Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 20
börn 20 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ - kemur þér við 6 6 6 4 6 GJALDMIÐLAGENGI GENGISVÍSITALA 114,88 ÚRVALSVÍSITALA 7.705 SALA % USD 0,4659,54 GBP 0,29123,82 DKK 0,3811,56 JPY 1,060,52 EUR 0,3886,19 0,44 -2,55 NÁNAR 4 DAGÍVEÐRIÐ 12 90% munur á rúgbrauði 3504462s:4,HofsbótAkureyri:3500533s:4,MörkinReykjavík: FataeF sendin g!! nýni Ullare F joggin g, jersey , ni, FlaU samkv æmise el, Fni kjötborðiÚrKjötfars kr.421 kílóið Þriðjudagstilboð dagaallaOpið fr 10-20kl.á NEYTENDAVAKTIN Riðubrennsla kostar tugi milljóna króna Alfreð með jeppa, álag og laun til ársloka Laun stjórnenda OR þola ekki dagsljósið Fjöldi foreldra að missa af frístundastyrknum Topp tónlistarmenn í bandinu hans Bubba Ferðamenn fá bakþanka og vilja borga tollinn Hvað ætlar þú að lesa í dag? V irðing og umhyggja – Ákall 21 er nafn nýrrar bókar dr. Sigrúnar Að- albjarnardóttur en hún hefur sérhæft sig í að miðla efni til foreldra og kennara sem eiga að kenna börnum virðingu. ,,Bókin fjallar um hve brýnt er að beina augum að samskiptum barna og unglinga, hve mikilvægt er að efla hæfni þeirra til að setja sig í spor annarra og þroska samskiptahæfni þeirra og siðferðiskennd,“ útskýrir höfundurinn. „Hún fjallar líka um hvað við uppalendur getum gert til að efla þessa hæfni unga fólksins. Þessi hæfni fléttast jafnframt vitund okkar um hvað það þýði að vera borgari í lýðræðisþjóðfélagi með þeim rétt- indum, skyldum og möguleikum til áhrifa sem því fylgir.“ Sigrún segir bókina ákall til uppal- enda um að taka höndum saman í þessu efni. „Hún er ákall til stjórn- valda, sveitarfélaga, skóla, foreldra og annarra sem vinna að málefnum barna og ungmenna. Leiðarljósið er að rækta með börnum og ungu fólki mikilvæg gildi í samskiptum sem við höfum sammælst um; gildi eins og virðingu og umhyggju, vináttu og traust, tillitssemi og góðvild, sann- girni og samlíðan.“ Hvers vegna er þér þetta efni hug- leikið? ,,Það er svo margt í nútíma- samfélagi sem kallar á hæfni í sam- skiptum: innan fjölskyldunnar, í skól- anum, á starfsvettvangi, í þjóðfélagi okkar sem verður æ fjölmenning- arlegra og með auknum samskiptum á alþjóðavettvangi. Ef við lítum til dæmis til barna og ungmenna benda ýmsar rannsóknir til þess að sam- skipti þeirra og samskiptahæfni skipti máli í því hvernig þeim vegnar á unglings- og fullorðinsárum. Þar er litið til þess hvernig þeim gengur í námi, til áhættuhegðunar þeirra eins og vímuefnaneyslu og þess hvernig þeim líður andlega. Mér finnst sam- skiptahæfni og siðferðiskennd alls ekki gert nægilega hátt undir höfði í uppeldi og menntun. Ég leyni því ekki að mér liggur hér mikið á hjarta.“ Hvernig geta foreldrar vísað veg- inn í uppeldi til sjálfsvirðingar? ,,Með því að sýna barni sínu virð- ingu og umhyggju, en í því felst margt, s.s. að veita barninu öryggi og hlýju, athygli og festu. Setjast niður með því, sýna áhuga á því sem það hefur fyrir stafni og laða fram hug- myndir þess; fá sýn þess fram og rök- ræða ýmis álita- og ágreiningsmál. Það finnur að við hlustum á það, finn- ur að okkur er annt um það sem skap- ar svo traust og öryggi. Þannig hvetj- um við barnið og sýnum því tiltrú og traust. Í raun er ég að lýsa leiðandi uppeldisaðferðum sem ég hef óbil- andi trú á.