Morgunblaðið - 22.10.2007, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 22.10.2007, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2007 39 AÐEINS 2KALORÍUR NÝ BRAGÐTEGUND ÞAÐ er ekki oft sem maður sér fólk á opnun myndlistarsýningar eiga bágt með sig af hrifningu, en á opn- un sýningar Ragnars Kjart- anssonar, Guð, í Nýlistasafninu sá ég að nokkrir gestanna þurftu jafn- vel að þerra seltuna undir augunum. Ég man satt að segja ekki eftir álíka opnun í safninu. En þann tíma sem ég var viðstaddur virtist fólk ekki einu sinni hafa hug á að ræða saman. Reyndar er uppsetning sýning- arinnar þannig að samtöl eru óhent- ug nema fyrir utan safnið, en jafnvel þar voru flestir orðfáir. Sýningin er í stuttu máli þannig: Rýmið er klætt bleiku satíntjaldi sem myndar langan gang eftir rým- inu. Við enda gangsins er bíótjald þar sem listamaðurinn hefur brugð- ið sér í ímynd söngvara frá því fyrir tíð rokk/popp-bylgjunnar. Honum að baki er 12 manna hljómsveit sem spilar hugljúfan lagstúf sem Ragnar kyrjar við með orðunum „Sorrow conquers happiness“ (Sorgin sigrar hamingjuna). Ragnar hefur afslappaðan húmor fyrir sjálfum sér og að hluta nær hann til sýningargesta með drama- tík eða leik og þannig hefst einmitt myndskeiðið. En honum tekst hins vegar að færa leikinn svo yfir í alvör- una með endurtekningu. Þ.e. hann kyrjar lag sitt eins og möntru ekki ósvipað og þegar menn kyrja „Baj- ans“, s.s. Hare Krishna eða Shiva Shankara, sem byggjast á samskon- ar endurtekningu og eru til þess gerðir að koma fólki í nánari tengsl við sjálft sig til þess að það sé reiðubúið að hlusta á orð meistara síns eða sé móttækilegt fyrir sann- leikanum. Titillinn „Guð“ er því alls ekki fjarri lagi og máski hefur Ragn- ar hitt Guð fyrir slysni með þessari dramatísku möntru sinni. Einn lykill í áhrifamætti lista- verksins er að listamaðurinn gerir rýmið að sínu eða lagar það að sínum þörfum. Það er mikil kúnst og ekki öllum gefið, en Ragnar náði einmitt hápunkti á sínum stutta listferli þeg- ar hann sigraði rýmið í fyrsta sinn í framlagi sínu til Listahátíðar Reykjavíkur árið 2005 sem var þriggja vikna gjörningur undir Eyjafjöllum. Hann féll hins vegar flatur á nefið með gersamlega mis- heppnaða sýningu í i8 fyrr á þessu ári en þeysist nú aftur upp á syngj- andi siglingu með þessari frábæru sýningu. Vænti ég þess að Ragnar keppi um efstu sæti í myndlist- aruppgjörum ársins, bæði fyrir verstu (í i8) og bestu (í Nýlistasafn- inu) einkasýninguna. Og er það nokkuð breiður skali hjá einum lista- manni. Að hitta guð fyrir slysni MYNDLIST Nýlistasafnið Opið mið. til sun. frá 12 til 17. Á fimmtu- dögum er opið til 21. Sýningu lýkur 4. nóvember. Aðgangur ókeypis. Ragnar Kjartansson Jón B.K. Ransu Sorgin sigrar hamingjuna Ragnar Kjartansson kyrjar möntru í einhvers- konar Tony Bennett-sviðsmynd. SÁ orðrómur hefur gengið fjöll- unum hærra frá byrjun þessa árs í Hollywood að leikararnir Reese Witherspoon og Jake Gyllenhaal séu að slá sér upp. Aldrei hefur verið neitt staðfest í þeim efnum annað en þau séu góðir vinir. Hér sjást þau mæta saman á kynningu á nýjust mynd sinni Rendition á alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Róm í gær. Wit- herspoon og Gyllenhaal fara bæði með stórt hlutverk í myndinni. Sagt er að það hafi einmitt verið við tökur á Rendition sem vin- skapur þeirra hafi farið að þróast út í eitthvað annað og meira. Par eða ekki par? Reuters LEIKARINN Sacha Baron Cohen, sem er þekktastur fyrir að koma fram í gervum Borats og Ali G, eignaðist stúlku- barn á dögunum. Barnið á hann með Islu Fisher, unnustu sinni til nokkurra ára. Fisher er ástr- ölsk leik- kona og varð fyrst þekkt fyr- ir hlutverk sitt í áströlsku sápu- óperunni Home & Away. Foreldrar Sacha Baron Cohen og Isla Fisher. Orðinn pabbi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.