Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 35 sérstaklega eftir að amma hætti að vinna í Ísstöðinni. Afi var á vellinum, svo ég beið alltaf eftir vallarvagnin- um til að taka á móti honum. Við gerðum margt saman og lærði ég mikið af afa mínum, og sögurnar sem hann hafði að segja frá því hann var ungur voru skemmtilegar. Sög- urnar af sjónum og lífinu fyrir vestan stóðu alltaf fyrir sínu, og þegar hann var mjólkurdrengur; yndislegar minningar. Það var alveg æðislegt að geta átt svona margar stundir með þeim. Við skelltum okkur alloft með rútunni í Njarðvíkina eða Keflavíkina í heim- sókn til Mæju og Öldu. Það var ósjaldan sem þær ferðir enduðu í hláturskasti hjá okkur ömmu, sér- staklega þegar afi datt inn í rútuna. Æðibunugangurinn í þér, maður, sagði amma og svo hlógum við eins og vitleysingar en veltum lítið fyrir okkur hvort hann væri slasaður. Afi átt eitt gott ráð við flensu, og var það óspart notað, en maður varð að vera orðinn fermdur. Komdu, vina mín, ég skal redda þér, og svo fórum við inn í skáp og upp tók hann koní- aksflösku. Svona, taktu nú einn góð- an, þetta drepur allt. Og miðað við hvað hann var alltaf hress þá ætti maður nú kannski að fara að taka þennan sið upp. Ég á stórar góðar minningar um ömmu og afa og munu þær fylgja mér um ókomna tíð. Ég var „passari“ þegar amma fór á spítala og sá þá um að afa myndi nú ekki leiðast og við björguðum okkur, og svo þegar afi fór á spítala þá bað hann mig um að vera í Heiðartúninu og passa ömmu fyrir hann, þá svaf ég bara í rúminu hjá henni og áttum við stundum erfitt með að sofna, urðum alltaf að tala svo mikið. Það var svo mikið brölt í afa í svefni að ég svaf bara á dívaninum hans Nonna þegar amma var ekki heima. Jól og áramót í Heiðartúninu fylla mikið í minningum mínum, jólagjafa- innpökkun, jólakortaskrif, pakka- dreifing með Nonna, aðfangadags- kvöld með þeim, jólafjölskylduboðið á jóladag, kjúklingurinn á annan í jól- um og svo áramótafjör með rakettum og slysum, smáóheppni inni á milli. Já, margar eru minningarnar og endalaust get ég haldið áfram, en þetta er svona sitt lítið af upprifjun- um mínum og vil ég þakka elskulegu ömmu minni og afa fyrir að hafa ver- ið svona stór hluti af mínu lífi. Ég elska ykkur og þið munuð alltaf fylgja mér, hvar sem ég er í heim- inum. Afi minn, takk fyrir allt, Jónsi minn og Katrín María biðja að heilsa. Kæru ættingjar, kveðjutíminn er kominn. Bára Inga. Elsku afi okkar. Í dag kveðjum við þig með sorg og söknuð í hjarta en alltaf munum við minnast þeirra mörgu góðu stunda sem við áttum saman. Frá því við munum eftir okk- ur hefur alltaf verið svo gott að koma til þín, hvort sem það var í Heiðar- túnið til ykkar ömmu eða á Garð- vang. Alltaf tókst þú á móti okkur með bros á vör og bauðst okkur eitt- hvert góðgæti og aldrei slógum við hendinni á móti því, gotteríið hjá afa stóð alltaf fyrir sínu. Höfum við í gegnum tíðina brallað ýmislegt skemmtilegt saman t.d. hnýtt á, málað húsið og grindverkið sem þú hugsaðir alltaf svo vel um, farið saman í hjólatúr út á Skagann og skoðað fuglalífið, ísrúnturinn á sunnudögum var mjög vinsæll og að ógleymdum sögustundunum um sjó- ferðirnar þínar á togurunum í gamla daga, sem okkur öllum þótti svo gam- an að hlusta á. Við gátum hlustað aft- ur og aftur og alltaf var þetta jafn spennandi. Við barnabörnin kunnum orðið þessar sögur utan að og mun- um við í framtíðinni segja okkar börnum frá þeim og lýsa því hversu duglegur og hjartahlýr þú varst. Öll jól síðan mamma og pabbi byrj- uðu að búa voruð þið amma hjá okkur á aðfangadagskvöld og hefur okkur alltaf fundist við