Morgunblaðið - 07.12.2007, Page 20

Morgunblaðið - 07.12.2007, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING H ann er yndisleg manneskja, al- veg eins og ég sjálf,“ segir Ka- nawa og hlær dátt. Þessi heims- fræga söngkona kann greinilega vel að meta unga Ís- lendinginn, Garðar Thór Cortes. „Mér líkar mjög vel við hann. Manni kemur ekki vel sam- an við alla, en við Garðar smellpössum saman,“ segir hún. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem þau syngja saman því þau komu fram á öðrum fjár- öflunartónleikum á eyjunni Jersey í haust. „Ég er mjög hrifin af eyjum, mér líkar ekkert alltof vel við mikið landflæmi. Svo líður mér best þegar ég er nálægt hafinu,“ segir Kanawa þeg- ar hún er spurð hvort hún vilji bara syngja á eyjum. Sjálf fæddist hún á eyju, Nýja-Sjálandi, á því herrans ári 1944. Algjörir jafningjar Kanawa segir Garðar Thór vera mikinn listamann, og að samstarfið við hann sé sér- staklega ánægjulegt. „Við höfum þekkst í fjög- ur eða fimm ár og vinátta okkar skiptir mig miklu máli. Það skiptir einnig miklu máli hvað hann er þægilegur í umgengni. Ég hef unnið með mörgum sjálfhverfum einstaklingum, miklum egóistum sem erfitt er að ná til, en Garðar á ekki við það vandamál að stríða,“ seg- ir hún. „Ég hitti til dæmis breska tónlistar- manninn Seal fyrir skömmu. Hann er ágætur náungi en það tók mig langan tíma að ná til hans. Að lokum var hann alveg yndislegur, en ég hélt samt alltaf áfram að kalla hann Herra Seal. Ég náði ekki að brjóta þá hindrun niður.“ Aðspurður segir Garðar Thór það gríð- arlegan heiður að fá að syngja með heims- frægri listakonu á borð við Kanawa. „Ég hef heyrt hana syngja með mínum átrún- aðargoðum, mönnum á borð við Pavarotti og Domingo, þannig að það er draumi líkast að fá að koma fram með henni,“ segir hann, en Ka- nawa grípur inn í: „Við erum samt jafningjar, við erum bæði að syngja tónlist. En auðvitað skiptir máli að reyndari manneskja fái tæki- færi til þess að syngja með yngri listamanni, og öfugt. Þegar ég var að byrja í þessum bransa kom eldri kynslóðin hræðilega fram við yngri kynslóðina, og kippti nánast undan manni fót- unum áður en maður komst inn í fagið. Ég trúi ekki á það, að brjóta einstaklinga niður með þessum hætti, og reyna svo að byggja þá upp. Það þarf að byggja fólk upp hægt og rólega.“ Garðar er sammála þessu, og segist læra mikið af Kanawa. „Hún hjálpar mér mikið, og gerir athugasemdir við ýmis tæknileg atriði, sem er mjög gott mál,“ segir hann, en Kanawa leggur þó áherslu á að lítið sé út á Garðar Thór að setja. „Þetta eru algjör smáatriði, hann er alveg með þetta. En allir þurfa auðvitað á ut- anaðkomandi gagnrýni að halda.“ Miðar á tónleikana í kvöld seldust upp á inn- an við klukkutíma, og segja þau Garðar og Ka- nawa að það hafi komið þeim nokkuð á óvart. Það sé hins vegar mikið gleðiefni, enda sé mál- staðurinn góður. „Allt sem viðkemur börnum skiptir mig gríðarlegu máli. Og það má ekki gleyma því að á meðan börn eru veik eru for- eldrar þeirra undir miklu álagi. Það er ekki síð- ur mikilvægt að foreldrarnir viti að það sé ein- hver þarna úti sem hugsar til þeirra,“ segir Kanawa sem gerir mikið af því að syngja á góð- gerðartónleikum sem þessum. Á efnisskránni í kvöld eru aríur og dúettar úr mörgum dáðustu óperum tónlistarsög- unnar, La Traviata og Rigoletto eftir Verdi og Turandot og La Bohéme eftir Puccini, auk þess sem gestir munu heyra brot úr verkum eftir Massenet, Britten, Glinka, Cilea og Andrew Lloyd-Webber. Vingjarnlegir og heiðarlegir Kanawa hefur komið í margar heimsóknir til Íslands á undanförnum árum, enda segist hún heilluð af bæði landi og þjóð. „Mér finnst landið hreint út sagt stórkostlegt. Hér á ég líka marga vini, og svo er frábært að veiða lax hérna, ég er nefnilega forfallinn laxveiðimaður. Ég ætla til dæmis að koma til Íslands í sumar og veiða lax,“ segir söngkonan, og bætir því við að Ísland minni hana um margt á heimalandið. „Íslendingar eru mjög vingjarnlegir, og alveg sérstaklega heiðarlegir sem er mjög sjaldgæf- ur eiginleiki. En ég finn líka fyrir þessu á með- al Nýsjálendinga.