Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 46
…allt tal um að það sé ekki hægt að keppa í list þykir mér kjána- legt þvaður… 49 » reykjavíkreykjavík ÞAÐ leið skammur tími frá því fyrstu fréttir tóku að berast af við- búnaði lögreglu, vegna vídeó- listaverks íslenska listnemans Þór- arins Inga Jónssonar, þar til teiknimynd hafði verið gerð um hann og sett á YouTube, undir nafni DangerBoysProduction Channel, sérstakrar rásar á vefnum, ef rás er hægt að kalla. Í stuttu máli, fyrir þá sem ekki hafa fylgst með fréttum, skildi Þór- arinn eftir pakka í listasafni í To- ronto sem á stóð: „Þetta er ekki sprengja“ og leiddi það til þess að sprengjusveit var kölluð út og við- burðum í nágrenni safnsins aflýst. Netverjar hafa verið iðnir við að níða af Þórarni skóinn og á YouTube má sjá fyrr- nefnda teikni- mynd. Teiknimyndin ber yfirskriftina „Art“. Ungur maður stendur á sviði og muldrar að hann heiti Þór- arinn Ingi Jóns- son og ætli að búa til verk sem líkist sprengju og skilja það eftir í lista- safni. „Ég er viss um að ekkert slæmt hlýst af því að búa til gervi- sprengju. Það verður mjög list- rænt!“ segir „Þórarinn“. Hann held- ur ásamt vinum sínum á safnið, skilur sprengjuna eftir og muldrar að það sé nú ekki eins og rör- sprengjur séu yfirleitt til. Þegar út er komið er hann handtekinn af tveimur lögreglumönnum sem segja honum að það að koma fyrir gervi- sprengju í listasafni sé ekki list. Þór- arinn svarar löggunum því að þær skilji ekki list hans, hún sé of flókin fyrir þá. Því næst er hann barinn og honum hent í fangelsi. Í klefanum segir „Þórarinn“ að þetta sé sann- arlega listræn reynsla. Sannast sagna er teiknimyndin heldur illa gerð og ósmekkleg. Áhorfendur hafa gert athugasemdir við myndina, m.a. bent á rétt manna til tjáningar- og skoðanafrelsis. Ann- ar bendir á að „fíflið/listamaðurinn“ hafi eytt peningum skattgreiðenda. Hæðst að Þórarni Tölvuteiknimyndin Hinn tölvuteiknaði Thorarinn segir í myndinni stuttlega frá verkinu á sviði, að ekkert slæmt geti nú mögulega hlotist af því að koma fyrir gervisprengju. Teiknimynd gerð um gervisprengjuna í Toronto Þórarinn Ingi Jónsson  Mótmæli fem- ínista við kvenna- fæð í Silfri Egils vöktu tilskilda at- hygli fólks á dög- unum og sitt sýn- ist hverjum. Eftir síðasta þátt þykir ljóst að Egill ætl- ar ekki að láta hanka sig á þessu aftur því þá bauð hann kjarnakon- unum Guðfinnu S. Bjarnadóttur, Kolbrúnu Halldórsdóttur og Mar- gréti Pálu Ólafsdóttur í þáttinn. Og ættu þá ekki allir að vera sátt- ir? Ónei. Andrés Magnússon, blaðamaður og hægrisinni, bendir á það á bloggsíðu sinni andres.blog.is að í þættinum hafi heldur betur hallað á viðmælendur hægra megin við miðju en kosningaúrslit og skoðanakannanir bendi til þess að hægrisinnuð viðhorf njóti nokk- urrar útbreiðslu í þjóðfélaginu. Hvað gerir Egill nú? Hvað hefur Egill á móti hægrisinnum?  Og af öðrum hægrimanni með sterkar skoðanir. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálf- stæðisflokks furð- ar sig á því á bloggsíðu sinni (sigurdurk- ari.blog.is) að í hvert sinn sem minnst er á Atla Gíslason, þing- mann Vinstri- hreyfingarinnar græns framboðs, sé hann ávallt titl- aður sem Atli Gíslason, þing- maður og hæsta- réttarlögmaður. Og Sigurður Kári spyr: „Af hverju taka fjölmiðlamenn það alltaf sérstaklega fram að Atli sé einnig hæstaréttarlögmaður?