Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.10.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 23 MINNINGAR ✝ Vilhelmína Sig-urjónsdóttir húsfreyja fæddist í Reykjavík 11. apríl 1920. Hún lést 11. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sólveig Róshildur Ólafs- dóttir, f. í Reykja- vík 13.7. 1900, d. 26.3. 1984, og Sig- urjón Jónsson kyndari í Gasstöð- inni, f. í Vík á Akranesi 5.4. 1894, d. 29.1. 1947. Systkini Vil- helmínu eru: Hálfbróðir sam- feðra Vilhjálmur, f. 1.3. 1918, d. 1.9. 2004 (móðir Vilhelmína Vil- hjálmsdóttir, f. 30.10. 1898, d. 3.3.1919). Alsystkini: Ólafur Jón, f. 2.6. 1921, d. 19.6. 2007, Þórunn Ólafía, f. 8.2. 1923, d. 11.6. 2006, Sigurður, f. 26.3. 1924, d. 16.6. 1936, Soffía, f. 7.9. 1995 , Hörð- ur, f. 11.6. 1927, Gunnsteinn, f. 31.5. 1931, d. 24.12. 2001, Krist- ur, f. 21.5. 1943, maki Jóhann Friðþórsson bifvélavirki, f. 10.10. 1940, d. 28.7. 1996 (skilin). Sonur þeirra Eyjólfur, f. 26.9, 1964, maki Elfa Hrönn Guðmunds- dóttir, f. 17.2. 1965, börn þeirra Glóey Þóra, f. 14.4. 1997 og Gabríel Hrannar, f. 12.9. 1999. Maki óg. Kristbjörn Árnason, f. 8.11. 1945. 3) Bjargey, f. 30.6. 1947, maki Pétur Valbergsson flugstjóri, f. 4.4. 1942. Börn þeirra eru: a) Sigrún, f. 11.8. 1965, maki Þorsteinn Marteins- son, f. 28.11. 1962, börn þeirra eru Sara, f. 24.9. 1992, Davið, f. 10.5 1998, og Bjargey, f. 13.12. 1999. b) Dögg, f. 5.1. 1972, maki Shane Bennett, börn þeirra eru Alexander Pétur, f. 10.8. 1999, Jenný Dögg, f. 22.1. 2001 og Óskar, f. 24.3. 2004. c) Tinna, f. 23.4. 1981. 4) Halldóra, f. 2.6. 1958, maki I Svanur Þorláksson tæknifræðingur, f. 23.1. 1957 (skilin). Börn þeirra eru Vilhelm Halldór, f. 26. 7. 1977, Jóhanna Katrín, f. 7.7. 1983, sonur hennar Kedric Anton, f. 27.5. 2005, og Eyjólfur, f. 19.5. 1985. Maki II Steve Harris, dóttir þeirra Sam- anta Dóra, f. 21.5. 1993. Úför Vilhelmínu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. inn, f. 28.11. 1932, d. 29.9. 2005, Sig- urður Sævar, f. 19.6. 1936, og Þóranna Erla, f. 1.8. 1940. Vilhelmína giftist 13.6. 1942, Eyjólfi Símonarsyni eld- smið, f. í Bergvík í Gerðahreppi 7.2. 1915, d. 7.1. 1979. Þau eignuðust fjór- ar dætur, þær eru: 1) Sigrún, f. 9.7. 1941, maki Andrés Kristinsson kaupmaður, f. 17.3. 1939 (skilin). Börn þeirra eru: a) Birgir, f. 23.4. 1959, börn Matt- hildur Dröfn og Eyjólfur. b) Kristín, f. 6.12. 1960, maki Vil- hjálmur Þórðarson, f. 26.9. 1956, sonur þeirra Andrés Magnús, f. 5.2. 1982. c) Elín, f. 13.8. 1966, maki Pétur Jónsson, f. 4.9. 1963, börn þeirra Aðalheiður Sigrún, f. 20.12. 1985, Lena Björk, f. 18.7. 1991 og Pétur Andri, f. 16.12. 1992. 2) Þóranna Róshild- Tengdamóðir mín, Vilhelmína Sig- urjónsdóttir, fæðist inn í uppgangs- tíma á Íslandi skömmu eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þótt margar fjöl- skyldur ættu um sárt að binda eftir farsóttina 1918, þá urðu miklar breytingar í íslensku þjóðfélagi þessi ár og fólk var fullt bjartsýni. Samt var allt félagskerfi þjóðarinnar á al- gjörum byrjunarreit, ekkert sjúkra- samlag og gamalt fólk hírðist inni á heimilum á þessum tímum. Algengt var og þótti jafnvel