Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SNÚNINGUR SVANDÍSAR
Sl. laugardag kom stjórn Orku-veitu Reykjavíkur saman tilfundar og þar tók nýr meiri-
hluti stjórnar Orkuveitunnar ákvörð-
un um að styðja áfram við þátttöku
Reykjavík Energy Invest í einka-
væðingu orkufyrirtækis á Filippseyj-
um.
Um þessa ákvörðun sagði Bryndís
Hlöðversdóttir, formaður stjórnar
Orkuveitunnar, í samtali við Morg-
unblaðið í gær:
„Við mátum það einfaldlega sem
svo að það væru meiri hagsmunir
fólgnir í því að heimila REI að halda
áfram í verkefninu heldur en að
stöðva það á þessum tímapunkti.“
Þegar Morgunblaðið spurði Bryn-
dísi um hvers konar fjárhagsskuld-
bindingar væri að ræða fyrir Orku-
veituna sagði hún ekki rétt að nefna
fjárhæðir í því samhengi og sagði að
það gæti haft áhrif á samkeppnis-
stöðu REI við tilboðsgerðina.
Þegar Morgunblaðið spurði Svan-
dísi Svavarsdóttur, borgarfulltrúa
Vinstri grænna, um málið sagði hún:
„Meðan stefnumótun stýrihópsins
liggur ekki fyrir í hvora áttina sem er
verðum við að halda sjó með OR. Við
töldum okkur því ekki stætt á því að
bremsa þetta verkefni þar sem lagt
hefði verið í það bæði fé og vinna.“
Þessi röksemdafærsla Svandísar
Svavarsdóttur stenzt ekki. Með því
að heimila REI, dótturfélagi Orku-
veitunnar, að halda áfram aðild að til-
boðinu í hlut ríkisins á umræddu fyr-
irtæki á Filippseyjum er Svandís
Svavarsdóttir að taka þátt í ákvörðun
um að halda áfram verkefni sem mál-
flutningur hennar hingað til hefur
bent til að hún teldi lítið vit í. Hún
hefur gefið samþykki sitt fyrir því að
fara aðra leiðina áður en stýrihóp-
urinn undir hennar forystu hefur
tekið nokkra ákvörðun um málið. Að-
ild að tilboðinu á Filippseyjum er
ekki að halda sjó eins og Svandís
heldur fram, heldur þvert á móti
ákvörðun um að halda áfram á braut
mjög áhættusamrar fjárfestingar.
Ákvarðanir vinstri meirihlutans í
borgarstjórn Reykjavíkur eru mjög
mótsagnakenndar. Annars vegar er
tekin ákvörðun um að færa málið allt
á byrjunarreit. Hins vegar er tekin
ákvörðun um að halda áfram á Fil-
ippseyjum og taka meiri áhættu fyrir
hönd borgarbúa og annarra eigenda
Orkuveitunnar en þó hefði verið gert
með því að sameinast Geysir Green
og dreifa þar með áhættunni. Hvern-
ig á að skilja svona vitleysu?
Nú hafa hinar ábyrgu konur í borg-
arstjórninni látið leiða sig út á villi-
götur og ekki auðvelt að sjá hvernig
þær ætla að komast út úr þeim.
Það hefði verið auðveldara að
hætta við nú áður en tilboðið er gert
heldur en einhvern tíma seinna þegar
þessi viðskipti verða komin lengra á
veg. Hvernig ætlar Svandís að út-
skýra þennan „snúning“?
Hvernig ætla Vinstri grænir að út-
skýra fyrir kjósendum sínum að þeir
stuðli að því að seilst sé í auðlindir
Filippseyinga?
