Morgunblaðið - 20.11.2007, Side 2

Morgunblaðið - 20.11.2007, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is BÆJARSTJÓRNIN í Hveragerði leggst eindreg- ið gegn byggingu Bitruvirkjunar og hvetur Orku- veitu Reykjavíkur og sveitarfélagið Ölfus til þess að endurskoða áform um framkvæmdir á og við Ölkelduháls/Bitru. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar þar sem lýst er stuðningi við fyrri samþykktir bæj- arráðs og skipulags- og byggingarnefndar bæj- arins. „Bæjarstjórn telur rétt að leitað verði ann- arra leiða til orkuöflunar áður en ráðist er í framkvæmdir á jafn viðkvæmu svæði og hér um ræðir. Svæðið norður af Hveragerði býr yfir ein- stakri fegurð og í raun er það ein best varðveitta náttúruperlan í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Svæðið, sem er á náttúruminjaskrá, er vinsæll áfangastaður erlendra sem innlendra ferðamanna og hafa vinsældir þess aukist stöðugt undanfarin ár,“ segir m.a. Fram kemur einnig að allar framkvæmdir á svæðinu dragi úr gildi þess sem útivistarsvæðis fyrir þá sem vilji njóta óspilltrar náttúru. „Í frum- matsskýrslu framkvæmdaaðila kemur fram að áhrif vegna framkvæmdarinnar geta orðið veruleg í Hveragerði sem er næsti þéttbýlisstaður við virkjunina í aðeins 4,5 km fjarlægð. Bæjarstjórn telur afar óábyrgt af sveitarfélaginu Ölfusi og OR að halda áfram með framkvæmd þar sem jafn mik- il óvissa ríkir um áhrif á loft, vatnslindir og nátt- úru og hér um ræðir og hvetur hlutaðeigandi til að láta náttúruna njóta vafans,“ segir einnig í bókun bæjarstjórnarinnar. Veruleg skaðleg áhrif Í afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar Hveragerðisbæjar kemur fram að nefndin er sam- mála um að bygging Bitruvirkjunar sé fram- kvæmd sem muni hafa veruleg skaðleg áhrif á möguleika Hveragerðis og nágrennis sem íbúðar- og ferðamannasvæðis og leggst því alfarið gegn framkvæmdinni. Bæjarstjórn Hveragerðis leggst gegn Bitruvirkjun Ölfus og Orkuveita Reykjavíkur hvött til þess að láta náttúruna njóta vafans                                              !                        GENGIÐ var frá sátt í máli Svan- dísar Svavars- dóttur gegn Orkuveitu Reykjavíkur vegna ákvarðana eigendafundar veitunnar 3. október síðastlið- inn. Sáttin felst í því að Orkuveit- an viðurkennir að umræddur eig- endafundur hafi verið ólögmætur og Svandís fellur frá kröfu um að ákvarðanir fundarins verði dæmdar ólögmætar. Búið var að falla frá ákvörðunum eigendafundarins 3. október á eig- endafundi Orkuveitunnar á föstu- daginn var, en þar var samþykkt að hafna samruna Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE). Sáttin felur jafn- framt í sér að Orkuveitan mun greiða kostnað Svandísar af máls- höfðuninni. Munnlegur málflutningur í mál- inu var fyrirhugaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en af honum varð ekki þar sem sátt var fyrir hendi í málinu. Svandís sagðist í Morgunblaðinu á sunnudag vera tilbúin til þess að leita sátta þar sem hún hefði ekki lengur lögvarða hagsmuni af dómsúrskurði eftir þá ákvörðun eigendafundar OR á föstudag að hafna samruna Reykja- vík Energy Invest við Geysir Green Energy. Sátt í máli Svandísar gegn OR Svandís Svavarsdóttir HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur Litháum til 21. desember nk. en þeir eru grunaðir um nauðgun í miðborg Reykjavíkur fyrir rúmri viku. Um er að ræða tvo Litháa á þrí- tugsaldri. Þeir eru grunaðir um að hafa fylgt konu, sem þeir höfðu áður hitt á skemmtistað, eftir upp Lauga- veginn og inn í húsasund og ráðist þar á hana og þröngvað henni til kynmaka. Mennirnir voru upphaflega úr- skurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald sem rann út í gær. Þeir sæta gæslu á grundvelli almannahagsmuna. Gæslan framlengd VOPNAÐA ránið í Sunnubúðinni á sunnudag er upplýst hjá lögreglu og viðurkenndu sakborningarnir fjórir brot sín. Þeir eru lausir úr haldi en eiga yfir höfði sér ákæru fyrir brot á hegningarlögum. Þeir eru 16 ára og því á sakhæfisaldri. Í hegningarlög- um er kveðið á um allt að 16 ára fangelsi fyrir rán. Strákarnir sögðu lögreglunni hvað þeim gekk til með ráninu en lögregla