Morgunblaðið - 07.12.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.12.2007, Qupperneq 24
Pe ys ur Laugavegi 7 • 101 Reykjavík • Sími 561 6262 • www.kisan.is Opið MÁN - FIM 10:30 - 18:00 FÖS 10:30 - 19:30 LAU 10:30 - 18:00 C O N C E P T S T O R E Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Ingibjörg S. Siglaugsdóttir, eða Inga íLaufási eins og Eyfirðingar mynduflestir kalla hana, er mikið jólabarn og áþví verður engin breyting þetta árið. „Ég er búin að baka átta sortir af smákökum og á eftir að baka fjórar,“ segir Inga og játar að hún sé mikil smákökumanneskja. „Sumar þeirra eru reyndar að mestu borðaðar á að- ventunni, en aðrar bíða jólanna.“ Aðventuundirbúningur Ingu verður þó með nokkuð öðru sniði en vanalega þetta árið því að hún missti mann sinn séra Pétur Þórarinsson í vor. „En auðvitað heldur maður sínum jóla- undirbúningi og ég hef til dæmis verið dugleg að fara á tónleika. Svo var ég líka með hug- vekju á aðventukvöldi í Akureyrarkirkju sl. sunnudagskvöld og verð með aðra slíka úti á Grenivík 15. desember.“ Inga hefur líka í nógu að snúast í tengslum við gamla bæinn í Laufási en nú á sunnudag gefst gestum og gangandi tækifæri á að fylgj- ast þar með jólaundirbúningi að gömlum sið. Hangikjöt og kúmenkaffi „Við höfum mörg undanfarin ár boðið fólki að koma hingað og fylgjast með undirbúningi jólanna, en gamli bærinn í Laufási tilheyrir húsasafni Þjóðminjasafnsins. Minjasafnið á Akureyri er hins vegar rekstraraðili safnsins.“ Inga býr í núverandi prestsbústaðnum í Lauf- ási og gegnir starfi umsjónarmanns með gamla bænum sem var prestsbústaður frá gamalli tíð og þar var búið allt til ársins 1936. „Á sunnudaginn komum við saman í gamla bænum og undirbúum jólin eins og gert var á árum áður. Við skerum meðal annars út laufa- brauð og steikjum og búum til tólgarkerti. Síð- an eru tekin fram gömul jólatré, einiberjalyngi komið fyrir á þeim og að því loknu er föndrað jólaskraut og því komið fyrir á trénu,“ segir Inga. Gestum er líka gefið að bragða á norð- lensku hangikjöti og hellt er upp á kúmenkaffi. „Nú eru komnar allskonar bragðtegundir í kaffi, en í gamla daga setti fólk stundum kúm- en út í kaffið til hátíðarbrigða. Við hellum allt- af upp á svoleiðis kaffi á hlóðunum og gefum fólki að smakka. Íslensku jólasveinarnir sýna sig svo líka hér hjá okkur og eru svo sann- arlega í sínu rétta umhverfi.“ Varðveita handverk og gamla siði Hún segir börnin hafa einkar gaman af að kynnast gömlu jólunum og raunar sé heim- sókn að Laufási orðin fastur þáttur á aðvent- unni hjá mörgum fjölskyldum. Auk Ingu stendur Laufáshópurinn að baki uppá- komunni, en það er hópur fólks sem leggur sig í líma við að varðveita gamla siði og eldra handverk. „Þau eiga stóran þátt í öllum starfs- dögum sem hér eru haldnir,“ segir hún og bæt- ir við að þess utan séu vinir og vandamenn duglegir að bregðast við kallinu þegar það ber- ist. Ein breyting verður á dagskránni í ár frá því sem verið hefur. „Á meðan maðurinn minn lifði vorum við alltaf með smáhelgistund í kirkjunni. Núna verðum við hins vegar ein- göngu með söngdagskrá og mun Þór Sigurðs- son syngja við undirleik Georgs Hollanders sem leikur jóla- og aðventulög á vindlurk (e. didgeridoo).