Morgunblaðið - 21.11.2007, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 21.11.2007, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 31 ✝ Guðrún G. Fossfæddist á Eski- firði 29. janúar 1916. Hún andaðist á Droplaug- arstöðum 9. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Jónsson framkvæmdastjóri, f. 1887, d. 1961, og Guðlaug Ingibjörg Einarsdóttir, f. 1891, d. 1955. Fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur frá Eskifirði árið 1928. Guðrún átti sex systkini, sem öll eru látin. Þau voru Ca- milla, Margrét, Ásthildur, Sigrún Jóhanna, Jóhannes og Alexander. Hinn 1. desember 1945 giftist Guðrún Hilmari Foss skjalaþýðanda, f. 1920 og eru börn þeirra: 1) Hilmar Friðrik, kvæntur Margréti Rósu Pét- ursdóttur, börn þeirra eru Hilmar Pétur og Sólveig Heiða, og 2) El- ísabet Guðlaug, son- ur hennar er Ólafur Hilmar. Guðrún lauk Verslunarskóla- námi og starfaði upphaflega við fyrirtæki föður síns, en lengst af hjá Atvinnudeild Háskóla Íslands. Guðrún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hún er dáin hún Guðrún Foss, elskuleg tengdamóðir mín. Guðrún var falleg og ljúf kona, sem bar af sér góðan þokka. Það var stutt í brosið hennar og bláu augun sýndu vel ást- úð hennar og væntumþykju. Guðrún vildi ekki að það væri verið að hafa fyrir henni og það þurfti alltaf að sannfæra hana um að kaffiuppáhell- ing eða því um líkt væri nú engin fyr- irhöfn. Það var líka alltaf gott að koma í heimsókn til Guðrúnar og Hilmars í Pósthússtrætið og þar var vel tekið á móti manni. Það var bara eitt sem maður passaði sig á en það var að hringja ekki eða koma í heim- sókn þegar lögreglumaðurinn Der- rick var í sjónvarpinu því Guðrún hafði mjög gaman af þeim þætti. Annars var hún alltaf til staðar, lítil og nett, en samt stór manneskja. Börnin mín, Hilmar Pétur og Sól- veig Heiða, voru oft hjá ömmu og afa þegar þau voru lítil og það fannst Guðrúnu gaman. Hún elskaði þau mikið og þau elskuðu hana á móti. Þau syrgja nú ömmuna sína góðu, en minning hennar lifir með þeim. Samskipti okkar Guðrúnar hafa alltaf verið góð allar götur frá því ég fyrst kom inn í fjölskylduna fyrir tæpum 25 árum. Ég elskaði þessa góðu konu og þykir gott að hafa get- að stutt hana þegar hún þurfti á því að halda. Þótt veikindi hafi sett mark sitt á Guðrúnu síðustu árin þá var hún alltaf sjálfri sér lík, ljúf og glöð. Ég mun aldrei gleyma brosinu henn- ar þegar ég kom að heimsækja hana á Landakot og síðast á Droplaugar- staði; brosinu sem lýsti upp fallega andlitið hennar og kom manni alltaf til að líða vel. Vinátta okkar Guðrún- ar er mér ómetanleg og líf mitt mun alltaf verða markað af þeim yndis- legu samskiptum. Ég á eftir að sakna samverustunda okkar og mun geyma minningu hennar í hjarta mér. Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hjóða. (Jóna Rúna Kvaran.) Ég vil þakka starfsfólkinu á Drop- laugarstöðum sérstaklega fyrir alla umhyggju þess og góðvild í garð Guðrúnar og okkar í fjölskyldunni, en tengdamóður minni leið mjög vel þann tíma sem hún dvaldi þar. Ég vil einnig þakka „fólkinu hennar“ á Droplaugarstöðum, þeim Unni, Þor- björgu, Birnu, Jórunni, Ólafi, Sig- mundi og Ágústi, fyrir vinsemd þeirra og hlýju og ég veit að Guðrún hefði ekki getað fengið betra sambýl- inga. Þið eruð yndisleg og Guð geymi ykkur öll. Ég votta Guðrúnu tengdamóður minni virðingu mína og kveð hana með þökkum. Margrét Rósa Pétursdóttir. Elsku amma Gauja er dáin. Okkur þótti mikið vænt um hana og hún var okkur alltaf góð. Amma var létt á fæti og létt í lund og þannig ætlum við að geyma minningu hennar í hjörtum okkar. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Núna er amma Gauja himinborin dís sem gengur léttum skrefum með englum guðs í Paradís. Ástarkveðjur, Hilmar Pétur og Sólveig Heiða. Ég er svo lánsöm að eiga margar minningar sem tengjast henni Guð- rúnu minni. Leiðir okkar lágu saman þegar hún var heimavinnandi mamma á Þinghólsbrautinni og ég á þrettánda ári. Hún fékk mig til að að- stoða sig á heimili sínu með létt heim- ilisstörf og gæta Elísabetar litlu. Þetta var mikið gæfuspor fyrir mig, en ég var á heimili þeirra næstu þrjú sumur. Þennan tíma lærði ég margt, Guðrún var óþreytandi í að leiðbeina mér, það má segja að þetta hafi verið minn húsmæðraskóli. Guðrún var húsmóðir sem lagði stolt sitt í að búa fjölskyldu sinni gott heimili. Mér var treyst fyrir ýmsum vandaverkum á heimilinu, undir vökulum augum Guðrúnar og alltaf tókst henni að gera hvern dag að viðburði. Við byrj- uðum oft daginn á að setjast út á svalir eða út í garð og fá okkur te og spjalla og þó aldursmunur væri nokkur var oft hlegið. Hún sagði mér frá mörgu sem á daga hennar hafði drifið, hún hafði átt viðburðaríka og skemmtilega ævi. Guðrún hafði þann eiginleika að geta alltaf fundið upp á einhverju skemmtilegu. Hún sagði gjarnan, „Heiða, nú drífum við þetta af og svo skal ég spá í bolla fyrir þig.“ Þetta virkaði alltaf. Guðrún sá jafnan eitthvað í bollanum sem hún vissi að ég vildi heyra og stundum rættist það! Hún átti það líka til að setjast við píanóið og spila nokkur lög, hún hafði yndi af því að spila og sem ung stúlka í föðurhúsum hafði hún og systur hennar spilað undir þöglu myndunum. Guðrún var mikill náttúruunnandi og lóðin í kringum húsið þeirra á Þinghólsbrautinni var skemmtileg blanda af ræktuðum og villtum gróðri. Ég held að henni hafi fundist villti gróðurinn skemmtilegri. Hún var hannyrðakona og nýtti vel þær stundir sem gáfust til að sauma út. Sat þá gjarnan við stofugluggann, horfði út á hafið í áttina að Bessa- stöðum og nýtti morgunbirtuna til að sjá vel til. Það voru óvenjuleg og þjóðleg bróderí sem hún fékkst við. Guðrún hafði yndi af jólunum og strax í nóvember var hún farin að föndra með krökkunum og vinum þeirra og undirbúa hátíðina. Þá tók við bakstur og fleira, helst átti allt að vera tilbúið tímanlega svo hægt væri að njóta jólaföstunnar sem best. Hún kenndi mér að það væri gott að nýta hverja stund, ég man ekki eftir henni vinkonu minni verklausri, kvik í hreyfingum langt fram á efri árin. Svo var flutt á Freyjugötuna og þar var einnig búinn til ævintýraheimur utan um fjölskylduna. Alltaf heitt te og port-salut ostur til staðar í eldhús- inu ef ég leit inn í heimsókn. Svo lá leiðin í Pósthússtræti þar sem þau hjón komu sér vel fyrir og Elísabet bjó sér heimili