Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 25 Palace Saradon er fjölbýlishús byggt á einum heilsusamlegasta stað í heiminum á Villa Martin svæðinu, Orihuela Costa rétt við Torrevieja. Örstutt er í alla þjónustu, golfvelli, útimarkaði og aðeins um 5 mínútna akstur að strönd. Úrval gönguleiða og afþreyinga- möguleikar eru óþrjótandi. Veðurfarið er hvetjandi til útiveru, hreyfingar og heilsueflingar. Vegna hagstæðs verðlags margfaldast lífeyrir Íslendinga á Spáni. Alíslensk hönnun sniðin að þörfum Íslendinga á Spáni • Nuddpottur á öllum svölum • Loftkæling og hitun • Hágæða viðarinnréttingar • Öryggiskerfi • Allar íbúðirnar eru mjög rúmgóðar • Minigolfvöllur • Upphituð sundlaug yfirbyggð að vetri • Samkomusalur með bar • Saunabað • Stæði í bílageymslu Sól og samvera, gleði og öryggi: PALACE SARADON LÚXUSÍBÚÐIR FYRIR 55 ÁRA OG ELDRI Sími 530-6500 www.heimili.is Fasteigna- og leigumiðlun Íslendinga á Spáni Sími 517-5280 www.gloriacasa.is VERÐ F RÁ 199.00 0 € Fimmti hverkaupandigetur unniðsplunkunýjangolfbíl! Allar nánari upplýsingar er að finna á www.gloriacasa.is og í síma 517-5280 eða á skrifstofu Gloria Casa að Síðumúla 13. ans fræga á Bergstaðastræti nema hér voru síður listar negldir saman og gler skorið. Á þeim tíma hitti ég hann iðulega, bæði í sýning- arsalnum og á förnum vegi, fram- kvæmdasemi listamannsins var viðbrugðið og að því kom að hann var valinn til að sýna afurðir sínar á Tvíæringnum í Feneyjum. Gerði þá hvað sem hann gat til að koma mér á staðinn en þrátt fyrir góðan vilja og vera alltaf á leiðinni var ég fast- ur hér heima og skotsilfrið af skornum skammti. Ekki veit ég fullkomlega hvernig gekk en hann sagði mér uppveðraður endurtekið að Guðmundur Erró hefði komið á opnunina og faðmað sig að sér og tók það sem ígildi listasigurs. Undanfarin ár naut hann vel- gengni og þá einnig erlendis, vann að ýmsum verkefnum og uppskar margan heiður en ekki held ég að hann hafi efnast tiltakanlega enda ekki hans stíll í útrásinni. Meðal annars skreytti hann bar í Nor- rænu fyrir nokkrum árum og mun hafa siglt í jómfrúarferð skipsins hingað og trúa mín að þá hafi hon- um liðið vel. Birgir Andrésson markaði spor í íslenskri samtímalist og var alla tíð ungur listamaður, í öllu falli að mati þeirra í heimslistinni, sem líta frek- ar til sköpunarferlisins en árafjölda gerenda, helst í þeim skilningi að góð list er alltaf ung. Mestur sóm- inn þó að hann var Íslenskur, með stórum upphafsstaf … Bragi Ásgeirsson Í sjónvarpsfréttum í gærkveldi (1. nóv.) var sýnt myndskeið í sjón- varpinu frá veiðiferð ungs manns. Hann var beðinn um að sýna veið- ina og varð hann góðfúslega við því. Hann tók út úr bakpoka sínum tvær rjúpur og var greinilegt að önnur þeirra var enn með lífs- marki! Nú segja lög um dýravernd: „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti“. Það beri með öðrum orðum að stytta kva- lastríð dýrsins. Áður fyrr gengu fátækir bændur til rjúpna á jólaföstunni. Þrátt fyrir fátækt sína var yfirleitt aldrei veitt meira en ein rjúpa fyrir hvern heimilismann. Annað var talin sjúkleg græðgi. Nú hópast margir veiðimenn til að veiða rjúpur sér til skemmt- unar. Eigi er að sjá að það sé sök- um bágrar afkomu þeirra að þeir haldi til veiða heldur fyrst og fremst vegna einhverrar þarfar fyrir útrás allt of mikilla krafta að því er virðist vera. Er virkilega nauðsynlegt að fara deyðandi um óbyggðir landsins með byssur og skotfæri? Geta menn ekki eins glaðst yfir að skoða þessa merku fugla án þess að deyða þá? GUÐJÓN JENSSON, Mosfellsbæ esja@heimsnet.is Fyrir- myndar veiði- maður? Frá Guðjóni Jenssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HJÓNANÁMSKEIÐ sr. Þórhalls Heimissonar eru nú haldin 11. veturinn í röð en byrjað var að halda þau í Hafnarfjarðarkirkju árið 1996. Síðan þá hafa hjóna- námskeiðin verið haldin um allt land og auk þess í Noregi og Svíþjóð. Í vetur verða þau ein- göngu haldin í Hafnarfjarð- arkirkju. Hátt í 11.000 manns hafa farið í gegnum námskeiðin á þessum 11 árum sem liðin eru frá því að þetta starf byrjaði, um 500 pör á ári. Hjónanámskeiðin eru haldin mánaðarlega frá september til maímánaðar ár hvert. Fjallað er um samskipti sambúðarfólks og fjölskyldunnar á námskeiðunum og leitað leiða til að styrkja og efla hið jákvæða í fari hvers og eins. Á námskeiðunum er notast við bókina „Hjónaband og sam- búð“, sem út kom á liðnum vetri. Hjónanámskeið í Hafnarfjarðarkirkju FRÉTTIR AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.