Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.11.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2007 9 FRÉTTIR www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Verslunin er lokuð í dag þriðjudag vegna útfarar Kristínar Kvaran Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 30% afsláttur af völdum vörum vegna breytinga og Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Freistandi undirföt Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Nýjar vörur Mbl 924851 Nýbýlavegi 12, Kóp. Sími 554 4433 Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16. Nýtt merki Alltaf nýjar vörur Svartar og brúnar buxur Str. 36-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga 10-18 GUNNAR I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, furðar sig á ummælum framkvæmdastjóra Þyrpingar um Smáralind í Kópavogi og segir að verslunaraðstaðan þar hafi betra að- gengi og betri bílastæði en þekkist annars staðar hérlendis. G. Oddur Víðisson, framkvæmda- stjóri Þyrpingar, sagði á ráðstefnu Capacent um áskoranir í skipulags- málum að skipulagsmistök hefðu átt sér stað við Smáralind og næsta ná- grenni og hann teldi að svæðið yrði skipulagt á nýjan leik eftir um 40 ár. Gunnar I. Birgisson segir að þarna tali hagsmunaaðili sem tengist Kringlunni í Reykjavík og í raun sé furðulegt að Morgunblaðið skuli hafa þessi ummæli eftir honum. Við- skiptamiðjan sé smám saman að færast til Kópavogs og von að fram- kvæmastjórinn sjái ofsjónum yfir því. Kópavogsbúar brosi því af þess- um ummælum en samt sé ástæða fyrir þá sem séu í samkeppni að gæta orða sinna. „Ég held að ég geti fullyrt það að það verði ekki bú- ið að rífa neinar af þessum bygg- ingum eftir 40 ár.“ Þegar Smáralindin reis segir Gunnar að sagt hafi verið að allt myndi springa í loft upp en annað hafi komið á daginn. Verið væri að tvöfalda Dalveginn, gera brú yfir og létta á gatnamótum. Með Arnarnes- veginum komi líka gott aðgengi frá Smárahvammsveginum. „Engin verslunaraðstaða hefur eins gott að- gengi og eins góð bílastæði og þetta svæði,“ segir hann. Besta aðgengið í Smáralind Hafnar fullyrðingu um skipulagsmistök Gunnar I. Birgisson GENGI Íslend- inga á Evrópu- móti taflfélaga sem fram fer nú á Krít hefur ver- ið upp og ofan. Í gær tapaði liðið fyrir Dönum með tveimur og hálf- um vinningi gegn einum og hálfum og situr eftir átta umferðir í 25. sæti af 40. Röð liða ræðst ekki af fjölda vinn- inga heldur stigum, en lið fær 2 stig fyrir að sigra annað lið og eitt fyrir jafntefli. Enginn Íslendingur vann sigur á mótherja sínum í gær en þeir Héðinn Steingrímsson, Þröstur Þórhallsson og Henrik Danielsen náðu jafntefli. Íslendingar í 25. sæti á Krít Héðinn Steingrímsson HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sí- brotamanni og verður hann í haldi lögreglu þar til 1. febrúar á næsta ári. Maðurinn hefur verið sakfelld- ur fyrir fjölmörg alvarleg brot, þar á meðal rán, íkveikju, innbrot, nytjastuld, fíkniefnalagabrot og eignaspjöll. Við rannsókn mála tengdra manninum kom í ljós að hann var í mikilli óreglu og án atvinnu. Brota- ferill hans hefur verið nánast sam- felldur og er það mat lögreglu að hann muni halda brotastarfsemi áfram verði hann látinn laus. Maðurinn var í júlí sl. dæmdur í 30 mánaða fangelsi og í ágúst var 45 dögum bætt við dóminn. Þess er ekki að vænta að mál hans komist á dagskrá Hæstaréttar fyrr en á næsta ári en nauðsynlegt þykir að halda honum í gæslu þar til end- anlegur dómur fellur. Síbrotagæsla til 1. febrúar HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri en markað varðhald- inu styttri tíma. Maðurinn var í júní sl. sakfelldur í héraði fyrir tilraun til manndráps og gert að afplána sex ár í fangelsi. Hann áfrýjaði dómnum til Hæsta- réttar sem á enn eftir að taka málið fyrir. Á grundvelli almannahags- muna var farið fram á að maðurinn sætti gæsluvarðhaldi þar til end- anlegur dómur fellur, Héraðs- dómur Reykjavíkur féllst á að mað- urinn sætti varðhaldi til 21. desember nk. en Hæstiréttur stytti varðhaldið um eina viku. Haldið í gæsluvarðhaldi þar til endanlegur dómur fellur Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.