Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 21 SÝNING á verkum 22 listamanna lífs og liðinna stendur nú yfir í Listasafni ASÍ. Það er Reykjavíkur- höfn sem er viðfangsefnið, en sýn- ingin er haldin í tilefni 90 ára afmæl- is hafnarinnar. Sýningarstjóri er Hulda Stefánsdóttir myndlistar- maður en sýningin er unnin í sam- vinnu við Kristínu G. Guðnadóttur, forstöðumann Listasafnsins, og Ágúst Ágústsson hjá Faxaflóa- höfnum. Hér sjáum við verk eftir ólíka listamenn, allt frá Jóni Stefánssyni og Þórarni B. Þorlákssyni til Dieter Roth og Haraldar Jónssonar svo einhverjir séu nefndir, málverk, myndbönd og skúlptúra. Hulda hef- ur valið hvorutveggja verk sem sýna höfnina á nokkuð raunsæjan máta, eins og t.d. málverk Jóns Stefáns- sonar sem Björn Th. kallar einn af þremur hornsteinum listar hans. Ekki síður forvitnilegt er málverk Þórarins B. Þorlákssonar af skips- bruna í Reykjavíkurhöfn árið 1900. Ein af skipamyndum Kjarvals er hér, en að eigin sögn voru það skip sem fengu Kjarval til að byrja að teikna og mála, rétt eins og hvít segl heilluðu bæði Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson. Auðvitað eru hér líka Snorri Arinbjarnar, Ás- grímur, Nína og fleiri. Dieter Roth birtir höfnina í aksjón þar sem lit- um, ljósum og bókstöfum er brugðið upp á hreyfingu. Hulda Hákon og Einar Garibaldi kalla fram íslenska stemningu en nærvera hafsins birt- ist í teikningum Birgis Andréssonar, myndbandi Hönnu Styrmisdóttur og á huglægan máta í skúlptúr Mar- grétar H. Blöndal. Sambland hins kvika yfirborðs, birtubrigða hafs og himins ásamt reglulegum formum bygginga sameinast í veggverki Svövu Björnsdóttur sem er mögnuð blanda óefniskenndra og form- sterkra eiginleika. Ljósmyndir af tónlistarhúsinu sem nú rís við höfn- ina fá sinn sess og heimildir um gjörning þeirra Haraldar Jónssonar og Ólafar Björnsdóttur, sem þar var framinn, birta breytt hlutverk hafn- arinnar í dag. Sýning sem þessi, þar sem verkin eru valin af víðsýni, sýnir ekki að- eins mikilvægi listarinnar og brýnt hlutverk listamanna í samfélaginu á öllum tímum, heldur hverfa einnig í skuggann óþarfa málalengingar um mikilvægi einstakra miðla eða vinnuaðferða en samspil listar og samfélags fyrr og nú er í brenni- depli. Þetta er fjölbreytt, fróðleg og lifandi sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Ragna Sigurðardóttir Listin er ómissandi MYNDLIST Listasafn ASÍ Til 16. desember. Opið þri. til sun. frá kl. 13-17. Kvikar myndir, afmælissýning Reykjavíkur- hafnar, verk eftir 22 listamenn. Morgunblaðið/Sverrir Fjölbreytt Reykjavíkurhöfn er viðfangsefnið í verkunum í Listasafni ASÍ. EKKI er sama hvernig tónleikar eru haldnir. Það er ekki nóg að spila vel, efnisskráin verður líka að vera vel samsett og í klassíska geiranum þyk- ir nauðsynlegt að hafa sæmilega greinargóðar upplýsingar um verkin í tónleikaskrá. Nú, og svo verður auð- vitað að auglýsa tónleikana almenni- lega svo einhverjir komi til að hlusta. Fæst af þessu var í lagi hjá Liene Circene píanóleikara, sem hélt tón- leika í Salnum á miðvikudagskvöldið. Circene er prýðisgóður píanóleikari, en tónleikarnir virðast ekki hafa ver- ið nægilega vel auglýstir, a.m.k. var tónleikasókn með allra dræmasta móti. Efnisskráin, eða lagalistinn eins og hún er kölluð í poppheiminum, var líka einkennilega samansett. Það var undarlegt að spila um tíu lettneskar vögguvísur eftir ýmsa höfunda strax á eftir öfgakenndri Novelettu eftir Schumann, og svo brjálæðislega, en örstutta þrjá Argentínska dansa eftir Ginastera á eftir vögguvísunum. Það var eins og að sýna grínmynd, gefa áhorfandanum svefnpillu og hella yfir hann kaldri vatnsfötu, nánast allt í sömu andránni. Vögguvísurnar komu of snemma á eftir Novelett- unni, þær voru alltof margar, og dansarnir eftir Ginastera of fáir til að þeir næðu að skapa viðeigandi mót- vægi. Annað á dagskránni var ekki held- ur sérlega kræsilegt, sónata nr. 8 eft- ir Gagnidze, sem hér var frumflutt, var að vísu frábærlega vel leikin af Circene, en það dugði ekki til að gera verkið áhugavert. Tónlistin var í svo- kölluðum naumhyggjustíl, lítil tón- hugmynd var endurtekin hvað eftir annað áður en sú næsta skaut upp kollinum og er auðvitað ekkert að slíku tónlistarformi. En þá verða hugmyndirnar að vera svo bitastæð- ar að þær verðskuldi að vera endur- teknar aftur og aftur. Sú var ekki raunin hér, þetta voru aðallega klisj- ur, holt bergmál tónlistar sem oft hefur heyrst áður. Óþarfi er að telja allt upp sem Cir- cene lék, en langbesta verkið var það fyrsta, sónata eftir Edgars Rag- inskis, en hann er fæddur árið 1984. Sónatan hans er gríðarlega kraft- mikil og byggist á áleitnum tónhug- myndum sem snilldarlega er unnið úr. Circene spilaði verkið sérlega glæsilega; af hverju var ekki meira svona af tónleikunum? Því miður voru engar upplýsingar um verkin í tónleikaskránni, í staðinn hélt Jónas Ingimundarson stutta tölu á undan hverju þeirra. Það kom ekki nægilega vel út, Jónas var fremur dauflegur og sú stemning sem Cir- cene náði að skapa með hverri tón- smíð dó alltaf um leið og hann hóf upp raust sína. Betur hefði farið á að hafa prentaðar upplýsingar í tón- leikaskránni. Svefninn langi TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Verk eftir Raginskis, Severac, Gagnidze, Schumann, Ginastera og fleiri. Liene Circene lék á píanó. Miðvikudagur 21. nóvember. Píanótónleikar Jónas Sen AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Langar þig að breyta til? www.austurat.is Jólatónleikar Kyrjanna Árlegir jólatónleikar Kyrjanna verða laugardaginn 8. desember nk. kl. 17:00 í Fella- og Hólakirkju. Yfirskrift jólatónleikarnna í ár er „Sú vonanna sól, verði stjarnan um jól.“ - innlend og erlend jólalög. Stjórnandi Kyrjanna er Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir og píanóleikari kórsins er Halldóra Aradóttir einnig spilar Agla Eir Sveinsdóttir á þverflautu. Miðasala við innganginn og er miðaverð kr. 2.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.