í sama húsi til að vera nálægt foreldrum sínum. Því miður hittumst við sjaldnar seinni árin, en þegar fundum okkar bar saman var faðmlagið hlýtt og góðar kveðjur fylgdu mér þegar ég kvaddi. Ég þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið að njóta handleiðslu og vináttu mætrar konur. Ég verð stödd í Kaup- mannahöfn þegar útför þín fer fram, elsku vinkona mín, en hugur minn verður hjá þeim sem þér voru kær- astir. Guð blessi ykkur öll. Heiða Björk Rúnarsdóttir. Frumbýlingar á Lynghaga 4 upp úr miðri síðustu öld voru fern hjón, þeirra á meðal foreldrar mínir og Guðrún og Hilmar Foss. Í minning- unni var alltaf sól og sumar á þessum árum, tónlistin úr Vetrargarðinum hljómaði yfir holtið á kvöldin og krakkar skriðu undir girðinguna á Tívolí og eyddu aðgangseyrinum í sælgæti og bílabrautir. Ég var um tíma eina barnið í þessu stóra húsi og aufúsugestur á öllum hæðum. Hvergi var þó betra að koma en upp til Göju og þangað sótti ég löngu eftir að ég var flutt af Lynghaganum. Guðrún Foss hafði hlýtt viðmót, hún var hæglát í framkomu, mikill húmoristi og einstaklega barngóð. Hún hafði einlægan áhuga á því sem ég var að sýsla hverju sinni og ræddi alltaf við mig eins og jafningja. Heimili þeirra Hilmars var fallegt og bar þess merki að húsráðendur höfðu búið í Bretlandi. Þar var bæði garð- skáli og arinn og það voru ekki bara húsgögnin og myndirnar á veggjun- um sem voru „öðruvísi“: Göja var áskrifandi að breskum blöðum en ekki þeim dönsku eins og þá tíðkaðist og í hádeginu var gratíneraður fiskur og soufflé, þegar landinn lét sér alla- jafna nægja þverskorið. Göja var mikil hannyrðakona saumaði m.a. riddarateppið af Þjóðminjasafninu og myndir með gamla íslenska kross- saumnum sem hún kenndi mér. Hún teiknaði líka og lét steypa í smíðajárn skrautmuni til heimilisins og til gjafa og var alltaf að. Göja var mikill dýra- vinur og var áskrifandi að Dýra- verndaranum, sem ég las spjaldanna á milli. Hún átti læðuna Mjallhvíti, sem keppti við mig um athygli hús- móðurinnar en var þó vinur minn og leikfélagi þegar hún ekki fór sínar eigin leiðir. Á þessum árum var oft gestkvæmt hjá þeim hjónum og hjá Göju lærði stelpan af neðri hæðinni að leggja á borð með ótrúlega mörg- um og skrítnum hnífapörum, stífuð- um servíettum og servíettuhringjum úr silfri. En það var líka pláss hjá Göju og Hilmari þótt mikið stæði til. Einu sinni á aðfangadagskvöld var ég boðin með löngum fyrirvara upp á loft til að hitta heiðursgestinn, sr. Friðrik Friðriksson, þá háaldraðan mann og blindan. Myndin af sr. Frið- riki í stofunni á Lynghaganum er mér áreiðanlega minnisstæðust frá þeim jólum. Og svo komu börnin, fyrst Hilmar Friðrik og svo Elísabet Guðlaug. Göja var orðin tveggja barna móðir og ég flutt af Lynghaganum og leið einhvern veginn inn í unglingsárin. Áfram héldu þó heimsóknir mínar, ekki síst fyrir jólin þegar föndrað var af mikilli list í eldhúsinu hjá Göju. Ég heimsótti fjölskylduna í Kópavoginn þar sem þau bjuggu á stórri sjávarlóð meðan börnin voru lítil og líka á Freyjugötuna. Loks fluttu Hilmar og Guðrún í hjarta miðborgarinnar, þar sem stutt var á kontórinn í Hafnar- strætinu og seinna til