Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 43 FJÓRTÁNDA hljóðversplata Nick Cave and the Bad Seeds er tilbúin. Kallast hún Dig, Lazarus, Dig! og hljóðið sem þið heyrðuð nú var í poppuðum trúartáknfræðingum, sperrandi eyrun. Cave, hljómsveit hans og Nick Launay stýrðu upptökum, en Launay kom líka að Abattoir Blues/The Lyre of Orpheus (2004) sem hefur verið kölluð besta plata Cave og félaga frá upphafi. Platan var tekin upp í State of the Ark- hljóðverinu í Richmond, Englandi, í sumar. Platan kemur út 3. mars undir merkjum ANTI. Síðasta tónlistarverkefni Cave var hin berstrípaða bílskúrssveit Grinderman og hefur Cave ýjað að því að þessi Bad Seeds-plata muni draga dám af henni. Annars var Cave vígður inn í frægð- arhöll ástralskrar tónlistar á dögunum og er hann gekkst undir þann heiður undr- aðist hann í ræðu sinni á því af hverju fé- lögum hans í Bad Seeds hefði ekki verið hleypt þar inn líka. Skipti engum togum að Cave sá um það sjálfur, húrraði þeim öllum inn og einnig vinum sínum Rowland S. Howard og Tracy heitnum Pew úr Birthday Party – úr því að hann var að þessu á annað borð. Cave verður því hluti af sýningu í lista- miðstöð Melbourneborgar sem opnuð verð- ur 10. nóvember og fjallar um „stórkost- lega ástralska listamenn/sviðsmenn“ eða „great Australian performers“, eins og það heitir á frummálinu. Hann hefur einnig samið tónlistina við kúrekamyndina The Assassination of Jesse James by the Cow- ard Robert Ford (með Brad Pitt í aðal- hlutverki) með vini sínum Warren Ellis úr Bad Seeds, Dirty Three og Grinderman. Geisladiskur með þeirri tónlist kom út í Bretlandi í gær. Nick Cave klár með nýja plötu Morgunblaðið/Sigurjón Guðjónsson Cave-arinn Tónlistarmaðurinn á marga aðdáendur hér á landi og um þessar mundir má heyra tónlista Cave í sýningu Vesturports á Hamskiptunum í Þjóðleikhúsinu. OPRAH Winfrey spjallþáttarstjórn- andi er í takt við tímann og búin að opna rás í sínu nafni á mynd- bandasíðunni YouTube. Þar má sjá ýmis myndskeið sem ekki hafa verið birt í þætti hennar, Oprah, og þá af því sem gerist baksviðs. Þá verða tekin viðtöl við fólk sem komist hef- ur til frægðar fyrir tilstilli YouTube. Oprah sendir aðdáendum skilaboð á netinu og segist þar afar spennt yf- ir því að vera komin á YouTube með eigin stöð. Þá verða einnig birt myndbönd eða -skeið sem aðdá- endur hafa sent henni. Oprah hefur nýtt sér YouTube í þáttargerðinni, meðal annars fengið í viðtal til sín kærustupar sem sló í gegn á netinu með endurgerð á loka- atriði Dirty Dancing. Reuters Á netið Spjallþáttardrottningin Oprah Winfrey er geysivinsæl. Oprah á YouTube UM 12.000 bandarískir handritshöf- undar fóru í verkfall í gær, eftir að samn- ingaviðræður sigldu í strand. Það verður því ekkert skrifað fyrir kvikmynda- framleiðendur og sjónvarpsstöðvar fyrr en samningar nást. Slíkt verk- fall hefur ekki verið í heil 20 ár. Stéttarfélag höfundanna, Writers Guild of America, fer fram á hærri hlut tekna af sölu kvikmynda og sjónvarpsþátta á mynddiskum og á netinu. Áhrifa verkfallsins mun fyrst gæta í sjónvarpi. Þættir á borð við The Tonight Show, þar sem Jay Leno skemmtir áhorf- endum, og Late Show With David Letterman, verða líklega end- ursýndir því stór hópur handrits- höfunda vinnur að þeim, m.a. við að semja brandara. Kvikmynda- framleiðendur þurfa ekki að hafa jafnmiklar áhyggjur, þeir eiga víst nóg af handritum á lager. Farnir í verkfall Jay Leno SÖNGKONAN Amy Winehouse sýndi sannkall- aða rokkstjörnu- tilburði á hót- elherbergi í München í síð- ustu viku, skömmu áður en hún steig á svið og tók lagið á MTV-tónlistarhátíðinni. Winehouse mun hafa misst stjórn á skapi sínu og fleygt frá sér fullum diski af hveitilengjurétti kenndum við Bo- logna á Ítalíu, spaghetti bolognese. Þetta olli þónokkrum skemmdum á herberginu. Rapparinn Snoop Dogg átti leið hjá um það leyti er æðiskastið hófst og átti víst ekki orð. Starfsmenn hótelsins eru sagðir hafa staðið ráð- þrota og fylgst með Winehouse fleygja hveitilengjum í tómatsósu út um allt, sparka í veggi og kasta öllu lauslegu sem hendi varð á kom- ið. Auk þess eyðilagði hún gólf- mottu með hnífi. Hún hlaut ein verðlaun á MTV-hátíðinni. Hveitilengj- um kastað Amy Winehouse

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.