Morgunblaðið - 21.11.2007, Page 26

Morgunblaðið - 21.11.2007, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BANN VIÐ NEKTARDANSI ÍMorgunblaðinu sl. sunnudag seg-ir Brynjar Níelsson, lögmaðurnektarstaðarins Bóhems, það ómálefnalegt að blanda mannréttinda- stefnu Reykjavíkur inn í umræðu um nektarstaði í borginni. En borgin frestaði sl. fimmtudag ákvörðun um hvort nektarstaðir fengju undanþágu frá lögum sem samþykkt voru í sumar og gera nektardans í atvinnuskyni ólöglegan. „Mannréttindin í þessu máli snúa að réttindum umbj. míns og starfsmanna hans enda um að ræða at- vinnu og lífsviðurværi þeirra,“ er haft eftir Brynjari. Og jafnframt: „Það eru ekki mannréttindi okkar hinna að komið verði í veg fyrir starfsemi sem er okkur ekki þóknanleg.“ Hér gætir misskilnings í máli Brynjars því það stendur ekki til að neita þessum stöð- um um almennt rekstrarleyfi, heldur einungis um undanþágu á banni við nektardansi. Ekkert er því til fyrir- stöðu að eigendur þessara staða hafi eftir sem áður atvinnu og lífsviðurværi sitt af veitingahúsarekstri. Í frétt Morgunblaðsins er einnig haft eftir Brynjari að það sé ekki hlut- verk stjórnvalda að „siðvæða íslensku þjóðina“. Þessi ummæli orka tvímælis því það er ekki nóg með að Brynjar segi starfsemi nektarstaðanna „ekki þóknanleg[a]“ heldur virðist hann einnig telja hana ósiðlega – annars væri tæpast þörf á siðvæðingu. Málsvörn á borð við þessa er rekstr- araðilum nektarstaða síst til fram- dráttar, verið er að kynda undir þeirri tilfinningu að það sé réttur einhverra tiltekinna að græða á því að selja að- gang að nekt kvenna. Það að umsagnir einhverra þessara kvenna skuli hafa fylgt umsókn um undanþáguna er þessum veitingastöðum heldur ekki til vegsauka. Því þótt erlend einstæð móðir í námi segist ekki geta lifað mannsæmandi lífi með öðrum hætti segir það ekki nema hálfan sannleik- ann hér á landi þar sem atvinnuleysi er nánast ekki neitt og mjög auðvelt er að fá vinnu við allt mögulegt annað en nektardans til að sjá fyrir sér og börn- um sínum. Varla eru eigendur nekt- arstaða að bjóða stúlkum að dansa af mannúðarástæðum? Davíð Steingrímsson, sem á fyrir- tækið er rekur nektarstaðinn Vegas, telur í sömu frétt voðann vísan ef ekki er hægt að bjóða nektardans á Íslandi. Hann telur mikla hættu á því að glæpaklíkur taki þá klámmarkaðinn yfir og neyði stúlkur til enn verri starfa. Svona málflutningur er ein- ungis fyrirsláttur; það er ekki hlut- verk rekstraaðila veitingahúsa að koma í veg fyrir glæpastarfsemi hér á landi. Ef eitthvað gerist í undirheim- um Reykjavíkur er það lögreglunnar að fást við þann vanda. Og að sjálfsögðu er það borgaryf- irvalda að sjá til þess að atvinnustarf- semi í borginni vegi ekki að mannrétt- indum og sömuleiðis að siðvæða það samfélag sem hér þrífst gerist þess þörf. Því er bara að vona að borgarráð standi vörð um lögin, veiti engar und- anþágur heldur sporni við klámvæð- ingu og kvenfyrirlitningu. ÚRELT VIÐSKIPTABANN Á KÚBU Íslensku flugfélögin Atlanta ogLoftleiðir hafa fengið athuga- semdir frá bandaríska flugvélafram- leiðandanum Boeing vegna flugs til Kúbu. Eins og sagði í Morgunblaðinu í gær skrifaði lögfræðideild Boeing þeim bréf þar sem fram kom að talið væri að flugið gæti verið brot á við- skiptabanni Bandaríkjanna gegn Kúbu. Það er eitthvað undarlegt við það að íslensk flugfélög skuli þurfa að verja hendur sínar vegna Kúbuflugs, en ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem þau eru með samning við banda- rísk fyrirtæki. Viðskiptabann Banda- ríkjamanna á Kúbu hefur nú staðið í 45 ár án þess að Fidel Castro hafi ver- ið haggað, en áhrif á efnahagslífið og lífskjör þar hafa verið mikil. George Bush er níundi forsetinn sem komist hefur til valda í