Morgunblaðið - 21.11.2007, Page 21

Morgunblaðið - 21.11.2007, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 21 LANDIÐ SUÐURNES Reykjanesbær | Fjölskyldu- og fé- lagsþjónusta Reykjanesbæjar og Keflavíkurkirkja vinna saman að því að bæta uppeldisskilyrði barna og efla fráskilda foreldra í uppeldis- hlutverkinu. Í þeim tilgangi er efnt til fræðslufundar í kvöld um mik- ilvægi þess að fráskildir foreldrar annist í sameiningu uppeldi barna sinna. Fræðslukvöldið er í Kirkju- lundi og hefst klukkan 20. Fræðslukvöldin eru framhald af ráðstefnu sem efnt var til á síðasta ári um málefnið. Í kynningu á verk- efninu er lögð áhersla á það hversu mikilvægir báðir foreldrar eru börnum sínum í uppvextinum og að velferð og vöxtur barnanna sé háð- ur samskiptum við foreldrana. Einnig er lögð áhersla á hversu mikilvægt er að foreldrunum takist að vera samstiga í uppeldishlut- verkinu, hvort sem þeir búa saman eða ekki. Fræðsla til að efla fráskilda foreldra í uppeldinu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Áfram ábyrg Góð þátttaka var í ráðstefnu um skilnaðarbörn í fyrra. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | „Ég tel mig hafa verið heppinn að alast þarna upp og kynnast þessu umhverfi. Keflavík var nafli alheimsins í hugum okkar strákanna,“ segir Ólafur Ormsson rithöfundur. Í nýjustu bók hans, „Ævintýraþorpið – saga úr sjávar- plássi“, eru endurminningar frá uppvaxtarárunum í Keflavík. Ólafur er fæddur í Reykjavík 1943. Eftir að hann missti móður sína var honum komið fyrir hjá föð- ursystur sinni, Guðrúnu Ólafsdótt- ur, og manni hennar, Björgvini Þorsteinssyni, í Höfnum árið 1948 og sama árið fluttu þau til Keflavík- ur. Þau bjuggu í litlu steinhúsi á miðri Hafnargötunni sem var að- algatan í Keflavík, eins og enn er. Ólafur bjó í Keflavík í fjórtán ár, og telur sig hafa mótast mjög af sam- félaginu og þeim miklu breytingum sem á því urðu á þessum tíma. Komin í skarkala heimsins Keflavík var eitt af helstu útgerð- ar- og fiskvinnsluplássum landsins þegar Ólafur kom þangað og fjöldi fólks sótti þangað vinnu. Samfélag- ið mótaðist ekki síður af því þegar bandaríski herinn kom sér upp her- stöð á heiðinni ofan við bæinn. „Það fóru allt í einu að fara orrustuþotur um loftið með ofsalegum hraða og við fórum að verða varir við banda- ríska hermenn á götunum í Kefla- vík. Allt tók miklum breytingum á stuttum tíma,“ segir Ólafur og bæt- ir því við að Keflavík hafi áður verið friðsælt þorp, þannig að umskiptin hafi verið mikil. „Við vorum allt í einu komin inn í skarkala heims- ins.“ Ólafur kynntist lífinu á vellinum af eigin raun. Hann fékk snemma að sitja í hjá vörubílstjórum sem fluttu vörur frá höfninni og upp á völl. „Þá leit maður dýrðina augum og komst í snertingu við þetta allt.“ Þeir félagarnir komust inn á völlinn og fóru þar í bíó, 10 til 12 ára gaml- ir. Ólafur þekkti hjón á Keflavíkur- flugvelli, íslenska konu og Banda- ríkjamann. Sterk bernskuminning, sem varð raunar kveikjan að bók- inni, tengist þeim óbeint. „Ég var í amerískum leðurklossum sem þau gáfu mér að veiða marhnút niðri á bryggju þegar við sáum orrustu- þotu hrapa í sjóinn, líklega fyrir ut- an Njarðvík. Ég varð ofsalega hræddur og sparkaði af mér öðrum klossanum þegar ég sá líkin flutt í land,“ segir Ólafur. Þessi minning hefur setið í honum og varð til þess að hann fór að hugsa um þessa bók. Ólafur segir að þetta sé endur- minningabók, ekki