Morgunblaðið - 21.11.2007, Síða 36

Morgunblaðið - 21.11.2007, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Mikil baráttukona er látin. Þegar haustaði að og rigningin dundi á kvaddi vinkona okkar, hún Marta lífið. Marta var sterkur persónuleiki. Það má segja að það hafi best komið fram í því hvernig hún tókst á við líf sitt, sérstaklega eftir að meinið sem dró hana til dauða kom upp og varð hluti af lífi hennar. Kynni okkar af Mörtu byrja raun- verulega fyrst þegar hún kemur til starfa við Grunnskólann í Grindavík árið 2003. Hún hafði búið erlendis um árabil og var nú komin í sitt gamla byggðarlag til kennslu og bú- setu. Það kvað að henni eins og gjarnan gerir að fólki sem hefur skoðanir og er óhrætt við að láta þær í ljós. Hún kom til kennslu með viðhorf og reynslu frá Bretlandi þar sem hún hafði búið. Hún ávann sér fljótlega virðingu þeirra sem störfuðu með henni á einn eða annan hátt í skóla- umhverfinu. Virðingu vegna þess að hún var samkvæm sjálfri sér í allri framgöngu og skoðunum. Hún hafði sterka nærveru á sinn einstaka hátt. Marta var mikil keppniskona og tókst á við verkefni þannig að hún vildi ná árangri t.a.m. í kennslu. Á haustdögum 2005 var ljóst að Marta gekk ekki heil til skógar, mein var í brjósti hennar og eitlum. Veikindin tókst hún á við eins og eitt verkefni af því keppnisskapi sem einkenndi hana. Hún skyldi hafa betur! Bar- áttan vakti mikla aðdáun okkar á því hvernig unga konan tókst á við hár- missi, vanlíðan og allt sem fylgir slíkum veikindum. Allt leit betur út og Marta ákvað að taka þátt í að ganga fyrir krabbameinssjúka og ekki varð ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur heldur skyldi farið yfir sjálfan Grænlandsjökul sem hún gerði s.l. vor. Mikið var á sig lagt, farið í æfingabúðir, gengið og gengið, undirbúningurinn var unnin af mikilli kostgæfni og alúð. Enda var verkefnið klárað með stæl. Marta leit á lífið sem tækifæri til að njóta. Tækifæri til að fræðast. Hún hafði mikinn áhuga á lestri góðra bóka og hafði gaman af því að ræða um bækurnar. Í nokkur skipti fengum við ábendingar frá henni um hvað væri gaman að lesa svo ætlaði hún að ræða um bókina þegar við værum búin að lesa. Hún vissi sem var að misjöfn er upplifun manna af því sem er lesið. Hún naut þess að fara í leikhús, vera í menningu sem þátttakandi. Hún hafði gaman að hvers konar líkamlegri hreyfingu, göngutúrum og útivist. Við hjónin urðum þess aðnjótandi að ganga með henni mjög svo skemmtilega göngu um Húshólma að Ísólfsskála sumarið 2005, ganga sem mikið var Marta Guðmunda Guðmundsdóttir ✝ Marta Guð-munda Guð- mundsdóttir fædd- ist í Reykjavík 29. apríl 1970. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Grindavíkurkirkju 14. nóvember. spjallað í og þar má segja að böndin okkar hafi verið bundin sam- an þá í gagnkvæma vináttu. Foreldra- hjörtu okkar glöddust mikið í vor þegar til- kynnt var að Marta myndi taka að sér 4. bekk í Grunnskóla Grindavíkur þar sem dóttir okkar er nem- andi og bundum við miklar vonir við að þar kæmi keppnis- skapið og kennslu- reynslan að góðum notum. Því mið- ur var Marta kölluð til annarra verkefna sem hún mun örugglega takast á við af sama krafti. Við viljum votta dóttur Mörtu og augasteini, Andreu, okkar innileg- ustu samúð svo og foreldrum, systk- inum og fjölskyldum þeirra. Megi minningin um merka baráttukona lifa. Frímann og Petrína. Mig langar að minast góðrar vin- konu minnar með þessu orðum. Ég er búin að reyna að skrifa en það koma bara tár svo mig langar að kveðja þig með þessum orðum. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Elsku Halla, Gvendur, Andrea, Matta, Svanur, Nilli, Hanna og fjöl- skyldur, megi Guð vera með ykkur í þessari miklu sorg. Hvíl í friði. Þín vinkona, Erla Jóna. Elsku Marta. Mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem ég fékk að njóta með þér þau fjögur ár sem þú kenndir mér. