Morgunblaðið - 21.11.2007, Page 34

Morgunblaðið - 21.11.2007, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar Páll Ív-arsson fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1949. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Katrín Sylvía Sím- onardóttir frá Vatnskoti í Þing- vallasveit, f. 27. september 1912, d. 27. maí 2001, og Ív- ar Björnsson frá frá Steðja í Borgarfirði, f. 28. júlí 1919, d. 14. september 2006. Bræður Gunnars eru Viggó Oddsson, f. 2. desember 1932, d. 7. mars 1983, og Símon H. Ívarsson, f. 9. mars 1951, kvæntur Maríu Ív- arsdóttur, f. 5. júní 1952, þau eiga þrjú börn. Gunnar Páll kvæntist 27. sept- ember 1969 Jónínu Ragn- arsdóttur, f. 6. janúar 1952. For- eldrar hennar voru Andrea F.G. Jóns- dóttir, f. 18. október 1909, d. 28. sept- ember 1972, og Ragnar Jón Lár- usson, f. 8. maí 1907, d. 11. júlí 1971. Dætur Gunn- ars og Jónínu eru: 1) Andrea Margrét, f. 25. september 1968, synir hennar eru Gunnar Páll Torfa- son, f. 2. janúar 1988, og Heimir Páll Ragnarsson, f. 12. september 2001. 2) Katrín Sylvía, f. 30. júlí 1974, gift Gunnþóri Jónssyni, f. 18. september 1974. Gunnar Páll var lengstan hluta starfsævi sinnar skrifstofustjóri hjá Fiskveiðasjóði Íslands. Útför Gunnars Páls fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hann afi var mín sterkasta fyr- irmynd í lífinu. Hann ól mig upp frá því ég fæddist og ég hef búið hjá honum mestan part ævi minn- ar. Áður en afi veiktist leið ekki sá dagur að hann gæfi mér ekki alla sína visku og ást, styddi mig í öll- um mínum áhugamálum sem og vandamálum. Eins og hann sýndi mikla ástúð var hann líka stríðnasti maður sem ég hef kynnst. Hann var vanur að snúa út úr og ef mað- ur sagði „heyrðu“ þá var svarið ávallt „ég heyri bara mjög vel en þú?“ og ég hló í hvert sinn, en mað- ur komst ekki að þegar hann var kominn í stuð að snúa út úr. Þegar ég var yngri lá ég alltaf á bumb- unni hans við að horfa á sjónvarpið og svo leit ég upp og þá var hann sofnaður, þá stríddi ég honum og spurði „ertu sofnaður?“ og svarið var „NEI! ég er bara að skoða augnlokin“. Afi var alltaf mjög skipulagður og gat allt, hann var með stórar hendur en samt sem áður gat hann lagað minnstu hluti. Ég bar mikla virðingu fyrir afa og tók mark á því sem hann sagði og þegar hann skammaði mig eða sagði mér til var það bara þannig. Eitt af því sem ég dáðist að í fari afa var að hann fór ekki bara tvisvar yfir allt sem hann gerði heldur þrisvar eða eins oft og þörf var á. Hann aðstoðaði mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur, sérstaklega í náminu, ég þakka honum í dag fyrir það sem ég kann og get. Svo heppinn var ég að hann kom alltaf að horfa á mig í hand- boltanum og gaf mér góðar ábend- ingar, þótti mér alltaf vænt um það. Ég lærði á gítar hjá Símoni bróð- ur hans og afa þótti alltaf notalegt að heyra mig spila. Það sem lýsir afa best er til dæmis að fyrir ein jólin aðstoðaði hann mig við að út- búa geisladisk þar sem ég spilaði á gítarinn og var það svo jólagjöf árs- ins frá mér til minna. Afi veiktist fyrir rúmum fimm árum, þá var ég 14 ára. Ég dáðist að honum að kom- ast að hluta til upp úr þessum veik- indum, ég er ekki viss um að ég myndi vera nógu sterkur til þess, því honum var vart hugað líf. Ég á honum margt að þakka og geymi margar góðar minningar í hjarta mínu. Nú kveð ég afa minn með sorg og söknuði, sjáumst þó að seinna verði. Þinn Gunnar Páll. Kær bróðir minn, Gunnar Páll er fallinn frá eftir langvarandi