Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ögmundur Jó-hannesson fæddist á Hellis- sandi 21. ágúst 1915. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi 21. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóna Jófríður Jónsdóttir, f. í Langey 14. sept- ember 1883, og Ög- mundur Jóhannes Ögmundsson, f. í Öndverðarnesi 28. apríl 1883. Systkini Ögmundar eru Sigurður, f. 1918, d. 1952. Ástríður María, f. 1920, Petrea Margrét, f. 1922, og Friðdóra, f. 1923. Hinn 14. október 1944 kvæntist Ögmundur Ingigerði Helgadótt- ur, verkakonu frá Ólafsvík, f. 2.11. 1920, d. 27.11. 1998. Þau bjuggu sín fyrstu hjúskaparár í Reykjavík, en frá 1955 á Garð- braut 49 í Garði. Það hús byggði Ögmundur og nefndi það Heið- artún. Börn þeirra eru: 1) Kristín, f. 6.3. 1945, gift Sigurjóni Krist- inssyni, 2) María, f. 8.12. 1948, gift Sæmundi Þ. Einarssyni, 3) Alda, f. 27.9. 1950, gift Erlendi Jónssyni, 4) Sig- urður Jóhannes, f. 20.5. 1952, kvæntur Guðrúnu J. Aradótt- ur, og 5) Jón Jóel, f. 17.2. 1956, kvæntur Unni G. Knúts- dóttur. Barnabörn Ögmundar eru 18 og barnabarnabörn- in eru 24. Á unglingsárum var Ögmundur í vinnumennsku fyrst á Álftanesi og síðan á Vallá á Kjalarnesi þá lá leiðin á sjóinn og var sjó- mennska hans ævistarf. Hann var nokkur ár á togurum og „sigldi“ m.a. öll stríðsárin, lengst af á togaranum Geir. Hann gerði út m.b. Freyju RE 23 ásamt Sigurði bróður sínum, sem lést 1952, langt um aldur fram. Ögmundur seldi þá bátinn og stundaði eftir það sjómennsku á hinum ýmsu vertíðarbátum fram á sjötugs- aldur, einnig starfaði hann á síðstu árum starfsævinnar hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og Ís- lenskum aðalverktökum. Útför Ögmundar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku besti pabbi. Að þurfa að kveðja þig er svo ótrúlega erfitt og sárt fyrir pabbastelpu. Þótt ferð okk- ar allra eigi sér einn og sama endi þá erum við aldrei búin undir dauðann. Elsku pabbi, þú varst orðinn 92 ára, þreyttur og gamall, og er það skyn- semin sem segir mér að þetta hafi verið það besta sem gat komið fyrir þig, að fá hvíldina, frekar en að vera rúmliggjandi í lengri tíma. Ég veit að þú varst tilbúinn að kveðja þetta jarðneska líf og þú varst sáttur við lífshlaup þitt. Margar góðar minningar um þig, elsku pabbi, koma upp í hugann og ég geymi þær vel í hjarta mínu. Mér fannst hjörtu okkar alltaf slá vel í takt. Þú gafst mér nafn í höfuð á sjónum sem þér var svo kær og hef ég alltaf verið stolt af að bera þetta nafn. Sjómaður varstu af líf og sál alla tíð og hafðir þú mjög gaman af að segja okkur sögur af sjómennsku þinni. Í seinni tíð þegar talað var um þína góðu heilsu þá sagðir þú alltaf að það væri sjónum að þakka, því hann hefði farið svo vel með þig. Þakklæti er mér efst í huga á þess- um tímamótum. Ég er þakklát fyrir að þú varst pabbi minn. Þakklát fyrir æskuheimilið, litla húsið okkar Heið- artúnið, sem þú byggðir sjálfur og varst alltaf svo ánægður með. Þakk- lát fyrir að þið mamma stóðuð svo vel saman að halda utan um fjölskylduna og létuð okkur skynja að það er fjöl- skyldan sem skiptir máli í þessu lífi. Ég vil þakka þér fyrir allt, alla þína væntumþykju sem þú ávallt sýndir mér og fjölskyldu minni. Þú varst góður faðir, tengdafaðir, afi, og langafi. Að lokum vil ég þakka starfsfólki Garðvangs sérstaklega fyrir þá góðu umönnun sem það ávallt veitti