Morgunblaðið - 21.11.2007, Side 46

Morgunblaðið - 21.11.2007, Side 46
46 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUKIÐ frelsi hefur allajafna í för með sér aukið val og auknu vali fylgir oftar en ekki valkvíði – óttinn við að velja ekki rétt, sem getur lamað fólk svo að það velur ekki neitt. Þjóðviljinn sálugi fjallaði forðum mikið um slíkt og þvílíkt ólán að hafa úr of miklu að velja, þá ósvinnu að til væru tugir tegunda af klósett- pappír, hundruð teg- unda af morgunkorni og þúsundir tegunda kexi þegar fólk þyrfti augljóslega ekki nema eina tegund af hverju. Það má svo sem til sanns vegar færa, en hængurinn kemur í ljós þegar kemur að því að ákveða hvaða tegund. Á ríkið að gera það? Hugsanlega eitthvert einkafyrirtæki? Kannski bara neytandinn, er ekki best að hann velji að nota bara eina tegund – og þá eru við komin í hring, er það ekki? Prófessorinn Barry Schwartz hefur mikl- ar áhyggur af valkvíða, að nútímamaðurinn eyði of miklum tíma í að velja og sé með sí- felldar áhyggjur af að hafa ekki valið rétt. Það er ágætispæling út af fyrir sig, en bítur í skottið á sér eins og hver sér í hendi sér. Eins og Schwartz rekur söguna þyrmdi yfir hann eitt sinn þegar hann ætlaði að kaupa sér gallabuxur og komst að því að gallabuxur eru ekki bara gallabuxur heldur þarf að taka alls kyns ákvarðanir, eins og hvort þær eigi að vera með rennilás eða hnöppum, hvernig þær eigi að vera á litinn, hvaða áferð eigi að vera á þeim og svo má lengi telja. Úr því spratt þessi bók. Jamm, það er úr miklu að velja, kannski of miklu, en það er nú bara svo og því verð- ur ekki breytt. Sættu þig við það, góði, langar mann helst að segja við prófessorinn og sér eiginlega eftir því að hafa valið að lesa bókina hans. Valkvíðinn mikli The Paradox of Choice: Why More Is Less eftir Barry Schwartz. Harper Collins gefur út. Árni Matthíasson BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. Stone Cold – David Baldacci 2. Creation in Death – J. D. Robb 3. The Chase – Clive Cussler 4. Protect and Defend – Vince Flynn 5. Rhett Butler’s People – Donald McCaig 6. Book of the Dead – Patricia Cornwell 7. Home to Holly Springs – Jan Karon 8. Playing for Pizza – John Grisham 9. World Without End – Ken Follett 10. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini New York Times 1. Sepulchre – Kate Mosse 2. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 3. A Spot of Bother – Mark Haddon 4. The Kite Runner – Khaled Hosseini 5. The Uncommon Reader – Alan Bennett 6. Faces – Martina Cole 7. One Good Turn – Kate Atkinson 8. Atonement – Ian McEwan 9. This Year it Will be Different – Maeve Binchy 10. Crossfire – Andy McNab Waterstone’s 1. Sword of God – Chris Kuzneski 2. Anybody Out There? – Marian Keyes 3. Cross – James Patterson 4. Wintersmith – Terry Pratchett 5. Treasure of Khan – Clive Cussler 6. The Woods – Harlan Coben 7. The Naming of the Dead – Ian Rankin 8. Stardust – Neil Gaiman 9. 1080 Recipes – Simone Ortega 10. Die For Me – Karen Rose Eymundsson Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is LÖTUM manni eru allir dagar jafnheilagir segir máltækið og lík- lega er þetta eitt af örfáum mál- tækjum sem höfð eru um leti þar sem þessi mannlegi löstur er ekki beinlínis for- dæmdur. Let- ingjar, slæp- ingjar, slórarar og viðlíka ómenni hafa frá örófi alda verði talin baggar á samfélaginu – jafnvel hættuleg því. Það er því kannski engin furða að ein af dauðasyndunum sjö er leti. Sértu latur brennurðu í hel- víti. Svo einfalt er það. Tom Lutz, höfundur bókarinnar Doing Nothing: A History of Loa- fers, Loungers, Slackers, and Bums in America, segir í formála að hann hafi fengið hugmyndina að bókinni þegar stálpaður sonur hans flutti inn á hann, því í stað þess að finna sér vinnu lagðist son- urinn upp í sófa og einbeitti sér svo af öllum sínum lífs og sálarkröftum að því að horfa á sjónvarpið. „Hvað er það eiginlega sem gerir menn að letingjum?