UM KREPPU Í FJÖLMIÐLUN
Í gær birtist hér í Morgunblaðinuviðtal við Aidan White, fram-
kvæmdastjóra Alþjóðasambands
blaðamanna, þar sem hann fjallar um
stöðu blaðamennskunnar á okkar
tímum og hefur af henni nokkrar
áhyggjur eins og skiljanlegt er. Í
samtali þessu segir Aidan White m.a.:
„Blaðamenn þurfa tíma til þess að
rannsaka mál og þann tíma fá þeir
ekki eins og staðan er í dag … Sumir
miðlar reyna að auka útbreiðslu sína
með því að leggja áherzlu á æsifrétta-
mennsku eða birta stöðugt fréttir af
ríku og frægu fólki. Slíkar fréttir eru
orðnar mun fyrirferðarmeiri en
fyrr … Það ríkir mikil óvissa um hver
er framtíð blaðamennskunnar. Marg-
ir dagblaðaeigendur og eigendur ljós-
vakamiðla eru afar áhyggjufullir yfir
framtíðinni sem þeir sjá ekki fyrir sér
hvernig muni þróast.“
Og loks segir framkvæmdastjóri
Alþjóðasambands blaðamanna:
„Fólk sem stjórnar fjölmiðlum í
dag hefur meiri áhuga á að eltast við
gróða en góðar fréttir. Það er sorg-
legt.“
Nú má spyrja: hvernig á að halda
úti góðu dagblaði án þess að rekstur
þess skili hagnaði? Hvaðan eiga pen-
ingarnir að koma? Væntanlega gerir
framkvæmdastjóri Alþjóðasambands
blaðamanna ekki ráð fyrir að ein-
hverjir auðugir einstaklingar hafi
áhuga á að halda úti dagblöðum alla
tíð á þann veg að borga með þeim?
Það er auðvitað alveg ljóst að
stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja
verða að finna leiðir til þess að rekst-
ur þeirra standi a.m.k. undir sér og
skili einhverjum hagnaði. Það er ekki
hægt að afgreiða málið með því að
stjórnendur hafi meiri áhuga á að elt-
ast við gróða en góðar fréttir. Þetta
hangir allt saman. Dagblað, sem flyt-
ur að jafnaði góðar fréttir, er líklegt
til að laða að sér kaupendur og aug-
lýsendur og þar með tekjur til að
standa undir þeim kostnaði sem
fylgir því að gefa út gæðablað.
Þess vegna er ekkert vit í því fyrir
blaðamenn eða samtök þeirra að tala
með vanþóknun um þá, sem leita að
skynsamlegum rekstrargrundvelli
fyrir dagblöð, hvort sem um er að
ræða áskriftarblöð eða fríblöð. Sá
rekstrargrundvöllur verður að finn-
ast og það er hægt ef gætt er ýtrasta
kostnaðaraðhalds og hagræðingar í
rekstri.
En á sama tíma og dagblöðin eiga á
brattann að sækja rekstrarlega er
ljóst að netútgáfur þeirra eru að
byrja að skila hagnaði og stuðla þar
með að bættum rekstri í stað þess að
þær voru áður mikil byrði á blöðun-
um.
Sterk ritstjórn og skynsamleg
rekstrarstjórn eru óaðskiljanlegir
þættir í rekstri dagblaða. Það þýðir
ekki að loka augunum fyrir þeim
veruleika. Það verða engin dagblöð til
út á blaðamennskuna eina.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
B
ergur G. Gíslason sem í dag er 100
ára var einn af forystumönnum
Árvakurs hf. í hartnær hálfa öld
og átti ýmist sæti í stjórn eða
varastjórn félagsins. Faðir hans,
Garðar Gíslason, var einn af stofn-
endum Árvakurs hf. árið 1919 og
þeir feðgar hafa því samanlagt
starfað með félaginu í tæp áttatíu ár, allt þar til
Bergur hætti í stjórninni árið 1998. Það er ekki al-
gengt að tvær kynslóðir eigi svo lengi og náið sam-
leið með fyrirtæki.
Meginviðfangsefni Árvakurs þann tíma sem Berg-
ur sat í stjórninni var að sjálfsögðu útgáfa Morg-
unblaðsins en því tengdist umfangsmikil starfsemi á
sviði prentunar og dreifingar. Bergur lét sér mjög
annt um þá þætti starfseminnar. Hann er mikill véla-
karl eins og hann orðar það og setti sig vel inn í þá
tækni sem dagblaðaprentvélar byggðust á en meðan
hann sat í stjórninni voru þrisvar keyptar prentvélar.
Honum var sérstaklega hugleikið að vel væri staðið
að dreifingu Morgunblaðsins og stöðugar áminningar
hans í þeim efnum hafa ráðið miklu um það að Ár-
vakur ræður nú yfir afar öflugu dreifikerfi sem nú
dreifir um einni milljón dagblaða í viku hverri.
Bergur lifði tímana tvenna sem stjórnarmaður í
Árvakri. Miklar tæknibreytingar urðu í prentiðnaði
og ólíku saman að jafna hvað sú prentvél sem Bergur
kom síðast að kaupum á gat gert í samanburði við þá
vél sem keypt var á fyrstu árum hans í stjórninni.
