Morgunblaðið - 21.11.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.11.2007, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í HNOTSKURN »Jarðskjálftafræðingar Veðurstofunnarfóru yfir mælingar á smáum skjálftum sem fundust á og við Selfoss í gærkvöldi, en almennt telja þeir ekki ástæðu til að ætla að hrinan sé fyrirboði um stærri skjálfta. Ekki skemmdust hlutir þótt ljóskúplar losnuðu og myndir í hillum dyttu. „ÞETTA var mestmegnis hávaði og miklar drunur og það skalf svolítið,“ segir Ólafur Þórarinsson, bóndi á Laugardælum, um jarðskjálftana við Sel- foss í gær. Töluverð jarðskjálftahrina reið yfir í gærkvöldi í kjölfar skjálfta upp á 3,5 stig en hann átti upptök tæplega tvo kílómetra norðan við Sel- foss. Annar skjálfti af svipaðri stærð varð á sama stað sjö mínútum síðar og síðan fylgdu fjölmargir í kjölfarið langt fram eftir kvöldi í gær. „Við vorum einmitt að mjólka kýrnar þegar skjálftarnir komu rétt fyrir klukkan 19. Kýrnar rétt litu upp en héldu síðan áfram að jórtra,“ segir Ólafur. „Þær voru frekar rólegar yfir þessu.“ Ólaf- ur segist ekki hafa orðið var við að tæknibúnaður í fjósinu hafi skemmst. Þaðan af síður hreyfðust munir í hillum. „Ég upplifði þetta sem miklar drunur og maður kippti sér ekkert upp við þetta.“ Á lögreglustöðinni skalf duglega innandyra á milli klukkan 21:30 og 22, þótt vaktmönnum þar væri lítt brugðið. Varðstjóri kvaðst heldur ekki hafa fengið tilkynningar um skemmdir eða meiðsl á fólki. Þó munu einhver börn sem voru ein heima hafa orðið hrædd en brugðist rétt við samkvæmt frásögn útvarpsins í gærkvöldi. Ekkert í líkingu við skjálftana árið 2000 Á bænum Halakoti var svipaða sögu að segja og á nágrannabænum Laugardælum. „Ég bjó á Sel- fossi þegar skjálftarnir árið 2000 urðu en skjálft- arnir í dag voru ekkert í líkingu við það,“ sagði Svanhvít Kristjánsdóttir, ábúandi á bænum Hala- koti. Steinhús hennar á Selfossi fór illa í Suður- landsskjálftanum 2000. „Þetta voru miklar drunur í dag og við urðum greinilega vör við skjálftana en það glamraði hins vegar ekkert í skápum eða neitt þvílíkt.“ Skepnum á bænum brá ekki við skjálftana að sögn Svanhvítar. Hún var stödd í bíl sínum þegar skjálftinn upp 3,5 á Richter reið yfir en eftir- skjálftana upplifði hún á jörðu, þótt ekki væru miklir. „Kýrnar rétt litu upp og héldu síðan áfram að jórtra“ Fólk upplifði miklar drunur vegna Selfossskjálftanna í gær en ekki mikinn hristing FÉLAG vélstjóra og málmtækni- manna, VM, hélt í gærkvöldi upp- lýsingafund með pólskum félögum sínum þar sem farið var yfir ýmis réttindamál. Fundurinn fór allur fram á pólsku en hátt á þriðja hundrað pólskir félagsmenn starfa í málm- og véltækniiðnaði hérlendis. Á fundinum var farið yfir grund- vallaratriði kjarasamninga og þann rétt sem félagsmenn eiga hjá félag- inu. Fram kemur að nokkuð hafi borið á því að erlendir iðnaðarmenn hafi ekki fengið greitt sem slíkir og það hafi grafið undan stöðu iðn- aðarmanna. Segir að markmið VM sé að ná tengslum við þennan hóp félagsmanna til þess að vita hvaða upplýsingar vantar og á hvaða svið- um er verið að brjóta á þeim kjara- samninga. Þá voru kynnt námskeið á pólsku á fundinum um réttindi á vinnumarkaði hér. Morgunblaðið/Ómar VM fundar með pólskum félags- mönnum Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is TVEIR sextán ára gamlir piltar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Hegning- arhúsinu við Skólavörðustíg, þessu aldargamla fangelsi sem rekið er á undanþágu. Báðir eiga þeir langan feril afbrota að baki og barnavernd- aryfirvöld treysta sér ekki til að vista þá. „Það er hart að barna- verndaryfirvöld geti ekki tekið við erfiðum unglingum, eða erfiðum börnum öllu heldur, því þetta teljast börn samkvæmt lögunum,“ segir Erlendur S. Baldursson, afbrota- fræðingur hjá Fangelsismálastofn- un. Samkvæmt samningi Fangels- ismálastofnunar og Barnavernd- arstofu er mögulegt að vista unga afbrotamenn, þ.e. yngri en 18 ára, sem hafa hlotið dóm eða verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald á þeim meðferðarheimilum sem rekin eru á vegum Barnaverndarstofu. Ef ung- lingar eru úrskurðaðir í gæslu- varðhald og í einangrun vegna