heimila barnanna beggja og fjölskyldna þeirra. Í Pósthússtrætið kom ég hins vegar alltof sjaldan. Ég átti mörg indæl ár með minni góðu vinkonu Göju og fjölskyldu hennar. Fyrir þau vil ég þakka um leið og ég votta Hilmari, börnum þeirra og barnabörnum samúð við fráfall góðrar eiginkonu, móður og ömmu. Blessuð sé minning Guðrúnar Foss. Álfheiður Ingadóttir. Guðrún G. Foss, mágkona mín, er látin. Guðrún var yndisleg kona, lífsglöð, kát og blíð, húsmóðir eins og þær gerast bestar, þolinmóðari og ráða- betri en nokkurt annað foreldri með hjartahlýju og umhyggju er gekk út yfir allt. Heimili þeirra Hilmars var ætíð öllum opið og þar réð ríkjum vænt- umþykja, elskulegheit og gestrisni. Hún hafði svo góða nærveru að í návist hennar varð glaðværðin ætíð í fyrirrúmi og þar leið öllum svo vel að jafnvel þungbrýnustu menn urðu fyrir því að í sálu þeirra og andliti tóku sig upp gömul bros. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast Guðrúnu og um- gangast hana því að hún hafði ein- stakt lag á að töfra fram það besta í okkur og öllu því er hún kom nálægt. Þannig var hún Guðrún og þannig mun ég minnast hennar með þakk- læti fyrir hennar lífsstarf. Ég bið góðan Guð að blessa Hilm- ar, bróður minn, og börnin þeirra. Gunnar Sch. Thorsteinsson. Guðrún G. Foss ✝ Arinbjörn S.E.Kúld fæddist að Ökrum 23. maí 1911. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 11. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ei- ríkur Jónsson frá Ökrum, d. 1916 og Sigríður Jóhanns- dóttir frá Öxney á Breiðafirði, d. 1921. Hann var yngstur 5 systkina og kveður síðastur. Arinbjörn kvæntist 1941 Aðal- björgu Guðnýju Guðnadóttur, frá Neskaupstað, f. 11.4. 1918, d. 12.5. 1979. Börn þeirra eru: 1) Hilmar Jón, f. 13.10. 1940. Hann á 4 börn, Arinbjörn, Hallgrím, Hjálmfríði Andreu og Sigríði Hafdísi. 2) Helga Ósk, f. 28.6. 1942. Hún á 4 börn, Aðalbjörgu, Halldóru, Heiðrúnu og Guðlaugu. 3) Eyjólfur Heiðar, f. 14.4. 1945. Hann á eina dóttur, Hólm- fríði. Barna- barnabörnin eru 23, 2 þeirra eru látin. Barnabarna- barnabörn eru 3. Arinbjörn gekk í skóla á Hvítárvöllum og fór síðan á sjóinn. Þegar hann kom í land stóð hann að efnalaugarekstri. Útför Arinbjarnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Mig langar til að minnast föður míns, sem nú hefur loksins fengið hvíldina. Hann hafði búið á Hrafn- istu frá 1992. Hann var mjög virkur á handavinnustofunni. Margir vour púðarnir, útsaumuðu myndirnar og teppin frá honum. Einnig var hann í kórnum, enda söngelskur mjög. Í ágúst 2004 fékk hann hjartaáfall og var ekki hugað líf. Var hann í 3 vikur á deild 14E á LSH, en hafði þetta af og fór aftur á Hrafnistu, en nú á sjúkradeildina F-2 og var þar til dauðadags. Lífsþrótturinn þvarr eft- ir þetta og var sorglegt að sjá þenn- an sterka mann fjara svona út. Aldr- ei missti hann þó áhugann á velferð barnanna. Þetta voru nú orðnir 5 ættliðir. Hann var fæddur í sveit, á Mýrunum. Hann fór í fóstur til móð- ursystur sinnar 8 ára. Þar kynntist hann vinnunni og þeim þrældómi sem mótaði lífsskoðun hans. Eitt sinn réðst á hann mannýgt naut í sveitinni og alla tíð síðan átti hann við bakveiki að stríða. Pabbi fór í skóla á Hvítárbakka og lauk námi þaðan. Síðan fór hann á sjóinn um tvítugt, var á togurum, síldarskipum og farskipum. 