Morgunblaðið - 06.11.2007, Side 7

Morgunblaðið - 06.11.2007, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 7 EFTIRFARANDI greinargerð for- stjóra Orkuveitu Reykjavíkur var lögð fram á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur 31. október. Greinar- gerðin er hér birt í heild sinni. „Til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur Efni: Verðmat Geysir Green Energy (GGE) í samruna við Reykjavík Energy Invest (REI). Á eigenda- og stjórnarfundi Orku- veitu Reykjavíkur 3. október sl. var til afgreiðslu samningur um breyt- ingar á eignarhaldi REI við GGE þar sem REI er yfirtökufélag. Í samningnum kemur m.a. fram í 5. gr. að verðmæti GGE sé 27,5 millj- arðar. Í fylgiskjali 1 sem fylgir samn- ingnum kemur þetta verðmat einnig fram. Sama verðmat á GGE er að finna í minnisblaði vegna mögulegs samruna REI við GGE, sem samið var af Bjarna Ármannssyni 22. sept- ember sl., samkvæmt greinargerð hans, Hauks Leóssonar, stjórnarfor- manns OR, og undirritaðs frá 15. október sl. Í nefndu minnisblaði kemur fram að Orkuveita Reykjavík- ur fái metið sitt framlag sem er vöru- merki og þekking á um 10 milljarða króna auk þeirra fjármuna sem lagð- ir hafa verið inn í formi peninga, hlutabréfa eða hlutafjárloforða. Ekki kemur fram í þessu minnisblaði eða öðrum gögnum sem lögð hafa verið fyrir stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eða eigendur hvernig verðmat GGE var fundið. Sjálfur kom ég að verki 25. september þegar samningsverðið lá fyrir og skildi verðmæti GGE þannig að nettóvirði félagsins, eignir að frádregnum skuldum, væri 25- 25,5 milljarðar og samningsverðið um 2 milljörðum hærra eða 27,5 milljarðar. Nú hefur komið í ljós að samningsverðið byggist á síðustu viðskiptum (september 2007) með hluti í GGE á genginu 1,3 með um 10% álagi. Um það var mér ekki kunnugt. Í samrunaefnahagsreikningi REI og GGE sem unninn var 30. október kemur fram að bókfært virði GGE er 30. september sl. kr. 18.721.246.000,- að viðbættum aðgerðum í framhaldi af samruna kr. 2.093.000.000,- eða alls kr. 20.814.246.000,- Mismunur á samningsverði og bókfærðu verði er kr. 6.685.754.000,- Bókfært virði eigna GGE byggist á mjög nýlegum samningum svo sem kaupum á hlut- um í Hitaveitu Suðurnesja hf., kaup- um á hlutum í Enex hf. og kaupum á Jarðborunum hf. Kaupin á Hitaveitu Suðurnesja hf. og Jarðborunum hf. áttu sér stað í júlí-ágúst. Færa má fyrir því gild rök að eignasafn GGE sé hátt metið og beri ekki það yf- irmat sem samningsverðið felur í sér. Með sama hætti og glöggva má sig nokkuð auðveldlega á virði REI í gögnum málsins hefðu þær upplýs- ingar sem að ofan greinir um virði GGE tvímælalaust átt að liggja fyrir þegar stjórn og eigendur fjölluðu um samrunasamninginn 3. október sl. Virðingarfyllst, Hjörleifur B. Kvaran [forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur]“ „Gild rök að eignasafn GGE sé hátt metið“ ÞAÐ hefur að öllum líkindum boðað ógæfu fyrir einhver smádýrin að rek- ast á þennan svarta kött í Reykjavík. Þó að kettir geti verið einstaklega gæf og elskuleg dýr er veiðieðlið sterkt í þeim. Morgunblaðið/Frikki Varúð – svartur veiðikött- ur gengur laus í bænum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.