Morgunblaðið - 21.11.2007, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Sennilega var það
árið 1977 sem hópi
fólks var úthlutað lóð í
Seljahverfinu. Lóðin var kölluð Til-
raunareitur 1. Lóðarhafarnir áttu
sjálfir að skipuleggja byggð á lóðinni
í samvinnu við arkitekt og skipulags-
yfirvöld. Og svo auðvitað félagsráð-
gjafa frá borginni sem vann með
hópnum að því að lægja öldur og
koma í veg fyrir átök. Lóðarhafarnir
voru á ýmsum aldri. Sumir ný-
skriðnir úr skóla. Aðrir ráðsettir á
seinni hluta starfsævinnar. Hug-
myndir manna um húsagerð, stærð
húsa, umfang sameignar, hvort
byggja ætti úr steypu eða timbri
voru nánast jafnmargar og lóðarhaf-
arnir. Eftir á að hyggja er ótrúlegt
hve vel tókst til. Þarna reis 13 húsa
hverfi þar sem við bjuggum í rúm 15
ár. Yndislegt hverfi þar sem sam-
gangur milli húsa var mikill og vin-
átta varð til sem efldist og varir enn.
Það er gæfa að eiga góða granna.
Í næsta húsi bjuggu Hjörtur og
Didda með börnin sín tvö þau Rikka
og Þurí. Hlýtt heimili þar sem alltaf
var gott að koma. Krakkarnir mynd-
arlegir, Didda einstök og svo hann
Hjörtur. Þar fór óvenjulegur maður.
Hægur, jákvæður og greiðvikinn
með afbrigðum.
Hjörtur var stoltur af sínu. Hann
hreykti sér af því að hafa náð í
Diddu. Var ánægður með krakkana
sína. Þótti húsið sitt flott og hest-
arnir miklir gæðingar. Hann var
mikill Skagfirðingur og fékk sér-
stakan glampa í augun þegar sögur
voru sagðar úr Skagafirði. Oftast
voru það sögur um gleði, söng og
vín. Svo var í honum kaupmannseðli.
Hann langaði til að hagnast í við-
skiptum. Fór stundum á uppboð og
keypti hluti. Oftast á frábæru verði.
Ekki er víst að hagnaðurinn hafi
alltaf skilað sér í hús því okkur grun-
ar að gjafmildi kaupmannsins hafi
dregið úr gróðanum.
Í hverfinu okkar myndaðist sá sið-
ur að nágrannarnir litu inn hjá okk-
ur undir miðnætti á Þorláksmessu.
Kveikt var á kertum, smakkað á
jólakökunum, opnaður konfektkassi
og dreypt á rauðvíni. Slakað á eftir
jólaundirbúninginn, vináttan ræktuð
og hlegið svolítið. Þessar stundir
hafa verið okkur ómetanlegar og
vinirnir af tilraunareitnum hafa
haldið áfram að líta til okkar á Þor-
láksmessukvöldi þótt við höfum flust
í annan borgarhluta. Hjörtur hefur
alltaf mætt. Í fyrra mætti hann veik-
ur. Honum var brugðið, en samt
vongóður og hress. Næstu mánuði
fengum við bara góðar fréttir af
Hirti. Þar til í haust. Þá var ljóst
hvert stefndi. Stundirnar með Hirti
á Landspítalanum og síðar á líkn-
ardeildinni í Kópavogi munum við
geyma í hjarta okkar. Fárveikur
hélt hann reisn sinni og jafnaðargeði
og gerði síðustu samverustundirnar
að notalegum vinafundi.
Það verður einu kertinu færra
þessa Þorláksmessu. Hjartar
granna er sárt saknað. Megi minn-
ingin um góðan dreng hjálpa Diddu
og fjölskyldunni að takast á við
sáran missi.
Gestur Jónsson og
Margrét Geirsdóttir.
Eins og það er sárt að horfa á eftir
góðum manni þá er gott að hann
fékk sína hvíld þar sem hann var bú-
inn að berjast svo hetjulega við erfið
veikindi.
Við kynntumst Hirti fyrir rúmum
14 árum, þegar Þuríður og Gísli hófu
Hjörtur Þór
Gunnarsson
✝ Hjörtur ÞórGunnarsson
fæddist á Sauð-
árkróki 16. sept-
ember 1946. Hann
lést á líknardeild
Landspítala í Kópa-
vogi 1. nóvember
síðastliðinn og var
jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju 12.
nóvember.
sambúð. Í gegnum ár-
in höfum við kynnst
þessum rólega og góða
manni. Hann hafði
fjölskyldu sína alltaf í
fyrirrúmi og var alltaf
til taks fyrir alla. Það
var okkur ljóst hvað
honum þótti vænt um
Þuríði og dætur henn-
ar Selmu og Sunnu.
