Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 33
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, jóga
kl. 9, postulínsmálning og útskurður kl. 13-16.30.
Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, handav. kl. 8-16,
smíði/útskurður kl. 9-16.30, leikfimi kl. 9, boccia
kl. 9.45.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, vefnaður,
alm. handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaað-
gerð, hádegisverður, línudans, kaffi. Haustfagn-
aður verður haldinn 12. nóv. Fagnað verður 20
ára starfsafmæli með veislukaffi kl. 14.30,
skemmtiatriði og happdrætti. Verð 1.000 kr.
Skráning á skrifst. s.535-2760.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13,
framsögn kl. 17, félagsvist kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og
9.55, gler- og postulínsmálun kl. 9.30, handa-
vinna kl. 10, leiðbeinandi við til kl. 17. Jóga kl.
10.50, róleg leikfimi kl. 13, tréskurður kl. 13, al-
kort kl. 13.30, síðdegisvaka FEBK kl. 14, stóla-
jóga kl. 17 og jóga á dýnum kl. 17.50.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9,
jóga kl. 9.15, myndlistahópur kl. 9.30, ganga kl.
10, leikfimi kl. 11, hádegisverður kl. 11.40, búta-
saumur kl. 13, jóga kl. 18.15
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Les-
hringur í bókasafni kl. 10, línudans kl. 12, karla-
leikfimi kl. 13, Boccia kl. 14, trésmíði kl. 13.30,
kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, súpa kl. 12.30 og
spilað þar kl. 13, vatnsleikfimi kl. 14.
Hraunbær 105 | Handavinna, glerskurður, hjúkr-
unarfræðingur kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11,
hádegismatur kl. 12, bónusbíllinn kl. 12.15, kaffi kl
15.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9, mynd-
mennt kl. 10 og 13, leikfimi kl. 11.30, glerskurður
kl. 13, brids kl. 9.
Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9-13 hjá
Sigrúnu. Jóga kl. 9, Björg F. Námskeið í myndlist
kl. 13.30 hjá Ágústu. Helgistund kl. 14, séra Ólaf-
ur Jóhannsson, söngstund á eftir. Böðun fyrir
hádegi. Hádegisverður kl. 11.30.
Hæðargarður 31 | Nýtt framsagnarnámskeið
byrjar 7. nóv. kl. 9, í listasmiðjunni. Skapandi
skrif, Müllersæfingar, Thai Chi, tölvuleiðbeiningar,
jólapakkaskreytingar byrja 13. nóv. kl. 16. Jónína
spil. Bænastund í umsjá sóknarprests kl. 12.
Léttur hádegisverður eftir bænastundina.
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 17.30.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11, kirkjustarf
aldraðra kl. 11.45, léttur málsverður. Helgistund,
sr. Íris Kristjánsdóttir, samvera og kaffi.
KFUM&K fyrir 10-12 ára kl. 17. Æskulýðsstarf
Meme fyrir 9.-10. bekk kl. 19.30-21.30.
Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgel-
leikur, íhugun og bæn, Ragnhildur Ásgeirsdóttir
djákni og Guðný Einarsdóttir organisti. Súpa og
brauð. Kirkjustarf eldri borgara kl. 13-16. Guð-
mundur Hallvarðsson form. sjómannadagsráðs
og stjórnarformaður Hrafnistu kemur í heim-
sókn. Kaffiveitingar.
Fríkirkjan Kefas | Almenn bænastund kl. 20.30.
Hægt er að senda inn bænarefni á kefas@kefas-
.is
Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara
kl. 13.30-16. Helgistund, handavinna, spilað og
spjallað, kaffiveitingar. TTT fyrir 10-12 ára kl. 16-
17 í Engjaskóla. TTT fyrir 10-12 ára kl. 17-18 í
Borgaskóla.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta kl.
10.30. Beðið fyrir sjúkum. Starf fyrir eldri borg-
ara kl. 11 - 14, leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Pré-
dikunarklúbbur presta kl. 9.15-11, í umsjá sr. Sig-
urjóns Árna Eyjólfssonar héraðsprests.
Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.
KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK kl. 20. „Að
hafa áhrif á eigin líðan.“ Dóra Guðrún Guð-
mundsdóttir sálfræðingur fjallar um efnið. Kaffi.
Allar konur velkomnar.
Laugarneskirkja | Kvöldsöngur kl. 20, Þorvaldur
Halldórsson leiðir sönginn og sóknarprestur flyt-
ur Guðsorð og bæn. Kl. 20.30 ganga 12 spora-
hópar til verka um leið og trúfræðsla sr. Bjarna
hefst: „Hvernig les ég Biblíuna?“ Öllum er frjáls
þátttaka.
Vídalínskirkja, Garðasókn | Opið hús hefst með
kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð, 400 kr. kl.
12.30. Opið fyrir alla. Spilað kl. 13-16, vist, brids
o.fl. Púttgræjur á staðnum. Kaffi kl. 14.45. Akst-
ur fyrir þá sem vilja, uppl. 895-0169.
Ytri-Njarðvíkurkirkja | Foreldramorgunn kl.
10.30. Umsjón hefur Þorbjörg Kristín Þorgríms-
dóttir.
Leósdóttir rithöfundur les upp úr nýrri bók sinni
á föstudag kl. 14. S. 568-3132.
Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Kópavogs-
skóla kl. 14.20-15.20. Uppl. í síma 564-1490 og
554-5330.
Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun er bingó á
Korpúlfsstöðum kl. 13.30.
Kvenfélag Garðabæjar | Félagsfundur kl. 20 í
Garðaholti. Leynigestir koma í heimsókn. Kaffi-
nefnd: Hverfi 12, 15 og 17 sem mæta kl. 19.
Stjórnin. www.kvengb.is
Kvenfélag Langholtssóknar | Fundur kl. 20 í
safnaðarheimili kirkjunnar. Helga Guðmunds-
dóttir kirkjuvörður segir frá ferð sinni til Banda-
ríkjanna þar sem hún kynnti sér starf kven-
félaga.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi vísna-
klúbbur kl. 9, boccia, kvennaklúbbur, kl. 10.15,
opið hús, spilað á spil kl. 13, kaffiveitingar kl.
14.30.
Leshópur FEBK, Gullsmára | Glæpur og refsing
verður viðfangsefni Leshóps FEBK kl. 20. Gestur
kvöldsins verður Árni Bergmann, magister í
rússneskum bókmenntum. Allir velkomnir. Eng-
inn aðgangseyrir.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan kl. 9-16, vinnust. í
handm. kl. 9-16 m/leiðb. Halldóru kl. 13-16,
myndlist m/ Hafdísi kl. 9-12. þrykk og postulín
m/ Hafdísi. kl. 13-16, leikfimi kl. 13.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir,
myndmennt kl. 9-16, enska kl. 10.15, hádeg-
isverður kl. 11.45, leshópur 13.30, spurt og spjall-
að /myndbandasýning kl. 13, bútasaumur og spil
kl. 13-16, kaffiveitingar kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30,
handavinnustofan opin kl. 9.00-16.30, hár-
greiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar alla daga,
morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, upplestur,
framhaldssaga, kl. 12.30, félagsvist kl. 14. Fé-
lagsmiðstöðin opin fyrir alla aldurshópa, uppl. í
síma 411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Hjúkrunarfræðingur kl. 9,
bænastund og samvera kl. 10, bónusbíllinn kl. 12
og bókabíllinn kl. 16.45.
Kirkjustarf
Áskirkja | Opið hús kl. 10-14, föndur, spjall og
100 ára afmæli. Í dag 6.nóvember er Bergur
G. Gíslason hundrað ára. Í til-
efni þess tekur hann á móti
nánustu vinum og fjölskyldu á
heimili sínu í dag milli kl. 17 og
19.
