Morgunblaðið - 20.11.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 31
Elsku Andrea, megi ljós og friður
vera með þér á þessari erfiðu stundu.
Sæunn, Nikulás Marel
og Máni Snær.
Komið er að kveðjustund, svo
ótímabærri og óvæntri. Það er
þyngra en tárum taki þegar fólki í
blóma lífsins er kippt svo snögglega á
brott. Marta var ímynd hraustleik-
ans, einnig í erfiðum veikindum. Hún
lagði snemma grunn að hreysti og
heilbrigði með íþróttaiðkun og góðu
líferni.
Marta kom inn í gönguhópinn okk-
ar er við sumarið 2005 gengum
Laugaveginn (á hálendinu). Það var
einstaklega ánægjulegt fyrir okkur
að fá hana í hópinn, svo hressa, káta
og hláturmilda. Þar var gleðin við
völd er við nutum útiveru, hreyfingar
og dásamlegrar náttúru.
Árið eftir, er við gengum Kjöl, var
Marta að ljúka meðferð eftir að hafa
greinst með brjóstakrabbamein.
Hún lét það ekki aftra sér í að fara
með og ekki var möguleiki að sjá
annað en þar færi fullfrísk kona. At-
gervið það sama og fyrr, jafnt lík-
amlegt og andlegt.
Þjóðin fylgdist svo stolt með henni
nú í sumarbyrjun er hún gekk yfir
Grænlandsjökul ásamt fólki víðs veg-
ar að úr heiminum, til að vekja at-
hygli á nauðsyn þess að konur fari í
brjóstaskoðun og styrkja rannsóknir
á brjóstakrabbameini. Hún hafði rétt
lokið þeirri göngu er hún í júní gekk
með okkur á Sveinstind og í Skæl-
inga og fór létt með. Það var svo í lok
ágúst að við fórum í ógleymanlega
ferð á Hornstrandir. Þar var hún
meðal fremstu göngumanna, þeirra
er lögðu lengsta leið að baki fótgang-
andi. Að þetta yrði síðasta ferðin
hennar gat ekki hvarflað að neinum.
Það er okkur fengur að hafa fengið
að kynnast þessari hugrökku dugn-
aðarkonu, sem lét boðaföllin ekki
buga sig. Við þökkum henni sam-
fylgdina og kveðjum hana með sökn-
uði.
Dótturinni ungu, öllum ættingjum
og vinum Mörtu, sem nú eiga um sárt
að binda, biðjum við Guðs blessunar.
Blessuð sé minning Mörtu Guð-
mundsdóttur.
Gönguhópur ISI.
Marta, kær vinkona mín, er fallin
frá langt fyrir aldur fram. Vinskapur
okkar Mörtu einkenndist af ein-
lægni, virðingu, hreinskilni og ekki
síst gleði. Það er alveg ótrúlegt að
þetta hafi farið svona. Ég skil þetta
ekki. Kona í blóma lífsins hrifin í
burtu frá elskulegri dóttur sinni og
fjölskyldu. Er okkur ætlað að skilja
svona lagað?
Marta var ein besta vinkona mín,
þótt hún væri 10 árum yngri en ég.
Við náðum ótrúlega vel saman. Það
besta við vináttu okkar var að við
vissum svo vel hvers virði hún var.
Mér fannst svo gott að vita alltaf
hvar ég hafði hana og hún mig. Við
vorum hreinskilnar og ósparar á að
láta vita hversu mikið okkur þótti
vænt hvorri um aðra.Við gátum talað
um allt milli himins og jarðar og
hlegið endalaust. Ég á eftir að sakna
þess að hún hringi eða sendi sms og
segi; „Hæ skvís, ertu ekki spræk!“
Minningar hrannast upp. Ferð á
listasafn, leiksýningu, bæjarrölt,
kaffihús og ógleymanlega fyrirlestra.
Kúr í sófanum á náttbuxunum, tal-
andi út í eitt.
Kæra vinkona. Gangan á jökulinn
var engin tilviljun. Ásetningur þinn
að fara strax, en bíða ekki með það,
eins og til stóð. Var þetta allt ákveðið
fyrirfram? Þar sýndir þú elsku
Marta mín hvers þú varst megnug.
Gangan var eitt af þínum markmið-
um sem þú afgreiddir með þvílíikum
glans.
Minningin um ykkur Andreu
standandi fyrir utan húsið mitt bros-
andi út að eyrum, svo fallegar á leið-
inni út á flugvöll til að fara til Spánar.
Geislandi af gleði og tilhlökkun.
Spjallið á sjúkrahúsinu þegar þú
varst komin úr aðgerðinni og hafðir
áhyggjur ef allt færi á versta veg.
Kvíðin fyrir að yfirgefa Andreu þína
og óskin svo sterk um að hún myndi
aldrei gleyma þér. Ég gæti haldið
endalaust áfram en minningarnar
eru geymdar og gleymast aldrei
Elsku Marta mín, allir sem kynnt-
ust þér munu aldrei gleyma þér.
