Morgunblaðið - 21.11.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 39
IANA Laugavegi
Afgreiðslustarf
Verslunin IANA, Laugavegi, óskar eftir starfs-
fólki í 60% starf. Umsækjandi þarf að vera
þjónustulundaður, samviskusamur, reyklaus
og sýna frumkvæði.
IANA er barnafataverslun frá Ítalíu sem selur
litrík barnaföt og skó. Umsóknir skulu sendar
ásamt ferilsskrá á iana@simnet.is
!"
!" !" # ! $ % ##
&$ '
" &
#! ( &' "
##
&' )
(*
# ## &' " '
##
+ #
$ " '
$ " &' " !
$ " !
&
(
!" #$$ %&" '
&' " !
(
(
# "
+ (" !
!
" &' !
# $ &
(
'& # $ () '* )
,'
--- .# . --- /
(
% '
$
% ., (" 010 2' " 343 5111
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Hollvinasamtaka Bifrastar
Aðalfundur Hollvinasamtaka Bifrastar verður haldinn
miðvikudaginn 28. nóvember 2007 kl. 20:30 í sal
Kornhlöðunnar – Lækjarbrekku, Bankastræti 2
í Reykjavík.
WWW.BIFROST.IS
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum samtakanna.
2. Breytingar á félagslögum.
3. Önnur mál.
Stjórn Hollvinasamtaka Bifrastar
Olnbogabörn
skólasamfélagsins
ADHD-samtökin halda fræðslufund í
Safnaðarheimili Háteigskirkju
fimmtudag 22. nóvember kl. 20.
Fyrirlesari er Arnar Þorsteinsson
námsráðgjafi í Ölduselsskóla
Allir velkomnir.
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir
Heiðarvegur 61, 218-3817, þingl. eig. Jón Eysteinn Ágústsson,
gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Íbúðalánasjóður,
Tryggingamiðstöðin hf og Vestmannaeyjabær, miðvikudaginn
28. nóvember 2007 kl. 14:30.
Kirkjuvegur 66, 218-4428, þingl. eig. Sigríður Kristinsdóttir, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 28. nóvember 2007 kl.
14:00.
Skólavegur 45, 218-4616, þingl. eig. Svitlana Balinska, gerðarbeið-
endur Íbúðalánasjóður, Tryggingamiðstöðin hf og Vestmannaeyjabær,
miðvikudaginn 28. nóvember 2007 kl. 13:30.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,
20. nóvember 2007.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
skrifstofu embættisins að Heiðarvegi 15, Vestmanna-
eyjum, miðvikudaginn 28. nóvember 2007 kl. 15:00:
Eva VE-51 (skipaskrárnúmer 6707), 50% eignarhl. gþ., þingl. eig.
Guðlaugur Valgeirsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Kópavogi.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,
20. nóvember 2007.
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar-
laga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér
með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í
Reykjavík.
Hestháls 14.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis
vegna lóðar númer 14 við Hestháls.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að lóð verði skipt í
tvær lóðir. Ný lóð verður skilgreind á suðurhluta
núverandi lóðar, að Krókhálsi, og verður kvöð á
milli lóða að Hesthálsi 14, 15 og Krókhálsi 7 nýtt
sem aðkoma að nýrri lóð. Einnig verður aðkoma
frá Hesthálsi. Núgildandi skipulagsskilmálar um
Hálsahverfi gilda áfram óbreyttir um nýja lóð.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og
byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1.
hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 21. nóvember
2007 til og með 4. janúar 2008. Einnig má sjá tillög-
una á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir
sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að
kynna sér tillöguna.
Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal
skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is,
til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 4.
janúar 2008. Vinsamlegast notið uppgefið netfang
fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 21. nóvember 2007
Skipulagsstjóri Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Raðauglýsingar 569 1100
Davíð Bjarnason mannfræðingur
varði doktorsritgerð sína „An Island
of Constant Connection – an ant-
hropologist explores mobile net-
works“ eða „Eyjan sítengda – mann-
fræðingur á ferð um farsímanetið“
við félagsvísindadeild Háskóla Ís-
lands 2. nóvember sl.
Hvernig mótaðist hugmyndin um
sítengda einstaklinga, flækta í net
alltumlykjandi þráðlausra tenginga?
Síðan farsímar og net þeim tengd
komu fyrst fram hafa hugmyndir
fólks um hvað felst í því að vera
tengdur tekið stórvægilegum breyt-
ingum. Í upphafi þótti nokkurt undur
að fá tengingu á þennan framandi
grip og hugmyndin um stöðugt sam-
band var fjarstæðukennd; í dag þyk-
ir stöðugt samband í gegnum far-
síma sjálfsagt og
nauðsynlegt í
daglegu lífi.