Andlit hans lýstist upp
þegar hann hitti þær
og hlýjan streymdi frá
honum. Hann hafði
lag á því að láta öllum
líða vel í kringum sig. Hjörtur var
vinnusamur maður og hafði gott orð
á sér í vinnu sinni í Verslunarskól-
anum og síðar í Háskóla Reykjavík-
ur. Allir virtust hafa þekkt Hjört
húsvörð og báru honum góðar sögur.
Elsku Þuríður og fjölskylda, við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð á
þessum erfiða tíma.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Megi hann hvíla í friði.
Fjölskyldan í Vesturbergi 13.
Góður drengur er genginn.
Hjörtur var vinnufélagi okkar í
Verzlunarskóla Íslands um árabil,
hann var vinsæll maður, velviljaður,
ósérhlífinn og með afar góða nær-
veru.
Síðar varð Háskólinn í Reykjavík
vinnustaður hans en tengsl hans við
okkur héldust og var hann duglegur
að rækta vináttuna. Fyrir það erum
við þakklátar.
Við minnumst ótal samverustunda
með Diddu og Hirti, hún var alltaf
eins og klettur við hlið hans og voru
þau hrókar alls fagnaðar hvar sem
þau komu.
Hjörtur var alltaf með hugann við
fjölskylduna, hagi hennar og allra
samferðamanna sinna. Hann sinnti
sínu og sínum af kostgæfni með bros
á vör enda var glaðlyndið honum eðl-
islægt.
Elsku Didda, Rikki og Þuríður.
Ykkar er missirinn mestur. Megi
guð gefa ykkur öllum styrk.
Hrafnhildur og Steinunn.
Hjörtur tók mér sem vini frá
fyrsta degi þegar ég hóf störf í
Verzlunarskólanum fyrir hartnær 20
árum. Hann var vinur allra og allir
voru vinir hans. Honum var ekkert
óviðkomandi, hvort svo sem það
snerist um húsnæðið eða nemendur,
stjórn skólans eða persónulegt líf
okkar samstarfsmanna hans. Hirti
hæfa einkunnarorðin gamansamur,
ósérhlífinn, glaðvær, þjónustulund-
aður, skapgóður, duglegur, útsjón-
arsamur og síðast en ekki síst af-
skiptasamur, sem ég mun ætíð
þakka honum fyrir!
Leiðir skildi um hríð en lágu síðan
saman aftur fyrir um 10 árum við
undirbúning og stofnun Háskólans í
Reykjavík. Það var eins og við
manninn mælt að Hjörtur tók mér
eins og við hefðum kvaðst kvöldinu
áður. Hjörtur tók ekki einungis virk-
an þátt í undirbúningi byggingar
Háskólans í Reykjavík heldur einnig
í undirbúningi skólans sem mennta-
stofnunar. Hann var oft kallaður
vararektor eftir að starfsemi skólans
hófst haustið 1998. Starf hans á sl.
tæplega 10 árum fyrir Háskólann í
Reykjavík og starfsmenn hans er
ákaflega mikils virði og samt ómet-
anlegt.
Enn hittumst við Hjörtur fyrir ríf-
lega þremur árum og hann var sama
festan og fyrr í starfi Háskólans í
Reykjavík – kletturinn sem þoldi
allt, bæði í stormi og stillu. En nú er
hann fallinn í valinn fyrir illvígum
sjúkdómi og leiðir okkar munu því
miður ekki liggja saman aftur.
Það er skarð fyrir skildi.
Ég vil óska þess að Kristín og
börn þeirra Hjartar nái að sættast
við sorgina vegna þeirra mikla miss-
is.
Þorlákur Karlsson.
Góður drengur er fallinn frá, langt
um aldur fram, öllum harmdauði.
Hjörtur Þór Gunnarsson var vin-
ur í raun, einlægur, velviljaður og
hjálpsamur.
Það vita þeir sem honum kynntust
og þeir eru ófáir.
Við þökkum innilega samferðina
og margar gleðistundir sem við átt-
um á löngu árabili, hér heima og í
ferðum utanlands.