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Marta, þú varst einstök baráttu- kona sem áttir auðvelt með að hrífa fólk með þér. Þú gafst börnunum líka mikið af þér og tókst virkan þátt í sorgum þeirra og sigrum. Milli þín og barnanna myndaðist einstakt samband sem seint verður gleymt. Við foreldrar Ragnheiðar viljum þakka fyrir þau ár sem dóttir okkar fékk að njóta leiðsagnar þinnar og vináttu. Dóttur þinni, foreldrum og fjölskyldu sendum við okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að veita ykkur styrk til að takast á við þann missi og sorg sem fráfall Mörtu Guð- mundsdóttir er. Ragnheiður Eiríksdóttir og foreldrar. Það er margt sem farið hefur um hugann síðustu daga og vikur sem tengist vináttu okkar Mörtu. Þegar ég hitti Mörtu fyrst í hópi íslenskra kvenna í Edinborg þá vorum við vissar um að við ættum ekki eftir að eiga mikil samskipti, en raunin varð önnur. Á þessum tíma var Marta í fjarnámi við Kennaraháskóla Ís- lands og átti hún eftir að hafa sam- band við mig einmitt vegna þess. Í gegnum þau samskipti hófst vinátta sem við munum alltaf vera þakklát fyrir. Marta átti það til að vera mjög lokuð og gefa lítið af sér og hún var einmitt í því skapinu við okkar fyrstu kynni, en þegar hún hleypti fólki inn fyrir skelina þá var enginn hlýrri og opinskárri en hún. Við gát- um verið alvarlegar og skeggrætt um menn og málefni en það var allt- af stutt í hláturinn. Marta gat hlegið mikið og gerði hún óspart grín að sjálfri sér og því var svo auðvelt að fyrirgefa henni þegar hún hló og gerði grín að okkur hinum. Hún var mjög einlæg og þóttist aldrei vera önnur en hún var. Alltaf sönn og hógvær. Ekki það að hún gæti ekki séð það sem hún var að gera vel heldur hógvær á þann máta að hún tranaði sér ekki fram og var alltaf tilbúin að viðurkenna þegar hún vissi ekki og hún spurði margs og velti mörgu fyrir sér. Hún hló að mér þegar ég sagði henni að hugsa ekki svona mikið því stundum væri bara nóg að vera. Við áttum einnig góðar stundir saman þegar við fór- um út að hlaupa, spjölluðum um heima og geima, töluðum endalaust um skólamál, drukkum kakó, flis- suðum í bíói, skoðuðum tískublöð, breyttum í stofunni og hún skamm- aði mig fyrir að setja húsgögnin of nálægt veggnum eins og mamma hennar. Marta var nefnilega mikill fagurkeri og hafði gott auga fyrir hönnun og tísku. Enda var hún allt- af flottust þegar hún dubbaði sig upp þó svo að íþróttagallinn hafi verið henni kær sem og gömlu galla- buxurnar og strigaskórnir. Marta var mjög ákveðin og þegar hún setti sér markmið þá var hún mjög einbeitt og viljasterk. Hún sýndi það í mörgu og ekki síst í gegnum þau erfiðu veikindi sem hún gekk í gegnum. Það var með ólík- indum hvernig hún vann úr þeim og að ná að ganga yfir Grænlandsjökul tæpu ári eftir að hún lauk mjög erf- iðri læknismeðferð var ekki á allra færi. Það er nefnilega svo undarlegt með þennan oft erfiða sjúkdóm sem krabbamein er að hann er ekki ein- göngu líkamlegur heldur fylgir hon- um líka gífurlegt andlegt álag. Marta gerði sér grein fyrir þessu og lagði sig fram í einu og öllu um að styrkja sig bæði andlega og líkam- lega. Hún var svo dugleg og kraft- mikil og eins og unglingurinn á heimilinu sagði: „Hún Marta átti þetta ekki skilið.