Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 15
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„VÖLUSPÁ speglar heim á heljar-
þröm. Það er talið að Völuspá sé rit-
uð um 900, ef til vill af seiðkonu. Spá-
dómur völvunnar er nánast lýsing á
ástandi heimsins í dag. Við opnum
varla svo sjónvarp og blöð að við
heyrum ekki af hættunum sem
steðja að okkur. Þetta er í rauninni
svar náttúrunnar við því hvernig við
komum fram við móður jörð. Við vit-
um að skilaboðin eru mikilvæg,“ seg-
ir Sverrir Guðjónsson söngvari en á
síðustu misserum hefur hann unnið
að undirbúningi verkefnis sem hann
kallar Edda the Prophecy eða Edda-
Völuspá, en verkið verður frumflutt
á Nordwind-listahátíðinni í Berlín
15. nóvember. Þetta er músíkdrama
og unnið í samvinnu við sænska
listamenn.
Hann er með þeim frumlegri
„Tónskáld verksins er Sten Sand-
ell. hann er mikill píanisti með bak-
grunn í klassík, en hefur þróast yfir í
spunamúsík og elektróník og hefur
unnið talsvert fyrir leikhúsin og með
öðru tónlistarfólki. Hann er með
þeim frumlegri sem ég hef komist í
tæri við og ótrúlega flinkur. Öll hans
hljóð eru náttúruleg hljóð, búin til
með röddum, hljóðfærum eða sótt í
náttúruna. Við notum til dæmis
harmóníum, gamalt stofuorgel í
tveimur köflum verksins og það
tengist Yggdrasli, lífsins tré.“
Sverrir segir að fyrst og fremst sé
unnið með Völuspártextann sem
músík, þó ekki þannig að sönglög séu
búin til við kvæðið. „Stina Ekblad,
leikkona ársins 2006 í Svíþjóð, túlkar
textann, en hann tengist tónlistinni
náið. Sten er mjög fjölhæfur radd-
meistari og notar alls kyns yfir-
tónaraðir með söngnum.“
Íslenskir leikhúsgestir muna ef til
vill eftir tónlist Sten Sandell sem
hann gerði við uppfærslu Leikfélags
Reykjavíkur á Beðið eftir Godot fyr-
ir nokkrum árum. Í kjölfarið hélt
hann tvenna tónleika hér á landi og
það var þá sem Sverrir kynntist hon-
um og hreifst af hæfileikum hans og
vinnubrögðum. Hálfu ári seinna
hafði Sandell samband við Sverri,
hafði þá fengið styrk til menningar-
samstarfs á Íslandi. Úr varð að Völu-
spá, frumgerð þessa verkefnis, var
samin fyrir útvarpsleikhús og flutt í
Ríkisútvarpi beggja landanna á
sama degi 2. mars 2007.
„En svo er það miklu meira mál að
koma verkinu í sviðsgerð. Til þess að
myndgera verkið langaði mig að fá
Ragnar Axelsson ljósmyndara í lið
með okkur, en taldi það óraunhæft
þar sem hann er alltaf á ferð og flugi.
En svo var ég í sambandi við hann
vegna annars og nefndi hvort hann
ætti ekki myndir af sköpun lands séð
ofan frá, því ég vildi varpa mynd-
unum niður á sviðsgólf þannig að það
væri eins og séð með auga arnarins:
„Flýgur örn yfir, sá er á fjalli fiska
veiðir …“. Hann átti myndir sem
pössuðu fullkomlega inn í verkið. El-
ín Edda Árnadóttir sér svo um hönn-
un leikmyndar og búninga.“
Æfingar hafa staðið yfir í Svíþjóð
að undanförnu en í næstu viku sam-
einast hópurinn í berlín. „Þrátt fyrir
að hinn dimmi dreki svífi enn yfir
vötnum í lok Völuspár, með líkin í
fjöðrunum, þá er það vonin í verkinu
sem við viljum færa kynslóð framtíð-
arinnar ef við þorum að takast á við
heim á heljarþröm,“ segir Sverrir.
Edda the Prophecy, verk byggt á Völuspá, verður frumsýnt á listahátíð í Berlín
Seiður völvunnar
Kontratenór Sverrir Guðjónsson.