“ Kanawa er svo heilluð af landi og þjóð að hún getur jafnvel hugsað sér að flytja hingað til lands. „Það er nefnilega svo rosalega spenn- andi að borða morgunmat klukkan 9.30 á morgnana, og horfa út í myrkrið. Það er hreint magnað.“ Á sundlaugarbakka um jólin Á síðustu árum hefur Kanawa kennt söng í auknum mæli, en það hefur hún meðal annars gert í Söngskólanum í Reykjavík þar sem Garðar Cortes er einmitt skólastjóri. „Pabbi þinn er búinn að biðja mig að kenna meira í skólanum, og það ætla ég að gera,“ segir hún við Garðar yngri þegar talið berst að kennsl- unni. Aðalstarf Kanawa felst þó fyrst og fremst í því að koma fram á tónleikum um allan heim, en óperuna hefur hún hins vegar lagt á hilluna. Aðspurð segist hún vonast til þess að geta sungið oftar með Garðari Thór í framtíðinni, þótt ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Nóg er að gera hjá þeim báðum á næstu dög- um, Garðar Thór er á leiðinni til Akureyrar þar sem hann verður með tónleika á morgun, en svo fer hann til Southampton á Englandi þar sem hann syngur við sjósetningu Queen Vict- oria að viðstaddri bresku konungsfjölskyld- unni. Hann ætlar hins vegar að dvelja í faðmi fjölskyldunnar á Íslandi um jólin. Kanawa fer beint til Bangkok á mánudaginn, en þar mun hún halda tónleika 2. janúar. Hún hefur því ákveðið að dvelja í Hong Kong um jólin. „Sonur minn ætlar að heimsækja mig, ætli við munum ekki bara liggja í leti við sund- laugarbakkann yfir jólin,“ segir hún og hlær. Nýsjálenska óperusöngkonan Kiri Te Kanawa heldur tónleika ásamt Garðari Thór Cortes í Háskólabíói í kvöld. Yfirskrift tón- leikanna er Lífið kallar, en þeir eru haldnir til styrktar bráðaþjónustu Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við Kanawa og Garðar og fræddist meðal annars um ást söngkonunnar á Íslandi. Draumur að syngja með dívu Morgunblaðið/Golli Á æfingu í gær „Hún hjálpar mér mikið og gerir athugasemdir við ýmis tæknileg atriði, sem er mjög gott mál,“ segir Garðar um Kanawa. BALDUR Sveinsson hefur um árabil myndað flugvélar. Hann gerir það bæði af ástríðu og kunnáttu sem skína í gegn í myndunum hans sem birst hafa í fjölmiðlum og nú í þessari bók. Flugvélar eru sérstakt myndefni. Þær eru iðulega fallegir og ásjálegir gripir, rétt eins og okkur sumum finnst líka um bíla. Hægt er að virða þær fyrir sér frá öllum hliðum og velta fyrir sér tilgangi hinna ýmsu gerða og jafnvel hafa skoðun á því hvort hönnunin sé falleg og smíðin vönduð. Þeir sem kunna með þær að fara geta einnig metið flugeiginleika þeirra, getu og tækni. Ennþá skemmtilegra er þó að virða þær fyrir sér á fleygiferð í vinnu eða leik, horfa á þær í flugtaki, lendingu eða í æfingum á lofti. Allt þetta hefur Baldur fangað á þúsundir mynda. Fram undir þetta á filmur en á síðari misserum hefur stafræna tæknin náð yfirhöndinni. Oftar en ekki eru flug- vélarnar í bókinni á lofti og um leið getur að líta hluta af landinu, vélar yf- ir Reykjavík fyrr og síðar, yfir fjöll- um og jöklum, einkanlega sunn- anlands. Þannig hefur Baldur lagt sig eftir því að ljósmynda vél- arnar í hinu eig- inlega umhverfi sínu, svífandi um himinhvolfið. Margir flugmenn hafa flogið með Baldur þessara erinda, ekki síst þeg- ar flugvélaeigendur hafa fengið hann til að mynda flugvélar sínar, nýjar vélar sem bætast í