Við vorum hluti af „Leirubakka-
liðinu“ svokallaða sem hóf búskap í
vélstjórablokk í Leirubakka 18 í lok
7. áratugar síðustu aldar.
Þetta var samheldinn hópur sem
hjálpaðist að en virti þó mörk hvers
og eins. Síðar fluttust þessar fjöl-
skyldur hver í sína áttina en tengslin
hafa haldist fram á þennan dag, mis-
mikil þó eins og gengur. Stundum
gat liðið nokkur tími á milli þess að
við hittumst en tilfinningin var samt
eins og við hefðum sést í gær.
Hjörtur var sá í þessu litla sam-
félagi okkar sem gæddi það lífi og
drift, hann lét sér annt um fólk og
fylgdist vel með og er þá á engan
hallað. Börnin löðuðust að honum
eins og við hin fullorðnu.
En nú er komið að leiðarlokum.
Við söknum góðs vinar og biðjum
honum Guðs blessunar.
Diddu, Rikka, Þuríði, barnabörn-
um og fjölskyldunni allri sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Sólrún og Sigurður.
Við kveðjum þig með sára sorg í hjarta
söknuðurinn laugar tár á kinn.
Dregur ský á dagsins ásýnd bjarta
dökkur skuggi fyllir huga minn
(Hákon Aðalsteinsson)
Á lífsins göngu erum við stundum
svo lánsöm að kynnast fólki sem gott
er að umgangast, fólki sem verður
vinir okkar og umvefur okkur með
vináttu sinni í kærleika og gleði.
Þannig minnumst við Hjartar sem
við kveðjum hér í dag. Það var á
haustdögum 1998 að við Hjörtur
kynntumst er ég hóf störf við Við-
skiptaháskólann í Reykjavík. Hann
var þá húsvörður í Versló en kom yf-
ir götuna til að hefja störf í VHR. Á
fyrsta degi óskaði hann eftir því að
með okkur tækist jafn gott samstarf
og hann ætti við konurnar í Versló.
Mikill frumkvöðlahugur var í öllum
og framundan var geysilega
skemmtilegur tími. Samstarf okkar
Hjartar var mikið og við urðum vin-
ir.
Svo góðir vinir að nemendur kusu
okkur „Par ársins“ á árshátíð sinni
eitt árið.
Viðskiptaháskólinn í Reykjavík
gekk í gegnum breytingar. Nýtt
nafn var tekið upp, Háskólinn í
Reykjavík, og skólinn stækkaði. En
eitt breyttist ekki. Hjörtur annaðist
hús og eignir skólans, glaður og reif-
ur á hverju sem gekk.
Ég þakka samstarfið í „skólanum
okkar“. Ég þakka allar samveru-
stundir á gleðistundum en þar var
hann hrókur alls fagnaðar.
Ég þakka stuðninginn sem hann
veitti mér og fjölskyldu minni fyrir
ári með bjartsýni sinni. Og síðast en
ekki síst þakka ég vináttu hans, vin-
áttu sem aldrei bar skugga á.
Við Sigurgeir sendum Diddu,
börnum og barnabörnum Hjartar
innilegar samúðarkveðjur og biðjum
Guð að styrkja þau og varðveita.
Þóra Guðnadóttir.
Þrátt fyrir þá vitneskju að lífið
hafi upphaf og endi og enginn viti
hver er næstur í röðinni kemur það
alltaf jafnmikið á óvart þegar sam-
ferðafólk kveður fyrir aldur fram.
Ég kynntist Hirti þegar ég hóf
störf hjá Háskólanum í Reykjavík en
Hjörtur var umsjónarmaður eigna
skólans. Sumarið 2005 gekk mikið á í
rekstri skólans, samruni Háskólans í
Reykjavík og Tækniháskóla Íslands
var veruleikinn, nýjar deildir og
námsleiðir urðu til. Í mörgu var að
snúast, skólinn var að stækka, allt
kennsluhúsnæði þurfti að vera klárt
fyrir haustið. Þá þurfti skólinn sann-
anlega á Hirti að halda, það var þá
sem ég kynntist þeim manni sem
hann hafði að geyma.
Hjörtur vann öll sín störf af kost-
gæfni, hann vann óeigingjarnt starf
nótt sem dag ef á þurfti að halda í
þágu skólans og nemenda hans.
Hjörtur var starfsmaður sem auð-
velt var að biðja, oftast þurfti þó
ekkert að biðja hann, hann sá og
vissi hvað þurfti að gera, hann lagði
alúð í sín störf og var alltaf til reiðu.
