Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI FIMMTÍU ár eru í dag liðin síðan Oddeyrarskóli á Akureyri tók til starfa og af því tilefni verður hald- in hátíð í skólanum. Öllum fyrrver- andi nemendum og starfsmönnum skólans er boðið, sem og íbúum á Eyrinni og raunar öllum velunn- urum skólans. Oddeyrarskóli er nú hverfisskóli þar sem allir nemend- ur geta lokið skyldunámi. Helga Hauksdóttir skólastjóri segir í blaði, sem 10. bekkingar gefa út og dreift var í öll hús á Eyrinni í vikunni, að í Oddeyr- arskóla hafi verið reynt að halda tryggð við góðar hefðir. „Sem dæmi um það má nefna að allir nemendur skera út laufabrauð og aðstoða við að steikja sína köku. Að því loknu borða allir laufabrauðið með bekknum sínum og þannig fáum við tilfinningu fyrir nálægt jólanna þennan desemberdag.“ Meðan eini barnaskólinn á Ak- ureyri var í innbænum var löng leið þangað fyrir börnin af Oddeyri, þegar hún fór að byggjast. Leiðin inneftir var ekki alltaf greiðfær, eftir tæpum stíg meðfram sjónum milli bæjarhlutanna. Foreldrar á Oddeyri fóru því fram á það að fá sérstakan skóla þar en var lengi tekið fálega af bæjaryfirvöldum. Þó var látið und- an síga og barnaskóli var á Eyrinni frá 1879-1900 á ýmsum stöðum, t.d. í Norðurgötu 7 (húsið er nú Fróða- sund 10A) og í húsi sem nú stendur við Lundargötu 2 og í Norðurgötu 17 (gömlu prentsmiðjunni). Aldamótaárið 1900 var byggður nýr skóli milli bæjarhlutanna undir brekkubrúninni og þangað fóru börnin af Oddeyri og síðan upp í barnaskólann sem byggður var fyr- ir ofan kirkjuna árið 1930. Eftir 1950 var farið að huga að byggingu skóla á Oddeyri og hófst bygging hans árið 1955. Fyrsta áfanga var lokið að mestu leyti í desember 1957. Þetta haust hófst skólastarf barna á Oddeyri í Barnaskóla Akureyrar en frá 1. október til 7. desember var aðeins kennt annan hvern dag í Leikvall- arhúsinu á Oddeyri og í Verslunar- mannahúsinu við Gránufélagsgötu. Í skólanum voru 237 börn þegar hann tók til starfa en þá var kennt í fjórum kennslustofum og á kenn- arastofunni og skólinn var þrísett- ur þangað til vesturálma á þremur hæðum var byggð við skólann. Neðsta hæð hennar var tekin í notkun í október 1962. Nýjasta álma skólans var tekin í notkun haustið 2001 en í þeim hluta eru þrjár kennslustofur, bókasafn og tölvuver og starfs- mannaaðstaða. Flestir voru nemendur nærri 500 í skólanum en hann er nú hverf- isskóli fyrir 1.-10. bekk með um 210 nemendum en starfsfólk er um 45 talsins. Oddeyrarskóli er leiðtogaskóli grunnskóla Akureyrarbæjar í for- eldrasamstarfi og hefur bryddað upp á ýmsum nýjum leiðum þar. Má m.a. nefna að kennarar heim- sækja nemendur og foreldra þeirra áður en börn hefja nám í 1. bekk og eins heimsækir umsjónarkenn- ari 8. bekkjar foreldra og nem- endur í upphafi skólaárs. Einnig er bókasafn skólans opið einu sinni í viku milli kl. 16.30 og 18 og þá er foreldrum og börnum þeirra sér- staklega boðið að koma saman í skólann og eiga þar náðuga stund. Þar fá foreldrar líka tækifæri til að hittast og hefur þessu verið mjög vel tekið að sögn Helgu skóla- stjóra. Hátíðin í dag hefst með stuttri dagskrá í sal skólans kl. 10.30 og að