Morgunblaðið - 07.12.2007, Page 25

Morgunblaðið - 07.12.2007, Page 25
mælt með … MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 25 NÝ OG GLÆSILEG BÓKAVERSLUN! Ein glæsilegasta bókaverslun landsins, Bóksala stúdenta, hefur verið opnuð á hinu nýja Háskólatorgi Háskóla Íslands. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna – það verða frábær tilboð á jólabókum og ýmsar uppákomur í versluninni fram að jólum. Háskólatorgi Sæmundargötu 4 101 Reykjavík Sími 570 0777 boksala@boksala.is www.boksala.is - Mikið úrval bóka við allra hæfi - Óvænt opnunartilboð á hverjum degi til jóla - Lesið verður úr nýjum bókum - , nýr veitingastaður á næstu grösum, með kaffi og meðlæti Afgreiðslutími til jóla: Virkir dagar 9–18 Laugardagur 8. des. 11–16 Laugardagur 15. des. 11–16 Laugardagur 22. des. 11–18 Þorláksmessa 11–18 Vefverslun opin allan sólarhringinn www.boksala.is P L Á N E T A N 2 0 0 7 Tilboð: 3.493 kr. Alm. verð: 4.990 kr. Tilboð: 1.344 kr. Alm. verð: 1.680 kr. Tilboð: 3.360 kr. Alm. verð: 4.480 kr. Tilboð: 2.919kr. Alm. verð: 4.490 kr. 25% afsláttur Tilboð: 3.368 kr. Alm. verð: 4.490 kr. 20% afsláttur Tilboð: 2.944 kr. Alm. verð: 3.680 kr. 30% afsláttur Tilboð: 1.883 kr. Alm. verð: 2.690 kr. 35% afsláttur 30% afsláttur 20% afsláttur 25% afsláttur 20% afsláttur Tilboð: 3.584 kr. Alm. verð: 4.480kr. Kakó í kuldanum Það er kannski ekkert sérstaklega kalt þessa dagana, en heitt kakó með rjóma á engu að síður einstaklega vel við er þrammað er á milli verslana í leit að réttu jólagjöfinni fyrir vini og ættingja. Næstu þrjá laugardaga munu verslunareigendur í mið- bænum, Hjálpræðisherinn og Nor- ræna félagið leitast við að skapa skemmtilega jólastemningu í mið- bænum með því að bjóða gestum og gangandi upp á heitt súkkulaði og piparkökur, tónlist og söng. Á morg- un verða slíkar trakteringar í boði á sjö stöðum frá kl. 14-18 og það er því tilvalið að gera smáhlé á búðarápinu er söngur heyrist álengdar og gleðja bæði tóneyra og bragðlauka með stuttu stoppi frá amstri dagsins. Jólastund með Hugleik Hvernig væri síðan að bregða sér á Jóladagskrá leikfélagsins Hugleiks í Þjóðleikhúskjallaranum á sunnu- dagskvöldið? Félagar í Hugleik und- irbúa komu jólanna þetta árið með því að bjóða upp á fjóra leikþætti, tónlist og jafnvel föndur sem efalítið hentar vel þeim sem hafa fima föndurfingur. Húsið verður opnað kl. 20.30 en dagskráin hefst kl. 21. Á vit fortíðar Aldnir og ungir í Eyjafirði geta síðan skemmt sér við að kynnast jólastemningu fortíðar í Gamla bæn- um í Laufási á sunnudaginn frá kl. 13.30-16. Það gefst gestum og gang- andi kostur á að fylgjast með und- irbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu og bragða um leið á indælis hangikjöti. Jólabókaupp- lestur í Kópavogi Jólabækurnar eru órjúfanlegur hluti jólanna í huga margra og líkt og fyrri ár kennir margra grasa í bóka- útgáfunni og kynna höfundar bækur sínar víða með upplestri. Í Kórnum í Bókasafni Kópavogs gefst gestum til að mynda gott tækifæri til að kynn- ast jólabókum fjögurra rithöfunda, kl. 14 á sunnudag. Þar lesa þá þær Alma og Freyja upp úr bókinni Postulíni, Bubbi Morthens úr Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð, Edda Andrésdóttir úr Í öðru landi og Einar Kárason úr End- urfundum. Jólamarkaður Ketilhúsi Þeir eru orðnir mýmargir jóla- markaðirnir sem haldnir eru á að- ventunni og því fer fjarri að þeir séu bara haldnir á suðvesturhorninu. Þannig hafa Akureyringar til dæmis úr tveimur jólamörkuðum að velja nú um helgina. Annars vegar í Ketilhús- inu í Listagilinu í dag á milli kl. 16 og 21 og eins á morgun frá kl. 12-18 í galleríBOX í Kaupvangsstræti. Í Ketilhúsinu er um að ræða norð- lenskan handverksmarkað með fjöl- breyttu úrvali muna sem m.a. eru unnir úr ull, beinum, steinum, silfri, gleri, viði og keramiki. Markaðurinn í galleríBOX er hins vegar hönn- unarmarkaður þar sem finna má fjölda muna frá yngri og eldri hönn- uðum. Morgunblaðið/ Ásdís Haraldsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Séra Hjálmar Jónsson skrifarVísnahorninu: „Skírnir Garðarsson vígðist prestur vorið 1976 og varð þá prestur í Búðardal. Við lukum um haustið ’76 nokkrir og vorum yfir lestrinum að hugsa til þess hvernig séra Skírni gengi nú að semja ræðurnar. Við Davíð Baldursson, nú prófastur á Eskifirði, keyptum skýringarrit, e.k. ræðusafn, í Máli og menningu og sendum Skírni vestur í Búðardal með þessari vísu: Ræðugerð er prestsins puð, pokinn þungann stynur. Þessi er upp á þrjúhundruð þorskhausana, vinur.“ Skírnir leigði sér bændagistingu, sem reyndist vera gamalt fjós, ekkert rafmagn og engin eldunaraðstaða, og hann orti: Býr í fjósi, búkinn lemur, brennir ljós við skarn og kol. Sig á dósum seðja nemur, sumir kjósa eymd og vol. Og Skírnir orti á sínum tíma: Ána sá ég ánni á, áninn kjánalegi, ána brá við ána þá, ána sá að á á á. Hálfdan Ármann Björnsson yrkir að síðustu um Hjálmar og Skírni: Skelegg eru Skírnismál, – skálda búin trafi. Þar er að baki þingeysk sál, það er enginn vafi. Þörf er á presti að leggja lið Leirs- að hemja -skanka, einn ræður Hjálmar ekkert við okkar syndaþanka. VÍSNAHORNIÐ Af prestum og þorski pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.