ekki óeðlilegt, að börn væru send frá foreldrum sínum annað til að sinna ýmsum hlutverk- um. Hreppaflutningar voru þá tíðk- aðir og fólk sem ekki gat séð fyrir sér og sínum var miskunnarlaust flutt á sína fæðingarsveit. Fátækt fólk gerði allt sem það gat til að forðast það að vera sent á sína sveit. Um 1930 skellur á heimskreppan mikla, með viðeigandi atvinnuleysi á Íslandi og geysilegri fátækt í Reykjavík. Á þessum tíma er Villa rétt um tíu ára aldur og er send til ömmu sinnar til vistar, þar sem hún síðan annaðist um sjúka ömmu sína allt til 22 ára aldurs. Þetta hafði auð- vitað mjög djúpstæð áhrif á allt hennar líf og hafði einnig þau áhrif að hún varð af ýmsu því atlæti og tækifærum sem eðlilegt má teljast að ungt fólk njóti, jafnvel á þessum tíma. Hún varð í raun viðskila við sína nánustu fjölskyldu og hjá for- eldrum sínum var hún eftir það gest- ur. Ljóst er að þessi stóra fjölskylda bjó við afar kröpp kjör sem við nú- tímafólk getum á engan hátt skilið. Þótt systkini hennar hafi alltaf sýnt henni mjög mikla ástúð þá hafði þetta geysileg áhrif á allt hennar líf. Villa rifjaði oft upp þennan tíma með miklum trega. Ung og glæsileg kona, Vilhelmína, giftir sig ungum sjómanni, Eyjólfi Símonarsyni frá Suðurnesjum, 1942 og framtíðin er þessum ungu hjónum afar björt. Þau eignuðust dæturnar fjórar, þær Sigrúnu, Þórönnu, Bjargeyju og Halldóru. Á ungum aldri verður Eyjólfur fyrir mjög al- varlegri eitrun í starfi og verður upp frá því öryrki. Fjölskyldan er dæmd til að búa við kröpp upp frá því. Eyj- ólfur reynir að finna sér ýmsa léttari vinnu og Villa hleypur eftir hverri þeirri vinnu sem hún má. Vilhelmína sýndi af sér fádæma hetjuskap á þessum árum, þegar dæturnar voru ungar. Fyrir 37 árum missir Villa heils- una og er eftir það mikill sjúklingur sem hefur markað allt hennar líf. Nú síðustu 10 árin hefur hún dvalist á hjúkrunarheimilinu Eir. Henni leið lengstum mjög vel þar meðal starfs- fólks sem lét sér mjög annt um hana og hafði hún oft mörg orð um það. Þrátt fyrir heilsuleysið lét Villa sér alltaf annt um aðra vistmenn á heim- ilinu og sýndi það í verki. Einnig hélt hún alltaf sínu góða skapi og var raunar ótrúlega hörð við sjálfa sig. Vilhelmína sagði það oft við dætur sínar að hún væri nú löngu tilbúin að fara yfir á bláu eyjuna og varð að þeirri ósk sinni 11. október sl. Blessuð sé minning hennar. Kristbjörn Árnason. Elsku amma mín, Mikið finnst mér skrýtið að þú sért farin frá okkur. Ég veit að þú varst alveg tilbúin að fá að sigla út á bláeyj- una þína, en ég var ekki alveg tilbúin að kveðja þig. Ég á eftir að sakna þess svo mikið að geta ekki komið í heimsókn til þín og spjallað um allt eins og við vorum vanar. Það var allt- af svo hlýlegt og notalegt að koma til þín. Alltaf fékk ég sömu hlýju og ynd- islegu móttökurnar þegar ég kom til þín. Ég man svo vel eftir því í sumar þegar við systkinin komum til þín, þá var það fyrsta sem þú sagðir við mig: „Hvar ertu búin að vera?