Bandaríkjunum frá því viðskiptabannið var sett. Í tíð hans hefur það verið hert og harðar gengið eftir að það sé virt en áður. Í lok október samþykkti allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna áskorun á George Bush Bandaríkjaforseta um að aflétta viðskiptabanninu, sem væntanlega verður hunsað. Afstaða Bandaríkjamanna gagn- vart Kúbu er veik. Bandaríkjastjórn styður stjórnvöld landa, sem bera mun minni virðingu fyrir mannrétt- indum og lýðræði en stjórnvöld í Hav- ana. Um þessar mundir er mikil deigla á Kúbu. Fidel Castro er sjúkur og hefur í raun afhent Raul Castro, bróður sínum, völdin. Kúbanskir innflytjendur í Banda- ríkjunum, flestir búa á Flórída, hafa alltaf haft mikil áhrif í bandarískum stjórnmálum og það hefur verið stjórnmálamönnum dýrkeypt að hunsa vilja þeirra. Nú er stuðningur- inn við viðskiptabannið aftur á móti að minnka í þeirra samfélagi. Stuðningur Bush hefur verið við fámennan and- ófshóp harðlínumanna, hvort heldur þeir eru í Miami eða Havana, og þeir styðja bannið. Andófsmenn, sem vilja breytingar innan frá, eru ekki nefndir á nafn. Bush ávarpaði kúbanska and- ófsmenn í október og sagði þá að þeir sem nú væru „andófsmenn munu verða leiðtogar þjóðarinnar“ og bætti við: „Þegar frelsið kemur loks munu þeir án efa muna hverjir stóðu með þeim“. Þýðir þetta að áform Bush snúist um það að koma þessum tiltekna hópi til valda? Er Bush staðráðinn í að steypa núverandi stjórnvöldum frem- ur en að nýta tækifærið til að knýja fram breytingar innan frá eins og vilji meirihlutans virðist vera til, meira að segja í kúbanska samfélaginu í Bandaríkjunum? Til hvers vill Bush það? Er það til að skapist svipað ástand á Kúbu og nú er í Írak? Er það til að alþjóðleg stórfyrirtæki geti hreiðrað þar um sig á ný eins og var fyrir byltingu Castros? Eða byggist stefna Bush á einskærri mannúð? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Í ÁR eru fimmtíu ár liðin síðan Pólýfónkór- inn var stofnaður og af því tilefni gefur Pólý- fónfélagið út geisladisk með flutningi kórsins á Messu í h-moll eftir Bach sem var tekin upp af Ríkisútvarpinu í Háskólabíói 21. mars árið 1985. „Ég stofnaði Pólýfón- kórinn árið 1957 með nemendum mínum og nokkrum samkennurum í tónlist. Lagði kórinn á fyrstu árum sínum eink- um stund á flutning tón- listar frá endurreisn- artímanum ásamt nútímaverkum en færðist smám saman æ meira í fang og flutti á næstu ára- tugum öll stærstu verk Bachs. Það vakti furðu þegar það spurðist út að ég hygðist flytja H-moll-messuna. Frumflutningurinn árið 1968 þótti takast með ágætum. Nokkr- um árum síðar, 1976, endurflutti ég messuna sem vakti þá þvílíka hrifningu áheyrenda að Háskólabíó troðfylltist þrjá daga í röð. Var það mikil uppörvun,“ segir Ingólfur Guð- brandsson sem stjórnaði Pólýfónkórnum frá upphafi til ársins 1989 þegar starfsemi hans lagðist niður. Lofsamleg umfjöllun „Í tilefni þess að 300 ár voru liðin frá fæð- ingu Bachs og Händels árið 1985 ákvað Evr- ópuráðið að minnast þessara stórmenna and- ans með því að gera árið að ári tónlistar í Evrópu. Þjóðir Evrópu kepptust um að gera veg þessara meistara sem mestan með vönd- uðum tónflutningi færustu listamanna og flytja helstu stórverk þeirra af því tilefni. Flutningur okkar á H-moll-messunni var stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands og öðr- um ráðamönnum enn í fersku minni þegar Evrópuráðið gaf út tilkynningu sína. Er að segj með tó af flutn buðu m helstu Róm þ í Vatík kórsin þeim ú meginl ast fyr í suma Á út varpsh tökuna „Það v heppna fyrir a gefur d einnig skemmst frá því að segja að mér var falið það vandasama hlutverk að minnast 300 ára afmælis þessa meistara meistaranna eins og Bach er jafnan nefndur. H-moll-messan var síðan aftur flutt á 300 ára afmæli Bachs í Háskólabíói hinn 21. mars árið 1985 á afmæl- isdegi tónskáldsins. Polýfónkórinn var þá mjög vel mannaður, Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í sínu besta formi og við bættust fjórir frægir einsöngvarar, þrír frá Ítalíu og ein stórsöngkona frá Bretlandi. Hún komst svo að orði eftir tónleikana: „Síðastliðna tvo ára- tugi hef ég tekið þátt í flutningi þessa verks víða um hinn tónmenntaða heim en þetta er besti flutningur verksins sem ég hef orðið vitni að.