þér og þá nærgætni sem það sýndi okkur í lokin. Hvíl þú í friði elsku pabbi. Loka- orðin mín til þín eru þau sömu og þú gafst mér. Guð blessi þig. Þín dóttir, Alda. Elsku besti tengdapabbi. Nú kveðjumst við að sinni og vil ég með örfáum orðum fá að þakka þér fyrir að hafa komið inn í líf mitt. Þú varst yndislegur tengdafaðir og ekki síðri afi og er nú mikil sorg hjá fjöl- skyldunni og þá ekki síst hjá barna- börnunum og barnabarnabörnunum að fá ekki að heyra afa segja sög- urnar af sjónum sem öllum þótti svo vænt um, sjómennskan var líf þitt og yndi. Það var alltaf notalegt að koma í Heiðartúnið til þín og Ingu og var öllum sem þangað komu tekið opnum örmum og þó sérstaklega barnabörn- unum sem amma og afi dekruðu. Ég hef alltaf dáðst að þér fyrir dugnað og vinnusemi og gast þú aldrei setið auðum höndum, alltaf var verið að dytta að húsinu, setja niður kartöflur uppi í heiði á vorin og þá var ekkert verið að tvínóna við hlutina, þú ann- aðhvort hjólaðir með kartöflukass- ann á hjólinu þínu eða gekkst með fötuna og gaffalinn upp í heiði því ekki keyrðir þú, tókst aldrei bílpróf. Þegar þú hættir að vinna úti fórst þú að hnýta á því ekki gast þú nú verið aðgerðalaus og mikið var nú gaman að líta til þín í vaskahúsið en þar var ýmislegt að sjá og skoða og krökk- unum fannst nú ekki leiðinlegt að kíkja á afa og hjálpa til við að ganga frá pökkun áður en Raggi frá Grinda- vík kom og sótti taumana. Þú kennd- ir krökkunum okkar svo margt, fórst með þeim að veiða, sýndir þeim stein- ana þína, sagðir þeim sögur og varst alltaf tilbúinn að hlusta á þau. Fyrir þetta verð ég þér að eilífu þakklát og veit ég að þau og við öll eigum oft eft- ir að vitna í allan þann fróðleik sem þú áttir. Þegar þú fórst svo á Garðv- ang vildir þú fá hjólið þitt út eftir og hafðir ekki hjólað svolítinn tíma. Nonni kom með hjólið og leist ekki alveg á að þú gætir enn hjólað og er ég oft að hlæja að því þegar þú settist á hjólið og tókst hringinn á gang- stéttinni og stefndir inn á kaffistofu hjá stelpunum. Nonni hljóp á eftir þér dauðhræddur um að þú mundir detta en það var nú aldeilis ekki, þú renndir fram hjá þeim og veifaðir, engu búinn að gleyma. Starfsfólk Garðvangs, hafið þökk fyrir alla ykk- ar umhyggju í garð Ögmundar, hann kunni svo sannarlega að meta hana, það var aldrei yfir neinu að kvarta þegar minnst var á Garðvang, allir svo yndislegir þar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Ögmundur, ég gæti skrifað svo miklu meira um þig en læt nú staðar numið, geymi minningarnar um þig í hjarta mínu. Hafðu þökk fyrir allt og allt, ég bið að heilsa Ingu þinni, sem þú hefur nú loksins hitt aftur. Sjáumst síðar. Þín tengdadóttir, Unnur. Ögmundur tengdafaðir minn hefur lokið langri og farsælli lífsgöngu sinni. Hún hófst á Hellisandi þar sem hann ólst upp elstur í fimm systkina hópi. Lífsbaráttan gat verið hörð í þá daga þar sem fjölskyldur bjuggu oft við erfið kjör. Við þessar aðstæður ólst Ögmund- ur upp, lífsglaður og jákvæður dreng- ur í faðmi stórbrotinnar náttúru und- ir jökli. Margar sögur frá bernsku sinni sagði hann mér. Þær voru smá sýn- ishorn frá þeirri ævintýraveröld sem hann upplifði sem barn og unglingur. Þar skipuðu margar persónur stóran sess eins og séra Magnús, Bensi kaupmaður, Ingveldur skólastjóri, svo ég tali ekki um sjómenn sem reru til fiskjar á litlum bátum sínum og