“ Þú vildir alltaf hafa alla hjá þér og varst svo glöð þegar við komum. Herbergið þitt bar vel merki þess hve rík af börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum þú varst. Allar fallegu myndirnar uppi um alla veggi og listaverkin sem þú gerðir. Ég man líka hvað ég var rosalega montin með sérhönnuðu fötin á dúkkuna mína þegar ég var lítil. Það var um páska. Mamma og pabbi höfðu gefið mér nýja dúkku. Þá heklaðir þú svo falleg föt á hana fyrir mig. Ég mun alltaf passa þau. Elsku amma mín, ég er svo rosa- lega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera svo mikið með þér þau fjögur ár sem ég vann á Eir. Það var svo gott að sjá þig og knúsa þig á hverjum morgni og geta verið svo mikið með þér. Það voru mikil forréttindi. Við kynntumst hvor ann- arri svo vel. Þú varst alltaf svo sæt og fín, elsku amma mín. Það var alveg sama hvort þú varst þreytt þann daginn, alltaf varstu svo fín og með lagt hárið. Ég vona að ég verði svona dugleg að hafa mig til og líti svona vel út eins og þú þegar ég verð komin á þinn aldur. Það er mér minnisstætt þegar við vorum á leiðinni saman í Kringluna, þá var ég í gallabuxum með götum á hnjánum. Þér fannst ekki nógu gam- an að fara með mér út úr húsi í rifn- um buxum. Ég útskýrði fyrir þér að þetta væri tískan og mér þætti þær rosalega flottar. Þá sættist þú á að fara með mér út í þeim, en þú sagðir mér að ef Rúna amma eða dætur þín- ar hefðu verið í svona götóttum bux- um þá hefðirðu nú stoppað í þær. Þegar ég hugsa til þín varstu alltaf brosandi eða hlæjandi. Stundum stóðstu úti á gangi fyrir framan herbergið þitt og beiðst eftir mér. Það var svo skemmtilegt. Þá varstu kannski að koma úr handa- vinnu með nýja mynd, eða langaði bara að spjalla. Þú vissir alltaf allt um krakkana þína og alla sem þér þótti vænt um. Ég veit að þín verður sárt saknað, elsku Villa amma mín. Þú varst vin- kona allra og við munum minnast þín svo. Ég veit að þér líður vel núna, búin að hitta afa og alla englana. Ég veit að við munum hittast aftur, elsku amma mín. Ég hlakka til að knúsa þig. En þangað til hugsa ég til þín á hverjum degi og bið guð að passa þig. Ég elska þig. Þín Aðalheiður (Heiða). Elsku Villa, amma mín. Ég sakna þín svo mikið. Þetta gerðist allt svo fljótt. Eins gott að ég var svona mikið hjá þér seinustu dagana okkar saman. Mér fannst við verða miklu nánari. Ég man alltaf þegar ég kom hjól- andi til þín þegar ég var lítil. Þá kom- um við Pétur og við horfðum öll á barnatímann saman og þú gafst okk- ur nammi. Það var alltaf svo gaman að koma til þín. Ég man þegar ég kom til þín núna í sumar, þá var ég búin að lita hárið á mér dökkt og ekki komist til þín í svo- lítinn tíma. Þú spurðir Heiðu hvort ég væri skólasystir hennar vegna þess að þú þekktir mig ekki með svona dökkt hár. Þegar Heiða sagði þér að þetta væri Lena spurðir þú: „Af hverju er hún svona falleg?“ Mér þótti svo vænt um að þú skyldir segja þetta. Þú varst alltaf svo góð við alla og alltaf svo fín. Ég sakna þín svo rosalega mikið, en ég veit að þú ert komin á góðan stað. Nú legg ég saman augun mín í Guðs nafni og trausti. Signi mig heilla höndin þín hirðirinn góði og hrausti. Signdu fólkið signdu hús signing þín oss hlífi illt út drífi. Signingin þín sæti Jesús signi yfir oss blífi. Ég elska þig að eilífu. Þín Lena Björk. Vilhelmína Sigurjónsdóttir ✝ Þorsteinn Jóns-son fæddist í Reykjavík 14. jan- úar 1924. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hjallatúni í Vík 13. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Teits- dóttir, f. 22.4. 1891, d. 10.5. 1966, og Jón Sveinsson, f. 7.10. 1891, d. 18.10. 1989. Þor- steinn átti sjö systkin og eru nú þrjú á lífi. Þorsetinn kvæntist 8. júní 1944 Kristínu Vestmann Valdimars- dóttur frá Vestmannaeyjum, f. 23.7. 1926, d. 29.12. 1993. For- eldrar hennar voru Valdimar Tómasson, f. 23.2. 1904, d. 15.8. 1992, og Hrefna Jóhannesdóttir, f. 11.4. 1902, d. 14.12. 1945. Börn Þorsteins og Kristínar eru 1) Lára, f. 14.12. 1943, d. 12.1. 2002, maki Jens Andersen þau eiga eina dóttur, búsett í 18.1. 1966, í fjarbúð með Birgi Haraldssyni, f. 20.8. 1958, hún á tvö börn, búsett í Mosfellsbæ. Þorsteinn fluttist ungur með foreldrum sínum til Hafn- arfjarðar, 18 ára gamall fór hann til Vestmannaeyja og hóf búskap þar, fyrst á Gunn- arshólma en árið 1963 fluttist fjölskyldan að Helgafellsbraut 18 og bjó þar til 1973 en flúði þá eldgosið eins og flestir. Í Vest- mannaeyjum vann Þorsteinn við verslunarstörf, hjá Vestmann- eyjabæ, við fiskvinnslu og ým- islegt sem til féll. Árið 1973 flutti fjölskyldan til Hafnarfjarðar og síðan, 1974, í Mosfellsbæ, þau keyptu fyrst íbúð í Markholti 17 en fluttu þaðan árið 1986 í nýja íbúð í Þverholti 5. Í Mosfellsbæ vann Þorsteinn í Áhaldahúsi Mosfells- bæjar. Árið 2003 þegar heilsan var farin að gefa sig flutti Þor- steinn á dvalarheimili aldraðra í Vík. Útför Þorsteins verður gerð frá Lágafellskirkju í dag, mánu- dag 22. okt., og hefst athöfnin klukkan 15. Danmörku. 2) Jóna, f. 18.1. 1945, maki Anthonío Losa García, búsett á Spáni. Þau eiga einn uppeldisson. 3) Elí- as, f. 22.2. 1946, maki Valgerður Magnúsdóttir, f. 31.1. 1950, þau eiga eina dóttur og tvö barnabörn, búsett í Mosfellsbæ. 4) Sveinn, f. 14.10. 1950, maki Hafdís Eggertsdóttir, f. 19.9. 1953, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn, búsett í Vík. 5) Anna Sigríður, f. 19.7. 1957, d. 7.11. 2006, maki Ólafur Har- aldsson, þau eiga tvær dætur, búsett í Mosfellsbæ. 6) Vilborg, f. 18.8. 1960, hún á þrjú börn og eitt barnabarn, búsett í Mos- fellsbæ. 7) Þorsteinn, f. 8.11. 1962, í sambúð með Evu Lilju Árnadóttur, f. 31.8. 1967, og eiga þau þrjú börn, búsett í Vestmannaeyjum. 8) Hrefna f. Elsku pabbi. Við sitjum hér systk- inin og rifjum upp þær stundir er við áttum með þér. Af mörgu er að taka, einna minnisstæðast okkur er hvað þú hafðir gaman af því að stríða okk- ur með því að eiga við okkur rökræð- ur og hafa viljandi rangt fyrir þér. Þegar við vorum orðin alveg ösku- reið, þá sagðir þú: Já þetta er akkúrat það sem ég er búinn að reyna að segja þér! En dansinn var þér alltaf kærast- ur. Margar minningar eigum við stór- fjölskyldan er tengjast dansinum, jafnt heima í stofu sem á dansleikj- um, þar sem konurnar slógust um að fá að dansa við þig. Ekki má gleyma öllum þeim stund- um sem þú eyddir í að mála herbergin okkar krakkanna, í hinum ýmsu mynstrum, svo sem tónstigum og hringjum. Já og öllum þeim listakræsingum