“ Umfjöllun dagblaðanna um þennan viðburð var einnig mjög lofsamleg,“ segir Ingólfur. „Pólýfónkórinn hafði á þessum tíma þegar farið í margar utanlandsferðir og er óhætt H-moll-messa Bachs í flut Kórinn Pólýfónkórinn þótti mjög merkur kór og er óhæ frægan með tónleikahaldi sínu. Hér er kórinn í tónleik Ingólfur Guðbrandsson Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Reykjavík minnkar töluvertvið að það verður lokaðhérna,“ segir KristjánGuðmundsson myndlist- armaður sem byrjaði í gær að setja upp sýningu í Safni, nútímalista- safni hjónanna Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur á Laugavegi 37. Sýninguna, sem verður opnuð á föstudag, kallar Kristján Teikning- ar I-XV og önnur verk. Verður þetta 52. sýningin frá opnun Safns árið 2003 og jafnframt sú síðasta. Pétur og Ragna hafa selt húsið og byrjað er að flytja safneignina, um 900 verk eftir kunna samtímalista- menn, erlenda sem innlenda, í geymslur. „Þetta er sá staður sem hvað best hefur haldið uppi sambandi við það sem gerist annars staðar, hér hefur allur heimurinn verið undir,“ segir Kristján. „Pétur er sá klárasti hérna, held ég, í því sem er að ger- ast í myndlistinni í hinum svokall- aða vestræna heimi. Hann er búinn að standa sig mjög vel í þessum rekstri. Ég þekki engan sem fylgist betur með og er ástríðufyllri í þessu en hann; það er hans yndi og skemmtun að standa í þessu. Ég lít á hann sem myndlistarmann sem vinnur gegnum aðra.“ Vindur svona upp á sig Sýnd verða verk sem Safn á eftir Kristján, þau eru á fjórða tuginn, sem er stærsta úrval verka eftir hann í einkaeigu hér á landi. Einnig verða sýnd nýrri verk. „Við setjum bara upp það sem okkur þykir passa. Það er úr mörgu að velja. Svo kem ég líka með eitt- hvað af verkum, ný og nýleg. Við prjónum þetta einhvern veginn saman. Höfum frekar færri verk en fleiri.“ Á sýningunni verða einnig ný verk í upplagi, Teikningar I-XV. „Það er kannski hálft ár síðan Pétur talaði um að ég myndi vera með lokasýninguna. Síðan vorum við að tefla, eins og við gerum stundum, og þá spurði hann hvort ég gæti gert „artist’s book“ í tilefni af sýningunni. Ég sagðist hafa það bak við eyrað, ef mér dytti eitthvað í hug þá gæti það verið skemmtilegt. Ég ákvað að gera bók með rit- blýum sem ég hef unnið nokkuð með. Ég var svo kominn með bók- verk þar sem ritblý voru felld niður í pappír, svo kom önnur og enn önn- ur, það endaði með því að þetta voru orðnar fimm bækur. Við töldum svo betra að binda þetta ekki inn heldur hafa arnar lausar í kössum. Þæ eintökum, þrjár í hverju Maður er beðinn um að g hvað og það vindur svon sig … Þessar teikningar eru su og míníatúrar af verkum se gert gegnum tíðina, en a nýjar í þeim skilningi að ég ei notað ritblýin á þann h Þetta eru eins konar konkr ingar. Ekki mjög róma segir Kristján og glottir rómantíkin sé orðin mjög k Með svipu á sjálfan sig Ýmiskonar sýningastúss inni hjá Kristjáni. Í febrúa „Ekki mjög róm  Kristján Guðmundsson myndlistarmaður opnar sýn  Segir Reykjavík minnka við að þessu athvarfi nútím Taflfélagar „Þetta þarf að vera grunnþáttur í lífi þínu,“ segir Pé Kristján Guðmundsson setur upp síðustu myndlistarsýninguna í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.