Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT DAVID Miliband, utanríkisráð- herra Bretlands, segir í grein í breska blaðinu Financial Times að Bretar muni þrýsta á um auknar refsiað- gerðir gegn Írönum vegna umdeildra kjarnorkutilrauna þeirra. Bandarískir leyniþjónustu- menn telja nú að Íranar hafi hætt tilraunum til að smíða kjarnavopn árið 2003. En Miliband segir að Írönum hafi ekki tekist að eyða tor- tryggni umheimsins vegna tilrauna sinna og að þeir verði að hætta að auðga úran. Auðgað úran er notað í kjarnorkuvopn. Hertar aðgerðir David Miliband EINN lést og fimm særðust þegar bréfasprengja sprakk í París í Frakklandi í gær. Atburðurinn varð í byggingu þar sem lögmanns- skrifstofur eru til húsa. Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hafði eitt sinn skrifstofu á staðnum. Sprengja í París FJÖLDI búddamunka hefur flúið höfuðborg Búrma, Yangon, í kjöl- far þess að herforingjastjórn lands- ins braut uppreisnina á bak aftur í haust. Hafa margir munkanna leit- að skjóls í afskekktum bæjum og þorpum eða kastað kuflinum. Fjarvera munkanna hefur trufl- að mjög hefðbundið líf borgarbúa en munkar gegna þar að jafnaði lykilhlutverki. Fjöldi klaustra stendur nú auður en hermenn réð- ust inn í sum þeirra, handtóku fólk og börðu. Seldar eru með leynd upptökur með bænasöng og sögum tveggja virtra munka í nokkrum verslunum höfuðborgarinnar. Leynilegt andóf í höfuðborg Búrma „NÚ VERÐ ég frægur,“ skrifaði Robert Hawkins, 19 ára maður sem á miðvikudag skaut átta til bana í verslun í Omaha áður en hann framdi sjálfsvíg. Honum er lýst sem hæglátum, þunglyndum pilti. Ný- lega sleit hann sambandi við kær- ustu til langs tíma og hann var rek- inn úr starfi fyrir fáeinum dögum. Reuters Viðbúnaður Liðsmaður sérsveita lögreglu við verslunina í Nebraska. Vildi frægð TOYOTA-verksmiðjurnar japönsku sýndu í gær ný vélmenni, öðru nafni þjarka, sem eru svo háþróuð að þau geta leikið á fiðlu, eitt tækj- anna sést hér sýna snilli sína. Það er um hálfur annar metri á hæð, er með alls 17 liðamót í handlegg og hönd og lék Pomp and Circum- stance eftir Bretann Edward Elg- ar. Tækinu tókst vel upp en kunnáttumenn töldu þó að leik- urinn hefði verið fremur stífur – og vélrænn. Fyrirtækið hóf að nota vélmenni í bílaverksmiðjum sínum á níunda áratugnum, að sögn forstjórans, Katsuaki Watanabe. Talið er að hægt verði að láta vélmenni stunda umönnunarstörf á heimilum aldr- aðra og á sjúkrahúsum. Meðalaldur er hærri í Japan en í flestum öðrum ríkjum heims og vaxandi skortur á starfsfólki til að sinna þörfum aldr- aðra en strangar hömlur eru á inn- flutningi vinnuafls til Japans. Vélræn innlifun í Japan AP KONA í sambandsríkinu Slésvík- Holstein í Þýskalandi er grunuð um morð en fimm börn hennar fundust myrt á hrottafenginn hátt á heimili þeirra í smáborginni Darry. Börnin voru á aldrinum þriggja til níu ára. Myrti börnin EIGINKONA 57 ára gamals Bret- ans Johns Darwins, sem talinn var af eftir meint slys á barkarbáti fyrir fimm árum en kom fram í Bretlandi um sl. helgi, viðurkenndi í gær í við- tölum við götublöð að um svik hefði verið að ræða. Konan, Anne Darwin, sem nú býr í Panama, innleysti líf- tryggingu mannsins eftir að hann var úrskurðaður látinn. Hjónin dvöldust undir fölsku nafni í Panama en mynd sem birtist á vef- síðu fyrirtækis er þau leigðu íbúð hjá kom upp um svikin. Lögreglan yf- irheyrði í gær manninn sem hefur borið því við að hafa misst minnið í nokkur ár. Tveir synir hjónanna, sem ekki vissu neitt um svikin og stóðu í þeirri trú að faðirinn hefði drukknað, fordæmdu foreldrana í sameiginlegri yfirlýsingu. Sögðust þeir vera „ruglaðir og reiðir“ og hafa lent í ólgusjó tilfinn- inga eftir að faðirinn gaf sig fram við lögreglu, fyrst taumlausrar gleði en síðan örvæntingar eftir að móðirin játaði í fjölmiðlum að um svik hefði verið að ræða. Ef blöðin hefðu rétt eftir móðurinni fyndist þeim sem þeir væru fórnarlömb svikanna. „Hvernig gat mamma okkar haldið áfram að telja okkur trú um að pabbi hefði dáið þegar hann var sprelllif- andi?