Morgunblaðið - 21.11.2007, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 49
Ekki er öllum kunnugt um aðHáskóli Íslands á eitt merk-asta listasafn landsins:
Listasafn Háskóla Íslands. Það á
uppruna sinn í einkasafni og var
stofnað árið 1980 með rausnarlegri
listaverkagjöf hjónanna Sverris Sig-
urðssonar og Ingibjargar Guð-
mundsdóttur. Eflaust hafa þó marg-
ir tekið eftir listaverkunum sem eru
hluti umræddrar safneignar og
prýða opinbert rými Háskóla Ís-
lands hér og þar – anddyri, sal-
arkynni, kaffistofur og stjórnsýslu-
skrifstofur – enda um stóran
vinnustað að ræða sem fjöldi fólks á
leið um daglega.
Í samtali sem undirrituð átti viðAuði Ólafsdóttur, lektor við HÍ
og safnstjóra Listasafns HÍ, benti
hún á að sérstöðu safnsins mætti
m.a. rekja til sérhæfingar þess,
einkum í verkum afstraktkynslóð-
arinnar svonefndu. Meginuppi-
staðan í safninu er verk eftir Þor-
vald Skúlason, Þorvaldssafn, sem
telur um 200 málverk og á annað
þúsund teikningar og skissur. Hér
er raunar um að ræða stærsta safn
verka þessa mikilvæga listamanns.
Þá segir Auður mikla viðurkenn-
ingu fólgna í því að safnið hafi feng-
ið að gjöf þriðjung verkanna úr
erfðabúi listmálarans Guðmundu
Andrésdóttur, alls 80 verk, á móti
Listasafni Íslands og Listasafni
Reykjavíkur sem fengu einnig þriðj-
ung hvort. Þá á safnið fjölmörg lyk-
ilverk eftir aðra afstraktlistamenn,
svo sem Hörð Ágústsson, og um 400
verk eftir ýmsa samtímalistamenn.
Ljóst er að hér er um geysilegaverðmætt og mikilvægt lista-
safn að ræða – safn sem varðveitir
hluta þjóðararfsins. Ekki þarf ann-
að en að líta til fyrirmyndarinnar –
listasafna stórra bandarískra há-
skóla á borð við Harvard og Yale –
til að átta sig á gildi slíkra safna.
Listasöfn þessara skóla eru einfald-
lega meðal þeirra virtustu og verð-
mætustu í heiminum. Þau eru í há-
vegum höfð innan og utan þessara
skólastofnana og teljast þýðing-
armikill hluti af hinu akademíska
starfi, ekki síst rannsóknastarfi á
sviði lista- og menningarsögu. Söfn-
in leggja áherslu á virka samræðu
við samfélagið og hafa yfir að ráða
sérstakri aðstöðu og glæsilegum
sýningarsölum sem eru vettvangur
fyrir metnaðarfull sýningarverk-
efni, ráðstefnur, fyrirlestra og
margháttaða fræðslustarfsemi.
Hvernig er húsnæðismálumListasafns Háskóla Íslands
háttað? Listasafnið er skilgreint
sem þjónustu- og rannsókn-
arstofnun (með sérstökum styrkt-
arsjóði til rannsókna á íslenskri
myndlist) og í stofnskrá frá 1980 er
kveðið á um aðgengi almennings að
verkunum með bráðabirgða-
upphengingu verka og geymsluað-
stöðu fyrir þann hluta safnsins sem
ekki er sýnilegur almenningi hverju
sinni. Safnið er nú varðveitt í Odda
þar sem verk úr eigu safnsins eru til
sýnis á öllum hæðum.
En til að listaverkunum, gef-endum þeirra og safninu sé
sýndur viðeigandi sómi og því verði
gert kleift að sinna hlutverki sínu
sem best þarfnast það augljóslega
aðseturs til frambúðar. Sérhannað
sýningarrými og rannsókn-
araðstaða myndi, líkt og Auður
bendir á, einnig fela í sér viðurkenn-
ingu á Listasafni Háskóla Íslands
sem fullgildri rannsóknarmiðstöð í
íslenskri myndlist. Slík miðstöð
myndi skapa spennandi möguleika
til samræðu við aðrar rannsókn-
arstofnanir á menningarsviðinu,
ekki síst á háskólasvæðinu, auk þess
að skapa sérhæfðan vettvang fyrir
samfélagstengda starfsemi.
Það vekur spurningar að nú, 27árum og nokkrum nýbygg-
ingum eftir stofnun Listasafns Há-
skóla Íslands, skuli enn skorta slíka
aðstöðu. Senn líður að vígslu nýs
Háskólatorgs en þar verður ekki
sýningarsalur eða aðsetur fyrir
Listasafn Háskóla Íslands – sem
stingur óneitanlega í stúf við nýleg-
ar yfirlýsingar Háskólans í Reykja-
vík um að gert sé ráð fyrir sér-
stökum sýningarsal fyrir myndlist í
fyrirhuguðum nýbyggingum skól-
ans við Öskjuhlíð. Hefur Háskóli Ís-
lands sofnað á verðinum?
Aðspurð um þetta segir Auður að
hún hafi ásamt bæði fyrrverandi og
núverandi stjórn listasafnsins lagt
fram tillögur til úrbóta, sem hingað
til hafi ekki hlotið hljómgrunn með-
al yfirvalda HÍ, en það kunni þó að
breytast senn. Skilningur sé fyrir
hendi. Hún bendir á að listaverka-
eign skólans, líkt og hún birtist á
veggjum hans, veki jafnan athygli
og hún tengist sérstöðu Háskóla Ís-
lands, æðstu menntastofnunar þjóð-
arinnar, hvað snertir það hlutverk
hans að leggja rækt við íslenska
menningu, sögu og tungu. Háskóli
Íslands sé eini staðurinn í heiminum
þar sem hægt sé að leggja stund á
akademískt nám í íslenskri mynd-
listarsögu – í hinu nýtilkomna list-
fræðinámi sem byggt hefur verið
upp á undanförnum árum í sam-
vinnu HÍ og Listaháskóla Íslands.
