Morgunblaðið - 06.11.2007, Page 16

Morgunblaðið - 06.11.2007, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI „VÉLAR Kárahnjúkavirkjunar eru sér- stakar vegna fallhæðar vatnsins í virkj- uninni“ segir Árni Benediktsson, verkefn- isstjóri fyrir vélar og rafbúnað Fljótsdalsstöðvar. „Það eru ekki margir framleiðendur sem ráða við að smíða þessa gerð véla fyrir 600 m fallhæð. Þær nýta vatnið miklu betur en venjulegar vél- ar sem notaðar eru fyrir jafnmikla fall- hæð. Við notum hér Francisvélar frá VA Tech-samsteypunni í Austurríki og Þýska- landi og auk þess að gefa betri nýtni taka þær minna pláss og eru á allan hátt betri.“ Vélarnar sex í Fljótsdalsstöð kosta hver um sig rúman milljarð króna og tók um eitt og hálft ár að smíða þær. Samningar við VA Tech voru gerðir 2003, smíði vél- anna hófst ári síðar og uppsetning þeirra vorið 2006. Árni segir prófanir vélanna hafa gengið vel. Vél 1 var keyrð upp þurr í apríl sl. vor og í ágúst var hafist handa við að prófa vélarnar með safnvatni úr neðsta hluta aðrennslisganganna. Lítið sé eftir af prófunum og unnt að keyra fimm vélar upp í nóvember. Lengri tíma muni taka að gangsetja vél 1, sem hafi snúist þurr, með vatni en því verði lokið í janúar. Fínstill- ingar véla standi svo eitthvað áfram. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Snúast Vélasalur Fljótsdalsvirkjunar. Besta tækni sem völ er á Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is FYRSTA vél Kárahnjúkavirkjunar var formlega gangsett með vatni úr Hálslóni í gær. Landsvirkjun reikn- ar með að allar sex vélar Fljótsdals- stöðvar verði komnar í gagnið eftir u.þ.b. mánuð. Vél 2 framleiðir nú 100 MW sem fara til álvers Alcoa Fjarðaáls, en Landsvirkjun hefur frá í apríl af- hent Alcoa raforku af landsnetinu til að mæta orkuþörf álversins í uppkeyrslu verksmiðjunnar. Hefur vél 1 verið keyrð þurr til að styðja við landsnetið síðan í vor. Vél 3 hef- ur einnig verið gangsett með vatni og framleiðir 40MW. Báðar vél- arnar verða keyrðar í 115MW um leið og álverið getur tekið við meiri orku en hver vélanna sex getur framleitt 130 MW. Alcoa Fjarðaál mun fljótlega gangsetja allt að fjög- ur ker daglega uns öll 336 kerin verða komin í notkun snemma á næsta ári. Framkvæmt í hálft fimmta ár Rúmlega fimm ár eru síðan und- irbúningur að Kárahnjúkavirkjun hófst, en eiginlegar framkvæmdir hafa staðið í fjögur og hálft ár. Áætlanir gerðu ráð fyrir að fyrsta vél færi í gang í apríl sl., önnur vél í júní og svo koll af kolli. Í samn- ingum var kveðið á um að fimm vél- ar virkjunarinnar myndu skila fullri orku til álversins 1. október sl. Tafir skv. því nema þannig tveimur mán- uðum m.v. fulla orkuafhendingu 1. desember n.k. Guðmundur Pétursson, yfirverk- efnisstjóri Landsvirkjunar með Kárahnjúkavirkjun, segir að gang- setning vélanna sé einn af nokkrum stórum áföngum virkjunarfram- kvæmdarinnar. Tímarammi fram- kvæmdarinnar hafi verið of knapp- ur og menn telji visst afrek að virkjunin sé nú að fara í gang. Kárahnjúkavirkjun telst sérstök fyrir hina miklu Kárahnjúkastíflu sem er sú stærsta í Evrópu og langa vatnsvegi, en alls tilheyra virkjuninni um 73 km af boruðum og sprengdum göngum neð- anjarðar og þar af eru aðrennsl- isgöngin frá Hálslóni