Morgunblaðið - 06.11.2007, Side 8

Morgunblaðið - 06.11.2007, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Að kasta flugu í straumvatn er að tala við guð, segir Bubbi Morthens og sannar það á sinn hátt í þessum fallegu, ljóðrænu, fyndnu og einstaka sinnum nöpru sögum af mönnum og löxum. Því laxar eru miklir örlagavaldar í lífi þeirra sem veiða þá af ástríðu, og veiðigyðjan er mislynd. – og ekki bara fyrir veiðimenn BRÁÐSKEMMTILEG BÓK ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra hefur undirritað yfirlýsingu um friðun Vífilsstaða- vatns og nágrennis í Garðabæ sem friðlands. Markmiðið með friðlýs- ingunni er að friða og vernda vatn- ið, lífríki þess og nánasta umhverf- is, treysta það sem útivistarsvæði og tryggja almenningi rétt til að njóta ósnortinnar náttúru á miðju höfuðborgarsvæðinu til fram- búðar. Svæðið sem friðlýsingin nær yfir er 188 hektarar að stærð og þar af er vatnið sjálft 27 hektarar. Svæðið er í eigu Garðabæjar sem er óvenjulegt þar sem flest friðlönd eru í einkaeigu eða á afrétt. Það er einnig óvenjulegt að svo stórt svæði sé friðlýst í miðju þéttbýli. Friðlýsingin tekur til Vífilsstaða- vatns og hlíðanna að sunnan- og austanverðu upp frá vatninu að meðtöldu Grunnavatnsskarði. Eftir að friðlýsinginn hefur verið und- irrituð er óheimilt að spilla nátt- úrulegu gróðurfari, hrófla við jarð- myndunum og náttúruminjum í friðlandinu og trufla þar dýralíf. Mannvirkjagerð, umferð vélknú- inna ökutækja, jarðrask og aðrar breytingar á landi verða óheimilar nema með leyfi Umhverfisstofn- unar og bæjarstjórnar Garðabæjar. Friðland Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Gunnar Ein- arsson, bæjarstjóri Garðabæjar, við undirritun yfirlýsingarinnar. Vífilsstaðavatn friðlýst HLUTFALL þeirra sem ætla að keyra á nagladekkjum í vetur er um 46%, samkvæmt könnun sem var unnin var fyrir Framkvæmda- svið Reykjavíkurborgar í haust. Þetta er í fyrsta sinn sem hlutfall nagladekkja mælist undir 50% í Reykjavík en til samanburðar óku 52 af hundraði á nagladekkjum vet- urinn 2005-6, samkvæmt viðhorfs- könnun sem gerð var vorið 2006. Spurt var hversu líklegt eða ólík- legt fólk teldi að sá heimilisbíll sem það keyrir oftast muni vera á nagladekkjum í vetur. 46,4% að- spurða segja mjög eða fremur lík- legt að sá heimilisbíll sem þeir keyra oftast verði á nagladekkjum í vetur, en 52,2% segja það mjög eða fremur ólíklegt. Beitt var tilviljunarúrtaki þar sem þátttakendur búsettir á höf- uðborgarsvæðinu voru valdir af handahófi úr þjóðskrá. Hringt var dagana 8. sept. til 27. sept. Í úrtak- inu voru 1.200 manns, en samtals tóku 759 manns þátt í könnuninni. Morgunblaðið/Golli Könnun 46% íbúa á höfuðborgar- svæðinu verða á nöglum í vetur. Færri aka á nagladekkjum FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR ÍTR standa fyrir félagsmið- stöðvadeginum í Reykjavík á morgun, miðvikudag. Dag- urinn er samstarfsverkefni þeirra 20 félagsmiðstöðva sem starfa í Reykjavík og verða allar félagsmiðstöðv- arnar opnar fyrir gesti og gangandi frá kl. 18 til kl. 21 þennan