“ Sigurður Kári spyr hvort Atli þurfi eitthvað sérstaklega á fleiri vegtyll- um að halda því Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins og hæstaréttarlögmaður, sé aldrei titl- aður annað en þingmaður Frjáls- lynda flokksins í fjölmiðlum. Jón og hrl. Jón Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ eru meiri líkur en minni á að sá sem þetta les hafi einhvern tíma heyrt trommuleik Einars Scheving, svo afkastamikill hefur hann verið un- dafarin ár í spilamennsku fyrir margvíslega tón- listarmenn þar sem allur skalinn er undir. Þann- ig leikur hann á trommur á um tug platna fyrir þessi jól en ein af þeim er algerlega hans eigin, og ber hún nafnið Cycles. Plötuna vann hann með miklum kanónum, þeim Eyþóri Gunn- arssyni, Óskari Guðjónssyni og Skúla Sverr- issyni. Ísland kallar „Ég hef alla tíð samið músík,“ segir Einar. „Ég lærði ungur á píanó þannig að ég hef alltaf búið að því að geta sest niður og komið melódíunum frá mér. Ég hef alltaf verið að garfa í þessu með- fram og ástríðan fyrir þessari hlið á tónlist- arstússinu hefur vaxið ört síðustu árin. Maður hefur kannski verið með meira sjálfsöryggi sem trommuleikari en tónskáld en þetta síðarnefnda siglir nú hraðbyri upp að hinu.“ Platan var tekin upp í New York en hljóð- blönduð í Ósló og ekki er örgrannt um að andi ECM, hinnar mögnuðu þýsku útgáfu, svífi yfir vötnum. „Upptökumaðurinn, James Farber, hefur mik- ið unnið fyrir ECM og sá sem hljóðblandaði, Jan Erik Kongshaug, sömuleiðis. ECM er að sönnu frábær útgáfa og í framtíðinni mun ég óhikað nýta mér tengslin.“ Einar segir plötuna lágstemmda og mel- ódíska. „Það eru engin læti í gangi, og það er afslapp- að flæði út í gegn. Ég tók meira segja nokkuð hraðar lagasmíðar og henti þeim út, þar sem þær eyðilögðu heildarstemninguna.“ Einar flutti aftur heim í fyrra eftir níu ára dvöl í Bandaríkjunum. Lengst af bjó hann í Miami þar sem hann stundaði nám en svo var hann einn vetur í New York, þar sem hann tók einmitt plötuna upp. „Ég stundaði nám í djassdeild en það sem hafði mest áhrif á mann var bara þetta mikla tónlistarumhverfi. Maður er spilandi upp á hvern einasta dag með hinum og þessum; sköp- unarkrafturinn er allt í kring og nýjar hug- myndir á hverju strái.“ Á þessum árum kynntist Einar eðlilega fullt af fólki og upprunalega ætlaði hann að taka upp plötu með félögum sínum þar. „En því meira sem lögin þróuðust fann ég að það var einhver íslenskur blær yfir þeim sem hreinlega kallaði á íslenska spilara. Þeir Eyþór, Skúli og Óskar smellpössuðu við þetta og sum lögin voru meira að segja samin með þá í huga.“ Tónlistinni þjónað Einar segist hafa passað sig á því að halda í stemningu þá sem myndaðist þegar fereykið var að hljóðrita. Hann varaðist markmiðsbundið að bæta einhverju við eða flækja það sem spratt upp úr samspilinu. „Tæknileg geta er góð og gild en hún þarf fyrst og síðast að þjóna tónlistinni. Það gengur ekki að vera með einhverja leikfimi. Annars er ég mjög glaður með að vera loksins búinn að koma plötu frá mér. Ég er kominn á bragðið mætti segja, ég á nóg af efni, og hugmyndir að fleiri plötum eru þegar farnar að staflast upp í hausnum.“ Tónskáldið togaði í … Einar Scheving trommuleikari gefur út Cycles, sem er hans fyrsta plata Morgunblaðið/Sverrir Töffari Einar Scheving er kominn heim úr víking og í farteskinu er hann með sína fyrstu sóló-plötu. einarscheving.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.