Morgunblaðið - 21.11.2007, Page 23

Morgunblaðið - 21.11.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 23 inn er mikilvægur og er ætlað að tryggja þeim hópi þjóðfélagsins rétt sem síst getur borið hönd fyrir höfuð sér. Jólabókin í ár? x x x Víkverji hefur ekkikomist í jólabæk- urnar að neinu gagni, en var þó að hefjast handa við lestur á Minnisbók Sigurðar Pálssonar. Bókin er bráðskemmtileg og stóð Víkverji sig að því að hlæja upphátt að lýs- ingum Sigurðar á raun- um námsmannsins og prestssonarins frá Skinnastöðum í Frakklandi. Þetta var á þeim tíma, sem hvorki krít- arkort né farsímar voru komnir til sögunnar. Óratíma gat tekið að milli- færa fé og leysa það út. Frásögn Sig- urðar af því þegar hann reyndi að opna bankabók í Toulouse er kostu- leg. Það getur skipt miklu máli að menn hafi húmor fyrir sjálfum sér og það sannast í þessari skemmtilegu bók. x x x Einhvern tímann sátu menn ogræddu málin og var spurt um stöðu ljóðsins. „Gegnir Sigurður Pálsson ekki þeirri stöðu?“ var spurt á móti. Víkverji er lönguhættur að reyna að átta sig á kenjum heilbrigðiskerfisins. Hann hefur þó áttað sig á því að það borgar sig að veikjast eða slasast í upphafi árs vegna þess að gildi afsláttarkorta miðast við almanaks- árið. Einnig hefur vakið furðu Víkverja að ekki skuli komið til móts við þá sem þurfa á gler- augum að halda, ekki einu sinni þegar börn eiga í hlut. Tannlækn- ingar barna eru greidd- ar niður, hvort sem um er að ræða eftirlit eða viðgerðir, og það er sjálfsagt. En af hverju á það sama ekki við um börn, sem þurfa á gleraugum að halda. Með tannhirðu er hægt að koma í veg fyrir tann- skemmdir, en ekki er nokkur leið að koma í veg fyrir þörfina fyrir gler- augu. Það er hvorki hægt að bursta augun, né viðhafa annað það viðhald, sem skerpt gæti sjónina með sama hætti og bægja má Karíusi og Bak- tusi frá tönnunum. x x x Barnasáttmálinn er nú 18 ára ogþví er kannski við hæfi að bók um hann kemur nú út á íslensku með skírskotun til réttinda barna og ís- lensks lagaumhverfis. Barnasáttmál-     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Magnús Ólafsson frá Sveins-stöðum las umfjöllun um Jón- as Hallgrímsson í Lesbók Morg- unblaðsins: Að því get ég aðeins vikið í engan vil ég hnjóða. Í lesbók Mogga las ég mikið um listaskáldið góða. Úttekt gerðu á liprum ljóðum og lífsstíl þessa manns. Birtu mynd af berum fljóðum á bautarsteini hans. Ingólfur Ómar Ármannsson yrk- ir um formann Framsóknarflokks- ins: Ærið glæstur ásýndar af öðrum þar mun bera; fremstur í liði Framsóknar finnst mér Guðni vera. Samið hefur verið um að bíl- hræjum, sem safnað hefur verið saman á Garðsstöðum í Ögursveit við Djúp, skuli eytt, nema sextíu að tölu. Þau fá að verða eftir. Um það yrkir Auðunn Bragi Sveinsson: Bílhræjunum brátt mun eytt, – bundinn endi á vanhirðu. Er það betra en ekki neitt; – eftir verða sextíu! Þegar Randver Þorlákssyni var vikið úr Spaugstofunni orti Auðunn Bragi: Randvers bræður, beztu vinir, bráðan sakna félagsmanns. Og mér finnst þeir eitthvað linir eftir snögglegt brotthvarf hans. VÍSNAHORNIÐ Af Guðna og Lesbókinni pebl@mbl.is EFNABÆTING hveitis með fólín- sýru til að freista þess að minnka líkurnar á fæðingargöllum, til dæmis klofnum hrygg, getur leitt til alls konar annarra heilsufars- vandamála, að sögn sérfræðinga, að því er fram kemur á vefmiðli BBC nýlega. Sér í lagi geti sýran gegnsýrt lifur og farið óumbreytt út í blóðið sem skaðað getur heils- una. Efnabæting af þessu tagi hefur verið lögleidd í Bandríkjunum, Kanada og í Chile þar sem hún hefur vissulega dregið úr fæðing- argöllum um allt að helming frá því sem áður var þó enn séu menn ekki algjörlega sammála um skað- semi eða gagnsemi slíkrar efna- bætingar í matvælum. Varað við fólínsýru Morgunblaðið/Ásdís Ófrísk Efnabæting hveitis með f́ól- ínsýru er umdeild af sérfræðingum. Fréttir á SMS H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -1 8 0 9 HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi SkodaOctavia SkodaOctavia TDI Ímyndaðu þér Afl og hagkvæmni Það ríkir mikill friður og sátt á þeim heimilum sem eiga Skoda Octavia TDI. Dísilvélin er í senn aflmikil og eyðslugrönn, með aðeins 4,9 lítra eyðslu á hverja hundrað kílómetra. Octavia TDI er fáanlegur beinskiptur, sjálfskiptur og með sítengdu aldrifi. • ESP stöðugleikakerfi og spólvörn • aksturstölva • tengi fyrir iPod • sex hátalarar • hanskahólf með kælibúnaði • sex loftpúðar • hraðastillir (cruise control) • þokuljós í framstuðara • armpúði milli framsæta • hiti í sætum og speglum • ISOFIX barnabílstólafestingar • hæðarstillanleg framsæti Álfelgur og heilsársdekk fylgja, takmarkað magn! Það sem oftast er aukabúnaður er staðalbúnaður í þessum glæsilega bíl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.