vera mjög heppin að fá að hafa ykkur heima. Bara að sjá þig syngja með sálmunum í messunni í útvarpinu fannst okkur alveg frá- bært og það tilheyrði orðið jólunum. Þessi jólin verður þín sárt saknað, elsku afi, en öll geymum við þig í hjarta okkar. Við viljum þakka fyrir öll þessi ár sem við fengum með þér, þau eru okkur mjög dýrmæt. Við vitum vel að það er tekið vel á móti þér og þú ert kominn á góðan stað til hennar ömmu. Elsku afi, þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Þín barnabörn, Inga Lára og Helgi Þór. Elsku afi, þá ertu búinn með kvót- ann í þessu lífi og kominn á annan og betri stað þar sem hún Inga amma tekur á móti þér. Þegar ég sit hérna við tölvuna og hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum saman, verður mér það ljóst hversu heppinn ég var að eiga þig sem afa. Þú varst sérstakur maður sem áttir engan þinn líkan. Fyrir mér varstu hörku- kall sem lét aldrei deigan síga, kvart og kvein voru orð sem einfaldlega voru ekki til í þínum bókum. Þér þótti það t.d. ekkert tiltökumál að hjóla inn í Keflavík til þess að sækja lyf fyrir ömmu. Einnig hnýttir þú á í vaska- húsinu og leyfðir okkur krökkunum að taka þátt í því með því að greiða krókana. Í vaskahúsinu var allt eftir þínu höfði, úrklippur úr dagblöðum prýddu veggina ásamt gömlu sjón- varpi sem búið var að taka lampann úr. Gömul gardínuslá var notuð til þess að leggja hnýtta krókana á. Þú kunnir svo sannarlega að redda hlut- unum. Þarna sátum við oft saman og hnýttum á meðan þú sagðir mér skemmtilegar sögur af því þegar þú varst á togurunum í gamla daga og af uppvaxtarárum þínum á Snæfells- nesi. Þær eru margar sögurnar sem ég gæti rifjað upp, t.d. slönguskinns- skórnir sem þú gafst ömmu, sagan af því þegar trollpokinn kom upp vit- lausum megin á Geir og margar fleiri. Ég mun seint gleyma þessum sögum og eflaust á ég eftir að rifja þær upp með reglulegu millibili í framtíðinni. Einn af þínum helstu kostum var sá að þú varst aldrei tímabundinn, það var alveg sama hvenær maður kom í Heiðartúnið, þú varst alltaf tilbúinn að gefa þér tíma til þess að ræða málin eða taka hjólreiðatúr út á Skaga. Mér er sérstaklega í minni ein ferð sem við fórum saman á sjómanna- daginn fyrir nokkrum árum. Þá fór- um við í siglingu með Unu úr Garði. Þegar Unan var komin út af Skag- anum var stoppað og mönnum boðið að prófa flotgalla. Þú varst nú ekki lengi að hugsa þig um og skelltir þér í sjóinn rúmlega áttræður. Þetta fannst honum föður mínum nú ekki vera mjög gáfulegt og lét mig heyra það fyrir að hafa ekki reynt að stöðva þig í þessari vitleysu. Mér finnst þetta atvik hinsvegar lýsa því vel hvaða viðhorf þú hafðir til lífsins. Þú varst ekkert að leggjast upp í sófa og bíða eftir því að lognast út af. Mér finnst það einnig lýsa því vel hvernig þú varst þegar mamma spurði þig hvernig þú hefðir það örfáum dögum áður en þú hvarfst á braut. Þú svar- aðir jákvæður að vanda: ,,Ég hef það fínt“ og svo brostirðu. Ég gæti sennilega skrifað margar blaðsíður í viðbót en nú er víst komið að kveðjustund. Ég kveð þig, afi minn, með miklum söknuði en jafn- framt stolti og gleði yfir því að hafa fengið að kynnast þér og njóta leið- sagnar þinnar á æskuárunum. Þú ert einn af þeim mönnum sem ég hef litið hvað mest upp til um ævina og ég tel það hafa verið forréttindi að fá kynn- ast þér. Vertu sæll, afi, og megi Guð geyma þig um ókomna tíð. Ég bið þig að flytja góðar kveðjur til Ingu ömmu, sjáumst síðar. Knútur Rúnar. Minningar um góðan mann sem fallinn er nú frá streyma á þessum tímamótum. Afi minn lifði í 92 ár. Ævi hans telur einar mestu breyt- ingar