Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 18
|þriðjudagur|6. 11. 2007| mbl.is daglegtlíf Strætó getur tekið 24 fullorðna eða 30 börn. 25 börn eru ístrætónum fyrir. Hver er mesti fjöldi fullorðinna semkemst í strætóinn til viðbótar?Þetta er ein af þeim fjölmörgu þrautum í svokallaðri Ólympíustærðfræði sem 10 til 13 ára grunnskólanemar kjósa af fúsum og frjálsum vilja að sitja yfir í frítíma sínum og það af tóm- um áhuga. Ástæður eru misjafnar fyrir veru krakkanna í tímum þessum, en á meðan sum skrá sig í þetta tómstundagaman til að styrkja sig í stærðfræðinni mæta önnur til leiks af einskærum áhuga á faginu enda segjast þau ekki fá nóg af stærðfræði í hefð- bundnum stærðfræðitímum grunnskólanna. Þrautir í formi keppna Það er Háskólinn í Reykjavík sem býður upp á námskeið í Ólympíustærðfræði sem hluta af átakinu „Stærðfræði er skemmtileg“ fyrir grunnskólabörn í 5.-8. bekk. Ólympíustærð- fræði eru þrautir, sem settar eru fram í formi keppna. Þær reyna á hugmyndaflug og rökhugsun, en eru í senn hugsaðar sem skemmtileg og krefjandi viðfangsefni fyrir þá, sem hafa gaman af að glíma við þrautir og reikning,“ að sögn Chien Tai Shill, verk- efnisstjóra hjá HR. „Við byrjuðum með þetta verkefni sem tilraun í Hlíðaskóla í hitteðfyrra. Það gafst svo vel að við buðum upp á námskeið í Ólympíustærðfræði í fimmtán grunnskólum í fyrra og í tuttugu skólum nú í vetur. Fjögur hundruð nemendur tóku þátt í fyrra og ætla má að nemendur verði fjölmennari í ár.“ Hvert námskeið stendur yfir í tuttugu vikur og stendur áhuga- sömum nemendum, sem ekki eru nemendur í þátttökuskólum, að sækja námskeið í HR á laugardögum. Námskeiðið í skólunum fer fram utan hefðbundins skólatíma, einu sinni í viku, klukkutíma í senn. Það skiptist í æfingar og mánaðarlegar keppnir, en það var Bandaríkjamaðurinn dr. George Lenchner sem stofnaði til stærðfræðikeppna með þessu sniði árið 1977. Verðlaun eru svo veitt í lokahófi í HR og fá einstaklingar og lið stig eftir frammi- stöðu í keppnum. Færni í þrautalausnum Markmiðið er það fyrst og fremst að örva stærðfræðiáhuga krakkanna með því að nota þá stærðfræði, sem þau hafa lært í skólanum, til að leysa þrautir. Með því að glíma reglulega við þrautir byggja þau upp færni í þrautalausnum. Við það styrkist hæfileikinn til að hugsa rökrétt, draga ályktanir og vera úrræða- góður og þrautseigur. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru nemendur í meistaranámi í stærðfræði og kennslufræði við Kennslufræði- og lýðheilsudeild HR. Hlutverk leiðbeinenda er fyrst og fremst að halda utan um hópavinnuna, styðja nemendur í því að deila hugmyndum á upp- byggilegan hátt og gefa vísbendingar séu nemendur komnir í þrot með hugmyndir. „Þetta eru allt flottir krakkar, sem sjá tilgang í því að læra og þroska sig. Það þarf sko ekkert að virkja hjá þeim áhugann, því hann er svo sannarlega til staðar. Krakkarnir koma hingað af fús- um og frjálsum vilja og þess vegna er svo skemmtilegt að vinna með þeim,“ segir leiðbeinandinn og prentsmiðurinn Sölvi Ólafs- son, sem sjálfur leggur stund á meistaranám í stærðfræði við HR. Sölvi heldur utan um 25 manna hóp ungra stærðfræðinga við Ár- bæjar- og Selásskóla. „Þar af eru bara sex strákar, sem kemur kannski svolítið á óvart. Það hefur þó sýnt sig að stelpur eru oft mun flinkari við að fást við orðadæmi en strákarnir.