tjáir sig ekki um það sem kom fram við yfirheyrslurnar. Handtaka þeirra var samspil þriggja þátta að sögn lögreglu, fjöl- miðla, almennings og lögreglunnar. Atburðarásin var þannig að vegfar- andi hafði séð frétt um ránið og séð til strákanna í kjölfarið og þótt hegð- un þeirra grunsamleg. Þegar við- komandi hringdi í lögregluna brást hún fljótt við ábendingunni og náði strákunum samdægurs. Öxi og kylfa ásamt þýfi eru í vörslu lögreglu vegna rannsóknarinnar. Viður- kenndu ránið Samspil þriggja þátta leiddi til handtöku VETUR er genginn í garð á Norðurlandi og bændur eru flestir búnir að taka sauðfé á hús. Hrossin eru hins vegar flest ennþá úti, en sum þeirra koma reyndar aldrei í hús yfir veturinn. Þeim er á hinn bóginn gefið úti og tryggja þarf að þau hafi skjól fyrir veðrum. Hnausahrossin í Húnavatnssýslu eru búin undir vet- urinn og eiga í öruggt skjól að venda ef harðnar á daln- um. Spáð er mildu veðri um allt land í þessari viku. Það skipast hins vegar fljótt veður í lofti og nauðsynlegt fyrir hesteigendur að fylgjast með hrossunum. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hrossin búin undir veturinn ♦♦♦ Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SÝSLUMAÐURINN í Hafnarfirði setti lögbann á vefsíðuna Torrent.is í gær og var henni lokað. Að sögn Snæbjörns Steingrímssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka myndrétt- hafa á Íslandi, lokaði eigandi Tor- rent, Svavar Lúthersson, sjálfur síðunni en honum var gefin klukku- stund til þess. Að öðrum kosti hefði lögregla gert það. Lögbannsbeiðendur eru SMÁÍS, SÍK (Framleiðendafélagið), STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar) og FHF (Félag hljómplötuframleiðenda). Þessi sömu rétthafasamtök höfðu áður lagt fram opinbera kæru gegn eig- anda síðunnar en þar sem ekkert hafði verið aðhafst af hálfu yfir- valda í yfir 8 mánuði síðan kæran var lögð inn sáu rétthafasamtökin sér engan annan kost en að höfða einkamál og fara fram á lögbann gegn síðunni. „Það er okkar álit að eigandi www.torrent.is sé sekur um stór- felld hlutdeildarbrot með dreifingu á efni varið höfundarrétti sem fer um istorrent í óþökk rétthafa,“ seg- ir í tilkynningu frá SMÁÍS. Svavar Lúthersson hyggur á varnir fyrir héraðsdómi þegar lög- bannsbeiðendur munu krefjast staðfestingar lögbannsins. „Ég er ósáttur við lögbannið og jafnframt hversu víðtækt það var. Ég má til dæmis ekki taka á móti tölvupósti hjá léninu en það tengist ekkert meintri brotastarfsemi,“ segir hann. Svavar segir að hann hefði orðið sáttari ef lögbannið hefði verið þrengra en raunin varð. Hann bendir á að SMÁÍS hafi alltaf átt kost á því að ákveðið efni yrði fjar- lægt. „Og það hefur verið gert, jafn- vel á opinberan hátt,“ segir hann. Svavar segir að nú verði lög- bannsbeiðendur að höfða staðfest- ingarmál fyrir héraðsdómi „Og við munum berjast gegn því að lög- bannið verði staðfest,“ segir hann um fyrirhugaðar kröfur sínar. Hróbjartur Jónatansson, lögmað- ur lögbannsbeiðanda, bendir á að lögð hafi verið fram óyggjandi gögn um að mesta niðurhalið, sem hinir 26 þúsund notendur Torrent hafa sótt í, sé höfundarréttarvarið. Þar sé átt við tónlist, sjónvarpsþætti, tölvuleiki og slíkt efni. „Eigandi síð- unnar er að hvetja til þess að not- endur í þessu svokallaða samfélagi dreifi höfundarréttarvörðu efni sín á milli,“ segir hann. „Auk þess hef- ur hann tekjur af því að veita fólki slíkan aðgang.“ Hróbjartur bendir á að í Finn- landi hafi dómstóll sakfellt 21 sak- borning í álíka máli fyrir brot á höf- undarréttarlögum sem hlutdeildar- menn. „Þannig að menn geta ekki skýlt sér á bak við það að þeir séu ef til vill ekki sjálfir að sækja efnið. En þeir eru að stuðla að því að efninu sé dreift.“ Lögbann sett á vefsíðuna Torrent.is  Síðueigandinn fær ekki að sækja tölvupóstinn sinn og telur lögbannið alltof víðtækt  Mun verjast fyrir héraðsdómi í staðfestingarmálinu  Réttarstefna verður gefin út innan sjö daga frá lögbanninu Lokað Síðan torrent.is verður lok- uð að minnsta kosti þar til héraðs- dómur tekur afstöðu, líklega eftir áramótin. Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.