Andrea á eftir að ylja sér yfir minn-
ingum um þig og ykkar sérstaka
samband. Við Eyfi eigum eftir að
sakna þín og heimsókna þinna, en
söknuðurinn er samt mestur hjá
elsku Andreu, mömmu og pabba þín-
um og fjölskyldu þinni allri. Minn-
ingin um stórkostlega konu sem setti
sér markmið og vann að því að ná
þeim af mikilli ákveðni.
Við Eyfi og krakkarnir okkar
sendum fjölskyldu þinni allri okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Takk, elsku Marta mín fyrir að
koma inn í líf mitt.
Kæra vinkona, hafðu þökk fyrir
allt og allt. Guð geymi þig og minn-
ingu þína.
Þín vinkona,
Sigrún.
Á lífsleiðinni kynnumst við fullt af
fólki. Einhverra hluta vegna hafas-
umir meiri áhrif á mann en aðrir.
Marta var ein þeirra. Ég kynntist
Mörtu um það leyti sem ég útskrif-
aðist úr Kennaraháskólanum, vetur-
inn 2002-2003. Þá var hún nýlega
flutt aftur til Íslands. Við vorum báð-
ar að hefja stöf sem umsjónarkenn-
arar við Grunnskólann í Grindavík.
Hún kom að máli við mig og spurði
hvort ég hefði áhuga á að kenna á
móti henni 1. bekk. Ég þurfti ekki að
hugsaði mig lengi um og ákvað að
láta slag standa. Það var eitthvað í
fari hennar sem heillaði mig. Ég vissi
það ekki þá en veit nú að samstarf
okkar var mesta gjöf sem mér hefur
verið gefin í kennslunni. Marta hugs-
aði kennsluna á svo sérstakan hátt, á
þann hátt sem mér hefði aldrei sjálfri
dottið í hug. Hún hafði allt sem prýða
mátti góðan kennara. Hún var ákveð-
in, blíð, skemmtileg og uppfull af
hugmyndum. Algjör fjársjóður.
Meðan á samstarfi okkar stóð
hlustaði ég, meðtók og lærði og mun
ég búa að þeirri reynslu það sem eftir
er. Ég verð henni ævinlega þakklát
fyrir það. Eftir að ég flutti frá
Grindavík héldum við alltaf sam-
bandi. Við hringdum hvor í aðra,
spjölluðum og fengum ráð og hug-
myndir í tengslum við kennsluna..
Ég kveð Mörtu með söknuði og bið
góðan Guð að varðveita hana.
Elsku Andrea Björt og aðrir að-
standendur. Megi guð vera með ykk-
ur og styrkja á þessum erfiðu tímum.
Hjördís Dögg Grímarsdóttir.
Ég trúi þessu ekki. Af hverju get-
ur lífið verið svona ósanngjarnt?
Hver er tilgangurinn?
Ég og Marta kynntumst fyrir um
17 árum þegar kærastarnir okkar
spiluðu saman fótbolta í KR og urð-
um við strax góðar vinkonur. Marta
var ótrúleg kona, traust og alltaf gat
maður leitað til hennar með alla
hluti. Í nokkur ár bjó Marta erlendis
og þá misstum við aðeins þráðinn en
aldrei alveg. Við vissum af hvor ann-
arri og hvað var að gerast í lífi okkar.
Marta gekk í gegnum erfiðan skilnað
og dáðist ég að henni hvað hún var
alltaf ótrúlega sterk, alveg sama
hvað gekk á. Flutti hún í yndislega
íbúð með skottunni sinni og byrjaði
að kenna í Grindavík. En þá kom
áfallið, Marta greindist með brjósta-
krabba og ég gleymi því aldrei þegar
ég hringdi í hana og talaði við hana
fljótlega eftir að hún greindist. Ég
hálf kjökrandi í símanum en hún
sallaróleg og upplýsti mig um allt.
Baráttan hennar var ótrúleg og var
ég viss um að hún mundi vinna þetta
stríð, ef ekki hún hver þá? Í maí og
júní sl. gekk Marta á Grænlandsjök-
ul. Var ótrúlegt að fylgjast með
henni, ég fór inn á síðuna hennar á
hverjum degi. Auðvitað kláraði hún
það dæmi með stæl. Ég var ekkert
smá stolt af henni. Ég heyrði síðast í
henni um miðjan október og þá vor-
um við að tala um að við þyrftum að
fara að hittast. Aldrei hvarflaði að
mér að næst þegar við hittumst þá
væri hún að berjast fyrir lífi sínu. Ég
veit að hún barðist eins og ljón en
hún varð að láta undan, krabbinn var
of skæður.
Ég votta fjölskyldu Mörtu mína
dýpstu samúð og elsku Andrea Björt,
þú verður að vera sterk og dugleg,
mamma þín er ekkert smá stolt af
þér og hún heldur verndarhendi yfir
þér og leiðir þig áfram í lífinu. Ég
veit að hún fylgist með þér og passar
upp á þig.