“ Nei, hún átti þetta svo sannarlega ekki skilið og okkur finnst erfitt að skilja því í ósköp- unum þessi sjúkdómur þurfti að herja á hana með svo harkalegum hætti. Sumt er bara ekki hægt að skilja og sennilega er okkur ekki ætlað það. Nú er ekki lengur von á að Marta komi við og gleðji heim- ilisfólk með glaðværð sinni og hlýju. Víst er að sorgin og söknuðurinn væri ekki svona sár nema vegna þess að Mörtu fylgja bara fallegar minningar og þær minningar verð- um við að varðveita. Missir elsku litlu Andreu er mestur. Þær mæðg- ur voru afar nánar og þær spjölluðu og brölluðu margt. Við hugsum fal- lega til hennar sem og foreldra, systkina og fjölskyldna þeirra. Við þurfum að taka Mörtu okkur til fyr- irmyndar og vera hugrökk, dugleg og glöð. Megi englarnir vaka yfir þér, kæra vinkona. Sif og strákarnir. Við komum til að kveðja hana í dag, sem kvaddi löngu fyrir sólarlag. Frá manndómsstarfi á miðri þroskabraut, hún má nú hverfa í jarðarinnar skaut, sem börnum átti að búa vernd og skjól er burtu kippt af lífsins sjónarhól. (Guðrún Jóhannsdóttir) Með söknuði í hjarta kveðjum við okkar kæru samstarfskonu og vin. Mörtu minnumst við fyrir dugn- að, kraft, gleði og umhyggju. Við kveðjum þig með orðunum sem þú sendir okkur öllum fyrir skemmstu „gleði og vinarþel er allr- ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR SÆUNNAR JÓHANNSDÓTTUR ljósmóður, Blesastöðum, Skeiðum. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Hermannsson, Elín Árnadóttir, Kristín Hermannsdóttir, Vilmundur Jónsson, Guðrún Hermannsdóttir, Hjalti Árnason, Sigríður Hermannsdóttir, Jónas Jónasson, Hildur Hermannsdóttir, Kristján Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR SIGFINNSDÓTTUR, Þiljuvöllum 12, Neskaupstað. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað fyrir hlýhug og góða umönnun. Jón S. Ölversson, Matthildur Jónsdóttir, Kári Hilmarsson, Sigfinnur Jónsson, Bjarnveig Jónasdóttir, Jóhanna B. Jónsdóttir, Páll Freysteinsson, Erla Jónsdóttir, Árni J. Óðinsson, barnabörn, langömmubörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞORBJÖRG TRYGGVADÓTTIR, áður til heimilis að Ránargötu 19, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 14. nóvember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 23. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Guðrún Ína Ívarsdóttir, Kristinn Valdimarsson, Anna Guðrún Ívarsdóttir, Þorlákur Jónsson, Þorbjörg Ása Kristinsdóttir, Finnbogi Hafþórsson, Valgerður Halla Kristinsdóttir, Njörður Sigurjónsson, Áslaug Ína Kristinsdóttir, Thomas Már Gregers og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir, sonur, bróðir og afi, SVEINBJÖRN BJARKASON, verður kvaddur frá Bústaðakirkju föstudaginn 23. nóvember klukkan 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Samhjálp, banka- reikningur 1163-26-777, kennitala: 551173-0389. Fyrir hönd aðstandenda, Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, Jósef Zarioh, Axel Jósefsson Zarioh, Aðalheiður Lára Jósefsdóttir, Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Bjarnason, Bjarki Elíasson, Ásthildur Sigurjónsdóttir, Björk Bjarkadóttir, Kristján Friðriksson, Stefán Bjarkason, Þorbjörg Garðarsdóttir, Þórunn María Bjarkadóttir, Róbert S. Róbertsson, Þórdís Cortellino Björnsdóttir, Ruggiero Cortellino, Árni Haukur Björnsson, Þórey Bjarnadóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona, móðir og amma, KRISTBJÖRG G. THORARENSEN lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, Reykjavík, föstudaginn 16. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 23. nóvember kl. 15:00. Eggert Thorarensen, Guðmundur Börkur Thorarensen, Þröstur Thorarensen, Eggert Thorarensen, Kristófer Börkur Thorarensen. ✝ Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, HJÖRDÍSAR ANTONSDÓTTUR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfs- og heimilisfólki á Hraunbúðum. Einnig þeim er veittu umönnun í veikindum hennar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhannes Ólafsson og Svanhildur Guðlaugsdóttir. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn . nóvember kl. 15:00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.