75ára afmæli. Sjötíu ogfimm ára er í dag, 6.
nóvember, Magnús Hall-
grímsson verkfræðingur.
Kona hans, Hlíf Ólafsdóttir,
verður áttræð síðar í mánuð-
inum. Þau hjónin munu taka á
móti gestum í safnaðarheimili
Háteigskirkju laugardaginn
17. nóvember milli kl. 20 og 23.
Þau vonast eftir að sjá sem
flesta af vinum og ættingjum.
50ára afmæli. Í dag, 6.nóvember, verður
María B. Finnbogadóttir
fimmtug. Hún verður erlendis
til að fagna þessum tímamót-
um.
dagbók
Í dag er þriðjudagur 6. nóvember, 310. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Móðir mín og bræður eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta eftir því.
Kynjafræðiráðstefna RIKKverður haldin í Aðalbygg-ingu Háskóla Íslands dag-ana 9. og 10. nóvember. Yf-
irskrift ráðstefnunnar er Krossgötur
kynjarannsókna.
Irma Erlingsdóttir er forstöðumaður
Rannsóknastofu í kvenna- og kynja-
fræðum, og einn af skipuleggjendum
dagskrárinnar: „Ráðstefnunni er ætlað
að sýna þversnið kynjafræðirannsókna
á Íslandi, veita innsýn í það þverfag-
lega rannsóknarstarf sem þar á sér
stað,“ segir Irma en kynjafræðiráð-
stefna RIKK er nú haldin í fjórða sinn
og var sú síðasta haldin 2002 „Dag-
skráin er nær eingöngu borin uppi af
fyrirlestrum íslenskra fræðimanna, og
sýnir fjölbreytnina og gróskuna sem er
í íslenskum kvenna- og kynjarann-
sóknum.“
Að sögn Irmu eru unnar mikilvægar
og áhugaverðar kynjarannsóknir á Ís-
landi: „Ráðstefnunni er m.a. ætlað að
gera þessar rannsóknir sýnilegri, en
mikil þróun hefur orðið á fræðasviðinu
hérlendis undanförnum árum m.a. með
tilkomu grunnáms og framhaldsnáms í
kynjafræðum við Háskólann. Þó er
ljóst að þörf er á að styrkja þetta rann-
sóknarsvið enn frekar, og veita því veg-
legri sess en nú er.“
Hálfur áttundi tugur fræðimanna
tekur þátt í ráðstefnudagkránni og eru
haldnar sextán málstofur auk tveggja
stærri yfirlitsmálstofa í byrjun og lok
ráðstefnunnar. Meðal umfjöllunarefna
í málstofunum er byggðaþróun og um-
hverfismál, starfsval og menntun, al-
þjóðasamfélagið, margbreytileiki,
heilsa, bókmenntir, miðaldir, fjöl-
skyldan, unga fólkið og jafnréttisbar-
átta. „Á opnunarmálstofunni höfum við
fengið til okkar Drude Dahlerup, pró-
fessor í stjórnmálafræði við Háskólann
í Stokkhólmi. Mun hún fjalla um stöðu
hins norræna jafnréttislíkans, og færa
fyrir því rök að nokkur hnignun hafi
orðið í jafnréttismálum hjá hinum nor-
rænu löndum,“ segir Irma. „Á loka-
málstofu ráðstefnunnar mun Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
fjalla um möguleika Íslands til að hafa
áhrif til góðs á þróun jafnréttismála í
alþjóðlegu samhengi, og um leið hvern-
ig styrkja má og auka þá þekkingu sem
við búum að.“
Sjá nánar á rikk.hi.is. Ráðstefnan er
öllum opin og aðgangur ókeypis.
Rannsóknir | Tæplega 80 fyrirlesarar á Kynjafræðiráðstefnu RIKK
Straumar í kynjafræði
Irma Erlings-
dóttir fæddist í
Reykjavík 1968.