Framkoma hans einkenndist af glað-
værð og jákvæði, hann tók hverri
bón vel, hversu flókin og tímafrek
sem hún var. Hjörtur hafði í raun
miklu stærra hlutverk innan skólans
en það að vera umsjónarmaður
eigna, hann var allt í öllu. Hirti
fannst gaman að gera sér glaðan dag
með starfsmönnum, þess fengum við
starfsmenn að njóta.
Sumarið 2006 kom næsta törn,
kennsluhúsnæði var tekið á leigu í
Kringlunni 1. Þá þurfti enn og aftur
að koma húsnæði í kennsluhæft
ástand fyrir haustið. Hjörtur var þar
í lykilhlutverki, það þurfti að redda
mörgu, útvega iðnaðarmenn, hús-
gögn og búnað, breyta og laga. Alltaf
stóð Hjörtur vaktina. Það sumar lét
Hjörtur verulega á sjá þannig að við
starfsmenn tókum eftir því. Við töld-
um okkur trú um að það stafaði af
vinnuálagi og Hjörtur þyrfti að kom-
ast í gott frí eftir törnina. Síðsumars
kom í ljós að veikindi voru óumflýj-
anleg, Hjörtur færði okkur þær
fréttir að veikindin væru alvarleg.
Þegar ég lét af störfum hjá Háskól-
anum í Reykjavík kvaddi Hjörtur
mig með sínum persónulega hætti
þrátt fyrir að vera mikið veikur, fyr-
ir það var ég honum þakklát. Ég hef
fylgst með Hirti og veikindum hans
síðan. Fyrir stuttu ræddi ég við
hann í síma, þá talaði hann af
raunsæi um veikindi sín og hversu
alvarleg þau væru. Hann var þá
samur við sig, sló á létta strengi og
óskaði mér alls hins besta, þannig
var Hjörtur, gat alltaf gefið af sér,
jafnvel þegar hann stóð frammi fyrir
síðustu ævidögunum.
Ég votta fjölskyldu Hjartar sam-
úð mína, minningin um góðan dreng
mun lifa.
Stella K. Víðisdóttir.
Góður félagi og fyrrverandi sam-
starfsmaður minn, Hjörtur Þór
Gunnarsson, hefur nú yfirgefið jarð-
vist okkar. Kynni okkar hófust er ég
byrjaði að starfa við Verslunarskóla
Íslands fyrir um það bil tuttugu ár-
um. Starf hans við skólann var mjög
viðamikið, það fól í sér viðhald á hús-
næði skólans og einnig fjölbreytilegt
samstarf við kennara og nemendur.
Oft komu upp vandamál sem Hjört-
ur leysti ætíð á sinn rólega og yf-
irvegaða hátt, en hann var einstak-
lega hlýr maður, brosmildur og
kátur. Hann var mjög úrræðagóður
og mikill fagmaður og leysti öll störf
vel af hendi.
Hjörtur var driffjöður í öllu fé-
lagslífi meðal starfsmanna skólans
og hrókur alls fagnaðar. Hann var
mjög hjálpsamur maður og gerði öll-
um greiða ef hann gat. Hann kunni
einnig að njóta lífsins með góðum
vinum og félögum í ferðalögum og á
menningarviðburðum innanlands
sem og erlendis. Í því voru Hjörtur
og Kristín eiginkona hans mjög sam-
hent.
Eftir að Hjörtur hóf störf við Há-
skólann í Reykjavík hélt hann góðu
sambandi við sitt fyrra samstarfs-
fólk og kom oft í heimsókn yfir í
Versló þegar tækifæri gafst frá erli
vinnudagsins.
Hjörtur sá um breytingar og
stækkun á Háskólanum í Reykjavík,
þá kom vel í ljós hversu útsjónar-
samur og nýtinn hann var. Hann var
að ljúka við það verkefni þegar hann
greindist með sjúkdóminn sem varð
honum að falli og fóru þá í hönd erf-
iðir tímar hjá honum og fjölskyldu
hans. Lífsvilji Hjartar var mikill og
hann var staðráðinn í að gefast ekki
upp fyrr en í fulla hnefana. En lífið
er ekki alltaf sanngjarnt. Ég er
þakklátur fyrir góðu stundirnar sem
ég hef átt með honum þessi ár. Hlýj-
ar minningar um Hjört munu lifa í
hjörtum okkar allra sem þekktu
hann.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur sendum við Kristínu, Þurí, Rikka
og fjölskyldum þeirra.