“ Inga sjálf er einnig á fullu í jólaundirbúningi og er m.a. búin að gera laufabrauðið. „Við vor- um í laufabrauðsgerð hér á sunnudagsmorg- uninn og þá kom öll fjölskyldan saman og skar út og steikti kökur. Jólin sjálf verða hins vegar nokkuð öðru vísi en venjulega því að þessu sinni verða börnin, barnabörnin og velflest tengdabörnin hjá mér um jólin. Það er því ekki búið að ákveða alveg hvaða matur verður á borðum t.d. Við Pétur höfðum yfirleitt önd á aðfangadag svo að ég geri ráð fyrir að hún verði líka á borðum hvað sem öðrum jólamat líður, en um hann eigum við fjölskyldan eftir að funda.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jólin eins og þau voru í gamla daga Morgunblaðið/Kristinn Jólastemning Ingibjörg Siglaugsdóttir, eða Inga í Laufási eins og hún er kölluð, mun ásamt félögum í Laufáshópnum kynna jólahald á árum áður í gamla bænum í Laufási.Jólamaturinn: Önd með epla- og sveskjufyllingu. Jólalagið: Ó helga nótt. Jólabókin: Jólasögur frá ýmsum lönd- um, útgefin af Skálholtsútgáfunni árið 2000. Undanfarin ár hef ég tekið þessa bók fram og lesið úr henni fyrir barna- börnin. Jólahefðin: Aftansöngur á aðfanga- dagskvöld er ómissandi. Annars er það lestur jólakortanna stax eftir jóla- matinn á aðfangadagskvöld. Jólasmákökurnar: Hrútaberjakökur með kókosmarengs. Ingibjörg mælir með daglegtlíf Argentínska vínhúsið Achaval Ferrer hefur frá stofnun sinni fyrir tæpum ára- tug skipað sér í raðir bestu vínhúsa Arg- entínu. » 30 vín Lóa Pind Aldísardóttir kann að vera köll- uð drottning ruslfæðisins. Hún lumar þó engu að síður á mörgum girnilegum réttum. » 30 matur degisumferðinni. En ekki öllum. Slysin eru alltaf að verða og eng- inn veit hver í þeim lendir. Það getur allt eins orðið þú, lesandi góður, nú eða þá Vík- verji, sem hvetur alla til þess að slaka að- eins á klónni og aka eftir aðstæðum; sér- staklega í svartasta skammdeginu. Okkur liggur ekki lífið á! x x x Víkverji átti leiðum Akranes í vikunni. Það vakti athygli hans hversu miklar ljósaskreytingar eru í bænum, flest hús bera einhver jólaljós, jólatré eru á torgum, trjá- gróður upplýstur og ýmsar ljós- verur hafa hreiðrað um sig í görð- um. Víkverji segir það alveg eins og er að honum fannst gaman að skoða jólastemninguna á Akranesi. Hann ók um bæinn, þegar dimmt var orðið og því naut ljósadýrðin sín til fulls. Víkverja er ekki kunn- ugt, hvort Skagamenn tóku hönd- um saman um að lýsa bæinn sinn í skammdeginu, eða ekki. Hvort sem er, þá setur útkoman skemmtilegan og hátíðlegan blæ á bæinn. x x x Nú er ekki síðra tónaflóð enbókaflóð. Jólatónleika og út- gáfutónleika ber nú upp á næstum hvert kvöld. Þar er öll flóran í framboði og Víkverji hefur reynt á eigin skinni, að það er ekki vinn- andi vegur að innbyrða hana alla á aðventunni. En auðvitað gín eng- inn yfir öllu; gróskan er fagnaðar- efni, því fjölbreytnin ætti að tryggja, að allir heyri eitthvað fal- legt og komist í hátíðarskap. Nú þegar svart-asta skamm- degið ríkir verður Víkverji að við- urkenna það að hann er oftar en ekki með lífið í lúkunum í um- ferðinni. Farkostur Víkverja er af minni sortinni og það er ekki einleikið hvernig aðrir ökumenn svipta bílum sínum í kring- um hann, rása milli akreina eins og ekk- ert sé og umhverfið allt í myrkri og bleytu. Víkverji andar léttar þegar áfanga- stað er náð og er frekar hissa en hitt að hafa sloppið óskaddaður. Sjö, níu, þrettán! Það er einsog einhver hulinn verndarkraftur hlífi velflestum Íslendingum í skamm-      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is |föstudagur|7. 12. 2007| mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.