sýsluðu við afla og veiðafæri í Krossa- víkinni. Snemma létti Ögmundur undir með fjölskyldu sinni og var víða í vist sumarlangt. Eftir að móðirin dó flutt- ist faðir hans Jóhannes suður ásamt börnum sínum, þar sem þau héldu heimili saman í nokkur ár. Ögmundur og Ingigerður felldu hugi saman og hefja sinn búskap í Reykjavík en fluttu svo suður með sjó þar sem hann byggði hús í Garðinum sem þau nefndu Heiðartún. Þeim varð sex barna auðið en misstu dreng í frumbernsku. Frá þeim er komin stór hópur af mannvænlegu fólki. Ég tel það vera mitt mesta happ að tengjast Ögmundi og fjölskyldu hans. Heimili þeirra hjóna var ávallt hlý- legt og um hátíðar naut stórfjölskyld- an samverunnar á heimili þeirra til margra ára. Áhugasvið okkar lá saman í öllu sem tengdist sjósókn og náttúru, svo sem sögum af aflabrögðum og minn- isstæðum atvikum á togurum. Það eru í mínum huga forréttindi að fá að kynnast því lífi sem sjómenn um mið- bik síðustu aldar lifðu. Hann naut mikils trausts félaga sinna á sjónum enda jákvæður, gam- ansamur og hress. Mundi eins og hann var oftast kallaður lagði sjó- mennskuna fyrir sig ungur, þekkti vel þann heim, kosti hans og galla. Hann var hinn hugdjarfi sjómaður sem naut spennunnar og gat tekið mótlæti af karlmennsku. Ögmundur var trúaður maður, treysti Guði og handleiðslu hans. Gegnum lífið var hann fremur gef- andi en þiggjandi enda naut hann á efri árum í ríkum mæli góðrar umönnunar barna sinna og tengda- barna. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja þennan vin minn til margra ára. Sæmundur Þ. Einarsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Þetta kvæði úr Hávamálum á vel við þig, afi minn, minningar um þig munu lifa þrátt fyrir að þú sért farinn frá okkur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér þar sem þú varst eini afi minn sem ég fékk að kynnast. Ekki eru það fáar stundir sem við áttum saman í Heiðartúninu, heimili ykkar ömmu og síðan heimili þínu þar til þú fórst á Garðvang. Oft kom ég í heimsókn til ykkar og spurði ég þá ömmu hvar afi væri. Svaraði hún þá oftast að afi væri úti í vaskahúsi. Þar sast þú og hnýttir tauma. Þá hljóp ég út í vaskahús horfði á þig hnýta tauma og hlustaði á þig segja sögur sem þú áttir heilan helling af. Alltaf var ég stolt af þér þegar þú hjólaðir út um allan Garð þrátt fyrir háan ald- ur. Síðan varstu vanur að lauma pen- ing til okkar krakkana og sagðir við okkur að kaupa eitthvert gotterí þótt foreldrar okkar væru ekki á því máli og létu okkur setja aurinn inn á bankabók. Fyrir stuttu þegar ég og kærasti minn Hleiðar fluttum í húsið okkar varst þú í fyrsta drauminum sem mig dreymdi þar. Við vorum í Heiðar- túninu og þú varst svo hress en akk- úrat öfugt við drauminn þá varðstu bara veikari og veikari með hverjum degi eftir að mig dreymdi þennan draum. Ég er svo þakklát fyrir síð- ustu stundir okkar sem við áttum fjórum dögum áður en þú fórst. Þá áttir þú erfitt með að tala en þú reyndir. Þegar ég sagði við þig að það væru nú ófáar sögurnar af sjónum sem þú hefðir sagt mér, sagðir þú að þú hefðir verið kærulaus. Einnig spurði ég þig hvort þú vildir fara að hvíla þig, þú hristir höfuðið aðeins og sagðir nei. Þegar ég ætlaði síðan að kveðja þig reyndir þú að tjá þig og hélst í höndina á mér. Fannst mér svo erfitt að kveðja þig og síðan þeg- ar ég labbaði út úr herbergi þínu á Garðvangi