“ spyrja bræðurnir. „Við höfum ekki talað við foreldra okkar eftir að pabbi var handtekinn og sem stend- ur viljum við ekki hafa neitt sam- band við þau.“ Konan sagðist hafa vitað að eig- inmaðurinn ætlaði aftur til Bret- lands en ekki að hann hygðist láta lögregluna vita af sér. Hafna sambandi við for- eldrana Rabat. AFP. | Múslímar mega sem kunnugt er ekki drekka áfengi en léttvín frá arabalöndum njóta nú vaxandi hylli á mörkuðum eftir ára- tuga lægð. Bókstafstrúarmenn, m.a. í Egyptalandi, eru afar ósáttir og reyna að fá vínyrkju bannaða eða a.m.k. að hækka á hana skattana en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Um 50.000 manns starfa við fram- leiðsluna í arabalöndum og ekki falla þeir allir fyrir freistingunni. Eftir 20 ára vinnu á vínbúgarði í Egyptalandi sagðist yfirmaðurinn vera sannur múslími og að hann hefði aldrei smakkað dropa! Mest er framleiðslan í Túnis, Alsír og Marokkó en Alsír var eitt sinn fjórði mesti vínframleiðandi í heimi. Einnig fer vínframleiðsla hratt vax- andi í Líbanon og Jórdaníu og hefst senn í Sýrlandi. Reglur í Evrópu- sambandinu, sem bönnuðu innflutn- ing svonefndra blandaðra vína, áttu mikinn þátt í að draga úr útflutn- ingnum og gæðum hrakaði í kjölfar þjóðnýtingar. Óorð komst á arabísk vín sem voru jafnvel kölluð í háðung- arskyni „Chateau Migraine“ með vísan til höfuðveikinnar mígrenis. Arabísk vín verða æ vinsælli Sanntrúaðir múslímar ósáttir við þróunina Peking. AFP. | Að minnsta kosti sjötíu námamenn fórust og óttast var um 26 til viðbótar þegar sprenging varð í kolanámu í Linfen-borg í Shanxi-héraði í Norður-Kína í gær. Fimmtán björguðust á lífi, að sögn Xinhua-fréttastofunni. Talsmaður stjórnvalda sagði að sumir þeirra sem fórust hefðu verið úr hópi björgunarmanna sem þust höfðu ofan í námuna eftir spreng- inguna. Ljóst var þó þá að gas í loft- inu í göngunum var hættulegt mönnum. Ekki var vitað hvers vegna sprengingin varð. Reuters Sorg Ættingjar og vinir gráta örlög þeirra sem dóu í námuslysinu. Hátt í hundrað fórust Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti greindi í gær frá því að samkomulag hefði náðst við veðlána- stofnanir og fjár- festa um frystingu vaxta á svokölluð ótrygg fasteigna- lán eða áhættu- húsnæðislán. Fastlega hafði verið reiknað með því að vextirnir færu hækkandi á næstu mánuðum og því óttuðust menn aðra holskeflu gjald- þrota einstaklinga og fjárnáma, enda myndi hækkun þýða dýrari lán og hærri greiðslubyrði. „Það finnst engin fullkomin lausn,“ sagði Bush þegar hann greindi frá samkomulagi sem náðist fyrir tilstilli stjórnvalda við lánastofnanir. Fryst- ing vaxtanna nær til fimm ára en til- gangurinn er sá að verja húsnæðis- eigendur og sagði Bush að með þessu mætti ná til 1,2 milljóna manna. Þar yrði um að ræða ábyrga heimiliseig- endur sem geta komist hjá því að lenda í fjárhagsvandræðum ef aðeins þeir fá til þess aðstoð. Ekki væri meiningin að hjálpa lánveitendum, fasteignabröskurum eða fólki sem réðst í húsnæðiskaup jafnvel þó að það vissi að það hefði ekki efni á því. Bush sagði að aðeins hluti lántak- endanna myndi fá frystingu lána, öðr- um yrði hjálpað til við endurfjár- mögnun og flutning yfir í lán sem bandarísk húsnæðismálayfirvöld tryggðu. Fyrr í gær hafði verið greint frá því að eignarnám í fasteignum fólks hefðu verið fleiri á þriggja mán- aða tímabili, júlí – september, en nokkurn tíma fyrr, fjárnámsprósenta allra fasteignalána var 0,78%; en þar er um það að ræða að lánveitendur ganga að veði viðkomanda vegna van- skila. Stjórnvöld rétta lán- takendum hjálparhönd Í HNOTSKURN »Áhættuhúsnæðislán (e. sub-prime mortgages) eru lán til aðila með slæma skuldastöðu sem eru líklegri til vanskila. Af- sláttarkjör voru veitt á lánunum í upphafi, vextir oftast 7 eða 8%, en hafa farið í allt að 11% sl. mánuði sem þýðir umtalsverða hækkun greiðslubyrði. George W. Bush USB minnislyklar með rispufríu lógói. Frábærir undir myndir og gögn. Ódýr auglýsing sem lifir lengi. www.alltmerkt.is sala@alltmerkt.is S: 511 1080 / 861 2510 (512 MB, 1 GB, 2 GB og 4 GB)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.