1939 fór hann til Danmerkur að kynna sér efnalaugarekstur og kem- iska meðferð fatnaðar og lærði það. Fór síðan á Kötluna í siglingar fram eftir stríði. Þá kom hann í land og hellti sér í efnalaugarekstur. Var hann bæði með í rekstri með öðrum, eða einn. Margir muna hann meðan hann var í Kolasundinu upp úr 1960 og enn fleiri er hann flutti sig 1964 og stofnaði Fatapressuna A. Kúld, Vesturgötu 23. Þangað gátu menn komið og beðið á meðan hann „dressaði þá upp“. Var þetta mjög vinsælt hjá sjómönnum, þegar þeir voru að koma í land, enda var pabbi afburða vandvirkur og vildi hvers manns vanda leysa. Pabbi hætti 1979, ekki það að hann vildi hætta að vinna, heldur var ekið á hann og hann meiddist og mat það svo, að nóg væri komið. Móðir okkar var mikill sjúklingur mestan hluta ævinnar. Pabbi fórn- aði sér gersamlega fyrir hana og gerði allt til að við hefðum nóg að bíta og brenna. Oft þurfti hann að hafa húshjálp meðan hann var í vinnunni. Við vorum miklir vinir feðgarnir. Ég var oft fyrir hann í Pressunni, eða með honum þegar hann þurfti þess með og ég var í landi. Ég á hon- um allt líf mitt að launa. Alltaf gat ég leitað til hans og stólað á hann þegar ég þurfti hjálp út úr myrkr- inu. Nú síðustu árin hef ég gert mitt besta til að launa það. Ég kveð þig, elsku vinur, með ljóði þínu, Vor. Bjarta nátta blik á vorin birtast þáttar skil. Ég fer sáttur endurborinn alvalds máttar til. Fennir yfir farin spor fegurð lífs og trega. Birtast aftur hjarta vor með blíðu yndislega. Hilmar J.A. Kúld. Það var alltaf svo notalegt og heimilislegt að koma til þín á Hjalla- veginn og svo á Hrafnistu. Handverk Aðalbjargar ömmu, langömmu prýddi stofuna þína og svo tók hand- verk þitt, útsaumaðir púðar, að birt- ast okkur í jólapökkunum og prýða nú stofuna, herbergin og bílana okk- ar og munu alltaf vera til að minna okkur á þig. Alltaf var eitthvað gott til í komm- óðuskúffunni þinni, brjóstsykur eða súkkulaði. Þú fékkst fullt af myndum af lang- afabörnum þínum og stilltir þeim upp í hillusamstæðuna þína. Þar settu litríkar myndir af brosandi frændum og frænkum í fínum fötum svip sinn á herbergið þitt. Þú varst áhugasamur að fylgjast með afa- börnunum og langafabörnunum, spurðir hvað væri að gerast og hvernig gekk. Okkur öllum fannst notalegt að spjalla við þig um allt sem viðkom manns daglega lífi og maður varð stoltur því þú varst svo áhugasamur um mann. Þú komst til okkar til Svíþjóðar vorið 1993 ásamt nafna þínum Ar- inbirni Kúld. Það var ómetanlegur tími og þó að heitt hafi verið þá varst þú alltaf uppáklæddur og þurrkaðir bara svitann af höfðinu, reglulega, með vasaklút okkur til mikillar skemmtunar. Við fórum í bíltúr til Danmerkur að hitta Öllu frænku í Óðinsvéum. Þetta var virkilega fínn tími og frábært að vera saman allan daginn í heila viku . Takk fyrir að hugsa ávallt svo vel um okkur alla tíð. Takk fyrir að hafa verið afi og langafi okkar. Hallgrímur, Sæunn, Ingi Þór, Eiríkur Viljar og Tekla Eir. Arinbjörn S.E. Kúld

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.