vinkaði ég þér og þú reyndir að vinka á móti með því að lyfta upp hendinni. Fjórum dögum eftir það var hringt í Ingu systur og sagt að afi hefði dáið um morguninn – við systurnar vorum þá í Kaupmannahöfn og vorum á leið- inni á landsleik. Það var svo mikil til- viljun að þegar við fórum inn á upp- hitunarstaðinn fyrir leikinn var akkúrat verið að spila lagið „Þá stundi Mundi“ sem er alltaf sungið í fjölskylduútilegum og er það lag þá tileinkað afa mínum, honum Ög- mundi. Elsku afi minn, nú vona ég að þú sért hjá henni ömmu minni Ingigerði og hafir það gott. Þín verður sárt saknað en minningar um góðan mann munu lifa. Sigríður Sesselja Sæmundsdóttir. Í dag kveð ég afa minn, Ögmund Jóhannesson. Það eru margar góðar minningar, sem koma upp í huga mér þegar ég hugsa til afa, sem aldrei eiga eftir að gleymast. Það má segja það að maður hafi ekki komið að tóm- um kofunum þegar maður kom í heimsókn í Heiðartúnið til afa, því alltaf var eitthvað brallað. Maður at- hugaði fyrst alltaf hvort afi væri ekki inni í skúr þar sem hann var iðinn við að hnýta öngla og tók maður þá til hendinni til að hjálpa afa. Þótt maður hafi nú ekki enst lengi þá fékk maður alltaf smá aur fyrir og þá var hlaupið upp í sjoppu og keypt bland í poka. Svo var farið inn í bílskúr þar sem gersemarnar voru skoðaðar, rauð- leitir steinar sem við höfðum týnt í fjörunni á Garðskaga. En hjá afa kviknaði áhugi minn á steinum sem hefur svo undið upp á sig og stunda ég nú nám í jarðfræði, þannig að afi á sinn þátt í því hvaða braut ég valdi í lífinu. Afi sagði alltaf að þessir rauð- leitu steinar kæmu frá rótum Snæ- fellsjökuls, en þér að segja afi þá er þetta allt hið fínasta granít sem hefur líklegast komið sem ballest í skipum hér á árum áður frá meginlandi Evr- ópu, en flottir eru þeir svona vel nún- ir eftir hafölduna. Þér hefði nú þótt flott að segja frá því að þessa steina væri ekki að finna í náttúru Íslands heldur væru þeir komnir með skipum frá Evrópu, þótt Snæfellsjökull hafi verið þér ofarlega í huga enda ólst þú upp við rætur hans. Afi var sjómaður allt sitt líf og fékk maður að heyra sögurnar af sjónum sem seint gleymast. Ferðirnar niður á bryggju eru eftirminnilegar þar sem við nafnarnir mokuðum upp ufs- anum. Afi var alla tíð heilsuhraustur og bar sig ávallt mjög vel. Hann tal- aði oft um það að sjómennskan hefði farið svo vel með hann og að á sjón- um hefði honum liðið vel. Afi hjólaði mikið og á níræðisaldri hjólaði hann enn milli Garðs og Keflavíkur, aug- ljóslega afreksmaður þar á ferð. Afi tók alltaf vel á móti manni þegar maður kom í heimsókn og oft tókum við rúntinn út á Garðskaga og út í Sandgerði til að skoða bátana, auð- vitað fylgdu sögur af sjómennsku afa allan tímann en þær hefðu verið efni í góða bók. Ég kveð hann afa með söknuði og þakka honum fyrir þær stundir sem við áttum saman. Hvíl þú í friði afi minn. Ögmundur Erlendsson. Mig langar að skrifa nokkur orð í minningu afa míns. Við áttum marg- ar góðar stundir sem ég er þakklát fyrir. Eftir að Inga amma dó bjó afi einn í Heiðartúninu, hann keyrði aldrei bíl en þótti gaman að gera sér dagamun og t.d. fara á rúntinn. Þegar ég hringdi í afa og bauð hon- um á rúntinn var hann oftar en ekki til í það. Hann var alltaf ferðbúinn þegar ég keyrði að Heiðartúninu, beið og horfði út um eldhúsgluggann til að fylgjast með þegar ég kom. Hann hafði