Morgunblaðið - 21.11.2007, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞÚ ERT
FEITUR!
ROP! EN
NÚNA?
ÞETTA ER
FLOTTUR
HÓLL!
EN ÉG ÞARF AÐ
HUGSA MÁLIÐ!
ROSALEGA GETUR MAÐUR SÉÐ
LANGT HÉRNA UPPI... ÉG SÉ
ALLA LEIÐ HEIM TIL MÍN
ÞAÐ VÆRI GAMAN AÐ KOMA
HINGAÐ AÐ KVÖLDI TIL OG
NJÓTA ÚTSÝNINSINS MEÐ
VINUM SÍNUM...
HIKK
HIKK
HIKK
ÉG HELD (HIKK)...
AÐ (HIKK) ÉG (HIKK)
SÉ MEÐ (HIKK)
ÉG ER
MEÐ
(HIKK)
HVAÐ ERTU
MEÐ? FÉKKSTU
NÝJA MYNDA-
SÖGU?... EÐA
PENING?
NEI
(HIKK)... ÉG
ER MEÐ (HIKK)!
ÉG Á VIÐ
(HIKK)...
ÞETTA ER
GAMAN!
ÞARNA ER
HAFNAR-
STJÓRINN!
BIDDU
HANN UM
LÍNU!
HEYRÐU,
FÉLAGI...
GETUR ÞÚ NOKKUÐ FUNDIÐ
HANA LÍNU FYRIR OKKUR?
EF ÞÚ SETUR
HANN UPP AÐ
EYRANU
HEYRIR ÞÚ Í
HAFINU!
NEI!
HANN SAGÐI AÐ
ALLIR ÞJÓNUSTU-
FULLTRÚARNIR
VÆRU UPPTEKNIR
VINUR MINN, HALLI,
VAR AÐ SENDA MÉR
PÓST... HANN VERÐUR Í
BÆNUM UM HELGINA
HVER ER
HALLI?
HANN VAR MEÐ MÉR Í SKÓLA.
HANN EIGNAÐIST MIKINN
PENING ÞEGAR NETVÆÐINGIN
BYRJAÐI...
HANN VILL
BORÐA MEÐ
OKKUR Á
CHEZ LA LA
NIÐRI Í BÆ
VORUM VIÐ
EKKI AÐ LESA
GREIN UM
ÞENNAN STAÐ
UM DAGINN?
JÚ! MAÐUR
BORGAR 5.000 kr.
FYRIR PYLSU Á
ÞESSUM STAÐ!
ÉG SÉ AÐ
NARNA
LEMARR
BÝR Í
HÚSI SEM
SÆMIR
ALVÖRU
KVIKMYNDA-
STJÖRNU...
EN ÉG VERÐ AÐ KOMAST AÐ
ÞVÍ HVAÐ HÚN HEFUR AÐ FELA!
dagbók|velvakandi
Hvað ætla stjórnvöld að gera?
ÞAÐ sagði mér eitt sinn kona sem
flutti utan af landi til Reykjavíkur,
ung að árum, snemma á síðustu öld
og fór í vist eins og það var kallað þá.
Kaupið sem hún fékk fyrir árið
dugði fyrir skóm handa henni og ef
til vill fyrir efni í kjól eða kápu. Samt
vann þessi stúlka myrkranna á milli
en þegar hún veiktist og fór á
sjúkrahús var henni strax sagt upp
starfinu. Nú er öldin önnur, bullandi
góðæri, aldrei meiri kaupmáttur,
líka fyrir hina lægstlaunuðu, flestir
að kaupa hús og nýja jeppa og fara í
utanlandsferðir þannig að það virð-
ist vera nóg til að bíta og brenna.
Mikið vildi ég að þetta væri raunin,
vissulega hafa margir það gott og
eru á ofurlaunum en það eru bara
stór hópur fólks í samfélaginu sem
er alls ekki á háum launum. Stjórn-
málamenn segja okkur við hátíðleg
tækifæri að velsæld sé mikil en ég
segi að þetta sé að stórum hluta
þjóðsaga. Ég kalla það ekki velsæld
að kaupa húsnæði og bíla, allt á lán-
um. Margir eru svo illa staddir að
þeir þurfa að leita reglulega til
hjálpastofnana. Ekki bætir úr að nú
eru vextir af húsnæðislánum að
hækka og leigumarkaðurinn er svo
dýr að fólk hefur hvorki efni á að
leigja sér húsnæði né að kaupa. Þá
eru langir biðlistar eftir félagslegu
húsnæði. Því spyr ég hvað ætla
stjórnvöld að gera?