er þú hristir jafnan fram úr erminni er eitthvað stóð til, eins og hlaðborðin á gamlárskvöld, sem voru orðin vel þekkt. Þú hafðir gaman af að ferðast er- lendis og varst duglegur að heim- sækja dætur þínar, hvort sem var til Japans eða Spánar. Aldrei komst þú tómhentur heim úr þessum ferðalög- um, allir fengu pakka, bæði börn og barnabörnEn svona mætti lengi telja, enda margar góðar minningar sem þú skilur eftir þig. Elsku pabbi, við vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna. Minning þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Við söknum þín. Jóna, Elías, Sveinn, Vilborg, Þorsteinn, Hrefna. Þegar litið er til baka koma tvö orð upp í hugann þegar við hugsum um afa Steina: snyrtipinni og sjarmör. Hann var alltaf vel til hafður og heim- ilið hans gljáandi fínt. Hann hafði gaman af því að elda og borða góðan mat og ekki verra að hafa góðan fé- lagsskap og gott vín. Steini tangó bar nafn með rentu. Þrátt fyrir að vera kominn hátt á sjötugsaldur áttum við erfitt með að halda í við hann þegar hann tók með okkur sveiflu og þeyttist léttfættur um dansgólfið. Afi Steini var veraldarvanur og ferðaðist mikið og hvar sem hann kom heillaði hann alla í kringum sig með lífsgleði og fjöri. Þrátt fyrir að vera orðinn lík- amlega fatlaður og eiga erfitt með tal var enginn munur þar á þegar á Hjal- latún kom. Gömlu konurnar nánast kiknuðu í hnjánum þegar hann renndi sér fram í mat og þær kepptust við að keyra hann inn. Það fer ekki mörgum orðum af því hvort honum líkaði þessi athygli kvennanna en aldrei kvartaði hann og aldrei hrakti hann þær frá sér. Þegar þarna var komið kynnt- umst við nýrri hlið á afa. Þvílíkur húmoristi. Hann sagði ekki margt og oft tók hann tíma til að svara en hann var hnyttinn og gerði grín að sjálfum sér. Þrátt fyrir að vera ekki staðal- ímynd af afa var afi Steini besti afinn og erum við vissar um að hann kenndi okkur meira en við munum nokkurn tíman gera okkur grein fyrir. Þegar liðið er að lokum er hann eflaust frels- inu feginn og fögnum við því með hon- um, um leið og við syrgjum hann og söknum, því við erum vissar um það að Steini tangó er farinn að dansa aft- ur. Í lokin langar okkur að minnast fyrstu tveggja erindanna í ljóði Jón- asar Hallgrímssonar, Vísur Íslend- inga: Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, er gleðin skín á vonarhýrri brá? Eins og á vori laufi skrýðist lundur, lifnar og glæðist hugarkætin þá. Og meðan þrúgna gullnu tárin glóa og guðaveigar lífga sálaryl, þá er það víst, að beztu blómin gróa í brjóstum, sem að geta fundið til. Látum því, vinir, vínið andann hressa, og vonarstundu köllum þennan dag, og gestir vora biðjum guð að blessa og bezt að snúa öllum þeirra hag. Látum ei sorg né söknuð vínið blanda, þó senn í vinahópinn komi skörð, en óskum heilla og heiðurs hverjum landa, sem heilsar aftur vorri fósturjörð. Elsku afi Steini, þú munt ávallt eiga fastan sess í hjarta okkar og huga. Hinsta kveðja, Laufey Jóna og Matt- hildur Sveinsdætur. Þorsteinn Jónsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Birting dregist, þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.