Hún lauk BA-
prófi í frönsku og
bókmenntum frá
HÍ, licence-prófi,
mastersprófi og
DEA-prófi við Há-
skólann París-8,
og lýkur senn doktorsnámi frá Sor-
bonne. Irma var stundakennari í
frönskum bókmenntum áður en hún
tók við stöðu forstöðumanns RIKK
2000. Sambýlismaður Irmu er Geir
Svansson bókmfr. og eiga þau tvær
dætur.
Tónlist
Salurinn, Kópavogi | Bylgja Dís
Gunnarsdóttir sópran og Julia
Lynch halda tónleika kl. 20. Á
efnisskránni verða verk eftir
Mozart, Strauss, Sibelius, Pucc-
ini, Masgani, Verdi og Janacek.
Bylgja er nýútskrifuð úr mast-
ersnámi frá RSAMD. Hún söng
hlutverk Donnu Önnu með Clon-
ter Opera nýverið og hlaut lof-
samlega dóma fyrir.
Sýningarsalur Bílvers | Davíð
Ólafsson og Stefán Helgi Stef-
ánsson taka lagið í sýningarsal
Bílvers við Innnesveg 1, kl.
20.30. Í salnum fer einnig fram
sýning nema á öðru ári í vöru-
hönnun við Listaháskóla Ís-
lands.
Myndlist
Fótógrafí | Karl R. Lilliendahl
sýnir svarthvítar ljósmyndir frá
Ítalíu í Fótógrafí. Yfirskrift sýn-
ingarinnar er Uno sem er
ítalska orðið fyrir einn. Titillinn
er tilvísun í sýn ljósmyndarans
á einstaklinginn í borgarsam-
félaginu. Hver mynd segir sögu
einnar manneskju.
Mannfagnaður
Djúpivogur | Sviðamessa verð-
ur á Hótel Framtíð í Djúpavogi
10. nóvember kl. 19. Að loknu
sviðaáti verður tónlistarsýning
þar sem Tónleikafélag Djúpa-
vogs mun gera tímabilinu 1965
1975 skil, með því að flytja tón-
list frá tímabilinu, allt frá Bítl-
unum til Bowie.
Kvikmyndir
Bílastæðið við útibú Glitnis |
Bílabíó verður á bílastæði
verslunarmiðstöðvarinnar við
Dalbraut kl. 21, í boði Glitnis.
Sýnd verður myndin Sódóma
Reykjavík en 15 ár eru frá því
myndin var frumsýnd. Hljóðinu í
myndinni verður útvarpað á FM
95,0.
Fyrirlestrar og fundir
Bókasafnið á Akranesi | Úlf-
hildur Dagsdóttir bókmennta-
fræðingur heldur tvo fyrirlestra
um japanskar myndasögur –
manga. Sérstakir gestir eru
nemendur í 10. bekk grunnskól-
anna en fyrirlestrarnir eru öll-
um opnir.
Fyrirlestrasalur Þjóðminja-
safnsins | Sagnfræðingafélagið
heldur hádegisfyrirlestur í dag.
Sverrir Jakobsson fjallar um
uppruna Evrópu, tilurð og fram-
þróun Evrópuhugtaksins til
vorra daga. Fyrirlesturinn fer
fram í fyrirlestrasal og stendur
frá kl. 12.05 til 12.55. Aðgangur
er ókeypis og öllum heimill.
Íþróttasafn Íslands, Safnaskáli
| Ragnheiður Runólfsdóttir frá
Akranesi rifjar upp sigra og
stórar stundir á ferlinum í máli
og myndum. Að fyrirlestrinum
loknum getur fólk spurt og
spjallað við Ragnheiði.
Lífssýn | Félagsfundur verður 6.
nóvember kl. 20.30, í Bolholti
4, 4. hæð. Jóhanna Þormar
fjallar um lækningajurtir. Kaffi-
veitingar, aðgangseyrir 500 kr.
Neskirkja | Bandalag þýðenda
og túlka heldur rabbfund um
nýju Biblíuþýðinguna kl. 12.