henni lokinni verður boðið upp á kaffi og köku til kl. 12. Gestir eru einnig hvattir til að ganga um skól- ann, skoða sýningar sem þar eru og heimsækja nemendur í kennslu- stund. Gott samband við foreldra mikilvægt Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman Nokkrir nemendur í 5. bekk nýkomnir inn úr frímínútum í gærmorgun, ásamt Helgu skólastjóra. Reynsla Ingibjörg Eiríksdóttir t.v. og Svanhildur Skúladóttir voru nem- endur í Oddeyrarskóla fyrsta starfsárið og hafa báðar kennt þar lengi. Oddeyrarskóli fimmtugur í dag Í HNOTSKURN »Fyrsti skólastjóri Oddeyr-arskóla var Eiríkur Sigurðs- son, frá 1957-1967. Indriði Úlfs- son tók við af Eiríki og var skólastjóri í 28 ár, frá 1967-1995, Úlfar Björnsson frá 1995-2001 og Helga Hauksdóttir hefur gegnt starfinu frá 2001. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „MEÐ þessum stöðvum erum við eiginlega komin heim til við- skiptavina okkar, þannig að nú dug- ar ekki lengur sú afsökun að við séum ekki í leiðinni,“ segir Hafdís Jónsdóttir betur þekkt sem Dísa í World Class, en á næstu vikum fjölgar heilsuræktarstöðvum undir merkjum World Class um fjórar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta stöðin verður opnuð í nýju húsnæði við Dalshraun 1 í Hafn- arfirði á mánudaginn kemur, en hin- ar þrjár eru í Lágafellslaug í Mos- fellsbæ, við sundlaugina á Seltjarnarnesi og á 15. hæð í nýja turninum í Smáranum í Kópavogi. Í byrjun janúar verða því sjö heilsu- ræktarstöðvar reknar undir merkj- um World Class hérlendis með að- stöðu fyrir um 20 þúsund iðkendur. Þess má geta að korthafar eru nú samtals um 15 þúsund, þannig að pláss verður fyrir fimm þúsund iðk- endur til viðbótar. Alls munu um 200 manns vinna á stöðvunum sjö. „Eftir opnun Lauga í ársbyrjun 2004 og í ljósi þess hversu vel það gekk, þá höfum við verið að velta fyrir okkur hvernig við gætum gert betur. Við heyrðum það frá við- skiptavinum okkar að helsta ástæða þess að þeir hefðu ekki æft í ein- hvern tíma væri vegna þess að þeir höfðu ýmist flutt eða skipt um vinnu og þar með værum við ekki lengur í leiðinni. Þannig að þeir næðu heilsu- ræktinni ekki lengur inn í dags- skipulagið sitt. Flestir sögðu að við þyrftum að koma nær sér. Í fram- haldi af þessu kviknaði sú hugmynd að færa okkur nær viðskiptavinum okkar. Þetta eru fyrstu stöðvarnar í þeirri hugsun.“ Að sögn Dísu vill heilsuræktin stundum sitja á hakanum í annríki nútímans þrátt fyrir að fólk finni hversu vel því líður eftir æfingar. „Þetta vill alltaf sitja á hakanum og vera afgangs, eins og þetta er mik- ilvægt. Maður þarf því helst að detta um þetta. Setja íþróttatöskuna fyrir útidyrnar, þannig að maður detti um hana ef maður tekur hana ekki upp. Og stöðvarnar þurfa að vera þannig staðsettar að maður eiginlega detti um þær,“ segir Dísa og bendir á að ekki sé síður mikilvægt að gaman sé að koma á stöðvarnar auk þess sem aðstaðan þurfi að vera góð. Viðskiptavinir á öllum aldri Aðspurð segir Dísa nýju stöðv- arnar fjórar eiga það sameiginlegt að vera bjartar og rúmgóðar, þannig að góð aðstaða sé jafnt í búnings- klefa, tækjasal og leikfimisölum. Einnig eigi stöðvarnar það