Hann náði að taka þátt í mestu byltingu sem orðið
hefur í fjölmiðlun með tilkomu Netsins. Á síðasta ári
sínu í stjórn Árvakurs stóð Bergur að einróma sam-
þykkt þeirrar tillögu Hallgríms B. Geirssonar fram-
kvæmdastjóra að opnaður yrði fréttavefur Morg-
unblaðsins undir heitinu mbl.is. Þetta er ugglaust ein
farsælasta ákvörðun sem stjórn Árvakurs hefur tekið
því mbl. is hefur frá upphafi verið í forystu íslenskra
netmiðla og verður eitt mesta vaxtartækifæri Árvak-
urs á næstu misserum.
Árvakur hf. færir Bergi G. Gíslasyni, eiginkonu
hans og fjölskyldu árnaðaróskir á þessum merku
tímamótum um leið og honum eru færðar þakkir fyr-
ir mikilvæg störf í þágu félagsins.
Stefán P. Eggertsson,
stjórnarformaður Árvakurs.
B
ergur G. Gíslason fagna
100 ára afmæli sínu og
fögnum honum. Bergur
lýst því, hvernig hann v
ur hugfanginn af allri n
tækni. Á árunum 1924-
hann bjó í Bretlandi og
við fyrirtæki föður síns
Gíslasonar stórkaupmanns, kynntist hann
og tók við það miklu ástfóstri, sem hefur fy
um fram á þennan dag. Eftir heimkomu sí
1930 varð hann einn af þýðingarmestu frum
íslenskra flugmála.
Í upphafi var ekkert nema hugsjónin. E
flugvélakostur, takmarkaðir lendingarstaði
flugmenn eða flugvirkjar, engin fyrirtæki n
magn. Bergur Gíslason kom að þróun og m
flugs úr mörgum áttum. Fyrst í stað var v
að skapa með öðrum almennan skilning og
Síðan kom að því að taka þátt í og móta flu
urinn. Með sama hætti varð það viðfangsef
fyrsta árabilið að ýta innanlandsflugi úr vö
an að lokinni heimsstyrjöldinni að hefja re
millilandaflug. Í öllu þessu var Bergur virk
takandi. Má nefna, að hann tók þátt í stofn
starfi Flugmálafélags Íslands, hann flaug m
ari Kofoed Hansen, sem þá var flugmálafu
isins, vítt um landið á tveggja sæta opinni
flugvél í leit að lendingarstöðum. Í einni fr
slíkri ferð lentu þeir árið 1938 á þrjátíu hu
anlegum lendingarstöðum. Þeir lentu fyrst
flugvél í Vestmannaeyjum í október 1938.
Árið 1940 var komið að endurskipulagni
félags Akureyrar hf., sem stofnað hafði ver
Meira fjár var vant, og hafði Bergur forys
meðal fjárfesta í Reykjavík að leggja fram
endurfjármagna reksturinn til að halda áfr
brautryðjendastarfi, sem lofaði góðu. Tóks
með ágætum. Jafnframt var nafni félagsin
Flugfélag Íslands hf. Varð þessi starfsemi
völlur að almennu innanlandsflugi. Við mar
vandamál var að etja. Styrjöldin skapaði e
t.d. þegar breskt hernámslið bannaði með
anlandsflug. Tókst að snúa ofan af því, en
skapaði styrjaldarástand einnig nýja mögu
m.a. til útvegunar flugvélakosts. Bergur G
varð formaður stjórnar Flugfélags Íslands
Bergur G. G
Járnbrúðkaup Hjónin Ing
dóttir og Bergur G. Gíslas
ára brúðkaupsafmæli sínu
giftu sig hinn 14. septemb
heima hjá séra Bjarna Jón
Lækjargötu í Reykjavík. Í
eru frá vinstri: Ingibjörg S
Dísa Anderiman Þórarins
Bergur G. Gíslason, Ingibj
dóttir Gíslason, Þórunn Lá
arinsdóttir, Hrafnhildur Ó
Miðröð frá vinstri: Þórarin
asson, Eydís Dóra Sverris
Hrafn Bernburg, Bergljót
dóttir, Ragnheiður Bergsd
Bergsdóttir, Þóra Bergsdó
ín Sandholt, Edda Þórarin
Ragnheiður Gísladóttir, L
mundsdóttir, Bergur Sand
asta röð frá vinstri: Ólafur
ússon, Jón Gunnar Bernbu
Svan Grétarsson, Gísli Ges
ar Sveinsson, Ingvar Vilhe
Bergur Gíslason, Einar Fr
arsson.Hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Bergur G. Gíslason.