Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 21
neytendur MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 21 sök og það var Cann greinilega – og sjón- varpsmyndir staðfestu að hann hafði á réttu að standa. Þetta gerðist svo hratt að varla hefði verið hægt að áfellast Cann hefði hann ekki lyft flaggi sínu til marks um mark og ef- laust hefðu einhverjir starfsbræður hans ekki treyst sér til þess í svona mikilvægum leik. En ákvörðun af þessu tagi skilur sauð- ina frá höfrunum. x x x Gamla kempan Dermot Gallag-her, sem um árabil dæmdi í ensku úrvalsdeildinni, er á sama máli og Víkverji og kallaði ákvörðun Canns meira að segja „ákvörðun tímabilsins“ í samtali við fréttavef Sky Sports. „Það er ánægjulegt að geta talað um jákvæða hluti eftir stórleik af þessu tagi. Maður sér þetta glögg- lega þegar atvikið er sýnt hægt en það var frábær frammistaða hjá að- stoðardómaranum að hafa greint þetta rétt á staðnum. Hann var rétt- ur maður á réttum stað,“ sagði Gal- lagher. Víkverji hefur aldr-ei skilið hvers vegna menn taka ótil- neyddir að sér dóm- gæslu í knattspyrnu- leikjum. Það er eins og að arka út í miðja á og stilla sér upp undir aurfossi. Það þarf örugglega engin stétt manna að standa und- ir öðrum eins svívirð- ingum. Öll mistök eru skoðuð ofan í kjölinn og dómarar oftar en ekki gerðir að blóra- bögglum þegar illa gengur – hvort sem þeir hafa staðið sína plikt eður ei. x x x Þess heldur er ástæða til að hælaþeim þegar þeir standa sig í stykkinu eins og aðstoðardómarinn Darren Cann gerði undir lok topp- slags Arsenal og Manchester United á Emirates-leikvanginum í Lund- únum á laugardaginn var. Staðsetning hans, þegar William Gallas jafnaði leikinn fyrir Arsenal, var óaðfinnanleg og fyrir vikið sá hann að knötturinn var kominn langt yfir marklínuna sem blasti alls ekki við frá flestum öðrum sjón- arhornum. Dómari getur vitaskuld ekki dæmt nema hann sé viss í sinni    víkverji skrifar | vikverji@mbl.is INNKAUP Evrópubúa eru „grænni“ en innkaup Bandaríkja- manna ef marka má nýja rannsókn sem forskning.no greinir frá. Engu að síður skiptir verðmiðinn mestu um hvað endar í innkaupakörfum Evr- ópubúa. 18 þúsund Evrópubúar og annað eins af Bandaríkjamönnum tóku þátt í rannsókninni. Hún leiddi í ljós að helmingi meiri líkur eru á því að evr- ópskir neytendur velji „grænar“ vörur en þeir bandarísku. Þá skiptir engu hvort rætt er um sparperur, tvinnbíla eða lífrænt ræktuð matvæli. Evrópubúar hafa aukinheldur um 25% meiri möguleika á að end- urvinna sorp en Bandaríkjamenn. Í ljósi alls þessa kemur ekki á óvart að þeir fyrrnefndu eru mun uppteknari af því að fyrirtæki hafi umhverfið í huga við skipulagningu starfsemi sinnar. Evrópumenn eru sömuleiðis ákafari í umræðum við vini og vanda- menn um „græn“ innkaup. Engu að síður vilja þeir ekki að það kostið þá aukalega að velja „réttu“ vöruna. Sé verðmunurinn meira en 20% eru þeir 20% ólíklegri en Bandaríkjamennirnir til að setja hana í innkaupakörfuna. Grænni í Evrópu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lífrænt Ratar frekar á borð Evr- ópubúa en Bandaríkjamanna. kl. 08 :00 ÁFÖSTUDAGINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.