Gríman Andlit fortíðarinnar, völvan, spáir í framtíðina; spáir ragnarökum,
en gefur um leið fyrirheit um nýtt upphaf.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 15
MENNING
KVIKMYNDASAFN Íslands
sýnir í kvöld kvikmyndina
Slöngueggið (The Serpents
egg) eftir Ingmar Bergman,
frá árinu 1977. Þar segir frá
einni viku í lífi Abels Rosen-
berg sem er atvinnulaus og
drykkfelldur loftfim-
leikamaður. Bróðir hans fyr-
irfer sér og uppgötvar Abel
síðar hvað fékk bróður hans til
að svipta sig lífi. Í aðal-
hlutverkum eru David Carradine, Liv Ullmann og
Heinz Bennent. Sýningar í safninu eru á þriðju-
dögum kl. 20 og á laugardögum kl. 16 í Bæjarbíói,
Strandgötu 6, Hafnarfirði. Miðaverð er 500 kr.
Kvikmyndir
Slönguegg Berg-
mans í Bæjarbíói
Liv Ullmann og
David Carradine.
NÝJA biblíuþýðingin verður
tekin fyrir í pallborðs-
umræðum í Neskirkju í dag kl.
12. Í pallborði verða Auður
Ólafsdóttir listfræðingur, guð-
fræðingarnir Arnfríður Guð-
mundsdóttir og Sigurður Páls-
son og málfræðingarnir Jón G.
Friðjónsson og Jón Axel Harð-
arson.
JPV útgáfa gaf út Biblíuna í
nýrri þýðingu fyrir skömmu og hafa menn ekki
verið á einu máli um ágæti þýðingarinnar. Unnið
var að þýðingunni í rúman hálfan annan áratug,
en þetta er fyrsta heildarþýðing Biblíunnar frá
árinu 1912.
Bókmenntir
Rætt um nýju
biblíuþýðinguna
Neskirkja
TÓNLEIKAR til styrktar fá-
tækum og munaðarlausum
börnum á Indlandi verða
haldnir í Salnum í Kópavogi
annað kvöld kl. 20. Það er fé-
lagið Vinir Indlands sem stend-
ur fyrir þeim og mun Schola
Cantorum og fleiri landskunnir
listamenn leggja þessum góða
málstað lið.
Má þar nefna Auði Gunn-
arsdóttur söngkonu og Jónas
Ingimundarson píanóleikara, Ragnhildi Gísladótt-
ur söngkonu og Gunnar Kvaran sellóleikara m.a.
Söfnunarféð rennur óskipt til verkefna í Tamil
Nadu-héraði í Indlandi.
Tónleikar
Fátæk og munaðar-
laus börn styrkt
Ragnhildur Gísla-
dóttir söngkona.
Í VOR kom út í
Noregi úrval
ljóða Jóhanns
Hjálmarssonar í
þýðingu Knuts
Ödegård og með
inngangi eftir
hann.
Úrvalið, sem
nefnist Storm er
et vakkert ord og
er gefið út hjá
Solum-forlaginu, hefur fengið góð-
ar viðtökur í Noregi og lofsamlega
dóma.
Í ABC Nyheter skrifar Eystein
Halle og líkir Jóhanni við nokkur
helstu skáld Norðurlanda: Henrik
Nordbrandt, Jan Erik Vold, Werner
Aspenström og Rolf Jacobsen.
Hann segir að Jóhann sé eitt af
mestu samtíðarskáldum Íslendinga.
Hann sé fulltrúi módernisma eins
og hann var í upphafi og segist vera
því þakklátur því að nóg sé af mál-
og formtilraunum í samtímaskáld-
skap. Hann nefnir dæmi um hvern-
ig samband skáldskapar og veru-
leika sé yrkisefni sem oft einkenni
ljóð Jóhanns. Spurt sé oft um ljóð-
málið gagnvart umheiminum. Í
sumum ljóða sinna noti Jóhann
munnlega frásögn til að byggja upp
litlar absúrd sögur.
Eystein Halle skrifar að líkt og
aðrir miklir módernistar sé Jóhann
trúr hefðinni og ljóðin einkennist af
góðum tilvísunum í Dante, Lorca,
Borges, Rilke „og ekki síst í okkar
eigin Rolf Jacobsen“.
Halle segir að Ödegård kalli inn-
gang sinn Sögu og súrrealisma, en
ekki sé sérstaklega mikið um súr-
realisma í ljóðum Jóhanns, textarn-
ir séu dæmigert norrænir vegna
þess hve málið sé einfalt og fágað
og yrkisefna sem dragi dám af nátt-
úru og kunnáttu í sögu og sögu-
legum efnum.
Í Aftenposten segir Mariann
Enge að í bókinni sé að finna mód-
ernísk ljóð sem snúist um náttúr-
una, dauðann, ástina og einangr-
unina og með góðum vísunum í
norrænan skáldskap.