dag. Félagsmiðstöðvadagurinn er nú haldinn þriðja árið í röð og hefur fest sig í sessi í starfi félagsmiðstöðvanna á haustin. Markmið félagsmiðstöðvadagsins er að hvetja áhugasama til að heimsækja félagsmiðstöðina í sínu hverfi og kynnast því sem þar fer fram. Undirbúningur í hverri félagsmiðstöð hefur hvílt á unglingaráðum og unglingunum sjálfum ásamt frístundaráðgjöfum. Dagurinn er því kærkom- ið tækifæri fyrir unglingana sem sækja félagsmiðstöðvastarfið að kynna viðfangsefni sín og áhugamál, sköpunargleði, þekkingu og færni. Dagskrá félagsmiðstöðvanna má nálgast á heimasíðum þeirra og á www.itr.is. Félagsmiðstöðvar opnar gestum Skrekkur Fulltrú- ar Langholtsskóla. ORKUVEITA Reykjavíkur heldur kynningarfund í tengslum við mat á umhverfisáhrifum virkjana í Bitru og við Hverahlíð í dag, þriðjudag- inn 6. nóvember, kl. 17 á Bæjarhálsi 1. Allir eru velkomnir á fundinn. Athugasemdafrestur vegna mats- ins stendur nú yfir og voru tveir opnir kynningarfundir haldnir við upphaf hans, 3. og 4. október sl. Þar sem einungis einn mætti á kynning- arfundinn í Reykjavík ákvað Orku- veitan að efna til nýs fundar. Frum- matsskýrslur framkvæmdanna má nálgast á vef Orkuveitu Reykjavík- ur. Kynningarfundur NEYTENDASAMTÖKIN hafa flutt starfsemi sína frá Síðumúla 13 að Hverfisgötu 105, 1. hæð. Neytenda- samtökin reka upplýsinga- og leið- beiningaþjónustu fyrir félagsmenn alla virka daga og utanfélagsmenn á mánudögum og fimmtudögum. Neytendasamtökin reka Evrópsku neytendaaðstoðina, ENA, og neyt- endur geta leitað til hennar vegna viðskipta í öðrum löndum Evrópu. Nánari upplýsingar á ns.is. Neytendasamtökin RABBFUNDUR um nýju Biblíuþýð- inguna verður í Neskirkju í dag, þriðjudag, kl. 12. Í pallborði verða Auður Ólafsdóttir listfræðingur, guðfræðing- arnir Arn- fríður Guðmundsdóttir og Sigurður Pálsson og málfræðingarnir Jón G. Friðjónsson og Jón Axel Harðar- son. Biblíuþýðingin Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is VAXANDI eftirspurn frá Asíuris- unum Kína og Indlandi, aukið álag á vatnsforðabúr, olíuverð í upphæðum og etanólframleiðsla úr lífmassa eiga þátt í hækkandi matvælaverði að undanförnu. Markaðurinn mun bregðast við með aukinni framleiðslu en það mun aðeins halda aftur af verðhækkunum. Verðmunur á mat- vælum á Íslandi og í Evrópusam- bandinu mun minnka og svigrúm til verðlækkana hér því takmarkast sem því nemur, t.d. á ávöxtum og kjöti. Þetta segir Martin Haworth, yf- irmaður stefnumótunar ensku bændasamtakanna, NFU, sem segir að út frá lögmálum framboðs og eft- irspurnar sé ólíklegt að þróuninni verði snúið við. Eftir því sem Asíu- búar verði ríkari aukist eftirspurnin eftir kjöti, óhugsandi sé að allir íbúar Kína og Indlands, eða hálfur þriðji milljarður manna, muni geta til- einkað sér kjötneyslu Vest- urlandabúa í dag. Kjötframleiðsla sé vatns- og fóðurfrek og því sé óraun- hæft að sú verði þróunin. Ekki hringrásarsveiflur Martin nefnir aðspurður nokkra áhrifaþætti. Rigningartíð í löndum Evrópusambandsins og miklir þurrkar í Ástralíu hafi dregið úr upp- skeru, með tilheyrandi áhrifum á