Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ                ! "#  $%  &%  '('!( Sjö litlir Haarde-stubbar héldu að þeir væru menn, öllum hent var útbyrðis og busla þeir þar enn. VEÐUR Páll Gunnar Páls-son, forstjóri Samkeppniseft- irlitsins, segir í frétt í Morgunblað- inu í gær, að eftir- litið hafi ekki sýnt af sér seinagang eða dregið lapp- irnar í athugun sinni á eigna- tengslum milli Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur. Athygl- isverð fullyrðing, ekki satt?     Í úttekt Péturs Blöndal á samrunaREI og GGE í sunnudagsblaði Morgunblaðsins kom fram að mik- illar óþolinmæði gætti í garð eft- irlitsins vegna athugunar þess á því hvort OR mætti vera stór eigandi í HS og þar þyki ótrúlegt hversu lang- an tíma taki að vinna úrskurði hjá Samkeppniseftirlitinu.     Hvað er seinagangur, að mati for-stjóra Samkeppniseftirlitsins? Líklega styðst hann við aðra mæli- kvarða en gengur og gerist, því óánægjuraddir eins og þær sem fram komu í sunnudagsumfjöllun- inni í garð Samkeppniseftirlitsins, eru síður en svo nýjar af nálinni. Þær hafa heyrst frá forsvarsmönn- um verzlana, þingmönnum, birgjum og ýmsum fleirum.     Hefur ekki athugun Samkeppnis-eftirlitsins á samskiptum birgja og smásala á matvælamarkaðnum, þar sem greina á „með hvaða hætti aðilar kunni að fara með markaðs- ráðandi stöðu í smásölunni og hvort sú staða hafi verið misnotuð“, eins og forstjóri Samkeppniseftirlitsins orðaði það hér í Morgunblaðinu sl. laugardag, staðið í eitt og hálft ár? Er það ekki heldur seinagangur eða að draga lappirnar? Er ekki einsýnt að stjórnvöld verða að skipa sérstaka og sjálf- stæða rannsóknarnefnd, sem fari hratt og öruggleg ofan í saumana á þeim álitaefnum sem nú eru komin upp og lúta að meintu samráði? Nefnd sem skili niðurstöðu í rann- sókn sinni fyrir árslok? STAKSTEINAR Páll Gunnar Pálsson Hvað er seinagangur? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -             !        !      "# #"      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                 " $$  %$ %    "# #"   :  *$;< $$$$               !"#      $      $%&     !"' (  *! $$ ; *! & ' $  $ $  (  ) =2 =! =2 =! =2 &(' #"$* #+ ,$-."#/  >! -         =7  )(  *     (  $       ! =   +  *  %,   ,-(    !.  /         . # # %!)-& , $      ) )(  *  -          ) )0 -1  ! 01"" $$22  #"$$3  .$* #+ 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B 4 4 %  %  %   %   % %   % % % % %      % 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Guðrún Emilía Guðnadóttir | 5. nóv. Óásættanlegt... Já þetta er óásætt- anlegt ástand, hvar á fólkið að fá vinnu??? Mála hús fyrir rík- isstjórnina? hvað á eig- inlega ríkið mörg hús á landinu? kannski ekki svo mörg núna, en þeim fer fjölg- andi, þegar allir eru orðnir gjald- þrota og hreppsómagar, eins og það hét hér áður og fyrr. Hvað er eig- inlega annað í spilunum? Hvað gera Bíldælingar nú, held að þetta sé reiðarslag fyrir þá. ... Meira: milla.blog.is Gestur Guðjónsson | 5. nóvember Samvinnuhugsun... Í ljósi þess hvernig Kaupás (Krónan) og Hagar (Bónus) hafa farið með það traust sem þeim hefur verið sýnt er ljóst að það þarf að staldra við. Ef maður skoðar muninn á íslenska matvörumarkaðnum og þeim skand- inavíska, er ekki mikill munur á fjölda stórra fyrirtækja á mark- aðnum. Þetta eru yfirleitt 2-4 stórir aðilar sem eru langstærstir. Þannig að það er ekki fákeppnin sem slík... Meira: gesturgudjonsson.blog.is Jórunn Ósk Frímannsdóttir | 5. nóv. Eyjan.is og REI Eyjan hefur fjallað mikið um REI málið en aldrei um þátt Björns Inga í því. Það væri gaman að heyra skoð- anir „Orðsins á göt- unni“ um Björn Inga og hans þátt í REI málinu í stóru og smáu. Það vita það allir að Eyjunni er stýrt af innsta kjarna framsókn- arflokksins og „Orðið á götunni“ er ekkert annað en framsóknarorð. Þetta kemur t.a.m. fram um Pétur (Orðið á götunni) á blogsíðu hans; ... Meira: jorunnfrimannsdottir.blog.is Sigurjón Þórðarson | 4. nóvember Össur með fiskeldis- glampa í augum Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggða- og iðnaðarmála, hefur far- ið mikinn síðustu klukkustundirnar í fjölmiðlum landsins. Ekki hefur það verið vegna boðaðrar uppbyggingar hér innanlands heldur âžþúsunda millj- arða✠fjárfestinga í fjarlægum löndum. Það eru engar smáupp- hæðir sem ráðherra sagði að Íslend- ingar ætluðu að festa í virkjunum í fjarlægum löndum en hann taldi að um gæti verið að ræða upphæð ár- lega sem svaraði til kostnaðar bygg- ingar tveggja Kárahnjúkavirkjana. Fjárfestingarnar eiga síðan að skila landsmönnum og þá sérstaklega Reykvíkingum milljörðunum þús- und margföldum til baka. Ég man ekki eftir að hafa séð Öss- ur í jafnmiklum ham og frá því á ní- unda áratug síðustu aldar þegar hann boðaði stórsókn fiskeldisins og séríslenskar aðferðir sem ættu eftir að fara sigurför um heiminn. Þær fólust m.a. í: sérstaku hraðeldi, frameiðslu á geldfiski og gönguseið- um sem væru þeirrar náttúru að þau gætu synt til hafs á hvaða árstíma sem væri. Þessir draumar breyttust því mið- ur í martraðir en á meðan hverri fiskeldisstöðinni á fætur annarri var lokað hélt Össur í vonina um að fisk- eldið risi úr öskustónni rétt eins og fuglinn Fönix og að öldin sem við lif- um á yrði hvorki meira né minna en öld fiskeldisins.... Meira: sigurjonth.blog.is BLOG.IS Ragnar Freyr Ingvarsson | 4. nóvember Lamba- kótelettur... ... Hugmyndin að þess- um rétti er fengin úr þeirri bók,: Jamie at home - Cook your way to the good life. Ljúf- fengar lambakótelett- ur með salsa verde og bragðgóðu couscous. Það var ekki erfitt að elda lambakóteletturnar. Þær voru saltaðar og pipraðar og steiktar úr smá hvítlauksolíu, 1 mín- úta á hvorri hlið, svo settar í ofn í 10- 12 mínútur við... Meira: ragnarfreyr.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.