í Fljótsdal um 40 km löng og með þeim lengstu í heimi. Fallhæðin er 600 metrar og vélarnar í Fljótsdalsstöð með þeim fullkomnustu sem völ er á. Impregilo, sem sér um rúman helming framkvæmdarinnar, flytur nú aðstöðu sína frá Kárahnjúkum og til aðganga tvö við Axará. Risa- bor Impregilo borar nú í Jökuls- árveitugöngum austan við Snæfell og á þar eftir 2,5 km. Arnarfell sér um aðra þætti framkvæmda við Snæfell, en vatn af því svæði mun renna í Jökulsárveitugöngum inn í aðrennslisgöngin og til stöðvar- hússins og verður um 25% alls vatns til raforkuframleiðslunnar. Framkvæmdir eru langt komnar og lýkur að mestu á næsta ári. Kárahnjúkavirkjun gangsett Vatn úr Hálslóni knýr nú tvær af sex vélum Kárahnjúkavirkjunar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gangsett Guðmundur Pétursson, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar með Kárahnjúkavirkjun, og Franz Hookstögen hjá VA Tech, sem smíðaði vélarnar í Fljótsdalsstöð, fylgjast með vél 2 snúast í gang. Í HNOTSKURN »Tvær vélar Kára-hnjúkavirkjunar hafa nú verið gangsettar með vatni úr Hálslóni. »Fimm af sex vélum verðakomnar í gagnið í lok nóvember. »Sjötta vélin, sem keyrðhefur verið þurr til stuðnings við landsnetið frá í apríl verður gangsett með vatni í janúar nk. AUSTURLAND Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is LIÐ Akureyrar rauf 100 stiga múrinn, fyrst allra, í spurningakeppninni Útsvari í ríkissjón- varpinu á föstudagskvöldið. Liðið skipa Er- lingur Sigurðarson íslenskufræðingur, Pálmi Óskarsson læknir – sem báðir eru kunnir fyrir þátttöku sína í Meistaranum á Stöð 2 í fyrra- vetur – og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikari. Þegar Morgunblaðið hitti þá Erling og Pálma að máli í gær, í hesthúsi hins fyrr- nefnda, lá beinast við að spyrja fyrst, eins og blaðamaður heyrði fólk velta fyrir sér um helgina; hver er eiginlega galdurinn? Hvernig í ósköpunum geta menn svarað öllum þessu erfiðu spurningum? „Galdurinn er bara sá að svara rétt þeim spurningu sem fyrir mann eru lagðar,“ segir Pálmi af mikilli hógværð. Hvorugur þrætir fyrir að vera minnugur. „Ég á erfiðara með að muna núna en það situr í mér sem ég mundi áður. Ég las allan andsk … og fylgdist vel með,“ segir Erlingur og Pálmi segist líka býsna forvitinn. „Mér finnst eins og hlutir festist bara einhvern veg- inn í minninu, langoftast óvart. Svo getur mað- ur náð í þá þegar á þarf að halda.“ Þeir segjast ekki hafa búið sig sérstaklega undir keppnina, en hafa þó báðir á orði, eins og Arnbjörg gerði reyndar líka í símaviðtali við blaðamann, að þeir hafi fylgst örlítið betur með fréttum undanfarið en venjulega. „Það er leiðinlegt að gata á því sem er alveg við bæj- ardyrnar,“ segir Erlingur. Hann kveðst alla- jafna muna það vel sem hann telur sig eiga að vita. Og segist gefa höfundi spurninganna í Út- svari góða einkunn. „Þetta eru ekki bara páfa- gauksspurningar; ekki bara spurt um stað- reyndir og mælanleika úr almanaki eða alfræðiorðabók.“ Akureyrarliðið valdi alltaf að svara 15 stiga spurningum þegar sá möguleiki gafst, þeim erfiðustu, og svaraði öllum rétt. „Fimmtán stiga spurningar virðast ekki endilega þyngri en aðrar. En þær eru auðvitað allar þungar ef maður veit ekki svarið,“ segir Erlingur og Pálmi tekur í sama streng: „Það sem maður veit er létt, hitt er þungt.