Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 36
… hún virkar stuðandi eins og Stravinsky á sýru … 37 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „ÞETTA er fínt í gjafir, líklega væri ekki óvitlaust að selja þessar bækur í blómabúðum og á bens- ínstöðvum,“ segir Bragi Ólafsson og á við Smárit Smekkleysu, en fjórða og fimmta ritið er nýkomið út. Óskar Árni Óskarsson (sem áður hafði birt Ráð við hversdagslegum uppákomum og þýð- inguna Það er að hefjast gleðskapur eftir Ivor Cutler í ritröðinni) sendir frá sér Sjónvillur og Bragi (sem áður hafði gefið út Fjórar línur og tit- ill) sendir nú frá sér Mátunarklefinn og aðrar myndir ásamt Einari Erni Benediktssyni. Styttri og betri bækur Þetta eru litlar og handhægar bækur með ljóð- um og smáprósum, að hámarki 38 síður, og Bragi og Einar segja þær henta hröðum nútímanum vel. „Fyrstu bækurnar seldust alveg ágætlega og fólk kann vel að meta þetta, fólk sem hefur ekki mik- inn tíma til að lesa grípur í bækurnar og les þær á kortéri. Þetta hentar líka vel fyrir nýbúa sem eru að byrja að læra málið og hætta sér ekki í 800 síðna skáldsögu til að byrja með,“ segir Bragi sem er óviss um að hann treysti sér í 800 síðna doðr- antinn sjálfur. „Og unga Íslendinga sem hafa spil- að of mikið Playstation,“ bætir Einar Örn kankvís við. „Í mínum huga eiga ljóðabækur frekar að vera smærri en stærri. Ef fólk hugsar í smærri bókum held ég að það verði til betri ljóðlist. Atómskáldin gömlu gáfu jafnan út bækur sem voru styttri en Palli var einn í heiminum, það er að segja undir 48 síðum. Þannig einbeitir maður sér betur að hverju ljóði,“ segir Bragi og eiga þau orð örugglega ekk- ert síður við lesendur en skáldin. Þeir segja þetta í vissum skilningi tímaritaút- gáfu skálda, það sé hollt að gera eitthvað annað en að semja bara langar skáldsögur. „Ég hef líka oft mest gaman af þessum litlu bókum sjálfur,“ segir Bragi sem einnig hefur gefið út tvö smásagnasöfn. „Ég held mestu sambandi við þær eftirá og get lesið þær aftur, ólíkt skáldsögunum.“ Einlínungur og fjórlínungur Einar Örn segist hins vegar ávallt hafa verið ljóðskáld. „Menn hafa ekki viljað skilja mína texta sem ljóð og þeir hafa ekki séð mig sem ljóðskáld þótt margir textar mínir, hjá Purrki Pillnikk til dæmis, séu hrein og klár ljóðlist. Ég hef alltaf ver- ið í þessu en nú er ég bara kominn fram sem full- skapaður myndlistarmaður,“ segir Einar Örn sem teiknar myndirnar í bókinni sem Bragi skreytir með texta. Myndirnar eiga þó ekkert endilega við textana, þetta er miklu frekar glíma á milli þeirra. „Þetta eru allt sannar sögur hjá mér þótt Bragi sé að ljúga. Mínar myndir eru sannar en Bragi er með einhverjar lygamyndir,“ bætir Einar við en Bragi er ekki alveg sammála. „Flest af þessu er satt, þetta eru allt sannir textar nema sá fyrsti (titilljóðið „Mátunarklefinn“) – ég villi á mér heimildir í byrjun en segi satt eftir það.“ En skyldi vera til eitthvað nafn á þessum sér- staka teiknistíl Einars Arnar þar sem flestar myndirnar eru teiknaðar í einni línu? „Friðrik Erlingsson kallaði mig „one-liner“ – einlínung,“ segir hann og í kjölfarið titlum við Braga fjórlín- ung í höfuðið á fyrri bók sinni í ritröðinni. Mynd- irnar teiknaði Einar á Ítalíu og Spáni og hann á margar afgangs, nú stendur bara upp á Braga að skrifa meira. Eins skora þeir á aðra meðlimi Smekkleysu að vera með. „Það eru fleiri skáld þarna, Ólafur Engilbertsson, Þór Eldon og Sjón. Þetta er fínt form til þess að virkja Ólaf og Þór, þeir gáfu út mjög skemmtilegar bækur á níunda áratug síðustu aldar,“ segir Bragi sem finnst greinilega kominn tími á nýjar bækur frá þeim fé- lögum. Loks finnst þeim rétt að benda sérstaklega á hve kápurnar séu smekklegar og ég spyr hvort það sé ekki stílbrot. „Nei, þótt útlitið sé smekklegt er innihaldið smekklaust. Eða öfugt.