Sigrún Reynisdóttir.
.
Blekkingar í Bónus!
LAUGARDAGINN 18. þ.m. keypti
ég ýmsa matvöru í Bónus í Njarðvík
eins og oft áður. Ég tók sérstaklega
eftir því að bláber, sem ekki höfðu
fengist lengi voru komin aftur. Þar
sem bláberin voru í kælinum var
hvergi að finna aðra merkingu sem
benti til verðs nema á hillunni var
spjald með tölunni 136 sem átti
greinilega ekki við þyngd öskjunnar
sem á stóð 125 gr. Það hlaut því að
vera verðið á öskjunni (því varla gat
það verið kílóverðið)! Ég setti 2 öskj-
ur í grindina. Þegar heim var komið
fór ég að skoða kvittunina. Þá stóð
þar tvisvar „D Bláber 125 gr 298
kr.’’ Ég vek athygli á þessu vegna
þess að fólk hefur verið að kvarta
undan misræmi á hillumerkingum
og verði á kassa, eins og komið hefur
fram í blöðum að undanförnu, en í
þessu tilfelli er ekki annað að sjá en
að í Bónus í Njarðvík sé beinlínis
beitt villandi merkingum og því þá
ekki í öðrum verslunum Bónuss?
Eins má benda á að verðkannanir
milli verslana eru mikilvægar en
þegar gæðamatið vantar vilja þær
verða lítils virði. Þannig hafa lengi
fengist uppþornaðar óætar appels-
ínur í Bónus í Njarvík á 77 kr. kg en
ágætar appelsínur á 98 kr. í Sam-
kaupum skammt frá, hvað segir
þessi verðmunur?.
Neytandi í Reykjanesbæ.
Giftingarhringur fannst
GIFTINGAHRINGUR fannst í
ruslaporti við veitingastaðinn Einar
Ben. v/Ingólfstorg 18. nóvember sl.
Uppýsingar gefur Sergei, sími 899
1992.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
TJÁNING er nauðsynleg, en sumar aðferðir eru þó ekki viðurkenndar af
samfélaginu. Kannski kjarni málsins hér, eða í það minnsta undirstrikun á
boðskapnum.
Götuskilti með skilaboðum
FRÉTTIR
JÓLA- og tækifæriskort Skógrækt-
arfélags Íslands er komið út. Á
kortinu er mynd af málverki lista-
mannsins Ágústs Bjarnasonar sem
heitir „Haustlauf“.
Sérstök hvatning er á kortinu
þar sem fram kemur að fyrir hvert
selt kort gróðursetji félagið eitt tré.
Kortin eru seld tíu saman í búnti
með umslagi. Hægt er að nálgast
kortin á skrifstofu Skógrækt-
arfélags Íslands, í Skúlatúni 6, 2.
hæð. Einnig er hægt að panta kort-
in í síma 551-8150 eða með tölvu-
pósti til skog@skog.is.
Nánari upplýsingar eru á vefsíðu
félagsins – www.skog.is
Jólakort Skógrækt-
arfélags Íslands
SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavík-
ur stendur fyrir jólamarkaði í
gamla hlaðna salnum á Elliða-
vatnsbæ í Heiðmörk.
Jólamarkaðurinn verður opnaður
laugardaginn 24. nóvember og
verður opinn alla laugardaga og
sunnudaga fram að jólum, kl. 11-18.
Í fréttatilkynningu segir að þar
verði seldir munir eftir íslenska
hönnuði, handverks- og listiðn-
aðarfólk. Einnig verður boðið upp á
greinar og skreytingar úr efni
skógarins. Vöfflukaffi og kakó
verður á boðstólum og jólasveinar
kíkja í heimsókn þegar nær dregur
jólum. Alla dagana verður barna-
stund í útirjóðrunum við bæinn þar
sem Náttúruskólinn tekur á móti
börnunum og kveikir eld og stund-
um koma ástsælir barnabókarithöf-
undar í heimsókn og lesa fyrir börn-
in. Jólatré verða til sölu á hlaðinu
við Elliðavatnsbæinn.
Ekið er af Suðurlandsveginum
inn Heiðmerkurveginn hjá Rauð-
hólum (408 Heiðmörk), síðan eftir
bugðóttum malarvegi, yfir litla brú,
beygt til hægri eftir brúna og upp
að Elliðavatnsbænum.
Jólamarkaður
á Elliðavatni