Morgunblaðið - 20.11.2007, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SÓTTVARNARLÆKNIR vill kanna möguleika
bólusetningar við lifrarbólgu B til handa fíkniefna-
neytendum á Íslandi sem ekki hafa smitast af
sjúkdómnum. Það sem af er þessu ári hefur orðið
aukning á lifrarbólgu B hér á landi. Aukningin
stafar fyrst og fremst af auknu smiti meðal Íslend-
inga. Níu af sautján Íslendingum (53%) tengjast
fíkniefnaneyslu þar sem sprautur og nálar koma
við sögu. Þar sem hálfur annar áratugur er liðinn
frá faraldri lifrarbólgu B meðal fíkniefnaneytenda
hér á landi, má búast við að stór hópur þeirra sem
nú hafa smitast sé óvarinn af mótefnum gegn sjúk-
dóminum. Í sumum tilfellum greindist samtímis
smit af völdum lifrarbólgu B og HIV hjá fíkniefna-
neytendum.
„Þetta er hægara sagt en gert,“ segir Haraldur
Briem sóttvarnarlæknir um bólusetningar fíkni-
efnaneytenda. Erfitt sé að ná til hópsins, helst sé
það mögulegt á meðferðarstofnunum. Hingað til
hefur ekki verið talið hagkvæmt að taka upp bólu-
setningu gegn lifrarbólgu B í ungbarnabólusetn-
ingunni hér á landi, að sögn Haraldar. Slíkt yrði
mjög dýrt.
„En við þurfum að skoða möguleikann á að
bólusetja fíkniefnaneytendur og ég reikna með að
við munum koma með tillögur í þessum efnum.“
Stór faraldur af völdum bráðrar lifrarbólgu B
gekk yfir hér á landi á árunum 1989–1991. Sá far-
aldur tengdist mestmegnis fíkniefnaneyslu. Í lok
síðustu aldar jókst hlutur innflytjenda meðal
þeirra sem greindust með lifrarbólgu B. Flestir
innflytjendanna voru með viðvarandi lifrarbólgu
B, enda komu þeir frá svæðum í heiminum þar
sem sjúkdómurinn er landlægur og smitast oftast
frá móður til barns við fæðingu.
Á þessu ári hafa greinst 12 einstaklingar með
sýkingu af völdum HIV. Hjá sex þeirra virðast
vera tengsl við fíkniefnaneyslu og fjórir þeirra eru
með samtímis sýkingu af völdum HIV og lifrar-
bólgu B. Rakning smitleiða, sem er erfið meðal
fíkniefnaneytenda, stendur yfir um þessar mund-
ir.
Kanna möguleika á að
bólusetja við lifrarbólgu B
Dýrt Ekki þykir hagkvæmt að bólusetja alla við
lifrarbólgu B. Það yrði mjög kostnaðarsamt.
Lifrarbólga B og HIV-sýking á Íslandi eru tengdar fíkniefnaneyslu
ÆÐARKÓNGAR og „-drottningar“ sem teljast á meðal
sjaldgæfra fugla, hefur nokkuð oft borið fyrir augu
fuglaáhugamanna undanfarin tvö ár, þó sjaldan eða
aldrei margir saman, heldur innan um aðra æðarfugla.
Í Morgunblaðinu birtist sjaldgæf sjón, mynd af æð-
arkóngapari sem tekin var í síðvetrar síðastliðinn á
Siglufirði. Þessi mynd af æðarkóngi var aftur á móti
tekin á laugardagsmorgun á Siglufirði af sama ljós-
myndara og náði myndinni af parinu, Steingrími Krist-
inssyni, sem heldur úti frétta- og myndavef, sksiglo.is
sem bæði heimamenn og margir brottfluttir Siglfirð-
ingar fylgjast grannt með.
Ljósmynd/Steingrímur Kristinsson
Tígulegur kóngur
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
BARNAHJÁLP Sameinuðu
þjóðanna á Íslandi stendur í
dag fyrir málþingi í Norræna
húsinu í tilefni þess að átján
ár eru frá því að Barnasátt-
máli SÞ var samþykktur en
hann er útbreiddasti mann-
réttindasáttmáli heims og sá
eini sem eingöngu fjallar um
réttindi barna.
