Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 31 er blanda af Cabernet Sauvignon, Malbec og Merlot. Þykkur magn- aður ávöxtur þar sem rauð og svört skógarber eru uppistaðan ásamt rifsberjum. Feitt, mjúkt og langt í munni með mildri eik. Í alla staði magnað. Með öllu góðu kjöti. 3.370 krónur. 93/100 Achaval Ferrer Finca Altamira 2003 er Malbec eins og þrúgan gerist hvað stórkostlegust. Það sem einkennir þetta vín hvað mest er dýpt á alla vegu og kanta, djúp- ur og dökkur ávöxtur með svörtum sólberjum og bláberjum, miðjarð- arhafskrydd og viður. Í munni er bragðmassi sem enn er að vinna úr öllu því sem hann hefur upp á að bjóða, dökkt súkkulaði, reykur og mikil en mjúk tannín. Með hrein- dýri og að sjálfsögðu grillaðri nautasteik. 6.370 krónur. 95/100 En þá yfir til Ítalíu. Querceto Vernaccia di San Gi- mignano 2006 er athyglisvert hvít- vín frá Toskana. Querceto er þekktast fyrir hin dásamlegu Chi- anti-vín sín (ekki síst Castello- vínin) en hér er á ferðinni einfalt, þurrt og þægilegt hvítvín. Peru- ávöxtur og hvít blóm í einfaldri, nokkuð sýruríkri uppbyggingu. 1.390 krónur. 84/100 Og fyrst minnst er á Castello- vínið er full ástæða til að kíkja á Riserva-útgáfuna af því: Castello di Querceto Riserva 2003. Flottur, karaktermikill og nær fullþrosk- aður Chianti Classico í hæsta gæðaflokki. Hann er töluvert eik- aður og reykur og sviðinn viður renna saman við þurran ávöxtinn, svört og rauð ber. Vínið er tann- ískt, þykkt og langt, og hefur þessa „aukavídd“ sem bestu Chi- anti-vínin hafa stundum, þótt ár- gangurinn sé ekki sá mesti. 2.350 krónur. 92/100 Það er líka framleitt freyðivín í Querceto-kastala. Francois 1er Brut er framleitt með kampavíns- aðferðinni og slagar hátt í kampa- vín að gæðum. Það er ávaxtaríkt með geri og nýbökuðu brauði í nefi. Freyðir vel og þægilega. 1.990 krónur. 88/100 Fontodi Chianti Classico 2005 opnar stíft, þurrt og tannískt með dökkum kirsuberjaávexti. Það opn- ar sig með svörtum trufflum, kaffi, púðursykri og kryddi, fantagott og drykkjarhæft nú þegar en ætti að ná hámarki eftir þrjú ár eða svo. 90/100 Corte Sant’Alda Mithas 2003 er rauðvín frá Veneto-svæðinu á Norður-Ítalíu sem flokka mætti sem „Súper-Valpolicella“ og er ein- ungis framleitt í mjög góðu árferði. Þrúgurnar í víninu eru Corvina, Corvinone og Rondinella og það hefur mörg einkenni vína sem gerð eru með Ripasso-aðferðinni á þess- um slóðum, þ.e. þrúgurnar hafa verið þurrkaðar að hluta. Sú er hins vegar ekki raunin. Hér eru einfaldlega á ferð þrúgur sem náð hafa fullkomnum þroska og verið tíndar seint, beðið er alveg fram í lok október. Mithas hefur mikla dýpt í nefi, það er dökkt, kryddað með fókuseruðum svörtum kirsu- berjaávexti. Það er tannískt en tannínin eru mjúk og bit þeirra þægilegt. Langt og ágengt – vín fyrir villibráð. 3.250 krónur. 92/ 100 frá föðurömmu minni en móð- uramman fékk hana endur fyrir löngu og síðan hefur hún verið ómissandi í öllum fjölskylduboð- um.“ Marensterta Botnar: 4 egg 175 g sykur 50 g hveiti 50 g kartöflumjöl ½ tsk. lyftiduft Þeyta egg og sykur vel. Hræra mjölinu varlega saman við. Hella deiginu í tvö form og baka 10 mín- útur í 200°C heitum ofni. Lækka hitann niður í 125°C. Marens: 240 g sykur 4 eggjahvítur 2 dropar edik Stífþeytið eggjahvíturnar, bland- ið sykrinum rólega saman við og ediksdropunum. Smyrjið þessu á botnana og bakið marensinn í 25 mínútur. Eggjabráð: 4 dl mjólk vanilludropar 4 eggjarauður 2 msk. sykur 2 tsk. hveiti Sjóðið helminginn af mjólkinni og vanilludropana. Þeytið eggja- rauðurnar og sykurinn. Blandið hveitinu varlega saman við eggin og síðan restinni af mjólkinni. Hell- ið eggjablöndunni í pottinn og hrærið stöðugt í uns blandan fer að sjóða. Eggjakreminu er smurt á botn- inn. Þeytið um 3 dl af rjóma og setj- ið yfir eggjakremið. Laxatortillur fyrir 4 meðalstórar tortillur ½ rauðlaukur, smátt saxaður eitt bréf af reyktum laxi, smátt skorinn búnt af ferskum kóríander rifinn límónubörkur 2 dósir rjómaostur Hrærið öllu saman, nema kórí- andernum. Smyrjið blöndunni á tortillurnar. Dreifið skornum kórí- ander yfir, rúllið upp og geymið í ísskáp, t.d. yfir nótt. Skerið í sneiðar. Villibrauð 1 bréf þurrger 3 dl volgt vatn 50 g smjör gróft salt 500 g hveiti Villikrydd úr Blóðbergsgarðinum Blóðbergskrydd úr Blóðbergsgarðinum Vatni og geri blandað saman, þá hveiti, villikryddi og salti. Bræðið smjörið og hnoðið saman við deigið. Deigið hnoðað og látið lyfta sér í 30-60 mín. Slegið niður og hnoðað í lengju. Skerið lengjuna í um 20 bita. Mótið bitana í bollur og raðið þeim í formið. Látið lyfta sér í 30 mín. Smyrjið deigið með bráðnu smjöri, sáldrið grófu salti og blóð- bergi yfir. Bakið í 35-40 mín. í for- hituðum 200°C heitum ofni. Blóðbergskjúklingur fyrir 4 4 kjúklingabringur sveppir 375 ml hvítvín 3 hvítlauksrif smjör blóðbergskrydd gróft salt og svartur pipar Hvítvín, kraminn hvítlaukur, blóðberg, salt og pipar og bring- urnar eru lagðar í skál. Leyfið kjöt- inu að liggja þar í 10-15 mín. Brúnið kjúklingabringurnar í smjöri á snarpheitri pönnu. Leyfið þeim að malla um stund undir loki á mjög lágum hita. Þegar bringurnar eru gegn- steiktar eru sveppirnir smjör- steiktir og hvítvínsblöndunni hellt yfir pönnuna. Slökkvið undir pönn- unni og berið fram með t.d. sætu kartöflumauki. Laxatortillur Einfaldur og góður réttur. aðalsögupersónan Villibrauð Brauðið bakar Lóa oft fyrir norðan. - kemur þér við Hvar eru lægstu skattarnir á höfuð- borgarsvæðinu? Fyrrum herra Ísland endurheimti ástina Hvert fer neyðar- aðstoð Íslendinga? Fjórtán ára dansari flytur til Úkraínu Dóri nefnir gítarinn sinn Múhameð Sprækum Porsche Cayenne reynsluekið Hvað ætlar þú að lesa í dag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.