Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
! "#$$
!%&'$()$&$$
!
" #
!$
# #
!"
# $%&' %
&
' !
&"
#
& !
% !
() * + + *
*+
!)!,-$ .
!/
+ -,-0#$$
1 ! ! !2!
3! " ( ,
+-
Það er mikil eftirsjá aðBirgi Andréssyni og láthans kom eins og köldvatnsgusa yfir mig. Á
þessu átti ég ekki von þótt mér
skildist að maðurinn lifði hratt,
færi líkast til ekki alltof vel með sig,
en satt að segja fylgdist ég einungis
með honum úr fjarlægð síðustu
áratugi. Hitti hann helst á opn-
unum listviðburða og öldurhúsum
en hvort tveggja er ég mikið til
hættur að sækja heim, búinn að
taka út minn skammt og forðast
alla tímaþjófa.
Birgi sá ég síðast í eftirminni-
legri erfidrykkju eftir Guðmund
Árnason innrammara á Hótel Borg
nú fyrir skömmu hvar samankomið
var mikið og blandað úrval mynd-
listarmanna auk fjölda annarra af
öllum stéttum, einkum af Snæfells-
nesinu. Tilviljun réði að við urðum
samferða burt norður Póst-
hússtræti og tókum tal saman,
þurftum mikið að skrafa því langt
var frá síðustu fundum. Er við
nálguðumst hornið þar sem áður
var Reykjavíkur apótek vildi hann
halda samræðunum áfram og stakk
upp á að við færum á eitthvert
ákveðið veitingahús í nágrenninu.
Sagði mig allan af vilja gerðan en
nú væri farið að segja manni hvað
maður mætti ekki gera sem áður
veitti manni nautn yfir glasi, væri
inngrip í persónufrelsið og það
hefði farið illa í mig sem aldrei við-
hafði þann meinta ósið nema þegar
ég innbyrti háskalega vökva. Birgir
meðtók þetta, kvaddi mig kankvís
og með sínu sérstæða vaggandi
göngulagi sem minnti á tímabil
síðutogara tók þessi stóri, hrjúfi og
ábúðarmikilli myndlistarmaður
sinn kós í vesturátt yfir götuna.
Kominn á hornið sneri ég mér
ósjálfrátt við og sá hann fjarlægj-
ast hröðum skrefum, mynd hans
fyllti Austurstrætið, kvikur álútur
með hendurnar í vösum þessa sér-
stæða doppótta og þykka frakka
sem var eitt af kennimörkum hans,
og margur þekkti strax úr langri
fjarlægð. Auðvitað sé ég nú eftir að
hafa ekki brotið odd af oflæti mínu
og tekið á rás á eftir honum en for-
vitri var ég ekki í það sinnið, þetta
miður dagur og ýmis verkefni
framundan en ekki þýðir að gráta
orðinn hlut.
Birgir var nemandi minn í
grunnnámsdeild Myndlista- og
handíðaskólans á þeim tíma í upp-
hafi áttunda árartugarins þá enn
var upplífgun að kenna innan
veggja hans, engin lognmolla, hlut-
irnir ekki farnir úr böndunum og
drjúgur samangangur milli nem-
enda og kennara. Var sem um eina
stórfjölskyldu væri að ræða og
formlegheit lítil, þetta yfirleitt birt-
ingarmyndir listaskóla fyrrum og
arfur fortíðar þá ungar spírur byrj-
uðu á því að sópa gólfin en urðu er
tímar liðu margir ódauðlegir meist-
arar, þótt í millitíðinni væru þeir
sumir dæmdir til að vera gleymdir
og jafnvel kvistaðir niður kirkju-
gólf innan um tötralýð og misind-
ismenn. Minnist þess helst þegar
ég kenndi Birgi formfræði að
myndast hafi smáklíka í bekknum
sem vildi fara sínar eigin leiðir, sem
var svo sem ágætt svo lengi sem
ferlið væri innan ákveðinna marka
en það tók stundum meiri tíma að
gera þeim en hinum skiljanlegt um
hvað þetta snerist í grunni sínum.
Gekk þó eftir og skiluðu allir góðu
verki fyrir rest.
Kannski skondið að einmitt slíkir
sem ég tók í karphúsið urðu vinir
mínir og hvað Birgi snerti sagði
hann mér margar sögur af for-
eldrum sínum, blindum föður sem
hann bjó hjá og mun hafa annast að
meira eða minna leyti. Faðirinn
hafði lent í sérstæðu slysi í Vest-
manneyjum sem mikið var talað
um á landinu næstu árin, því afleið-
ingarnar af inntöku görótts mjaðar
þegar eðaldrykki þraut hafði illar
afleiðingar og blindaði nokkra.
Þetta hafði djúp áhrif á Birgi sem
sagði mér margt í trúnaði.
