Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 49 Eitt er rétt að játa strax í upp-hafi: Mér finnst verðlaunæðisleg og allt tal um að það sé ekki hægt að keppa í list þyk- ir mér kjánalegt þvaður fólks sem tekur sjálft sig of alvarlega. Vissu- lega er ekki hægt að mæla gæði list- ar en verðlaun eru hins vegar fín byrjun á gjöfulum rifrildum um það hvort þessi eða hin bíómyndin / bók- in / platan sé betri en hin – og hat- römm rifrildi um hvað sé gott eða slæmt í list eru listinni mjög holl. Svo eru verðlaun líka bara svo fjandi skemmtileg, jafnvel Eddan margumdeilda er bara fjandi krútt- leg í sveitamennskunni sem fylgir því að sjá allar þrjár myndir ársins berjast um að vera betri en hinar. Við þetta má vitaskuld bæta hinni hefðbundnu málsvörn allra verð- launa, þau vekja athygli á listum, eru söluhvetjandi og svo framvegis.    Af framansögðu má sjá hversudjúpstæður vandi íslensku bók- menntaverðlaunanna er því þau eru búin afskaplega fáum þeim kostum sem ég hef talið upp hér að framan. Í reglugerð um bókmenntaverð- launin segir: „Tilgangur Íslensku bókmenntaverðlaunanna er að styrkja stöðu frumsaminna ís- lenskra bóka, efla vandaða bókaút- gáfu, auka umfjöllun um bók- menntir í fjölmiðlum og hvetja almenna lesendur til umræðna um bókmenntir.“ En ekkert af þessu gengur eftir. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst tímasetningin. Verð- launin eru vissulega söluhvetjandi fyrir þessar fáu bækur sem til- nefndar eru en það er aðeins sölu- stýring, ekki söluaukning. Ef til- nefningarnar væru hins vegar kynntar eftir áramót, þegar mestu timburmenn jólabókaflóðsins eru liðnir hjá, gæti komið ágætis auka- kippur í annars dauðan bókatíma sem gæti enst að minnsta kosti fram að verðlaunaafhendingunni sjálfri sem er hálfmáttlaus eins og er – um- ræðan er dottin niður og nær ekki flugi aftur. En ef tilnefningunum sjálfum væri frestað fram yfir ára- mót gæti tíminn fram að verðlauna- afhendingunni verið afskaplega gjöfull fyrir bókmenntaumræðuna. Verðlaunin auka fjölmiðlaumfjöll- unina nú ekki að neinu ráði, af þeirri einföldu ástæðu að þeir eru allir meira en mettir af bóka- umfjöllun þessar vikur fyrir jólin og komast fæstir yfir allt eins og æski- legt væri. Vandi almennra lesenda er þóenn stærri. Þeirra vandi er sá að þeir lesa fæstir bækurnar fyrr en á aðfangadag og vikurnar þar á eft- ir – en þá er umræðan hins vegar steindauð. Vitræn umræða um verð- launin getur helst farið fram á milli þeirra sem hafa lesið eitthvað að ráði af hinum tilnefndu bókum – og hverjir eru það? Jafnvel Páll Bald- vin, sérlegur álitsgjafi bókmennta- þáttarins Kiljunnar, hafði ekki lesið tvær af bókunum sem tilnefndar voru í fagurbókmenntum. En um leið og nítíu prósent lesenda jóla- bókanna byrja að lesa að einhverju gagni lognast bókmenntaumræða á Íslandi nánast út af fram í næsta nóvember.    Því furða ég mig á því af hverjubókaforlögin nota ekki tæki- færið til að berjast aðeins gegn þessu skrímsli sem jólabókaflóðið er með því að tilkynna tilnefningarnar eftir áramót og búa þannig til far- veg alvöru umræðu með þátttöku fjölda fólks sem hefði lesið stóran hluta bókanna, umræða sem gæti glætt lífið í bókasölu einmitt á öðr- um tíma en jólunum. Þá væru verð- launin líka marktækari, ég efa ekki að fólkið sem situr í dómnefndum lesi bækurnar eins vel og það getur, en ég efast þó um að það lesi þær jafn vel og æskilegt væri – til þess er tíminn einfaldlega of naumt skammtaður og bækurnar of marg- ar.    Og vandamálin eru fleiri. Eins oger kostar það 25 þúsund krón- ur að leggja fram verk til verð- launanna og á meðan þær krónur eru dropi í haf gróða metsölubók- anna eru þær hátt hlutfall takmark- aðra tekna margra ljóðabóka til dæmis. Þarna er verið að hygla hin- um vinsælli og eins bitnar þetta illa á minni forlögum með takmarkaðri fjárráð. Þá má rifja upp orð Gunnars Helga Kristinssonar, formanns dómnefndar um fræðibækur og bækur almenns efnis, rétt eftir að hann las upp tilnefningarnar: „Mjög erfitt að bera þetta saman, eins og að bera saman kálf og jarðarber.“ Og er það virkilega í lagi? Geta slík verðlaun á nokkurn hátt talist marktæk? Þetta gildir líka um hinn flokkinn, það er ansi kynlegt að skáldsögur, barnabækur og ljóða- bækur keppi allar í sama flokki og með þessar 797 bækur í Bókatíð- indum hlýtur að vera hægt að hafa eins og tíu verðlaunaflokka. Það þarf nefnilega svo lítið til að gera þessi verðlaun að alvöru vítamín- sprautu fyrir íslenskar bókmenntir. Kálfar og jarðarber AF LISTUM Ásgeir H. Ingólfsson » Verðlaunin eruvissulega söluhvetj- andi fyrir þessar fáu bækur sem tilnefndar eru en það er aðeins sölustýring, ekki sölu- aukning. Morgunblaðið/Sverrir Steindautt Vandi almennra lesenda er [...] sá að þeir lesa fæstir bækurnar fyrr en á aðfangadag og vikurnar þar á eftir – en þá er umræðan hins vegar steindauð. asgeirhi@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ■ Í kvöld kl. 19.30 Lífið kallar. Styrktartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar og FL Group til fjáröflunar fyrir BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss. Uppselt. Stjórnandi: Alistair Dawes Söngvarar: Dame Kiri Te Kanawa og Garðar Thór Cortes. ■ Lau. 15. desember kl. 14 og 17 uppselt á báða tónleikana Jólatónleikar. Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskíj. Nemendur úr Listdansskóla Íslands dansa og trúðurinn Barbara segir söguna. Stúlkur úr Skólakór Kársness syngja jólalög í anddyrinu á undan tónleikunum og Barbara verður á sveimi. Opnað hálftíma fyrir tón- leikana. ■ Vínartónleikar Hinn árlegi og ómissandi gleðigjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar í ársbyrjun. 3. jan. nokkur sæti laus 4. jan. nokkur sæti laus 5. jan. kl. 17 örfá sæti laus 5. jan. kl. 21 laus sætiMiðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Athugið: Þeir sem eiga frátekna miða á Vínartónleikana í janúar þurfa að greiða þá í síðasta lagi í byrjun desember. Sýnt Hafnarfjarðarleikhúsinu Sunnudaginn 9. des kl 12.00 og 17.00 Sunnudaginn 16. des kl 12.00 og 17.00 Leikhópurinn á Senunni og Hafnarfjarðarleikhúsið kynna: Miðasala í Hafnarfjarðarleikhúsinu í síma 555 222 og á www.midi.is SjáuMS t í jóLaSk api!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.