skáldævisaga, eins og hann tekur sjálfur til orða. Og allar persónurnar sem þar koma fyrir eru raunverulegar og eru kynntar til sögunnar undir sínum réttu nöfnum. Hann segir frá mörg- um þekktum og eftirminnilegum Keflvíkingum, látnum og núlifandi, og einnig æskufélögum sínum sem sumir eru þekktir borgarar þar í dag, svo sem Geirmundi Kristins- syni sparisjóðsstjóra og Rúnari Júl- íussyni tónlistarmanni. Keflavík var nafli al- heimsins í hugum okkar Morgunblaðið/Kristinn Ævintýraþorpið Ólafur Ormsson dregur upp myndir frá litríkum æskuár- um í Keflavík í endurminningabók sem hann hefur sent frá sér. Ólafur Ormsson gefur út endur- minningabók Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Stykkishólms- bær og Íslenska gámafélagið ehf. hafa undirritað samning um flokkun sorps og moltugerð í sveitarfélaginu. Umhverfisráð- herra, Þórunn Sveinbjarnardótt- ir, var viðstödd undirritunina og lýsti yfir mikilli ánægju með frumkvæði bæjaryfirvalda. Stykkishólmsbær er fyrstur allra sveitarfélaga til að taka skrefið til fulls í flokkun sorps og hefja flokkun á sorpi og moltu- gera lífrænan úrgang frá öllum heimilum í bænum. Þrjár tunnur verða settar við hvert hús þar sem íbúum er ætlað að flokka sitt sorp í endurvinn- anlegan úrgang, lífrænan úrgang og annað sorp. Markmið verkefn- isins er að minnka umfang al- menns sorps sem fer til urðunar að lágmarki um 60%. Áfram í fararbroddi Í viðtali við Erlu Friðriksdóttur bæjarstjóra kom fram að Stykk- ishólmsbær hefði verið í farar- broddi í umhverfismálum. „Unnið er eftir metnaðarfullri umhverf- isstefnu í bæjarfélaginu. Fyrst allra hafna á landinu fékk Stykk- ishólmshöfn Bláfánann, sem er umhverfisvottun fyrir hafnir og strendur, og á þessu ári fengu leikskólinn og yngri deild grunn- skólans Grænfánann. Þá notum við eingöngu umhverfisvottaðan skrifstofupappír og lágmörkum eins og kostur er notkun hreinsi- efna hjá öllum stofnunum bæjar- ins. Nú tökum við næsta skref í umhverfismálum með því að flokka allt heimilissorp og mikið lengra verður ekki komist í bili,“ segir Erla Friðriksdóttir. Erla segir að flokkun sorpsins hefjist þann 20. janúar næstkom- andi. Áður fá húseigendur tvær tunnur til viðbótar við þá gráu tunnu sem fyrir er, þ.e. grænu tunnuna og brúnu tunnuna. Græna tunnan er ætluð fyrir end- urvinnanlegan úrgang, svo sem pappa, pappír, fernur og plast. Innihald grænu tunnunnar verður síðan flokkað frekar og sent til endurvinnslu. Einnig fær hvert heimili brúna tunnu undir lífræn- an úrgang heimilisins. Íslenska gámafélagið mun síðan losa brúnu tunnurnar og umbreyta lífræna úrganginum í næringarríka moltu. Moltan verður notuð í bæj- arfélaginu við uppgræðslu og gróðursetningu. Starfsmenn Íslenska gáma- félagsins munu ganga í hvert hús og útskýra mikilvægi verkefnis- ins, hvernig best er að haga flokk- un sorpsins og hvernig best er að koma tunnunum fyrir við heimilin. Erla Friðriksdóttir var spurð út í ástæðuna fyrir því að farið var af stað með verkefnið. „Við erum að svara kalli tímans. Í fyrra endurnýjuðum við samn- ing okkar við Íslenska gámafélag- ið um sorphirðu. Í kjölfarið var ákveðið að hefja viðræður við það um enn frekari flokkun á sorpinu. Þeir hjá Íslenska gámafélaginu eru mjög áhugasamir og opnir fyrir því að minnka urðun á sorpi. Við búum í neysluþjóðfélagi þar sem stöðug aukning er á sorpi og við því þarf að bregðast. Sveitar- félagið sendir um 55 