sameig- inlegt, að sögn Dísu, að aðgengi að þeim sé afar gott. Bendir hún á að tvær af nýju stöðvunum séu líkt og Laugar í Laugardalnum tengdar sundlaugum, þ.e. annars vegar á Seltjarnarnesi og hins vegar í Mos- fellsbæ. Segir hún slíka útfærslu hafa gefið afar góða raun og bjóða upp á skemmtilegt samspil hreyf- ingar annars vegar utandyra og hins vegar innandyra. Aðspurð segir Dísa viðskiptavini World Class vera á öllum aldri, allt frá tveggja til 86 ára. „Eldri borg- arum í iðkendahópi okkar er alltaf að fjölga. Þetta er fólk sem hefur nógan tíma. Hérna eyðir það góðum tíma og hittir fólk á öllum aldri, þannig að það einangrast ekki. Jafn- vel eru eldri borgarar að hitta börn- in sín og barnabörn í ræktinni, sem er auðvitað æðislegt að sjá.“ En fjölgun World Class- stöðvanna nær ekki bara til Íslands, því ráðgert er að opna fjórar nýjar stöðvar í Danmörku á næsta ári, en nú þegar hafa viðskiptavinir World Class aðgang að á annan tug Equi- nox-heilsuræktarstöðva í Dan- mörku. Heilsurækt besta forvörnin En hafa eigendur World Class í hyggju að opna fleiri stöðvar hér heima og fikra sig með þær út fyrir höfuðborgarsvæðið? „Það er alveg opið. Það er alveg í umræðunni. Við höfum gaman af því að bæta aðstöð- una sem víðast þannig að fólk geti stundað sína heilsurækt á góðum og vönduðum stöðum.“ En hefur World Class endalaust möguleika á að stækka hérlendis, er næg eftirspurn? „Ja, Íslendingum er alltaf að fjölga þannig að stækkun er eðlileg þróun út frá því. Auk þess er stækkandi markhópur,“ segir Dísa og nefnir í því samhengi eldra fólk sem ekki sé alið upp við það að þurfa að hreyfa sig sérstaklega þar sem nógu mikið tók á líkamlega að stunda vinnu. „Þótt við séum með mikið af fólki og margir eru duglegir að mæta, þá sýna allar kannanir að það eru ekki nógu margir að gera eitthvað í sín- um málum og jafnvel ekki að gera nógu mikið. Því allar rannsóknir sýna því miður að þróunin er sú að þjóðin er að fitna. Það að stunda heilsurækt er ein besta forvörnin sem við getum tekið þátt í í dag. Það skiptir miklu máli að fólk fari ekki yfir þyngdarstuðul sem eykur áhættuna á hjarta- og æða- sjúkdómum sem er stærsta vanda- málið í heiminum í dag.“ Komin heim til viðskiptavinanna  World Class opnar fjórar nýjar heilsuræktarstöðvar á tímabilinu frá 10. desember til 4. janúar  Nýju stöðvarnar eru í Hafnarfirði, Mosfellsbæ, á Seltjarnarnesi og í Kópavogi Morgunblaðið/ÞÖK Útrás Hafdís Jónsdóttir og Björn Kr. Leifsson, eigendur World Class, ásamt syni sínum, Birni Boða, í Laugum í Laugardalnum sem þau opnuðu 2004. Í HNOTSKURN »World Class í Hafnarfirði er700 fm. Þar verður tækjasal- ur, búningsherbergi með gufu- baði, barnahorn og veitingasala. »World Class í Mosfellsbæverður 1.000 fm með tækja- sal, leikfimisal, barnaleikher- bergi með gæslu auk aðgangs að Lágafellslaug. »World Class á Seltjarnarnesiverður 2.000 fm. Þar verða auk heilsuræktaraðstöðu þrír æfingasalir, baðstofa og barna- leikherbergi með gæslu. Einnig hafa gestir aðgang að lauginni. »World Class í Smáranumverður 700 fm með tækjasal og búningsherbergi með gufu- baði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.