Kristinn og fjölskylda.
Hjörtur og Didda – alltaf saman,
og svo mun verða áfram í huga okk-
ar sem þekktum Hjört þó svo að
Hjörtur sé nú farinn á vit ævintýr-
anna í eilífðinni sem bíður okkar
allra.
Bernskuminningarnar eru oft þær
litríkustu og sterkustu. Þar á Hjört-
ur sinn stað. Börnin á Leirubakk-
anum eiga góðar minningar um
Hjört sem alltaf var hvers manns
hugljúfi. Fyrsti leikfélagi minn var
hann Rikki og í uppvextinum næstu
árin kom Hjörtur oft við sögu því
samfélagið Leirubakki 18 var sam-
félag barna og foreldra sem enn
þann dag í dag rækta vinatengsl sem
urðu til fyrir lífstíð. Seinna þegar
börnin á Leirubakkanum voru vaxin
úr grasi og búin að stofna sínar eigin
fjölskyldur var alltaf jafn gaman að
hitta Hjört. Hann var ávallt léttur
og í góðu skapi, brosandi og áhuga-
samur um líf og tilveru barnanna á
Leirubakkanum.
Hjörtur var hlýr maður, það sýndi
hann í orði og verki. Hann var sér-
lega góður við hana ömmu mína sem
bjó hjá okkur á Leirubakkanum og
ég veit að hann var í miklu uppáhaldi
hjá henni ekki síður en hjá mér og
foreldrum mínum. Elsku Didda,
Þurý, Rikki og barnabörn, góður
drengur hefur kvatt allt of snemma,
minning hans lifir.
Ragnheiður K. Guðmundsdóttir.
Það er þungbært að kveðja góðan
vin og starfsfélaga í Verzlunarskól-
anum til margra ára, Hjört Þór
Gunnarsson, sem lést aðeins 61 árs
að aldri. Ótal minningar skjóta upp
kollinum á kveðjustund, sem eiga
það allar sameiginlegt að vera góðar,
enda var Hjörtur með skemmtilegri
mönnum. Hann var hvers manns
hugljúfi, alltaf í góðu skapi sem
smitaði út frá sér og var ávallt
reiðubúinn að hjálpa samferðafólk-
inu. Greiðviknari mann var erfitt að
finna og hafa ófáir vinir og ættingjar
notið góðs af hjálpsemi hans og
verksviti gegnum tíðina.
Hjörtur var mikil félagsvera og
naut þess að vera í góðum fé-
lagsskap. Á sinn hógværa hátt gat
hann verið hrókur alls fagnaðar
hvort sem var á dansgólfinu, við
matarborðið eða í gönguferðinni.
Hann og Kristín kona hans kunnu að
njóta lífsins, á skemmtunum, í ferða-
lögum innan- og utanlands og í faðmi
fjölskyldunnar. Og betri gestgjafar
eru vandfundnir.
Hjörtur hafði ótrúlega jákvæð
áhrif á alla í kringum sig, lét sig alla
varða og gætti þess að enginn væri
útundan þegar hópur fólks kom
saman. Það var gott að leita til hans,
hann var ráðagóður og átti gott með
að hlusta. Hjörtur var þannig gerður
að það var alltaf gott að vera nálægt
honum
Hjörtur glímdi við óboðinn vágest
síðasta árið. Hann tók veikindum
sínum af æðruleysi og bjartsýni,
ákveðinn í að hafa betur. Þegar ljóst
var snemma í haust að baráttan væri
töpuð lét hann ekki bugast, tók því
sem að höndum bar með reisn og
kvaddi umvafinn fólkinu sínu.
Við hjónin minnumst Hjartar með
þakklæti fyrir samfylgdina. Missir
allra sem þekktu hann er mikill, fjöl-
skyldunnar auðvitað mestur. Við
biðjum góðan Guð að blessa Kristínu
og fjölskylduna alla. Megi minning
Hjartar ylja okkur öllum um ókomin
ár.
Gunnar Sigurðsson,
Gerður Harpa
Kjartansdóttir.
Það eru margir sem kveðja góðan
vin í dag. Ég er ein þeirra. Hjörtur
var góður vinur og sérlegur vinur
hvers og eins. Ég hef bara alltaf
þekkt Hjört því hann bjó í stiga-
ganginum í Leirubakkanum og var
pabbi hans Rikka vinar míns. Hjört-
ur var einn af þeim sem líta á börn
sem fólk og var því félagi okkar