“ Þeir viðurkenna að kannski hafi verið „óþarfi“ að fá svona mörg stig. Segja að þegar upp verði staðið í vor komi það í sjálfu sér ekki til góða að hafa fengið flest stig allra, hvaða lið sem nær því. „Við sáum að forskotið var orðið býsna gott og það var bara prakkaraskapur í restina að sjá hvað við kæm- umst hátt. En þá er líka úr dálítið háum söðli að detta ef við töpum næst,“ segir Pálmi. Arnbjörg Hlíf, sem búsett er í Reykjavík, flaug norður með litlu stelpuna sína og hitti Erling og Pálma einu sinni. Þeir litu svo við í kaffi heima hjá henni fyrir keppnina. „Mér fannst það dálítið fyndið að Erlingur sagði, kvöldið fyrir keppnina, að við skyldum reyna að sofa vel í nótt! Ég held ég hafi náð þriggja tíma svefni …“ Arnbjörg segir það svipað að fara í keppni sem þessa og að ganga inn á leiksvið. „Það er gott að vera undirbúinn, en samt ekki of vel; þá verður maður stressaður.“ Fyrir keppnina í sjónvarpinu gafst henni enginn tími til þess: „Líf mitt snýst núna um mjólk og bleiur. Ég hafði engan tíma til þess að stressast fyrir þáttinn, ég var að gefa brjóst nokkrum mín- útum áður en við fórum inn í sal.“ Eftir frábæra frammistöðu gegn Árborg á föstudaginn var segjast Akureyringarnir gera sér grein fyrir því að þeir séu undir meiri pressu en áður. „En það má ekki ofmetnast og ekki taka þetta of alvarlega. Mér finnst það einmitt skemmtilegt við þennan þátt hve and- rúmsloftið er afslappað. En auðvitað er alltaf gaman að vinna …“ sagði Arnbjörg. Galdurinn er bara að svara rétt Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fróðleikur Erlingur Sigurðarson íslenskufræðingur og Pálmi Óskarsson læknir þræta ekki fyrir að vera minnugir! Á milli þeirra er hundurinn Lappi, sem var með Erlingi í hesthúsinu. Í HNOTSKURN »Erlingur Sigurðarson, sem er úr Mý-vatnssveit, kenndi lengi við Mennta- skólann á Akureyri. Einn nemenda hans á sínum tíma var Pálmi Óskarsson. »Dalvíkingurinn Pálmi var í sigurliðiMenntaskólans á Akureyri í spurn- ingakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, árin 1991 og 1992. »Bróðir Pálma, Magni Þór, kepptifyrir Dalvík í Útsvari fyrr í haust. Þá var Pálmi „vinur“ Dalvíkinga – þeir hringdu einmitt í Pálma og hann svaraði einni spurningu fyrir þá. ARNBJÖRG Hlíf Vals- dóttir leikkona er í barn- eignarfríi og ætlaði að taka lífinu rólega heima með litlu stelpunni sinni, en svaraði játandi þegar hún var beðin um að vera í liði Akureyrar. „Ég er með þriggja mánaða stelpu sem fæddist tveim- ur mánuðum fyrir tímann, þannig að hún er í raun bara eins og nýfædd. Það er því nóg að gera,“ sagði Arnbjörg Hlíf við Morgunblaðið. „Mér þótti voðalega vænt um að vera beð- in að vera í liðinu því þótt langt sé síðan ég bjó á Akureyri eru ræturnar sterkar. Mér fannst það mikill heiður. Og það er líka mik- ill heiður að vera með þeim Erlingi og Pálma í liði. Það eru mjög fróðir menn.“ Hún segist fyrst og fremst hafa verið valin sem leik- kona, „en ég vona samt að enginn sé beðinn um að vera í svona liði nema talið sé að hann viti eitthvað“! Heiður að vera í liði Akureyrar Arnbjörg Hlíf Valsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.