Rannsóknin rek-
ur þau tengsl sem
mótast hafa í
kringum farsíma
og farnet í gegn-
um fólk og fyr-
irbæri sem á einn
eða annan hátt
hafa komið við
sögu í mótunarferlinu. Í fjölþættri
vettvangsrannsókn er sjónum beint
að fólki, frásögnum, gildum, orð-
ræðu, skjölum, stefnumótun, hlutum,
tæknikerfum og ferlum sem mótað
hafa núverandi hugmyndir um far-
símsamband og tengingar á Íslandi.
Kenningaleg nálgun byggist á
hugmyndum um vensl fólks og fyr-
irbæra og greint er jafnhliða hið
gagnmótandi samband milli sam-
félags og tækni; fólksins og hlutanna
sem það mótar; hlutanna og fólksins
sem þeir móta. Í etnógrafíunni er
ferðast á milli ólíkra staða á Íslandi,
ólíkir gerendur eru eltir uppi í frá-
sögn sem greinir frá síauknum teng-
ingum og útbreiðslu samskiptakerfa;
hvernig afskekkt og lítt tengd eyja
umbreytist í eyjuna sítengdu. Fyrsti
hluti rannsóknarinnar skoðar upphaf
farsímatenginga á Íslandi, og greinir
með hvaða hætti hugmyndir um sí-
tengingu og hreyfanleika hafa náð
fótfestu sem máttarstólpar daglegs
lífs og hvaða áhrif þessar hugmyndir
hafa á félagstengsl og heimsmynd.
Annar hluti rannsóknarinnar skoðar
nánar samsetningu og framleiðslu
farsímasambands í gegnum starf-
semi farsímafyrirtækis. Í þriðja
hluta rannsóknarinnar er borið niður
á nokkuð óvæntum stað, lítilli eyju
norður við heimskautsbaug, Gríms-
ey, sem hafði á þeim tíma sem rann-
sóknin var gerð nýverið fengið GSM-
samband.
Í rannsókninni er lögð áhersla á að
skoða hvernig samhengi tækninnar
og notkun hennar verða til í ferli sem
felur í sér marghliða tengslamyndun
milli ólíkra sviða samfélags og menn-
ingar. Sjónum er þannig ekki beint
að tækninni sem slíkri, heldur er við-
fangsefnið það mótunarferli sem
tæknin fer í gegnum og myndar
tengsl þar sem merking hennar,
samhengi og notkun mótast, oft á
óvæntan hátt. Kastljósinu er beint að
innleiðingu og þróun farsíma-
tækninnar á tilteknum stað, þ.e. Ís-
landi, en um leið er tengsla að leita í
hnattvæðingu tækninnar, flæði og
árekstrum hugmynda og gilda. Líta
má á menningarbundna merkingu
hugmynda um sítengda einstaklinga
sem sveigjanlega, óstöðuga og mót-
sagnakennda. Sá skilningur sem við
leggjum í farsímatækni getur þannig
ekki verið aðskilinn frá stöðugri og
hreyfanlegri mótun samhengis
tækninnar.
Davíð Bjarnason er fæddur 2. nóv-
ember 1972. Hann lauk stúdents-
prófi frá Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti árið 1992, BA-prófi í
mannfræði árið 1996 og meist-
araprófi í umhverfis- og auðlinda-
fræði frá Dalhousie-háskóla í Kan-
ada árið 1999. Davíð starfaði frá
1999-2004 sem yfirmaður við-
skiptaþróunar hjá Landmati sem
fékkst við þróun upplýsingakerfa
fyrir farsíma. Samhliða doktorsnámi
hefur Davíð verið stundakennari í
mannfræði og umhverfisfræði við
Háskóla Íslands.
Doktor í
mannfræði
Davíð Bjarnason
SAGNFRÆÐINGAFÉLAG Íslands heldur fyrirlestur í há-
deginu á morgun, fimmtudag, en þar mun Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra flytja erindi sem hún nefnir:
„Minn staður er hér þar sem Evrópa end-
ar.“
Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélags-
ins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminja-
safnsins og standa frá klukkan 12.05 til
klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öll-
um heimill.
Fyrirlestur Ingibjargar Sólrúnar er hluti
af fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins í
haust sem ber heitið „Hvað er Evrópa?“.
Mæting hefur verið góð á fundina í haust.
Fyrr í haust fluttu sagnfræðingarnir Axel
Kristinsson, Guðmundur Hálfdanarson og
Sverrir Jakobsson fyrirlestra í þessari sömu fyrirlestraröð.
Hægt er að nálgast fyrirlestrana á heimasíðu Sagnfræðinga-
félagsins, http://www.sagnfraedingafelag.net.
Utanríkisráðherra
ræðir um Evrópu
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Sagnfræðingafélag Íslands
Fáðu úrslitin
send í símann þinn