Barnasáttmálinn hefur ver-
ið fullgiltur af 191 aðildarríki
SÞ, þ.e. öllum nema tveimur,
Sómalíu og Bandaríkjunum.
Hér á Íslandi öðlaðist sátt-
málinn formlegt gildi 27. nóv-
ember 1992.
Tilgangur málþingsins í
dag, sem stendur frá kl. 14 til
kl. 16.30, er að sögn Hólm-
fríðar Önnu Baldursdóttur,
upplýsingafulltrúa UNICEF
á Íslandi, sá að efla þekkingu
á réttindum barna og hvetja
til umræðna um sáttmálann.
Meðal frummælenda verður
Lucy Smith, fulltrúi frá al-
þjóðlegu barnaréttarnefnd-
inni, en jafnframt flytja erindi
þær Þórhildur Líndal, lög-
fræðingur og mannréttinda-
ráðgjafi Reykjavíkurborgar,
og Margrét María Sigurð-
ardóttir, umboðsmaður
barna. Þá verða pallborðs-
umræður á málþinginu með
þátttöku þeirra Ágústs Ólafs
Ágústssonar þingmanns,
Petrínu Ásgeirsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Barnaheilla,
Helenu Hyldahl Björns-
dóttur, formanns ungmenna-
ráðs UNICEF á Íslandi, og
þeirra Þórhildar Líndal og
Lucy Smith.
Þórhildur hefur ennfremur
ritstýrt bók sem kemur út í
dag, Barnasáttmálinn: Rit um
samning Sameinuðu þjóðanna
um réttindi barnsins með vís-
un í íslenskt lagaumhverfi.
Hún segist hafa komist að því
er hún sinnti störfum umboðs-
manns barna að það vantaði
mjög fróðleik um barnasátt-
málann á íslensku. „Við höfum
ekki staðið okkur alveg nógu
vel í fræðslu um ákvæði
barnasáttmálans og ég tel að
þetta rit komi til með að bæta
nokkuð þar úr,“ segir hún.
Þórhildur ætlar í erindi
sínu á málþinginu í dag að
svara því hvort Íslendingar
hafi tekið barnasáttmálann
nógu alvarlega. Hún segir
varðandi útgáfu þessa rits að
það hafi einmitt verið ein af
athugasemdum barnarétt-
arnefndar SÞ varðandi fram-
kvæmd sáttmálans hér á landi
að hér vanti fræðslu um
mannréttindi, þ.á m. réttindi
barna. Hinar ýmsu stéttir –
dómarar, lögmenn, starfs-
menn við löggæslu, kennarar,
opinberir starfsmenn, sveit-
arstjórnarmenn og starfsfólk
í heilsugæslu – þurfi að fá
fræðslu um markmið og efni
Barnasáttmálans.
Þórhildur tekur fram að
vissulega hafi menn tekið
Barnasáttmálanum alvarlega
hér á landi en ýmislegt þurfi
þó að skoða nánar og fara
þurfi í gegnum það hvort við
stöndum okkur sem skyldi.
„Löggjöfin er að mörgu leyti
alveg prýðileg en það skortir
þó m.a. upp á að efni 12. grein-
ar sáttmálans, sem kveður á
um að börn megi segja skoðun
í öllum málum sem þau varð-
ar, sé fylgt. Sú hugsun hefur
að vísu skilað sér víða inn í
löggjöfina, s.s. í barnalög og
barnaverndarlög, að það skuli
tryggja að börn fái að segja
álit sitt á tilteknu álitaefni
sem er kannski fyrir dóm-
stólum eða stjórnvaldi. En
það sem mér finnst þó vanta
inn í löggjöfina er þessi hugs-
un, að börn skuli vera virkir
þátttakendur í samfélaginu.“
Þórhildur segir hins vegar
að þessi hugsun sé víða iðkuð í
raun og veru. Hjá Reykjavík-
urborg sé t.d. ungmennaráð
sem hitti borgarstjórnina
tvisvar á ári og komi með til-
lögur um hvaðeina sem snert-
ir þau. „Verkefni sveitarfé-
laga eru gríðarlega
umfangsmikil og þau snerta
börn sannarlega; íþróttir og
tómstundir, skólamál og þess
vegna skipulagsmál og um-
ferðarmál. Börn eru þátttak-
endur í þessu öllu á einn eða
annan hátt. Þeir sem taka
ákvarðanir og bera ábyrgð á
þeim þurfa að fá sjónarmið
þessa þjóðfélagshóps inn í
myndina áður en ákvörðun er
tekin til þess að hún verði sem
réttust og börnunum fyrir
bestu.“
Málþing í Norræna húsinu í tilefni þess að 18 ár eru liðin frá gerð Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Vantar mikið upp á fræðslu
Reuters
Til varnar börnum Afganskar stúlkur með námsbækur frá
UNICEF. Börn eru oft helstu fórnarlömb stríðsátaka.