“ Smekklaus skáldskapur Morgunblaðið/G.Rúnar Skáldapar Þeir Einar Örn Benediktsson og Bragi Ólafsson beita pennanum hvor á sinn hátt. myndlistarmanns. Ívar hefur mikinn áhuga á því að leggja myndlistina fyrir sig. „Ég ætla í MH og klára hann á þremur árum, svo tek ég alla myndlistina á einu ári,“ segir hann ákveðinn. En hverjir eru helstu áhrifavald- arnir í pop-listinni? „Bara þessi týpísku, Roy Lichtenstein, Tom Wesselmann, Patrick Caulfield, Kerry James Marshall og Keith Haring. En Erró var ástæðan fyrir því að ég fékk áhuga á þessu,“ segir listamaðurinn ungi. Sýning Ívars stendur yfir út nóvember og aðgangur að henni er ókeypis. dæmis strákur að spila tölvuleik, stór krukka úti á götu og fleira,“ segir hann, en útlínur verkanna eru teiknaðar með tússpenna og svo er málað yfir með akríllitum. Myndirnar á sýningunni eru all- ar nýjar, sú elsta frá því í ágúst að sögn listamannsins. Margir áhrifavaldar Ívar, sem er í 10. bekk í Há- teigsskóla, á ekki langt að sækja listhæfileikana því hann er sonur Gunnars Guðbjörnssonar óp- erusöngvara og Ólafar Breiðfjörð, þjóðfræðinema og fyrrverandi sellóleikara. Þá er hann einnig bróðursonur Daða Guðbjörnssonar Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA eru bara málverk af ein- hverju. Þetta er svona pop-art,“ segir Ívar Glói Gunnarsson, 15 ára gamall myndlistarmaður sem opn- aði sína fyrstu sýningu í Fígúru, verslun og galleríi við Skólavörðu- stíg 22 í gær. Aðspurður segir hann að versl- unin hafi auglýst eftir ungum listamönnum til þess að sýna í rýminu, og hann hafi ákveðið að sækja um. Á sýningunni sýnir Ívar átta málverk og segir hann myndefnið koma úr ýmsum áttum. „Það er til Erró er fyrirmyndin Morgunblaðið/Ómar Ungur Ívar segist stefna að því að leggja myndlistina fyrir sig. 15 ára myndlistarmaður opnaði sína fyrstu sýningu í gær  Það urðu margir bæði hissa og vonsviknir á laugardaginn þegar Gillzenegger (sá hinn sami og inn- leiddi hugtökin helköttaður og hel tanaður) gekk á svið í Laug- ardagslögunum í hlýrabol. Cerez 4, Partí-Hjens og Gaz-Man hnykluðu vöðvana eins og enginn væri morg- undagurinn en á bak við tveggja hæða hljómborð stóð Gillzenegger bæði fölur og fár, að því er virtist. Líklegt þykir að lag Barða „Ho, ho, ho, we say hey, hey, hey!“ nái langt í keppninni en til að það eigi mögu- leika á sigri verður Gillzenegger að herða sig. Annars á Barði engra annarra kosta völ en að leita til Ás- geirs Kolbeins, Rauða turnsins sem Gillz hefur óttast svo lengi. Hvað var Gillzenegger að gera í hlýrabol?  Tónlistarfyr- irbærið Love Guru hefur sent frá sér frétta- tilkynningu þess efnis að hann muni halda yfir móðuna miklu laugardaginn 10. nóvember nk. en þá kemur hann fram í síðasta skipti á Gauki á Stöng. Love Guru varð til árið 2003 í beinni útsendingu í út- varpsþættinum Ding Dong sem þeir Pétur Jóhann og Doddi litli stýrðu. Vildi Pétur meina að Doddi væri hinn íslenski Love Guru og úr varð lag sem náði 3. sæti á útvarpsstöð- inni. Í tilefni af væntanlegu andláti Love Guru mun Guru Allstars- hópurinn senda frá sér lagið: ,,Við erum Allstars“ og er hægt að nálg- ast það á myspace.com/loveg- uruallstars. Undir tilkynninguna skrifa: Doddi litliLove Guru Jaxxon og Þórður H. Þórðarson. Love Guru gefur upp öndina um næstu helgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.