“ Leiðbeinandinn „Stelpur virðast vera mun flinkari við að fást við orðadæmi en strákar." Morgunblaðið/Kristinn Ólympíustærðfræði Þrautirnar reyna á hugmyndaflug og rökhugsun og eru í senn bæði krefjandi og skemmtileg viðfangsefni, segir Sölvi Ólafsson, meistaranemi í stærðfræði við HR. Sum grunnskólabörn kjósa að kúra sig yfir stærðfræðidæmi á meðan jafnaldr- arnir verja frítímanum í tuðruspark eða tónlistariðkun. Jóhanna Ingvarsdóttir sótti tíma í valfrjálsri Ólympíustærð- fræði þar sem miserfiðar þrautir voru leystar á örskotsstundu undir hand- leiðslu Sölva Ólafssonar, mastersnema í stærðfræði við Háskólann í Reykjavík. Stærðfræði er skemmtileg „Þetta er bæði gaman og krefjandi og mjög gott er að fá smá aukaæfingu í faginu. Mér finnst stærðfræði yfir höfuð mjög skemmtileg og ég er eingöngu hér vegna þess að mig langar bara í meiri stærðfræði en mér býðst í skólanum enda er þetta al- gjörlega valfrjálst. Hefð- bundna stærðfræðin í skól- anum finnst mér vera pínu endurtekning svo hún stimpl- ist inn, en þrautarformið ger- ir þessa stærðfræði einkar skemmtilega því það reynir á rökhugsunina,“ segir Bjarki Sigurðsson, 13 ára nemandi í 8. bekk RH í Árbæjarskóla. Fyrir utan það að vera mik- ill námshestur spilar Bjarki vörn með 4. flokki Fylkis og dreymir um að komast kannski einhvern tímann í at- vinnumennsku í boltanum. En núna er metnaðurinn mikill í námi því Bjarki áformar að ljúka unglingadeildinni á tveimur árum í stað þriggja. „Ég er að klára 8. bekkinn fyrir jól og tek svo 9. bekkinn eftir jól svo að það er ansi mikið álag á mér þessa dag- ana. Það þarf bara að skipu- leggja sig vel og þá gengur allt upp.“ Snýst um að leysa þrautir „Við vinkonurnar ákváðum að drífa okkur í Ólympíu- stærðfræðina til þess að styrkja okkur í faginu því við viljum vera góðar í öllu því, sem við tökum okkur fyrir hendur,“ segir Sylvía Jóhanns- dóttir, 12 ára nemandi í 7. bekk PÞ í Selásskóla. „Okkur finnast hefðbundnu stærð- fræðitímarnir í skólanum stundum svolítið erfiðir, en þessi stærðfræði hér snýst meira um að leysa þrautir sem er miklu skemmtilegra og hjálpar mér við að skilja stærðfræðina betur.“ Sylvía segist eiga sér fullt af öðrum áhugamálum því hún æfi bæði fótbolta og handbolta hjá Fylki auk þess sem hún sé að læra söng- og leiklist hjá Sönglist í Borgarleikhúsinu. „Nú erum við að æfa fyrir jóla- sýningu. Ég er svo sem ekkert búin að ákveða hvað mig lang- ar að verða þegar ég verð full- orðin, en ég held að það gæti verið voða gaman að vinna sem leikkona,“ segir Sylvía. Reynir á rökhugsunina Sylvía Jóhannsdóttir „Þessi stærðfræði snýst um að leysa þrautir sem er skemmtilegt og hjálpar mér í faginu." Bjarki Sigurðsson „Mig langar bara í meiri stærðfræði en mér býðst í skólanum enda er þetta algjörlega valfrjálst." Með reglulegri þrautaglímu styrkist hæfi- leikinn til að hugsa rökrétt, draga ályktanir og vera úrræðagóður og þrautseigur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.