rann- sóknarhagsmuna eða þeir eru líklegir til að reyna strok er hægt að vista þá á svokallaðri lokaðri deild. Lokaða deildin er á Stuðlum, með- ferðarheimili Barnaverndarstofu, en hún skemmdist mikið í bruna í lok ágúst og er enn óstarfhæf. Deildin er nú í bráðabirgðaaðstöðu sem rúmar þrjá unglinga en vonast er til að viðgerðum á deildinni ljúki um áramót. Um þessar mundir er einn 17 ára piltur sem dæmdur var í fangelsi vistaður hjá Barnavernd- arstofu. Fangelsi er ekki fyrir börn Götusmiðjan og SÁÁ hafa einnig tekið við ungmennum skv. samningi við Fangelsismálastofnun en til að það sé mögulegt verður viðkomandi að sýna samstarfsvilja. Báðir eru síbrotamenn og annar þeirra var úrskurðaður í gæslu- varðhald vegna fólskulegrar árásar á leigubílstjóra. Erlendur S. Baldursson, afbrota- fræðingur hjá Fangelsismálastofn- un, telur að barnaverndaryf- irvöldum eigi að bera skylda til að taka við unglingum sem komast í kast við lögin, jafnvel þó að um erfið tilfelli sé að ræða. Þegar ungmennin séu svo langt leidd í afbrotum að þau hafi annaðhvort verið dæmd til fangelsisrefsingar eða úrskurðuð í gæsluvarðhald sé oft um svo erfið tilfelli að ræða að Barnavernd- arstofa treysti sér ekki til að taka á móti þeim. Ungmennin hafi brennt brýr að baki sér hjá Barnavernd- arstofu t.d. með því að ráðast á starfsfólk, strjúka, stela bílum o.s.frv. „Mér finnst að Barnavernd- arstofa ætti að geta tekið á svona erfiðum málum en til þess skortir hana væntanlega fé, eins og alla aðra, eða mannskap,“ segir Erlend- ur. Hann segir að þótt börn geti framið alvarleg afbrot og verið býsna harðsvíraðir afbrotamenn séu þau þrátt fyrir allt börn. Börnin sem eigi í þessum vanda eigi að vera á meðferðarheimilum en ekki í fang- elsum, fangelsi séu engir staðir fyrir börn. „Fangelsi og þær reglur sem gilda þar og það samfélag sem þar er er ekki fyrir börn,“ segir hann. Samstarf gengið vel Að sögn Erlendar er ekki unnt að vista áðurnefnda pilta annars staðar en í Hegningarhúsinu, eins og nú er ástatt í fangelsum landsins. Hegn- ingarhúsið sé af ýmsum ástæðum mun skárri kostur en Litla-Hraun, sem er öryggisfangelsi, og Kvía- bryggja, sem er opið fangelsi, komi heldur ekki til greina. Annar pilt- urinn dvaldi þar raunar um tíma en var sendur til baka að eigin ósk. Erlendur tekur fram að samstarf Barnaverndarstofu og Fangels- ismálastofnunar hafi gengið vel þeg- ar á það hafi reynt.  Afbrotafræðingi hjá Fangelsismálastofnun finnst að Barnaverndarstofa ætti að geta tekið við piltunum  „En til þess skortir hana væntanlega fé, eins og alla aðra, eða mannskap,“ segir hann Tveir 16 ára í Hegningarhúsinu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fangelsi Ekki við hæfi barna. SEX umsóknir bárust um embætti ríkissaksóknara en umsóknarfrestur rann út á mánudag. Dómsmálaráð- herra veitir embættið frá og með næstu áramótum en þá lætur Bogi Nilsson af störfum. Umsækjendur eru eftirtaldir: Egill Stephensen, saksóknari við embætti ríkissaksóknara, Guðjón Ólafur Jónsson, hæstaréttarlögmað- ur, Jón H. Snorrason, aðstoðarlög- reglustjóri og saksóknari embættis lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu, Ólafur Þór Hauksson, sýslumaður á Akranesi, Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari við emb- ætti ríkissaksóknara, og Valtýr Sig- urðsson, forstjóri Fangelsismála- stofnunar ríkisins. Sex um- sóknir bárust Embætti ríkissak- sóknara að losna LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði um helgina akstur þriggja ungra pilta í Hafnarfirði. Ábending barst um að piltarnir væru að aka um bæinn og enginn þeirra hefði ökuréttindi. Þegar lögregla stöðvaði bifreiðina var undir stýri fjórtán ára piltur með þrjá farþega. Allir voru piltarnir færðir á lög- reglustöð þar sem skýrslutaka fór fram. Kom þá fram að þrír piltanna hefðu skipst á að aka og voru öku- mennirnir 12, 14 og 15 ára gamlir. Þeir höfðu tekið bifreiðina í leyfis- leysi og verið á ferðinni um bæinn í um tvær klukkustundir áður en lög- regla stöðvaði þá. Eftir skýrslutökur þurftu piltarnir að bíða á lögreglustöðinni þar til for- eldrar þeirra sóttu þá. 12 ára á stolnum bíl Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.