“ spurði Lutz sjálfan sig. „Og hversu slæmur er þessi löstur eiginlega?“ Bjórþambandi skýjaglópar Doing Nothing er í raun hug- myndafræðileg úttekt á letingj- anum eins og hann birtist í banda- rískri og evrópskri menningarsögu – allt frá Henry David Thoreau (1817-1862) til George W. Bush Bandaríkjaforseta. Það kemur kannski ekki á óvart að rithöf- undar eru í miklum meirihluta þeirra sem Lutz tæpir á í rann- sókn sinni á letingjanum en eftir þá er líka að finna mest allt sem skrifað hefur verið um þennan mikla löst. Einnig dregur Lutz fram fjölmargar bækur og ritgerð- ir sem heimspekingar og aðrir hugsuðir hafa skrifað, letinni til dýrðar. Að lokum færir höfund- urinn nokkuð sterk rök fyrir því að það hafi verið bölvuð letiblóð sem færðu okkur 40 stunda vinnuvik- una. Hetjan er í raun slæpingi Í stuttu máli má segja að inntak bókarinnar sé að það séu órjúf- anleg tengsl milli þess að ein- staklingur sé afundinn samfélags- legu normi og að hann sé talinn latur. Og því telst það varla skrýtið að skapandi listamenn séu yfirleitt uppnefndir sem letingjar og draumóramenn. Byron lávarður, Keats, Irwin, Stevenson, Melville, Wilde og Kerouac voru allir slæpingjar ein- hvern tímann á lífsleiðinni eins og Lutz rekur samviskusamlega og allir skrifuð þeir sögur sem veg- sömuðu slæpingjann. Chaplin skapaði slæpingja sem almenn- ingur dáði og í dag fjalla margar af vinsælustu költ-myndum kvik- myndasögunnar um hetju sem er í raun slæpingi. Ég læt mér nægja að nefna Ferris Bueller’s Day Off. Saga letingjans, segir Lutz, er samofin vestrænni menningarsögu og þó að leti sé í sjálfu sér ekkert til að vera stoltur af, skal ekki van- meta menningarlegt framlag þess- arar dauðasyndar. Forvitnilegar bækur: Doing Nothing Sú meinlausa dauðasynd Nútímahetja Í hugum margra er Grettir holdgervingur letiblóðsins . SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Wedding Daze kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára Wedding Daze kl. 3:40 - 5:50 - 8 LÚXUS Balls of Fury kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Lions For Lambs kl. 10:15 B.i. 12 ára Dark is Rising Síðustu sýn. kl. 3:45 B.i. 7 ára Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 3:45 - 6 Wedding Daze kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára Rogue Assassin kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Sími 564 0000Sími 462 3500 La Vie en Rose kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára Lions For Lambs kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára This is England kl. 6 - 8 - 10 Superbad kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 10:30 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Ve rð a ðeins 600 kr . Með íslensku tali Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! Stórkostleg ævintýra- mynd í anda Eragon. eeee - H.J. Mbl. eeee - T.S.K., 24 Stundir BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ Sannkölluð stórmynd með mögnuðum leikurum. HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" - Kauptu bíómiðann á netinu - Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd um ungan mann sem er sannfærður um að hann muni aldrei verða ástfanginn aftur! MEÐ JASON BIGGS ÚR AMERICAN PIE MYNDUNUM OG ISLA FISHER ÚR WEDDING CRASHERS ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST Vönduð frönsk stórmynd, sem er að fara sigurför um heiminn, um litskrúðuga ævi Edith Piaf. SVONA ER ENGLAND HEPPNI CHUCK ROUGE LEYNIMORÐINGI ÁSTARSORG MYRKRIÐ RÍS BORÐTENNISBULL LÍF RÓSARINNAR: SAGA EDITH PIAF LJÓN FYRIR LÖMB eeee - V.J.V., Topp5.is eeee - Empire

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.