kjötframleiðslu. Aðspurður hvernig hann svari þeim sem telji þetta ofmat á stöðunni í dag og að markaðurinn muni leita jafnvægis segir Martin flest benda til hins gagnstæða. „Kenning mín er sú að tímabil lágs matvælaverðs og minnkandi vægis þessa flokks í útgjöldum heimilanna sé á enda,“ segir Martin. „Verð á mjólkurvörum, hveiti og maís hefur farið hækkandi vegna aukinnar eft- irspurnar sem ekkert lát er á. Áhrif framboðs og eftirspurnar nú fylgja ekki hringrásarsveiflum heldur virð- ist þróunin í þessa átt.“ Inntur frekar eftir orsökum þess- ara hækkana vill Martin meina að tveir þættir vegi þungt, loftslags- breytingar og ásókn í vatn umfram það sem vistkerfin þoli. Víða sé geng- ið hraðar á vatnsforðabúrin en þau endurnýjast og nefnir Martin máli sínu til stuðnings landsvæði í Norð- ur-Kína. Skorturinn sé þó svæð- isbundinn og varhugavert að alhæfa í þessum efnum. Þeir sérfræðingar sem hann hafi rætt við telji þó þenn- an vanda brýnan. Spurður hversu viss hann sé í sinni sök um áhrif veðurfars og vatns- skorts á matarverð segir Martin mikilvægt að nálgast þessi mál ekki með „dogmatískum“ hætti. Enginn viti nákvæmlega hver þróunin verði en engu að síður beri að hafa varann á, breytingar á veðurfari geti breytt skilyrðum til ræktunar og vatns- skortur hækkað verð í allri mat- vælakeðjunni. Hann játar að miklu vatni sé sóað í landbúnaði – sem not- ar sjötíu af hundraði vatnsins í mörg- um löndum – og að þótt þróaðar verði leiðir til að bæta nýtinguna muni kostnaðurinn við slíkt líklega skila sér aftur út í verðlagið. Neyslumarkaðurinn stækkar Martin er þeirrar hyggju að þró- unin síðustu tvo áratugi sé söguleg. Með opnun hagkerfanna hafi neyslu- markaðurinn stækkað ört, ekki síst fyrir gríðarlega fjölgun fólks í milli- stétt í Asíu. Hann segir Evrópusam- bandið vel með á nótunum og að fyrir liggi tillaga um að afnema tolla á kornmeti tímabundið, til að slá á verðhækkanirnar. Þá sé ekki hægt að flytja inn margar gerðir erfðabreyttra upp- skeruafurða vegna skorts á heim- ildum, sem vegi þungt í því ljósi að þær eru allt að 50 af hundraði ódýr- ari en hefðbundnar vörur. Málið sé því flókið. Til dæmis lækki aukin ma- ísframleiðsla í Bandaríkjunum verð á maís en hækki að sama skapi verð á öðrum ræktarafurðum. Hátt matvælaverð komið til að vera Morgunblaðið/Sverrir Sérfræðingur Martin rannsakar landbúnaðarframleiðslu í ESB. Í HNOTSKURN »Martin Haworth heldur er-indi í Sunnusal Hótel Sögu í dag klukkan 8:15 undir yfir- skriftinni „Hvað kostar mat- urinn minn á morgun?“. »Martin var um árabil emb-ættismaður í Brussel. »Hann telur bændur í Afr-íku munu hugsanlega geta hagnast af hækkunum. »Hins vegar kunni hækk-anir að koma niður á efna- litlum hluta þeirra milljarða manna sem muni búa í vaxandi stórborgum þriðja heimsins, samkvæmt spá sérfræðinga. »Svigrúm sé til að aukamatarframleiðslu, m.a. í nokkrum ríkjum Sovétríkj- anna og í Suður-Ameríku.  Alþjóðleg þróun  Aukin eftirspurn frá Indlandi og Kína  Mun hafa áhrif á verðþróun á innfluttum vörum á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.