Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE Clooney hefur skapað sér æði sérstæðan feril í samanburði við margar aðrar Hollywood-stjörnur, m.a. með því leggja áherslu á að vinna reglulega með athyglisverðum leik- stjórum dálítið til hliðar við megin- strauminn, (s.s. Coen-bræður). Hann velur sér verkefni sem taka til um- fjöllunar hitamál samtímans (sbr. Sy- riana) og hann hefur einnig kvatt sér hljóðs sem eftirtektarverður leik- stjóri (Confessions of a Dangerous Mind). En síðan á Clooney sér alltaf aðra hlið – sjarmatröllið sem leikur í risavöxnum sumarsmellum. En hér bætir hann við rós í hnappagatið. Michael Clayton er ein af þessum myndum sem maður stendur stöðugt í trú um að séu í útrýmingarhættu í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum en síðan dúkkar mynd á borð við þessa upp og framtíðarhorfurnar virðast ekki jafn slæmar. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Tony Gilroy, er kannski best þekktur sem handrits- höfundur Bourne-myndanna, en hérna sýnir hann á sér nýja hlið því spennan sem vissulega er til staðar í sögufléttunni kraumar ávallt undir yfirborðinu, leyndardómsfull og þrúgandi, en er ekki augljós. Drif- kraftur myndarinnar felst nefnilega ekki eltingarleikjum eða öðrum hefð- bundnum hasaratriðum heldur liggur í samskiptum persónanna, þeim spill- ingarhjúpi sem gegnsýrir líf þeirra og grunsemdum um meiriháttar lögbrot stórfyrirtækis á sviði efnaúrgangslos- unar. Allar helstu persónur myndarinnar tengjast lögsókn á hendur þessu fyr- irtæki á einn eða annan hátt. Michael Clayton (Clooney) er lögfræðingur hjá fyrirtæki sem um árabil hefur tekið að sér vörn stórfyrirtækisins, en yfirmaður lögfræðifyrirtækisins kýs þó að beita Clayton fyrir sig við úrlausn sérstakra vandamála sem verða til utan réttarsalarins. Hans starf er því á heldur gráu svæði, hann er eins konar „fixer“, eða sérstakur vandamálaleysari, en þar kemur sér vel að hafa ekki alltof sterka siðferð- iskennd. Enda er Clayton hálfgerð andhetja, stórskuldugur fjár- hættuspilari sem reyndi nýverið fyrir sér í veitingahúsarekstri þar sem allt fór í handaskolum hjá honum. En þegar lærifaðir hans og besti vinur, Arthur (Tom Wilkinson), sem hafði yfirumsjón með vörn samsteypunnar, virðist hreinlega ganga af göflunum þegar dómsmálið er að ná hápunkti neyðist Clayton til að endurskoða eig- in viðhorf til lífsins og einkum starfs- ins. Þá kemur í ljós að fyrirtækja- samsteypan sem stendur í lagalegri nauðvörn er tilbúin til að ganga ansi langt til að vernda hagsmuni sína og sjálfur Clayton kann að vera í umtals- verðri hættu. Myndin minnir nokkuð á harð- kjarna pólitískar afhjúpunarmyndir áttunda áratugarins, myndir eins og The Parallax View, All the Presi- dent’s Men, The China Syndrome og jafnvel Network, en einnig má sjá tengsl við fyrri myndir Clooney á borð við Syriana. Þetta er mynd sem krefst þess að áhorfandi sé vel með á nótunum, taki eftir smáatriðum, en afraksturinn er líka framúrskarandi mynd, spennumynd sem er gerð fyrir fullorðna, og hefur til að bera fjöl- margar athyglisverðar skírskotanir í samtímann. Framúrskarandi „Þetta er mynd sem krefst þess að áhorfandi sé vel með á nótunum, taki eftir smáatriðum, en afraksturinn er framúrskarandi [...].“ Tilvistarkreppa í samsteypuheimi Heiða Jóhannsdóttir KVIKMYNDIR Sambíóin Álfabakka, Kringlunni og Akureyri Leikstjórn: Tony Gilroy. Aðalhlutverk: George Clooney, Tom Wilkinson, Tilda Swinton, Sidney Pollack. Bandaríkin, 120 mínútur. Michael Clayton  FÖNK-sveitin Jagúar hélt á laug- ardaginn tónleika á skemmtistaðn- um Nasa í tilefni af útkomu fjórðu hljóðversskífu sveitarinnar Shake it Good. Arnar Eggert Thoroddsen tónlistargagnrýnandi Morgunblaðs- Morgunblaðið/Eggert Fönksveitin Jagúarmenn stilltu sér upp fyrir ljósmyndara stuttu áður en þeir gengu á svið og stemningin var augljóslega góð. Tveir góðir Ómar Guðjónsson og Sam- úel J. Samúelsson voru í feikna fönk- stuði á útgáfu- tónleikunum. Stöllur Guðrún Þura Kristjánsdóttir og Signý Hafsteins- dóttir voru mættar á NASA á laugardag. Blásið af krafti Sammi liðsforingi blés fönkið í brjóst tónleikagesta. Gleðifnykur á NASA ins var viðstaddur tónleikana og sagði í umsögn sinni sem birtist í gær að sveitin hafi verið helþétt og funheit og bæði gaman og gott að vera í Jagúar ef miðað er við spila- gleðina sem ríkti á sviðinu. 03.11.2007 3 5 13 15 37 5 7 2 2 3 28 31.10.2007 1 6 18 20 30 42 482 4 9 0 9 4 4 WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á / ÁLFABAKKA MICHAEL CLAYTON kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára MICHAEL CLAYTON kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP THE GOLDEN AGE kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára THE INVASION kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára THE INVASION kl. 5:30 B.i.16.ára LÚXUS VIP ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ HEARTBREAK KID kl. 8 B.i.12.ára THE BRAVE ONE kl. 10:30 B.i.16.ára STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10.ára ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ SAMBÍÓIN ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI ERU EINU BÍÓIN Á ÍSLANDI SEM BJÓÐA UPP Á DIGITAL OG 3-D REAL TÆKNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA GEORGE CLOONEY LEIKUR LÖGFRÆÐING Í EINUM AF BETRI „ÞRILLERUM“ SEM SÉST HAFA Á ÞESSU ÁRI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.