ákveðna skoðun á því hvert hann vildi fara. Vinsælt var að fara í Reykjavík, á kaffistofuna í ráð- húsinu eða út á Garðskagavita og ná- grenni. Á rúntinum okkar mátti ég aldrei bjóða honum kaffið, það borg- aði hann, en ég fékk að borga bensín. Einu sinni þegar við vorum að keyra Laugaveginn þá lét afi mig stöðva bílinn. Við vorum að keyra framhjá fyrrverandi heimili þeirra ömmu á Laugavegi 52b. Hann bjó þar fyrir 52 árum og hafði þörf fyrir að kíkja á húsið og umhverfi þess. Alveg sama hvert við afi fórum hitti hann einhvern sem hafði verið samferða honum í gegnum tíðina. Yf- irleitt var heilsað með faðmlagi og fallegum kveðjum og kvaðst með orð- unum guð blessi þig. Dóttir mín, Elín Alda, fékk að kynnast langafa sínum og er ég þakklát fyrir þær stundir sem þau áttu saman. Samverustundir með langafa tengdi hún sterklega við Garðskagavitann. Einu sinni þegar hún var heima hjá Öldu ömmu horfði hún á vegg með mynd af vitanum og hrópaði langafi, langafi, amma henn- ar var ekki alveg viss hvað hún var að sjá en áttaði sig svo á tengingunni við vitann. Við fórum nefnilega oft á rúntinum okkar að Garðskagavita með afa. Þegar við gengum stéttina að vitanum leiddi afi litlu langafas- telpuna sína og gætti þess að hún dytti ekki. Eftir göngu við vitann fengum við okkur stundum hress- ingu á Flösinni. Afa þótt svo vænt um hafið og að geta séð Snæfellsjökul frá Garðskaganum og naut þessara stunda. Elín Alda naut þess að vera með langafa sínum og eiga með hon- um þennan tíma. Elín Alda hafði ákveðið lag á afa sínum, þegar ég nefndi hvort við ætt- um að fara í bíltúr þá nennti afi kannski ekki en ef Elín Alda bað hann þá færðist bros yfir andlit hans og hann náði í hattinn sinn. Ekki lengi að koma sér út. Oftar en ekki sat Elín Alda í bílnum hjá langafa og skoðaði fuglalífið og umhverfi vitans í gegnum sjónauka. Hann kenndi henni að nota kíkinn og áttu þau góða stund. Elín Alda vissi nákvæmlega hvar langafi geymdi nammið, hún vildi helst vera inni í herberginu hjá afa og púsla eða lita. Langafi sparaði ekki hrósið til hennar og fylgdist með því sem hún var að gera. Afi kenndi mér margt um lífið og tilgang þess alveg fram á síðasta dag. Þegar ég kom að kveðja hann veikan og ósjálfbjarga beið nýfædd og heil- brigð dóttir mín heima. Á meðan afi var að kveðja þennan heim er hún að heilsa. Að lokum vil ég þakka fyrir allar þær samverustundir sem eru núna fallegar minningar. Elín Alda mun eiga minningar úr Garðinum tengdar langafa sínum og mun ég hjálpa henni að varðveita þær. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Kveðja, Ellen og Elín Alda. Elskulegi afi minn er búinn að kveðja þennan heim. Hann er glaður, það veit ég, því hann er kominn til hennar Ingu ömmu sem hefur beðið eftir honum í 9 ár. Þau elskuðu hvort annað tak- markalaust, svo að fagnaðarfundir hafa orðið þegar þau hittust aftur. Afi minn var AFI með stórum stöf- um, hann elskaði konuna sína, börnin sín, barnabörnin sín og barnabarna- börnin meira en allt annað. Ég man ekki eftir útlitinu á afa öðruvísi en afalegu; lítill kröftugur karl, pottlok á kollinum og með tenn- urnar alveg á fullu, ohh hann var æð- islegur. Ég ólst upp meira og minna hjá ömmu og afa, mamma þurfti að vinna mikið og pabbi var alltaf að keyra, svo amma og afi voru alltaf til staðar, Ögmundur Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.