veik- indi. Við Gunnar ólumst upp í for- eldrahúsum eins og lög gera ráð fyrir. Fyrst í Vesturbænum en síð- an í Hamrahlíðinni og urðum við að sjálfsögðu báðir góðir Valsarar af hjartans einlægni. Margt úr minn- ingu æskunnar bindur okkur sam- an á ótalmarga vegu. Gunnar hafði fljótt skoðanir á hlutunum og sótti sér þekkingu víða að. Oft skildi maður ekki hvað- an hann hafði alla þessa þekkingu, sem hann lagði skoðunum sínum til stuðnings. Alls kyns tölur og rann- sóknir gat hann bent á í röksemda- færslu sinni máli sínu til staðfest- ingar, og gjarnan vildi hann eiga síðasta orðið. Eftir að Gunnar kynntist Nínu, urðu samskiptin eðlilega minni en áður, en engu að síður bárum við reglulega saman bækur okkar og fylgdumst hvor með öðrum. Gunnar var mjög félagslyndur og gjarnan var fjöldi manns saman kominn á heimili þeirra hjóna og glatt á hjalla. Einnig var Gunnar mjög hjálpsamur og þegar vantaði aðstoð var hún auðfengin. Áhugasvið hans voru mörg, íþróttir voru honum mikils virði og fylgdist hann grannt með úrslitum leikja sem við skeggræddum oft á tíðum. Einnig hafði hann mikinn áhuga á myndatökum og framköll- un mynda og tók hann margar fal- legar myndir sem prýtt hafa veggi fjölskyldunnar. Golf stundaði hann einnig af miklum áhuga og voru ófá ferðalög þeirra hjóna tengd heim- sóknum á golfvelli. Hér er fátt eitt nefnt, en áhugasviðin voru mörg, enda skorti aldrei umræðuefni þeg- ar við hittumst. Þegar Gunnar fékk heilablóðfall fyrir tæpum sex árum var honum ekki hugað líf, en seiglan var hon- um í blóð borin og heim komst hann, þó ekki alveg heill. Það var því ljóst að það hallaði á seinni hlut- ann. Nína og dætur þeirra önnuð- ust hann af stakri dyggð, kærleika og dugnaði sem er til mikillar fyr- irmyndar. Í þessum erfiðleikum hélt Gunnar glaðlyndi sínu og áhuga á öllu því sem fram fór og vildi vera þátttakandi af lífi og sál eins og hægt var. Brosandi og fagn- andi tók hann á móti okkur þegar komið var í heimsókn og þó hann hafi átt erfitt með að tjá sig, þá gat Nína, á einhvern óskiljanlegan hátt skilið um hvað málið snerist og þannig auðveldað tjáskiptin. Við þökkum Gunnari samfylgd- ina og sendum Nínu, Andreu, Katr- ínu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Símon H. Ívarsson og fjölskylda. Í lífinu hefur allt upphaf og allt endi. Eilífðin er afstæð, en í lífinu skiptast á skin og skúrir. Stundum gengur vel og stundum illa. Orð eru stundum skrýtin og stundum hafa mörg orð ekkert innihald. Þá virkar þögnin mælsk. Oft er það svo að ná- vistin og kyrrðin virðast mögnuð. Sumir hafa svo mikla útgeislun að nærvera þeirra ein gerir lífið fag- urt. Ég talaði og þú skildir. Þú tal- aðir og ég skildi lítið, en þó skildi ég flest – því návistin var svo góð og stutt í kímnina. Þá var gaman. Ég kynntist þér ungum, þegar þið Nína voruð í tilhugalífinu. Þá kynntist ég tryggð þinni og ein- lægni. Samviskusemi, dugnaði og vinnuúthaldi. Síðan höfum við verið perluvinir og nær það út yfir gröf og dauða. Síðan komu dæturnar elskulegu og kátu afastrákarnir og tengdasonurinn góði. Svo kom Jök- ull. Þú áttir Nínu og þú áttir þau öll og sást ekki sólina fyrir þeim. Þú áttir mikið. Svo kom allt litla fólkið í fjöl- skyldunni sem leitaði til þín. Börnin voru fljót að finna hlýjuna og manngæðin. Í okkar fjölskyldu varstu orðinn „pater familias“ – ættfaðirinn, góði frændinn og góði afinn. En fyrst og síðast þakka ég þér fyrir allt það góða sem þú gafst mér og alla vináttuna í gegnum tíð- ina. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Eitt andartak; Svo ekkert meir. En minningin er myndræn og minningin er kær. Mér fannst svo langt um liðið svo langt frá því í gær. Nú litla fólkið leitar nú leitum við og hin. Að lösnum, ljúfum manni að lífsins besta vin. Já, vandfundinn er vinur er verndar hópinn sinn. Ég, kæri vinur, kveð þig og kyssi þína kinn. Eitt andartak; Svo ekkert meir. Ólafur og Sigrún. Kvaddur er mágur minn og góð- ur vinur, Gunnar Páll Ívarsson. Gunnar var maðurinn hennar Nínu, yngstu systur minnar, og hafa kynni okkar varað í hartnær 40 ár. Eftir stendur minning um einstaklega vel gerðan og góðan mann, ljúfan og dagfarsprúðan. Hann gladdist með öðrum þegar vel gekk og var ætíð reiðubúinn til að hlaupa undir bagga þegar á þurfti að halda. Fyrir nokkrum árum, rúmlega fimmtugur, varð Gunnar fyrir áfalli sem leiddi til þess að hann var bundinn við hjólastól og gat ekki tjáð sig með orðum. Fjölskylda hans sameinaðist um að veita hon- um sem besta umönnum svo hann gæti dvalið áfram heima. Við þess- ar aðstæður kom best fram hve vel gerður Gunnar var. Hann var ætíð ljúfur og kátur, leitaði eftir sam- veru við aðra, hlustaði og tjáði sig með hlýrri og vinsamlegri fram- komu. Það var aðdáunarvert að sjá hvernig hann brást við þungbærri og ótímabærri fötlun með miklu jafnaðargeði. Við systkini Jónínu og fjölskyld- ur okkar áttum með Gunnari marg- ar ljúfar samverustundir og mörg okkar eiga honum mikið að þakka. Fyrir það er þakkað á kveðju- stundu. Nínu, Andreu og Katrínu og fjöl- skyldum þeirra eru sendar hug- heilar samúðarkveðjur. Sveinn H. Ragnarsson. Gunni hennar Nínu, eins og við kölluðum hann alltaf, er látinn. Gunnar Páll var kvæntur Jónínu móðursystur okkar og hefur fylgt okkur systkinum eftir frá fyrstu tíð og ávallt verið umhugað um okkar velferð. Í okkar huga var Gunni einstak- ur maður. Hann var hreinn og beinn í samskiptum og alltaf viss- um við fyrir hvað hann stóð. Gunni hafði gaman af rökræðum og í minningunni eru ógleymanleg- ar stundir þegar hann og móðir okkar heitin settust niður, einu sinni sem oftar, og tóku tal saman. Þau voru miklir vinir og stöðugur samgangur á milli heimilanna. Báð- um þótti vænt um að eiga síðasta orðið og varð það oft til þess að heimsóknir urðu lengri en ráðgert hafði verið og höfðu þau gaman af. Gunnar var mikill fjölskyldumað- ur og fjölskyldan var honum allt. Þau hjónin voru einstaklega sam- rýmd, hann var góður og traustur eiginmaður, einstakur faðir og tengdafaðir og flottur afi. Gunna leið aldrei betur en með fullt hús af fólki og hefur heimili þeirra hjóna verið sannkallaður griðastaður stórfjölskyldunnar. Þar hafa margir notið þess að dvelja í lengri eða skemmri tíma. Við systk- inin höfum frá unglingsárum verið nokkurs konar heimalningar hjá þeim hjónum og í seinni tíð hefur þau ekki munað um að bæta við sig ömmu- og afahlutverki gagnvart okkar börnum. Fyrir það erum við ævinlega þakklát. Það var mikið áfall þegar Gunnar fékk heilablóðfall fyrir rúmum 5 ár- um og var á tímabili vart hugað líf. Uppgjöf var þó ekki til í hans orða- bók og við tók strangt endurhæf- ingarferli á Grensásdeild. Eftir þrotlausa vinnu gat Gunni flutt aft- ur heim í Norðurfellið þar sem hann átti góða tíma umkringdur ástvinum. Í veikindum Gunna stóðu eiginkona, dætur, tengdasonur og barnabörn, öll sem eitt, þétt við bakið á sínum manni. Helgina áður en Gunni lést sát- um við saman í Norðurfellinu með Nínu og ræddum um það sem á daga fjölskyldunnar