Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NOKKRAR kýr af ættbálknum An- gus og Limousine eru notaðar til að framleiða mjólk hér á landi. Þetta kemur fram á heimasíðu Lands- sambands kúabænda. Ellefu kvígur af innflutta kúakyninu Angus og Limousine hafa verið skráðar á síð- ustu 12 mánuðum. Þetta kúakyn var flutt til landsins vegna kjötsins, en skýrslur frá kúabændum sýna að eitthvað er um að kýr af þessu kyni séu notaðar til mjólkurframleiðslu. „Ekki er að sjá að þetta séu nein- ar metskepnur með tilliti til afurða, hæsta dagsnyt þeirra er á bilinu 15- 20 kg, ein fer þó alveg í 27 kg, þannig að algerar stritlur eru þær heldur ekki. Það er því ljóst að hér er á markaði mjólk úr fleiri en einu kúakyni,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, í frétt á heimasíðu LK. Í fréttinni kemur fram að 31% af kvígunum eru annaðhvort ófeðr- aðar eða undan heimanautum. Það þýðir að þessar kvígur koma að takmörkuðum notum við kynbóta- starf. Fjörugar umræður hafa átt sér stað um íslenskar og útlendar kýr á vefnum naut.is. Morgunblaðið/Eggert Mjólk Nokkrar kýr af erlendum kynjum eru í íslenskum fjósum. Dæmi eru um að útlenskar kýr séu notaðar hér á landi Æ FLEIRI fara með dagblöð, tíma- rit og auglýsingapóst til endur- vinnslu. Að minnsta kosti 500 tonn söfnuðust á höfuðborgarsvæðinu í október í grenndargáma, bláar tunnur, endurvinnslustöðvar Sorpu og í endurvinnslutunnur hjá Gáma- þjónustunni hf. Um þúsund tonn gætu safnast í desember, enda sá mánuður þegar mest er sent út af auglýsingapósti á heimili lands- manna. Í október 2007 söfnuðust á höf- uðborgarsvæðinu 300 tonn til end- urvinnslu í grenndargáma og bláar tunnur borgarinnar en á sama tíma í fyrra 240 tonn, 2005 voru það 210 tonn og 2004 voru það 150 tonn. Ástæðan er m.a. tilkoma bláu tunn- unnar hjá Reykjavíkurborg. Skil á dagblöðum og skyldu efni í endur- vinnslustöðvar Sorpu í október 2007 voru 128 tonn. Skilin hafa aukist jafnt og þétt því í október 2006 komu í endurvinnslustöðvar Sorpu 115 tonn. Í október 2005 120 tonn og 97 tonn í október 2004. Morgunblaðið/Ásdís Pappírsflóðið sjaldan meira BERGUR Felixson hefur ritað sögu leikskóla Reykjavíkur á árunum 1975-2005. Titill bókarinnar er Leik- skóli fyrir alla. Bergur starfaði í þrjá- tíu ár sem framkvæmdastjóri Leik- skóla Reykjavíkur og sagan því rituð út frá persónulegri þekkingu og innsæi þess manns sem best þekkir til uppbyggingar leikskólanna, segir í fréttatilkynningu. Í bókinni er komið víða við; fjallað um pólitísk átök, stjórnkerfisbreytingar, uppbyggingu í faglegu starfi leikskólanna og breytingar á löggjöf og umgjörð leik- skólastarfs. Bókin er hátt í hundrað síður og prýdd fjölda mynda. Leikskóli fyrir alla Víða komið við Bergur Felixson afhenti Degi B. Eggertssyni borg- arstjóra fyrsta eintakið af riti um leikskólana. ÚT ER komin Spá um mannfjölda 2007–2050 í ritröð Hagtíðinda undir efnisflokknum Mannfjöldi, á hag- stofa.is Samkvæmt spánni verða lands- menn 437.844 árið 2050 en íbúafjöldi var 307.672 við upphaf spátímabils hinn 1. janúar 2007. Árleg fólks- fjölgun verður 0,8% á spátímabilinu sem er heldur minni fjölgun en var á 20. öld. Við lok spátímabilsins geta íslenskar karlar vænst þess að vera 84,6 ára en meðalævilengd kvenna verður 87,1 ár. 437.844 Íslendingar ÞÓTT gert sé ráð fyrir því að barnsfæðingum fækki nokkuð á spátímabilinu verður fæðingatíðni áfram há í evrópsku samhengi. Ís- lenskar