Mugison er með áhugaverðari tónlist- armönnum landsins og sérstaklega er gaman að lesa um viðhorf hans til íslenskrar tónlistar sem honum finnst fremur innihaldslítil um þessar mundir. Umhugsunarefni á Airwaves-helgi. Eitraðar pillur  Popp-listamaðurinn Curver er eins og allir vita með skransölu í Listasafni Íslands og selur þar fjöl- breytilegustu hluti. Nú eru sýning- arlok á morgun og því allt á 100 krónur. Gjöf en ekki gjald! Allt á að seljast … á 100 kall Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is ÞAÐ hlýtur að heyra til tíðinda þegar nýtt ís- lenskt óperuverk er frumflutt hér á landi en það verður gert í næstu viku þegar Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík frumflytur óperuna Skuggablóm í Salnum í Kópavogi. Höfundur verksins er Helgi Rafn Ingvarsson sem er ef til vill best þekktur fyrir að hafa tekið þátt í Idol- keppninni um árið en hann stundar nú nám í tón- smíðum við Listaháskóla Íslands. Við handrits- gerð naut Helgi aðstoðar félaga síns Árna Krist- jánssonar leiklistarnema. Næsta skrefið „Ég ætlaði upphaflega að verða leikari. Það var svona grunnskóladraumurinn. En síðan ákvað ég að fara að einbeita mér að tónlistinni,“ segir Helgi sem hefur stundað tónlistarnám í einhverri mynd frá sjö ára aldri. Fyrst spilaði hann með lúðrasveit, hóf síðan klassískt nám við Söngskólann í Reykjavík og fór svo í Listahá- skólann þar sem hann nemur nú tónsmíðar. „Mér fannst því mjög lógískt að næsta skref yrði óperan þar sem hún sambland af leiklist og tónlist.“ Það var síðan í byrjun sumarsins sem leið sem Kópavogsbær veitti Helga styrk til að skrifa óp- eru. „Þetta var í rauninni sumarvinna mín,“ seg- ir hann. Tuttugu og sjö nemendur við Söngskól- ann í Reykjavík, fjórir hljóðfæraleikarar úr Tónlistarlistarskóla Hafnarfjarðar ásamt Helga Rafni sjálfum sjá um flutning á verkinu en æf- ingar á því hófust í byrjun september. Stjórnandi er Garðar Cortez eldri. Fallegt og sorglegt Það verður að teljast nokkuð óvenjulegt að svo ungur maður skuli setjast niður og semja óp- eru. Helgi kynntist óperunni og sögu hennar í tónlistarnámi sínu og hann heillaðist og vildi ólmur læra meira. „Ég kann grunninn, það má segja það, en það má alltaf læra meira,“ segir Helgi. Hann segist hafa sótt ýmislegt í hefðina við gerð á sinni óp- eru en aðallega í tengslum við form og uppröðun þátta. „Og auðvitað verður maður fyrir ein- hverjum áhrifum frá gömlu tónskáldunum en ég hlustaði mikið á óperur eftir Verdi og eitthvað eftir Mozart. Eitthvað fékk ég þaðan.“ Skuggablóm segir frá Tinnu sem á við geðræn vandamál að stríða. Skuggablómin eru hennar hugarsmíð og eru þær raddir sem hún heyrir og þær sýnir sem hún sér en eru ekki raunveruleg. Skuggablómin eru í raun að draga hana niður í myrkrið. Hrafn er ástfangin af Tinnu og reynir að draga hana upp úr myrkrinu. Sagan tvinnast svo saman við aðra harmræna sögu af Þorvaldi, besta vini Hrafns og hálfbróður Tinnu sem leitar hefnda fyrir misbeitingu sem hann varð fyrir í æsku. Helgi segir að þrátt fyrir mikla dramatík og myrkt umfjöllunarefni sé hið tónlega yfirbragð óperunnar allt mjög fallegt og melódískt. „Það er í raun hið sanna eðli allra í óperunni, það eru bara sjúkdómar og raunveruleikinn sem íþyngir þeim, en þau eru í eðli sínu mjög hreinir og tærir persónuleikar. Ef að Tim Burton myndi semja óperu þá væri hún líklega einhvern veginn svona.“ Ópera í anda Tim Burton Morgunblaðið/Golli Helgi Rafn Höfundur óperunnar Skuggablóm sem nemendaópera Söngskólans í Reykjavík flytur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.