hafði drifið undanfarið. Hann vildi fullvissa sig um að það allt væri í góðum farvegi hjá okkar fólki og var þetta mjög lýsandi fyrir Gunna, alltaf að hugsa um aðra. Það er komið að kveðjustund eins sárt og það nú er. Minning- arnar streyma fram og eru þær bæði ljúfar og góðar. Að lokum vilj- um við þakka Gunnari Páli fyrir samfylgdina og ómetanlegan stuðn- ing í gegnum tíðina. Minning um yndislegan mann mun lifa áfram með okkur um ókomna tíð. Elsku Nína, Andrea, Katrín, Gunnar Páll, Heimir Páll og Gunn- þór, guð gefi ykkur styrk og veri með ykkur á þessari stundu. Ef það er einhver huggun gegn harmi, þá vitum við að vel verður tekið á móti Gunna á nýjum stað. Áslaug, Ragnar og fjölskyldur. Vinur Í lífinu leit er að vönduðum vinum er viljandi rétta þér hjálpandi hönd. Þú getur svo rakleiðis gengið að hinum er glottandi virða engin vináttubönd. Ég mælti það heilast og met það svo enn þó margt hafi lífið að bjóða. Að oft snúist gæfan um göfuga menn er gefi þér vináttu góða. Vandanum mætum við stundum með stælum störum til himins og blótum á laun. Það gildir svo lítið þó göfugt við mælum ef gefum við ekkert til vinar í raun. Ég sagt hef það áður og segi nú enn að sumir leiti svo víða. En vandfundnir eru þeir vegsemd- armenn er vináttu eiga svo blíða. (Ólafur Þór Ragnarsson) Þökkum vinsemd þína. Dóra og Lárus. Fallinn er frá, langt um aldur fram, sómamaðurinn Gunnar Páll Ívarsson. Við hjónin kynntumst Gunnari Páli og fjölskyldu hans fyrir um 20 árum þegar sonur okk- ar Torfi og dóttir hans Andrea felldu hugi saman og hófu búskap. Skömmu síðar fæddist þeim son- urinn Gunnar Páll, okkar fyrsta barnabarn, en fljótlega skildust leiðir foreldra hans. Við áttum því láni að fagna að fylgjast náið með uppvexti Gunnars Páls yngra til fulltíða manns, og vinskapur hélst með okkur og þeim hjónum Gunn- ari Páli eldra og Jónínu Ragnars- dóttur og dætrum þeirra. Ófáar eru þær veislurnar (aðallega en þó ekki eingöngu afmælisveislur Gunnar Páls yngra), sem við höfum setið í góðu yfirlæti hjá þeim hjónum eða hjá Andreu. Og oft leit Andrea til okkar, yfirleitt með litla snáðann sinn, Heimi Pál, hin síðari ár. Fyrir allmörgum árum dundu þau ósköp yfir að Gunnar Páll eldri fékk alvarlegt heilablóðfall, sem gerði það að verkum að hann gat ekki lengur gert sig skiljanlegan (nema að einhverju leyti nánustu ættingjum) og var að mestu bund- inn hjólastól. Aftur á móti virtist hann skilja allt sem við hann var sagt. Þessum þungbæra sjúkdómi tók Gunnar Páll á frábæran hátt. Hann virtist alltaf glaður þegar við litum til hans, og þetta góða geð Gunnar Páll Ívarsson Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Heimir Páll. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Elsku Gunni „afi minn,“ nú ert þú kominn til Guðs og líð- ur miklu betur og ég vona að Guð taki vel á móti þér. Þú ert kominn í góðan hóp af englum sem passa mig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð geymi þig, elsku afi. Ástarkveðja, þinn Ágúst Þór. HINSTA KVEÐJA ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR MAGNÚSSON, Háaleitisbraut 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum þann 20.11. 2007. Jarðarför auglýst síðar. Aðstandendur. ✝ Ástkær móðir mín, dóttir okkar og systir, ANDREA EY, andaðist fimmtudaginn 15. nóvember. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Eyjólfur Ingi Andreuson, Ingveldur Gísladóttir, Eyjólfur Pétursson og systkini hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.