Morgunblaðið - 20.10.2007, Page 49

Morgunblaðið - 20.10.2007, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 49 ALLA vikuna hefur verið unnið hörðum höndum að uppsetningu sýningar í Listasafninu á Akureyri og í dag kemur afraksturinn í ljós. Sjónlistaverðlaunasýningin hefur vikið og nú tekur við grasrót- arsýning. Verk 5 ungra lista- manna, sem allir eiga það sameig- inlegt að hafa numið við Glasgow School of Art, verða á sýningunni sem ber titlana Taktföst tortíming og Rhythm decay. Tvítyngd sýning „Sýningin hefur tvo titla þar sem við sem sýnum erum ýmist frá Íslandi eða enskumælandi löndum,“ segir Baldvin Ringsted, annar íslensku listamannanna sem taka þátt í sýningunni, en auk hans sýna Jóna Hlíf Halldórs- dóttir, Erica Eyres frá Kanada, Lorna MacIntyre frá Skotlandi og Englendingurinn Will Duke. Að sögn Baldvins vísa titlarnir tveir til texta sem sýningarstjór- inn Francis McKee hefur skrifað í tilefni sýningarinnar og ber á frummálinu heitið The strange vitality of wreckage, sem þýða mætti sem Lífsmáttur eyðilegging- arinnar. Francis er kennari við skólann þar sem listamennirnir ungu hafa verið við nám og hann er einnig sýningarstjóri alþjóð- legrar nýlistahátíðar í sömu borg. „Hugmyndin að sýningunni kviknaði á meðan við vorum í námi í Glasgow,“ segir Jóna Hlíf. „Við vildum kynna sjálf okkur og unga listamenn á okkar aldri fyrir Akureyringum og sóttumst eftir því að fá að sýna í Listasafninu, sem gekk eftir.“ Safnstjórinn Hannes Sigurðsson segir það reyndar hafa verið auð- sótt mál. „Sýningin fellur vel að fjölbreyttri stefnu safnsins,“ segir Hannes. „Í gegnum tíðina hafa grasrótarsýningar verið algengar og nú var einfaldlega kominn tími á að varpa ljósinu á hana á ný.“ Sem dæmi um fjölbreytni í sýn- ingarstefnu safnsins nefnir Hann- es að í upphafi næsta árs verður heilmikil sýning um Búdda undir yfirskriftinni Búdda á Akureyri – hvar annars staðar ætti hann að vera? en á undan hafa til að mynda farið sýningar á verkum Spencers Tunick, Kenjunum eftir Goya, Helga Þorgils, Jóns Óskars og Louisu Matthíasdóttur, auk sýningar á verkum þeirra sem til- nefndir voru til Sjónlistaverð- launanna í ár. Nýir tímar í íslenskri myndlist? Á sýningunni sem opnuð verður í dag eru verk unnin með ýmis konar miðlum. Þar verða málverk, innsetningar, hljóðverk og víd- eóverk. „Við erum ólíkir listamenn og það kemur bersýnilega í ljós á sýningunni,“ segir Baldvin. „En þótt við séum öll einstaklingar og höfum hvert okkar ólíka hluti fram að færa sést kannski líka að við eigum eitthvað sameiginlegt. Eitthvað sem er bundið okkar kynslóð óháð landamærum og því hvaðan við erum,“ bætir Jóna Hlíf við. Hannes tekur í sama streng: „umbyltingar hafa reglulega verið gerðar í íslenskri myndlist og ég held að á þessari sýningu séu frá- vik frá til dæmis minni kynslóð og nýja málverkinu. Ef til vill er sýn- ingin ábending um enn ein kyn- slóðamót.“ Sýningin verður opnuð kl. 15. Unglist í skjóli eyðileggingar Svona stór Úr myndbandsverki kanadísku listakonunnaar Ericu Eyres sem sýnir í Listasafninu á Akureyri um helgina. Unglistamenn Ísland - Skotland. Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Baldvin Rings- ted og Lorna MacIntyre. Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is SÖNGKONAN Amy Winehouse var hand- tekin í Noregi í fyrra- dag og þurfti hún að gista á bak við lás og slá eina nótt fyrir að hafa haft kannabis í fórum sínum. Winehouse var sleppt í gærmorgun eft- ir að hún greiddi 500 evrur í sekt (rúmar 40.000 kr.) að sögn yf- irvalda. Winehouse var ásamt eiginmanni sínum, Blake Fielder-Civil, auk þriðja aðila handtekin á hóteli í Björgvin eftir að sjö grömm af kannabis fundust á þeim. Að sögn lögreglu barst ábend- ing um fíkniefnaneyslu þrímenninganna. Winehouse hélt tón- leika í borginni í gær- kvöld og í dag leikur hún í Ósló. Í framhald- inu fer hún til Hollands þar sem Evrópu- tónleikaferð hennar heldur áfram. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að hún muni túra um Bandaríkin fyrr en á næsta ári þar sem skipulagðri tónleikferð hennar um landið var frestað á síðustu stundu í síðasta mánuði þar sem hún var lögð inn til með- ferðar við fíkn sinni. Winehouse á bak við lás og slá Amy Winehouse www.jpv.is Sýningar eru opnar virka daga kl. 11 - 17 og um helgar kl. 13 - 16 • sími 575 7700 GERÐUBERG www.gerduberg.is Handverkshefð í hönnun Leiðsögn á hverjum sunnudegi kl. 14 Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa, s. 575 7700 Úr ríki náttúrunnar Guðmunda S. Gunnarsdóttir sýnir málverk og myndverk úr rekaviði og steinum Vissir þú af... góðri aðstöðu fyrir veislur, námskeið, fundi o.fl. Nánar á www.gerduberg.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.