“ Hvatning og hlýja Í hverju felast leiðandi uppeldis- aðferðir? ,,Í stuttu máli einkennast þær af því að foreldrar eru hvetjandi, styðj- andi og hlýir. Þeir gera kröfu um þroskaða hegðun, leggja áherslu á samræður þar sem sjónarmið bæði barnsins eða unglingsins og hins full- orðna koma fram. Og þeir setja mörk með því að útskýra afstöðu sína og af- leiðingar gjörða. Rannsóknir mínar benda til dæmis til þess að unglingar sem telja sig búa við leiðandi uppeld- isaðferðir foreldra sinna sýna meiri samskiptahæfni en aðrir unglingar. Rannsóknir okkar samstarfsfólksins benda jafnframt til þess að þeir hafi almennt betra sjálfsálit, sýni minni depurð, neyti síður vímuefna, nái betri námsárangri á samræmdum prófum í 10. bekk og hafi síður hætt námi í framhaldsskóla. Ótal rann- sóknir um allan heim sýna einmitt hversu vænlegar leiðandi aðferðir eru til að efla og styrkja barnið og ung- linginn.“ Finnst þér við hafa slakað á í því efni að efla samskiptahæfni og sið- ferðiskennd barna og unglinga hin síðustu ár? ,,Erfitt er að segja til um hvort við höfum slakað á – en aðalatriðið er að við tökum okkur á. Þetta er auðvitað alltaf spurning um forgangsröðun foreldra heima fyrir og skólastjóra og kennara í skólastarfi. Fram hefur komið að minna er um samræður við börn á heimilum hér á landi en ann- ars staðar á Norðurlöndunum. Það er engin spurning í mínum huga að við þurfum að leggja mun meiri áherslu á samræður við börn og unglinga, bæði heima fyrir og í skólanum, til að efla samskiptahæfni þeirra. Við þroskum hugsun þeirra um ýmsar félagslegar, siðferðilegar og tilfinningalegar hlið- ar mála með slíkum samræðum og ýmsum verkefnum þar sem þau tjá sig í máli, mynd og leik. Þau sýna þá jafnframt þroskaðri hegðun í sam- skiptum við bekkjarfélaga eins og rannsóknir mínar benda til.“ Hvernig leggjum við traustan grunn að lýðræðislegri borgaravit- und barna okkar? ,,Meðal annars með því að fá þau til að skoða margvísleg málefni frá ýms- um hliðum bæði heima og í skólanum. Með því að fjalla um mannréttindi og hvað felist í lýðræði og þeim rétt- indum, ábyrgð og skyldum sem við höfum sem borgarar. Ræða mál sem eru þeim merkingarbær. Það skiptir miklu að skapa þeim tækifæri til að láta rödd sína heyrast, taka virkan þátt í ákvörðunum og hafa áhrif á ým- is málefni sem snerta þau. Öll þessi umfjöllun beinist að því að efla gagn- kvæma virðingu og umhyggju.“ Morgunblaðið/Frikki Samskipti Sigrún segir nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á samræður við börn og unglinga, bæði heima fyrir og í skólanum. Mér liggur mikið á hjarta Samskipti barna og unglinga eru í for- grunni nýrrar bókar eftir dr. Sigrúnu Aðalbjarnardóttur. Hrund Hauksdóttir ræddi við höfundinn. Morgunblaðið/Ásdís Unglingar „Ef við lítum til dæmis til barna og ungmenna benda ýmsar rannsóknir til þess að samskipti þeirra og samskiptahæfni skipti máli í því hvernig þeim vegnar á unglings- og fullorðinsárum,“ segir Sigrún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.