Hafdís Ebba Guðjónsdóttir.
Fleiri minningargreinar um Mörtu
Guðmundu Guðmundsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu á
næstu dögum.
Átta sveitir spila í 1. deildinni.
Í annarri deild spiluðu 17 sveitir
og þar er keppikeflið að ná öðru af
tveimur efstu sætunum sem gefa
rétt til keppni í fyrstu deild að ári.
Sveit Málningar var í nokkrum
sérflokki, hlaut 373 stig eða um 19,5
stig í leik.
Með þeim upp í fyrstu deild fer
sveit Sölufélags garðyrkjumanna
sem var með 244 stig.
Næstu sveitir voru sveit Spari-
sjóðsins í Keflavík, sveit Guðlaugs
Sveinssonar og sveit Örva í fimmta
sæti.
Björgvin Már Sigurðsson stjórn-
aði keppninni en Hrafnhildur
Skúladóttir afhenti verðlaun í móts-
lok.
Bridsdeild FEB
í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, fimmtud. 15.11.
Spilað var á 11 borðum. Meðalskor
216 stig.
Árangur N-S
Jón Lárusson – Guðjón Kristjánsson 279
Þorsteinn Sveinsson – Magnús Oddss. 245
Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 244
Árangur A-V
Soffía Theodórsd. – Elín Guðmannsd. 246
Ragnar Björnss. – Jóhann Benediktss. 246
Eiríkur Eiríkss. – Skarphéðinn Lýðss. 244
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 16. nóvember var
spilað á 17 borðum.
Athygli vekur glæsileg skor
Nönnu Eiríksdóttur og Kristínar Jó-
hannsdóttur í A/V.
Meðalskor var 312. Úrslit urðu
þessi í N/S:
Knútur Björnsson – Elín Björnsd. 372
Sigurður Hallgrímss. – Anton Jónss. 353
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 350
Magnús Oddsson – Óli Gíslason 342
A/V
Nanna Eiríksd. – Kristín Jóhannsd. 400
Ólafur Ingvarss. – Þorsteinn Sveinss. 382
Kristján Þorlákss. – Jón Sævaldss. 358
Sturlaugur Eyjólfss. – Jón Jóhannss. 354
Staðan í stigakeppninni er eftir-
farandi.
Ragnar Björnsson 193
Oliver Kristófersson 181
Rafn Kristjánsson 181
Óli Gíslason 168
Bjarnar Ingimarsson 140
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur stuðning og styrk við andlát elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, sambýliskonu, ömmu
og langömmu,
JÓNÍNU BJÖRNSDÓTTUR,
Bólstaðarhlíð 45,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafía Ingvarsdóttir, Matthías Matthíasson,
Jón Ingvarsson, Sigríður Guðjónsdóttir,
Ingunn Ingvarsdóttir, Sveinn Leósson,
Jóhann Ingvarsson, Stefanía Stefánsdóttir,
Björn Ingvarsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Kristrún Ingvarsdóttir, Haraldur Haraldsson,
Lára Ingvarsdóttir,
Ingvar Ingvarsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
Jóna Þuríður Ingvarsdóttir, Bjarni Þór Jakobsson,
Guðjón Ingvarsson,
Steingrímur Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR,
Súluholti,
Flóahreppi.
Guðrún Hjörleifsdóttir
og fjölskylda.
✝
Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns,
tengdaföður okkar, afa og langafa,
ÓLAFS J. EINARSSONAR,
áður Hofslundi 19,
Garðabæ.
Sjöfn Ólafsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson,
Inga Jóna Andrésdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
JÓN SEN
fiðluleikari,
Ölduslóð 39,
Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum sunnudaginn
4. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarfólki og
öðru starfsfólki Vífilsstaða fyrir framúrskarandi umönnun.
Björg J. Sen,
Þóra Sen, Björn Vignir Jónsson,
Oddný Sen,
Jónas Sen,
Jón H. H. Sen, Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er
um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og
börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast
er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar
Réttur pistill á netinu
Þau mistök urðu við vinnslu pistils
þeirra Auðar Jónsdóttur og Þór-
arins Leifssonar, Föst í fréttaneti,
í sunnudagsblaðinu að ein máls-
grein datt út. Morgunblaðið biðst
velvirðingar á þessum mistökum.
Pistillinn er leiðréttur í gagnasafni
Morgunblaðsins á netinu.
Rokk og rósir en ekki
Gyllti kötturinn
Þau leiðu mistök urðu í tískuþætti
í laugardagsblaðinu að í mynda-
texta var ranglega farið með nefn
verslunar þar sem hattur og refur
fengust. Sagt var að hvort tveggja
fengist í Gyllta kettinum en hið
rétta er að bæði refur og hattur
fást í versluninni Rokk og rósir.
Beðist er velvirðingar vegan þessa.
LEIÐRÉTT
Fréttir á SMS