Oft hefur verið rætt um skilnings-
og þekkingarleysi á myndlist í ís-
lensku samfélagi. Auður telur að
listfræðinámið, sem státar af mikl-
um fjölda nemenda, eða á annað
hundrað, feli í sér margvísleg tæki-
færi til þekkingarsköpunar. Slíkt
nám myndi græða mjög á öflugri
rannsóknarmiðstöð og sérstakri
sýningaraðstöðu í tengslum við
Listasafn Háskóla Íslands.
Listrænt sóknarfæri í HÍ
AF LISTUM
Anna Jóa
»Hér er um geysilegaverðmætt og mik-
ilvægt listasafn að ræða
– safn sem varðveitir
hluta þjóðararfsins. [...]
Til að listaverkunum sé
sýndur viðeigandi sómi
þurfa þau augljóslega
aðsetur til frambúðar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stór gjöf Vilhjálmur Lúðvíksson, Áslaug Sverrisdóttir, dóttir Sverris Sigurðssonar listaverkasafnara, Gunnar
Harðarson prófessor, Ingibjörg Hilmarsdóttir, barnabarn Sverris, Páll Skúlason fyrrum háskólarektor, Auður
Ólafsdóttir, forstöðumaður Listasafns HÍ, og Margrét S. Björnsdóttir virða fyrir sér hluta gjafarinnar úr dánarbúi
Sverris Sigurðssonar er hún barst HÍ árið 2003.
annajoa@simnet.is
MYNDIN SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG GAGNRÝN-ENDUR HAFA
SAGT AÐ SÉ EIN AF BESTU HROLLVEKJUM SEM ÞEIR HAFI SÉÐ!
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
HVAR MYNDIR ÞÚ FELA ÞIG Í 30 DAGA... !?
/ AKUREYRI/ KRINGLUNNI
WEDDING DAZE kl. 8 - 10 B.i. 10 ára
MR.WOODCOCK kl. 8 B.i. 12 ára
MICHAEL CLAYTON kl. 10 B.i. 7 ára
/ KEFLAVÍK
AMERICAN GANGSTER kl. 9 B.i. 16 ára
MICHAEL CLAYTON kl. 10:30 B.i. 7 ára
BALLS OF FURY kl. 8:30 B.i. 16 ára
/ SELFOSSI
SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI WWW.SAMBIO.IS
ÞEGAR Á BJÁTAR MÁ TREYSTA Á ÞAÐ
AÐ SANNAR HETJUR GEFAST EKKI UPP!
600 kr.M
iðaverð
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
SÝND Á SELFOSSI
BALLS OF FURY
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
eeee
„MÖGNUГ
C.P. USA,TODAY
eeee
HJ. - MBLA.T.H
STRANGLEGA
BÖNNUÐ INNAN
16 ÁRA
eeee
H.J. MBL.
eeee
KVIKMYNDIR.IS
eeee
V.J.V. - TOPP5.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA,
KEFLAVÍK OG SELFOSSI
eee
S.V. - MBL.
eeee
KVIKMYNDIR.IS
SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Í KEFLAVÍK
JASON BIGGS ISLA FISHER
SÝND Á AKUREYRI
AMERICAN GANGSTER kl. 8 B.i. 16 ára
ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
THE GOLDEN AGE kl. 6 B.i. 12 ára
30 DAYS OF NIGHT kl. 8 B.i. 16 ára
AMERICAN GANGSTER kl. 6D - 9D B.i. 16 ára DIGITAL
30 DAYS OF NIGHT kl. 10 B.i. 16 ára
FORELDRAR kl. 6 - 8 B.i. 7 ára
Baráttusaga
Margrét J. Benedictsson
helgaði líf sitt
jafnréttisbáráttu kvenna.
Saga hennar má ekki gleymast.
M
bl
93
65
09
Fyrsti
vestur-íslenski
feministinn
Þættir úr baráttusögu
Margrétar J. Benedictsson
Björn Jónsson
holar@simnet.is
FREGNIR
herma að banda-
ríski leikarinn
Owen Wilson og
bandaríska leik-
og söngkonan
Jessica Simpson
eigi í ástarsam-
bandi. Sést hefur
til þeirra á
nokkrum stefnu-
mótum síðan þau unnu saman í tón-
listarmyndbandi við nýtt lag meist-
ara Willie Nelson, en talið er að þau
hafi fyrst kynnst við þá vinnu. Með-
al annars hefur sést til þeirra á
Huntley hótelinu í Santa Monica og
á Waverly Inn í New York.
„Jessica snerti hönd Owens sem
virtist heilla hana upp úr skónum
enda fékk hann hana til þess að
hlæja mikið. Það fór varla á milli
mála að þau voru á rómantísku
stefnumóti,“ sagði sjónarvottur í
samtali við bandaríska tímaritið US
Weekly.
Eins og frægt er orðið reyndi
Wilson að svipta sig lífi í ágúst í
kjölfar þess að upp úr sambandi
hans og leikkonunnar Kate Hudson
slitnaði. Fregnir hafa hins vegar
borist af því að Hudson hafi áhuga
á því að endurnýja kynni sín við
Wilson.
Hjónaband Simpson við tónlistar-
manninn Nick Lachey vakti ekki
síður mikla athygli, enda var raun-
veruleikaþáttur gerður um sam-
bandið.
Owen Wilson
Wilson og
Simpson
saman?