sem íslenska þjóðin fór í gegn- um. Hann fæddist rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina, var á besta aldri í seinni heimsstyrjöldinni og sagði margar sögur frá þeim tíma sem aðr- ir kunna betur en ég. Ég hef alltaf verið stolt af honum afa mínum og ef ég hitti fólk ættað úr Garðinum spyr ég hvort það þekkti ekki hann Ögmund í Heiðartúni eða Ingigerði. Afi var alltaf að segja sög- ur og tengdust þær sjómannsárunum og Snæfellsnesi. Hann safnaði litlum steinum úr fjörum landsins sem urðu svo óendanlega fallegir þegar búið var að slípa þá og lakka. Hann rækt- aði kartöflur í Leirunni og fór í eggjaleit. Hann ferðaðist um á reið- hjóli eða tók rútuna á milli bæja. Honum þótti óendanlega vænt um börnin sín og eiginkonu. Hann bjó þeim yndislegt heimili sem ávallt var gott að koma á. Það var gæfa ömmu og afa að börnin fluttu ekki langt þegar þau fóru að stofna sínar fjöl- skyldur. Fengu þau þannig tækifæri til að vera í miklum samskiptum við fólkið sitt alla tíð. Æskustöðvarnar eru svo stór hluti af sjálfsmynd hvers og eins og þann- ig var það með afa minn. Hann talaði svo fallega um Sandarana og Ingj- aldshólskirkju og allt sem kom að vestan. Það var svo gaman að fara með honum vestur á Snæfellsnes því þar ólst hann upp. Afi smitaði afkom- endur sína með virðingu sinni fyrir Snæfellsnesinu og jöklinum fagra. Afi lét sig aldrei vanta í veislur, það þurfti ekki að bjóða honum tvisv- ar, hann kom alltaf með bros á vör og naut þess að vera með fólkinu sínu. Ein sú skemmtilegasta minning sem ég á er síðan ég gifti mig og við tvö stigum dans í veislunni. Það var svo gaman, hann á níræðisaldri sveif um gólfið eins og unglamb og leiddi mig eins og prinsessu. Núna nálgast jólin og verður jóla- boðið án hans í fyrsta skiptið. Það verður skrýtið að dansa kringum jólatréð með litlu börnunum og jóla- sveinunum og sjá ekki brosið á and- liti afa. Það er samheldinn hópur sem kveður nú með þakklæti yndislegan mann sem þótti óendanlega vænt um fólkið sitt og því um hann. Með þakklæti fyrir allt. Ingigerður Sæmundsdóttir. Nú er hann elskulegi afi fallinn frá. Er ég mikið þakklát fyrir að hafa fengið það tækifæri að alast upp sem barn með ömmu og afa hinum megin við götuna. Það voru ófáar stundirn- ar sem ég átti með þeim. Afi og ég vorum góðir félagar og kenndi hann mér margt. Ég eyddi mörgum stund- unum með honum í kartöflugarðin- um og hann kenndi mér hvernig ætti að rækta kartöflur. Jú, svo sá afi til þess að ég fengi mitt fyrsta hjól, hann tók gamla hjólið hans Nonna frænda og gerði það upp, sprautaði það fallega rautt og ég man enn svip- inn á honum þegar hann sýndi mér hjólið, hann var svo stoltur. Ég mun mikið sakna afa og einnig hún Marianna mín. Elsku afi, Mari- anna vildi að ég léti þig vita hversu sárt hún mun sakna þín þegar hún kemur til Íslands. Hún átti það svo oft til að koma við hjá þér þegar hún var á leið heim til ömmu og afa. Alltaf bauðstu henni nammi en hún er ekki mikið fyrir nammi og afþakkaði en þú tókst það samt og lést nammið alltaf í vasann hennar. Steve biður líka fyrir kveðju og þótti honum vænt um að hafa haft tækifæri til að hitta þig og hlusta á sjóarasögurnar. Þó svo að tungumálið hafi ekki verið það sama komst þetta allt til skila og það var engin spurning hversu mikið þú naust þess að vera á sjónum, þú ljóm- aðir alltaf þegar þú talaðir um hann. Síðast þegar ég sá þig í apríl hafði ég það á tilfinningunni að ég mundi ekki sjá þig aftur. Það var í fyrsta skipti sem þú raukst ekki upp og sagðir Jona mín. Þú mundir alltaf eftir mér og vissir nákvæmlega hvar ég bjó þó svo það liði