Auður Ólafsdóttir listfræðingur
og rithöfundur, guðfræðingarnir
Arnfríður Guðmundsdóttir og
Sigurður Pálsson og málfræð-
ingarnir Jón G. Friðjónsson og
Jón Axel Harðarson verða í
pallborði.
FRÉTTIR
♦♦♦
♦♦♦
Rangt nafn
MARÍA Anna
Maríudóttir kenn-
ir á pólskunám-
skeiði hjá
Fræðsluneti Suð-
urlands. Rangt
var farið með nafn
hennar í grein um
námskeiðið á Ár-
borgarsíðu í
Morgunblaðinu sl.
laugardag.
Gerðist í Bónus
RANGHERMT var í frétt á baksíðu
blaðsins í gær að félagar í Lands-
björg hafi komið viðskiptavini Húsa-
smiðjunnar til hjálpar þegar hann
hneig niður. Atburðurinn varð í versl-
un Bónuss við sömu götu, Skútuvog-
inn.
Rangur titill
ÞAU mistök urði í
frétt Morgun-
blaðsins um ný-
smíði skips fyrir
Ísfélag Vest-
mannaeyja síðast-
liðinn föstudag, að
í myndatexta var
Þórarinn S. Sig-
urðsson titlaður
stjórnarformaður
félagsins. Það er
hann ekki, heldur varaformaður í
þriggja manna stjórn félagsins. For-
maður er Gunnlaugur Sævar Gunn-
laugsson.
Morgunblaðið biðst afsökunar á
þessum mistökum um leið og það
leiðréttir þau.
LEIÐRÉTT
María Anna
Maríudóttir
Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson
UPPLÝSINGAFUNDUR verður
haldinn um innleiðingu tilskipunar
Evrópusambandsins um raftækja-
og rafeindatækjaúrgang í Húsi at-
vinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð,
miðvikudaginn 7. nóvember kl. 8.30-
10. Í tilskipuninni er gert ráð fyrir að
framleiðendur og innflytjendur raf-
tækja og rafeindatækja beri ábyrgð
á og greiði fyrir söfnun og förgun úr-
sérgenginna raftækja og rafeinda-
tækja. Nefnd sem undirbjó lagasetn-
ingu hefur nú skilað tillögum sínum
til umhverfisráðherra.
Kristín Linda Árnadóttir, formað-
ur nefndarinnar og fulltrúi umhverf-
isráðherra, Pétur Reimarsson, for-
stöðumaður hjá SA og Andrés
Magnússon, framkvæmdastjóri FÍS,
kynna tillögurnar og svara fyrir-
spurnum. Fundurinn er öllum opinn
en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á
vef SA – www.sa.is.
Samtök atvinnulífsins, Félag ís-
lenskra stórkaupmanna, Samtök
iðnaðarins og SVÞ – Samtök versl-
unar og þjónustu boða til fundarins.
Ræða tilskipun
um raftækja-
úrgang
MARGRÉT Heinreksdóttir flytur
fyrirlestur í dag, þriðjudag, kl. 12 í
stofu 201 Sólborg v/ Norðurslóð.
Fyrirlesturinn nefnir hún „Þjóðrétt-
arlegur grundvöllur friðargæslu –
lögmæti/réttmæti“.
Í erindi sínu á Lögfræðitorgi
fjallar Margrét almennt um friðar-
gæslustarf Sameinuðu þjóðanna,
hvernig það hófst og hvernig það
hefur breyst í tímans rás; um þjóð-
réttarlegan grundvöll friðargæsl-
unnar og hvað átt er við þegar rætt
er um „legality“ – lögmæti aðgerða
annarsvegar og „legitimacy“ – rétt-
mæti hinsvegar.
Margrét var blaða- og fréttamað-
ur í nær 20 ár hjá Morgunblaðinu og
RÚV. Hún lauk kandidatsprófi í lög-
fræði frá HÍ árið 1986 og meistara-
gráðu frá lagadeild háskólans í
Lundi í Svíþjóð árið 1999.
Fyrirlestur um
friðargæsluna