LÖGREGLAN á Selfossi fór í gær
fram á gæsluvarðhald yfir manni sem
er grunaður um að hafa stungið ann-
an mann með hnífi eftir að samkvæmi
verkamanna við Hellisheiðarvirkjun
fór úr böndunum á sunnudag. Alls
voru fjórir handteknir vegna árásar-
innar en ummerki á vettvangi bentu
til þess að hópslagsmál hefðu brotist
út. Sá sem grunaður er um árásina lét
sig hverfa að henni lokinni en gaf sig
samdægurs fram við lögregluna á
höfuðborgarsvæðinu. Mikil ölvun var
í samkvæminu.
Farið fram
á gæslu-
varðhald
RAUÐI kross Íslands sendi í gær
þriggja milljóna króna framlag til
neyðaraðstoðar í Bangladess vegna
fellibyljarins Sidr sem gekk yfir
landið á fimmtudag. Alþjóða Rauða
krossinn kallaði í gær eftir 213
milljónum ís-
lenskra króna til
að aðstoða
235.000 manns á
hamfarasvæðun-
um næstu níu
mánuðina. Sjálf-
boðaliðar og
starfsfólk Rauða
hálfmánans í
Bangladess hafa
unnið sleitulaust
að neyðaraðstoð
frá því að hamfarirnar gengu yfir.
Fjöldi látinna er nú talinn rúmlega
3.000, en óttast er að enn fleiri hafi
farist þar sem aðstoð hefur enn
ekki borist á afskekktari svæði. Yf-
ir 200.000 manns leitaði skjóls í
neyðarskýlum áður en fellibylurinn
skall á landinu, og hefur það komið
í veg fyrir enn frekara mannfall.
Um 42.000 sjálfboðaliðar Rauða
hálfmánans taka þátt í neyðarvörn-
um landsins, meðal annars að koma
fólki í neyðarskýlin í tæka tíð og
dreifa nauðþurftum til fórnarlamb-
anna. Þegar björgunarstörfum lýk-
ur er mikilvægast að koma hreinu
vatni til þeirra sem hafast við á
flóðasvæðunum en mengað
drykkjarvatn getur haft alvarlegar
afleiðingar fyrir heilsufar íbúanna.
3 milljónir
króna til
Bangladess
Frá hamfarasvæð-
unum í Bangladess.
Mengað vatn getur haft
alvarlegar afleiðingar
STARFSMENN Sveitarfélagsins
Ölfuss urðu þess áskynja í gær-
morgun að búið var að skemma
hraðahindrun í Biskupabúðum í
Þorlákshöfn, samkvæmt upplýsing-
um frá lögreglunni á Selfossi. Þetta
er í annað skipti á stuttum tíma
sem hraðahindrun er skemmd í
bænum. Málið er í rannsókn og bið-
ur lögregla alla þá sem búa yfir
upplýsingum um málið að hringja í
480 1010.
Hraða-
hindranir
skemmdar
♦♦♦
TVÆR erlendar konur á bílaleigubíl
sluppu með skrekkinn þegar þær
fóru út af í hálku á Biskupstungna-
braut laust fyrir hádegið í gær. Bíll-
inn fór tvær eða þrjár veltur og er
gjörónýtur en konurnar voru báðar í
bílbeltum og sá ekki á þeim.
Sluppu með
skrekkinn
♦♦♦