Birgir var vel virkur og hug-
myndaríkur listamaður, jafnvel
fullvirkur því fyrir rest braut hann
óskráð lög skólans um opinbert
sýningahald, sem þótti aldeilis ekki
fínt í þá daga, en var sömuleiðis arf-
ur úr fortíð sem þó ekki ber að líta
alfarið framhjá og valta yfir, því agi
er líka frelsi. Þá var hann á tímabili
með sýningarsal og stúdíó/
vistarverur á Vesturgötunni þar
sem á tímaskeiði var hægt var að
nálgast verk hans og félaga, auk
annarra á sömu línu. Þarna í bak-
stofunni sat listamaðurinn iðulega í
einhverjum þægindum makráður
og broshýr, umkringdur vinum sín-
um, andrúmið eins og í listamanna-
hverfum heimsborganna. Minnti
um sumt á verkstæði rammaskall-
Birgir Andrésson
Morgunblaðið/Jim Smart
UMRÆÐAN
ICELAND Express hefur unnið
að því um nokkurt skeið að hefja inn-
anlandsflug og efna þar með til sam-
keppni á markaði þar sem eitt félag
hefur lengi haft tögl og hagldir.
Þrátt fyrir að ýmis ljón hafi verið í
veginum er von til að úr rætist og að
neytendur muni brátt
njóta eðlilegra flugfar-
gjalda innanlands. Um
þessar mundir leitar
samgönguráðuneytið
leiða til að tryggja Ice-
land Express aðstöðu
við Reykjavík-
urflugvöll til bráða-
birgða svo fyrirtækið
geti hafið innanlands-
flug hið fyrsta og ekki
seinna en næsta sum-
ar. Það er afar mik-
ilvægt að sú vinna
gangi fljótt og vel fyrir
sig, því eftir að niðurstaða fæst er
enn mikil vinna óunnin fyrir starfs-
fólk Iceland Express við uppbygg-
ingu, skipulagningu og sölu fyrir
innanlandsflugið.
Fyrr á þessu ári sótti Iceland Ex-
press um 6.500 fermetra lóð við
Reykjavíkurflugvöll fyrir rekstur
innanlandsflugs og um 20 þúsund
fermetra undir flughlað. Umsóknin
var í samræmi við áætlanir félagsins
um að hefja innanlandsflug frá
Reykjavík en þær áætlanir hafa leg-
ið fyrir um nokkurt skeið. Ástæðan
fyrir umsókninni var að í fyrra gerð-
um við tilraun til að koma okkur upp
aðstöðu í húsnæði Flugfélags Ís-
lands en það gekk ekki eftir vegna
plássleysis. Við sáum fljótt að full-
reynt var með þá leið
og því mjög áríðandi að
félagið fengi eigin að-
stöðu sem fyrst. Öðru-
vísi gæti Iceland Ex-
press ekki náð
yfirlýstum markmiðum
um aukið ferða-
framboð, öflugri sam-
keppni og lægri flug-
fargjöld á helstu
flugleiðum innanlands.
Mikið svigrúm til
lækkunar fargjalda
Nokkuð er um liðið
síðan samkeppni í innanlandsflugi
rann út í sandinn og hefur Flugfélag
Íslands hefur verið eitt um hituna
undanfarin ár. Ef litið er til aukins
hagnaðar Flugfélagsins síðustu ár
má hverjum manni vera ljóst að
pláss er fyrir samkeppni í innan-
landsflugi. Við bætist að Iceland Ex-
press er á flestan hátt betur í stakk
búið en forverar þess til að fara út í
samkeppni í innanlandsflugi. Félag-
ið stendur á sterkum grunni enda í
umsvifamiklum flugrekstri í milli-
landaflugi og hefur sýnt frumkvæði í
þjónustu við landsbyggðina með því
að bjóða síðustu sumur upp á milli-
landaflug frá Akureyri og Egils-
stöðum sem hefur mælst mjög vel
fyrir. Með tilraun Iceland Express
til að koma á samkeppni í innan-
landsflugi getur hafist nýr kafli í
sögu innanlandsflugs á Íslandi sem
koma mun öllum almenningi til góða.
Fargjöld í innanlandsflugi eru nú
mörgum tilvikum svipuð og við
þekkjum úr millilandafluginu, þar
sem vegalengdir eru þó margfalt
lengri og allt utanumhald flóknara.
Það segir sig sjálft að þar er mikið
svigrúm til að lækka verð um leið og
tekist hefur að aflétta einokuninni.
Iceland Express er að skoða flug til
nokkurra áfangastaða innanlands og
þegar af verður munu flugfarþegar á
þeim leiðum sem við teljum okkur
fært að fljúga greiða umtalsvert
lægra fargjald en þeir gera í dag.
Það er því mikið hagsmunamál allra
neytenda að Iceland Express fái við-
unandi aðstöðu við Reykjavík-
urflugvöll hið fyrsta. Við treystum
því að stjórnmálamenn og almenn-
ingur standi með okkur í þessari
baráttu enda mun samkeppni í inn-
anlandsflugi hafa í för með sér aukna
þjónustu, lægra verð og betri sam-
göngur fyrir landsmenn alla.
Samkeppni Iceland
Express mun lækka
flugfargjöld innanlands
Matthías Imsland skrifar um
innanlandsflug » Það er mikið hags-munamál allra neyt-
enda að Iceland Ex-
press fái viðunandi
aðstöðu við Reykjavík-
urflugvöll hið fyrsta.
Matthías Imsland
Höfundur er forstjóri
Iceland Express.
SANDUR MÖL
FYLLINGAREFNI
WWW.BJORGUN.IS
Sævarhöfða 33,
112 Reykjavík,
sími 563 5600