tonn af sorpi á mánuði til urðunar í Fíflholt eða tæp 700 tonn á ári, sem er mikið. Okkar markmið er að minnka sorp sem fer til urðunar a.m.k. um 60%, þannig að við sendum ekki frá okkur nema um 300 tonn á ári, en hin 400 tonnin verði endurunn- in eða breytt í mold,“ segir Erla. Hún segir að aukin flokkun sorps muni kosta samfélagið meiri peninga til að byrja með. Rétt sé að beina sjónum að því jákvæða, því með þessu sparist ýmislegt. Minni akstur verður í Fíflholt, urðunargjöld verða lægri og bæj- arfélagið fær afurðirnar úr moltu- gerðinni. „Við vonumst til þess að með því að staðsetja tunnurnar við heimilin auðveldum við íbúunum að flokka og koma sorpinu frá sér. Mér hefur alltaf fundist Hólmarar vera meðvitaðir um umhverfið og náttúruna. Því er ég viss um að við náum okkar markmiðum og erum að taka farsælt spor inn í framtíðina,“ segir Erla Friðriks- dóttir bæjarstjóri. Allt heimilissorp sem til fellur í Stykkishólmi verður flokkað frá 20. janúar Skrefið stigið til fulls Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Flokkun Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, Jón Frantz- son, framkvæmdarstjóri Íslenska gámafélagsins, og Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri við tunnurnar þrjár sem verða við hvert heimili. Kópasker | Skjálftafélagið er heiti félags áhugamanna um Jarðskjálftasetur á Kópaskeri sem nýlega var stofnað. Stefnt er að því að setja upp sýningu strax í sum- ar og stækka hana og efla í framhaldinu. „Þetta er ársgömul hugmynd sem hefur verið í vinnslu um skeið,“ segir Benedikt Björgvinsson, sem upphaflega kom fram með hugmyndina á námskeiði hjá At- vinnuþróunarfélagi Þingeyinga. Hún fékk síðan byr undir báða vængi eftir fund sem samtökin Landsbyggðin lifi héldu á Kópa- skeri. Formaður samtakanna, Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur, hvatti Benedikt og félaga hans til að gera meira úr hugmyndinni en þeir höfðu haft í huga. Sérstök undirbúningsnefnd hefur unnið að málinu í samvinnu við Atvinnuþróun- arfélag Þingeyinga og Þekkingarsetur Þingeyinga. Nú hefur verið stofnað sér- stakt félag um framkvæmdina, undir for- ystu Benedikts. Átján gerðust stofn- félagar. Kveikjan að þessu öllu er jarðskjálftinn sem reið yfir 13. janúar 1976 og hafði mik- il áhrif á Kópaskeri og í nágrenninu. Hug- myndin er að gera afleiðingum skjálftans skil með sýningunni sem opnuð verður í sumar, sem og jarðfræðilegri sérstöðu svæðisins. Þá vonast Benedikt til að í framtíðinni verði hægt að stuðla að rann- sóknum á jarðfræði svæðisins. Jarðskjálftasetur stofnað á Kópaskeri Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Stofnun Átján gengu í Skjálftafélagið á Kópaskeri á stofnfundi á dögunum. Aðalfundarboð Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar Verður haldinn fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20:00. Fundarstaður: Golfskálinn að Jaðri. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara. 2. Skýrsla formanns. 3. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 4. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 5. Umræða og atkvæða greiðsla um lagabreytingar ef einhverjar eru. 6. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn – Kosning í nefndir á vegum klúbbsins. 7. Tillaga stjórnar um árgjöld næsta árs. 8. Kosning endurskoðenda. 9. Önnur mál. Stjórn Golfklúbbs Akureyrar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.