ár á milli þess sem við sæjumst. Afi. Við munum sakna þín mikið en nú ertu kominn á góðan stað og til hennar Ingu ömmu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Guð geymi þig. Jona og Marianna. Elskulegi afi og langafi. Við kveðjum þig í dag, að vísu verðum við ekki öllsömul til staðar, en í huganum verðum við til staðar og sjáum á eftir virkilega góðum manni kveðja þennan heim og fara yfir þar sem allir hafa það gott. Tilhlökkunin er örugglega mikil hjá henni Ingu ömmu að geta átt góð- ar stundir með þér aftur. Þið voruð svo elskuleg, og höfðuð sko alveg stjórn á því hvað þið áttuð mikið af barnabörnum og barnabarnabörn- um, og nöfnin mundir þú mikið til langt fram á þitt síðasta lifiár. Það lýsir bara hversu mikið þú hugsaðir til okkar allra og allir komu þér við. Hvíl í friði elsku afi. Stínubörn, tengdabörn og barnabörn. Elsku langafi Ögmundur. Nú er kominn tími til að kveðja að sinni. En við eigum eftir að hittast aftur á himninum. Elsku afi. Takk fyrir kærleikann sem þú gafst okkur. Einnig allt sem þú gafst okkur með brosi þínu og orð- um. Við eigum góðar minningar frá því að við fluttum í Garðinn. Eins og í fyrsta skiptið sem þú komst að heim- sækja okkur með stóra saltfiskinn. Þú sagðir að hann væri besti fisk- urinn og sagðir okkur sögur af sjó- mennsku þinni. Amma mín sagði að við værum heppnar að eiga svona góðan og kærleiksríkan langafa og að við skyldum muna að njóta þess. Við munum líka þegar við heimsóttum þig í Heiðartún. Þú tókst alltaf á móti okkur með brosi á vör og lítilli kóka kóla flösku úr gleri. Þú vissir að okk- ur líkaði það vel. Elsku afi, takk fyrir að hafa okkur í huganum þínum og að þekkja okkur alltaf. Það skipti ekki máli þó að við værum hinum megin á hnettinum. Þú fylgdist samt alltaf með okkur því kærleikur þinn var án landamæra. Elsku langafi, þú verður alltaf í hjarta okkur. Julia Esther og þínar langafastelpur Linda Lucia og Rakel Victoria. ✝ Ástkær systir okkar, MARGRÉT K. BJARNADÓTTIR, Egerisvej 41, Skive, Danmörku, lést mánudaginn 19. nóvember á líknardeild sjúkrahússins í Skive. Útför hennar var gerð frá Egeriskirkju, Skive, 24. nóvember. Halldóra Bjarnadóttir, Svandís Bjarnadóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Ingimar Bjarnason. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SNORRI ÞORLÁKSSON frá Siglufirði, Flúðaseli 86, lést þann 29. nóvember sl. á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Við viljum sérstaklega koma á framfæri innilegu þakklæti til starfsfólks Líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir frábæra umönnun föður okkar. Hann dáði hverja og eina ykkar og sagði ykkur englana sína. Það eru orð að sönnu. Guð blessi ykkur og verk ykkar. Snorri Snorrason, Inga Þóra Jónsdóttir, Bryndís Halldóra Jónsdóttir, Birgir Blomsterberg, Smári Jónsson, Sólveig Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Vinur okkar, JÓN PÁLMI KARLSSON (Jónsi) verkamaður, Heiðarbraut 37, Akranesi, áður til heimils í Skorholti, Melasveit, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 2. desember. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 11. des- ember kl. 13.00. Jarðsett verður í Saurbæjarkirkjugarði á Hvalfjarðarströnd. Jón Sveinsson, Guðrún Magnúsdóttir. ✝ Sonur okkar og bróðir, ÖRN CLAUSEN, andaðist þriðjudaginn 27. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Starfsfólki á heimili hans, deild 19, Landspítalanum í Kópavogi, eru færðar hjartans þakkir fyrir frábæra umönnun í áratugi. Anna Þóra Thoroddsen, Örn Clausen, Guðrún Erlendsdóttir og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.