flotann eða aðrar sem eru að ljúka þjónustu sinni. Einnig hefur hann lagt sig eftir því að góma gestavélar sem átt hafa leið hjá garði. Og hafi einhver haldið að kunn- átta Baldurs væri aðeins bundin við flugvélar má benda á skýjamyndir hans sem eru við öll kaflaskil. Þar kemur glöggt fram næmt auga hans og smekkvísi. En bókin er langt frá því að vera aðeins myndir. Baldur útskýrir myndatökuna sjálfa og hann hefur haldið til haga nauðsynlegum upplýs- ingum um vélarnar. Án þeirra væru myndirnar lítils virði eins og nafn- laust landslag. Lesandinn vill vita eitthvað um hina eða þessa flugvél sem hann flaug með sem barn, sá um daginn á flugvellinum eða á lofti eða hefur heyrt sögur af. Þarna má ganga að þessari vitneskju, að vissu marki við hverja ljósmynd, svo og í viðauka um tæknilegar og sögulegar upplýs- ingar. Þá fylgir einnig brot af flugeðl- isfræði stöku mynd, t.d. á bls. 211. Textinn er yfirleitt lipur en hefði þolað meiri yfirlegu á stöku stað, t.d. bls. 89; á síðum 16 og 17 er ósamræmi í upplýsingum og óþarfa ritvillur koma fyrir í nöfnum flugfélaga á bls. 102. Allt um það er bókin í heild í senn þrekvirki og þarfur viðbót- arhlekkur í flugsögunni. Flugvélar á og yfir Íslandi er vand- að, eigulegt og vissulega sérhæft verk. Þrátt fyrir það gætu jafnvel flughræddustu menn haft gagn og gaman af lestrinum. Og þar sem Baldur á tugþúsundir annarra mynda en þær liðlega 500 sem rötuðu í þessa bók má gera ráð fyrir að hann hafi þegar lagt á ráðin um næsta útspil úr þessum efniviði. Þema næstu bókar gæti verið listflug, síðan kæmi sér- hæfð bók um einkavélar, heimasmíð- aðar vélar og þannig áfram. Það yrði tilhlökkunarefni. Flugvélar fangaðar af kunnáttu BÆKUR Ljósmyndabók Eftir Baldur Sveinsson, Mál og menning – 376 bls. Flugvélar á og yfir Íslandi Jóhannes Tómasson Baldur Sveinsson MEÐ því að segja sögur af því hvernig var að alast upp hjá heyrn- arlausri móður í kringum árið 1965 fræðir talmeinafræðingurinn Bryn- dís Guðmundsdóttir börn um heyrnarleysi, táknmál, samábyrgð og sérstaka ábyrgð átta ára stelpu. Hún notar einnig tækifærið til þess að kenna krökkum að vera umburð- arlyndir gagnvart þeim sem eiga öðruvísi foreldra en fjöldinn en þar sýnir hún einnig hið vaxandi fjöl- menningarsamfélag. Hún skrifar minningar sínar sem lifandi sögur þar sem stelpan Ásdís segir frá í fyrstu persónu. Fullorðin Ásdís ávarpar lesendur í byrjun til þess að útskýra hvers vegna hún vill segja frá því hvernig var heima hjá henni þegar hún var lítil. Að því búnu segir hún sögurnar og er það ágætlega gert auk þess sem myndir Margrétar E. Laxness eru vel gerð- ar og fallegar. Þar sem Bryndís ávarpar full- orðna lesendur einnig beint í eft- irmála til þess að útskýra enn bet- ur tilgang bók- arinnar má velta því fyrir sér hvort ekki hefði komið fram skýr- ari heildarsvipur og fræðsla ef hún hefði sagt sög- urnar sem sínar sögur; sögur Bryn- dísar sjálfrar. Það er eins og þeir sem stóðu að útgáfunni hafi ekki gert alveg upp við sig hvort sög- urnar eigi að gerast árið 1965 eins og Bryndís segir í eftirmálanum, eigi að vera tímalausar eða gerast í samtímanum. Lýsingar og teikn- ingar sýna að nokkru leyti að sög- urnar gerast fyrir rúmum þrjátíu árum en annað sýnir nútímalegri umfjöllunarefni. Þar má nefna pólska innflytjendur og taílenska ásamt klæðaburði á sumum teikn- inganna. Þrátt fyrir dálítið óskýran tilgang er bókin þó kærkomin þar sem hún sýnir börnum vel nauðsyn jákvæðni og umburðarlyndis. Heyrnarlaus mamma BÆKUR Barnabók Eftir Bryndísi Guðmundsdóttur Myndir eftir Margréti E. Laxness 36 bls. Salka, Reykjavík 2007 Einstök mamma Bryndís Guðmundsdóttir Hrund Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.