Morgunblaðið - 27.10.2007, Page 13
Morgunblaðið |13
Sem rekstraraðili alþjóðlegrarleitar- og tengslasíðu at-hafnakvenna, Tengjumst.is// Connected-Women.com,
stefni ég að því að hafa komið á marg-
víslegum tengslum milli athafna-
kvenna um allan heim svo um munar
þegar aðventan gengur í garð. Það
hyggst ég gera með framlagi mínu
hér innanlands, t.d. með námskeiðinu
„Tengsl og tækifæri“ sem áætlað er
að vera með út um allt land í nóv-
ember. Námskeiðin hafa það að
augnamiði að gefa konum tækifæri til
að byggja markvisst upp þróttmikið
og áhrifaríkt tengslanet.
Þá geri ég einnig ráð fyrir að vera
örugglega komin með spennandi al-
þjóðleg tengsl eftir þátttöku mína á
Heimsþingi kvenna í atvinnurekstri
sem haldið verður í Kaíró í Egypta-
landi í lok nóvember. Þar ætla ég að
hitta og tengjast sterkum og áhrifa-
miklum athafnakonum frá öllum
hornum heimsins, víkka sjóndeild-
arhring minn og skoða ný og spenn-
andi tækifæri.
Dagsbirtan sofnar snemma
og vaknar seint
Ég er fús að viðurkenna að ég hef
sjaldan hlakkað jafnmikið til að taka
á móti myrkrinu í nóvember og des-
ember og í ár! Það er auðvitað bara
gaman í myrkrinu og fátt jafnast á við
töfrana þegar ljóstýrur frá kertum í
útiluktum blakta í rokinu. Vetr-
arskammdegið hjá okkur er vitanlega
alveg magnað. Hægt og rólega tekur
maður eftir því að birtan er lengur að
teygja úr sér og komast á fætur á
morgnana og hún fer vitanlega líka
fyrr að hátta. Svo gerist það bara allt
í einu að svartnættið breytist í eina
allsherjar ljósadýrð á aðventunni,
sem hver og einn getur tekið á móti,
upplifað og gefið áframhaldandi ljós
út frá sjálfum sér.
Eftir að hafa rekið heildsölu og
verið með sjálfstæðan innflutning á
söluvarningi síðastliðna tvo áratugi
(þar með talin jólavara) – þar sem
innkaupa- og söluferlið telur um 13
mánuði – verð ég játa að tilhugsunin
um að geta beint athygli minni í
skammdeginu í aðrar áttir kitlar mig
verulega í magann.
Þrátt fyrir að ég hafi í gegnum
fyrra starf mitt átt hlutdeild í að fylla
hús landsmanna af alls kyns jólavarn-
ingi, þá verð ég sjálf seint talin til
þess hóps sem er með ákveðnar hefð-
ir á aðventunni. Ég er sannur stuðn-
ingsmaður þeirra sem hafa numið þá
iðn að baka, þ.e.a.s. bakarí borg-
arinnar fá minn stuðning þegar kem-
ur að einhverjum bakstri fyrir jólin.
Annars er það helst að vinkona mín,
hún Betty Crocker, komi mér inn í
eldhúsið til að hræra eins og í eina
brúntertu.
Aðventukransinn minn hefur ein-
hvern veginn aldrei náð þeim stand-
ard að vera hefðbundinn hringkrans
með fjórum jafnlöngum kertum og
„tilbehör“. Ég hef gjarnan bara fjög-
ur misstór kerti í alls kyns kerta-
stjökum og finnst að með þeim hætti
sé tilgangi náð. Líklega má rekja ræt-
ur þess að aðventukransinn minn er
svona afslappaður til þess að hafa
verið innan um of mikið af jólaskrauti
í vinnunni, á of löngu tímabili.“
– Hverju mælir þú með að gera í
myrkrinu framundan?
„Þessu sígilda: Njóta góðs matar,
lesa skemmtilegar og gefandi bækur
og njóta indæls félagsskapar vina og
fjölskyldu. Vissulega eru það stund-
irnar sem maður nýtur mest og
mætti að ósekju hafa þær fleiri á
þessum vetrarvikum sem eru und-
anfari jólahátíðarinnar.
Hlakkar til að taka á móti
myrkrinu og kertaljósunum
Ljósmynd/Birgitta Rún Sveinbj.d.
Að njóta Rúna Magnúsdóttir mælir með hinu sígilda; að njóta góðs matar, lesa skemmtilegar og gefandi bækur og
indæls félgasskapar vina og fjölskyldu í aðdraganda jólanna.
Framkvæmdakonan
Rúna Magnúsdóttir er
stofnandi fyrirtækisins
Tengjumst.is sem er
tengslanet sérsniðið að
konum. Hrund Hauks-
dóttir komst að því að
fátt er Rúnu meira hug-
leikið en að konur hafi
greitt aðgengi hver að
annarri en þó hefur jóla-
og rökkurtíðin fram-
undan líka náð að fanga
huga hennar. Svona á
milli tenginga …
»„Ég er sannur stuðnings-maður þeirra sem hafa
numið þá iðn að baka, þ.e.a.s.
bakarí borgarinnar fá minn
stuðning þegar kemur að ein-
hverjum bakstri fyrir jólin.“
Rúna beinir sjónum í ár að
gleðinni, lífsfyllingunni, ár-
angrinum og skýrri framtíð-
arsýn. Núverandi starf hennar
sem markþjálfi (coaching) gef-
ur henni allt þetta og meira til.
Hún mælir svo eindregið með
eftirfarandi:
Brosa enn meira í desem-
ber.
Hrósa enn meira í desem-
ber.
Knúsa enn fleiri í desember.
Tengjast enn betur í desem-
ber.
Rökkri og rómantík í
desember.
Koma fram við náungann af
þolinmæði, virðingu og
áhuga í desember.“
Hafnargata 19
Reykjanesbæ
Sími 421 4601
www.rain.is
rain@rain.is
Úrval hátíðarrétta
Skemmtidagskrá
Dansað fram á nótt
Verð 5.500,- pr. mann
Jóla
hlaðbor
ð í Reykjanesbæ