konur geta í dag vænst þess að eiga rúmlega 2 börn um ævina. Þetta hlutfall mun haldast óbreytt til 2015 en lækka síðan jafn og þétt í 1,85 við lok spátímabils. Árið 2050 mun fjórðungur íbúa tilheyra ald- urshópnum 0-19 ára en í dag er þetta hlutfall 28,8. Fólki af erlendum uppruna mun væntanlega fjölga í framtíðinni. Fæðingatíðni há VEGNA lengri meðalævi og lækk- aðrar fæðingatíðni verða talsverðar breytingar á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Öldruðum mun fjölga verulega á spátímabilinu einkum undir lok þess. Eftir 2030 þegar fjölmennir árgangar eftirstríðsáranna komast á eftirlaunaaldur mun hlutfall aldr- aðra hækka verulega. Árið 2050 verða 7,5% íbúa áttræðir eða eldri samanborið við 3,1% við upphaf spátímabils. Öldruðum fjölgar SKÓLI með einstöku sniði tekur til starfa í Mosfellsbæ haustið 2009, en tillagan Bræðingur varð hlutskörp- ust í hönnunarkeppni um hugmynda- fræði og útlit Krikaskóla í nýju hverfi bæjarins. Í umsögn dómnefndar um tillögu Bræðings segir m.a.: „Hug- myndir um að skólinn fléttist við landslagið og að byggingin vaxi upp úr landinu, eins og tré á sléttu, og myndi skjólgóða laut um leiksvæði barnanna er sérstaklega barnvæn og námshvetjandi umgjörð fyrir útivist og útinámi.“ En auk áherslu á notkun náttúr- unnar í kennslu munu börnin í Krika- skóla kynnast lýðræðislegum vinnu- brögðum og líkt og Helgi Grímsson, skólastjóri í Sjálandsskóla og með- limur í hönnunarhópi Bræðings, orðar það: „Við lítum á skólann sem hluta af samfélaginu, ekki einangrað fyrirbrigði, heldur að samfélagið smiti ríkulega inn í skólann og öfugt.“ Til að ná þessu verður m.a. lögð áhersla á útikennslu, vettvangsferðir og skapandi starf. „Þarna skiptist á nám, hvíld og leikur,“ segir Helgi. Í skólanum verða saman börn á aldrinum 1-9 ára og unnu höfundar Bræðings m.a. út frá því. „Við erum í raun að bræða saman leik- og grunnskóla,“ segir Helgi. Í Krikaskóla verður starf árið um kring líkt og í leikskólum og fer tóm- stundastarf, sem börn sækja um sumartímann, m.a. fram í skólanum sem og tónlistarnám. Helgi bendir á að markmið grunn- skólalaga sé að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem sé í sífelldri þróun. Segir hann þetta markmið einn af hornsteinum Bræð- ings. Andri Snær Magnason, einn af höfundum Bræðings, segir að sam- fella í skólastarfinu árið um kring hafi ýmsa kosti í för með sér. „Í Krikaskóla verður hægt að dreifa álaginu yfir árið, hafa meiri sveigj- anleika og kenna börnunum lengra inn í vorið þegar náttúran er að vakna til lífsins.“ Hann segir hönnunarhópinn von- ast til þess að skólinn geti orðið ný- sköpunarmiðstöð að mörgu leyti. „Með því að nýta kosti bæði leik- og grunnskólans undir sömu stjórn má breyta því og þróa hvernig við skil- greinum menntun barna á þessum aldri. Til þess hefur Mosfellsbær líka metnað.“ Náttúran Skólastarfið í Krikaskóla verður nátengt náttúrunni og skólalóðin hönnuð með það í huga. Lýðræði, sköpun, tjáning og traust í Krikaskóla Þjónusta verður við leik- og grunnskólabörn árið um kring Í HNOTSKURN »Höfundar Bræðings eru Ein-rúm, Arkiteó, Suðaustanátta, VSB, Helgi Grímsson, Andri Snær Magnason og Sigrún Sig- urðardóttir. »Mosfellsbær auglýsti eftirblönduðu teymi fagfólks úr ólíkum áttum. Í hópnum skyldu vera skóla-, uppeldis- og kennsluráðgjafi, arkitekt, verk- fræðiráðgjafar og landslags- arkitekt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.