Storm er et vakkert ord kemur
út í bókaflokknum Poema hjá Sol-
um-forlagi en í honum er lögð
áhersla á að kynna mörg helstu
samtímaskáld frá ýmsum löndum.
Meðal þeirra sem eiga verk í
þessum flokki er Seamus Heaney.
Lofsamlegir
dómar um
Jóhann
Eitt mesta samtíma-
skáld Íslendinga
Jóhann
Hjálmarsson
Hann er röskur meðalmaðurá hæð og gildur að samaskapi, svarar sér vel og
rekinn saman um herðarnar, sem
eru dálítið lotnar og kúptar. Háls-
inn er tiltakanlega stuttur en mjög
gildur og er til að sjá eins og höf-
uðið standi fram úr bringunni er
hann gengur lotinn. Hann er mjög
hárprúður, hárið mikið og fagurt,
dökkt á lit og brúnt alskegg, sem
tekur niður að bringu. Hann er til-
takanlega vel eygður, móeygður og
fremur stóreygður; augnaráðið
stillt, blíðlegt og eins og biðjandi og
ógleymanlega fagurt.
Þetta er ekki mynd af Birgi Andr-
éssyni, heldur mynd eftir hann sem
hann færði mér eitt sinn að gjöf sem
vott um vináttu okkar. Nú, þegar
hann er allur og ég horfi á þessa
mynd sé ég hann engu að síður ljós-
lifandi fyrir mér. Letrið er gulur
Ariel-fontur og þekur efri þriðjung
myndflatarins en grunnurinn er
mórauður. Myndir sýnir okkur fjar-
veru þessarar persónu sem er ein-
hvers staðar í bakgrunni verksins
eins og þessi mórauði myndflötur
sem gerir gult letrið ágengt og ögr-
andi. Þetta verk er eins og öll mynd-
list Birgis áminning og áskorun til
okkar um stöðuga endurskoðun á
hinu flókna sambandi sem ávallt
ríkir á milli myndar og hlutar, orðs
og myndar, hugsunar og veruleika.
Hluturinn sem slíkur öðlast enga
tilvist í huga okkar nema við gerum
okkur mynd af honum. Án mynd-
arinnar í huganum höfum við enga
hugmynd um hlutina eða veru-
leikann. Með því að gera okkur
mynd af hlutnum köllum við hann
fram fyrir sjónir okkar í líkingu
hans. Í myndinni fær hluturinn að
líkjast sjálfum sér, eitthvað sem
hann getur ekki gert án myndar.
Um leið og myndin verður til, þann-
ig að hluturinn fær að líkjast sjálf-
um sér, hverfur hann í bakgrunninn
og staðfestir fjarvist sína.
Að líkjast sjálfum sér er að vera
annar en maður sjálfur, nefnilega
mynd. Maðurinn hverfur alltaf á
bak við mynd sína. Þetta brotthvarf
er táknrænn dauði viðfangsins sem
öðlast nýtt og eilíft líf í mynd sinni.
Mynd Birgis Andréssonar sem ég
hef fyrir augum mér sýnir persónu.
Orðið persóna er grískt að uppruna
og merkir gríma. Það er eðli grím-
unnar að sýna það sem hún felur.
Augnaráð persónunnar í myndinni,
sem er „stillt, blíðlegt og eins og
biðjandi og ógleymanlega fagurt“,
er löngu slokknað. Þessi persóna
horfir ekki á mig. Það er ég sem
horfi með myndinni, með því að
hverfa inn í hana, með því að hverfa
inn í rýmið sem er á milli bak-
grunnsins og letursins, milli andlits-
ins og grímunnar sem það ber og er
mynd persónunnar. Til þess að
myndin snerti okkur nægir ekki að
horfa á hana. Við þurfum að fara
inn í hana og læra að horfa með
henni til þess að skynja rýmið á
milli myndarinnar og hlutarins,
milli orðsins og myndarinnar, á
milli hugsunar okkar og veru-
leikans.
Nú er Birgir allur. Hann er horf-
inn inn í mórauðan bakgrunn mynd-
arinnar. En með því að hverfa inn í
myndina, inn í rýmið á milli leturs-
ins og bakgrunnsins, getum við enn
fundið til návistar hans. Það er hlý
návist og örlát og við þökkum hon-
um fyrir gjafir hans.
Að líkjast
sjálfum sér
Morgunblaðið/Einar Falur
Góðar gjafir Birgir Andrésson var hæfileikaríkur myndlistarmaður.
AF LISTUM
Ólafur Gíslason
»Hann er horfinn inn ímórauðan bakgrunn
myndarinnar.